HM karla í handbolta 2025

HM karla í handbolta 2025

HM í handbolta karla fer fram í Króatíu, Danmörku og Noregi dagana 14. janúar til 2. febrúar 2025.

Leikirnir




    Fréttamynd

    „Vel liðið eftir minni eigin sann­færingu og fylgi því“

    Ís­lenska karla­lands­liðið í hand­bolta kemur bráðum saman og hefur keppni í undan­keppni Evrópu­mótsins 2026. Augu liðsins eru þó einnig á undir­búningi fyrir næsta stór­mót. Sjálft heims­meistara­mótið í janúar Þeir fáu dagar sem liðið fær saman á næstu mánuðum eru mikil­vægir og segir Snorri Steinn Guð­jóns­son, lands­liðs­þjálfari hug sinn vafa­laust á öðrum stað en hugur leik­manna á þessum tíma­punkti. Snorri gerir eina stóra breytingu á hópi Íslands. Sveinn Jóhannsson fær tækifærið í línumannsstöðunni. Reynsluboltinn Arnar Freyr Arnarsson þarf að sitja eftir heima.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Duvnjak búinn að lofa Degi

    Eftir Ólympíuleikana í París í sumar og orð sem Domagoj Duvnjak, skærasta stjarna Króata í handbolta, lét falla benti allt til þess að hann hefði spilað sinn síðasta leik fyrir Dag Sigurðsson. Svo er hins vegar ekki.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Ekkert sjálf­gefið að valta yfir lið“

    „Þetta er eitthvað sem þú reiknar ekki með sem þjálfari,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir sannkallaðan stórsigur gegn Eistum í kvöld, 50-25.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Það er stór­mót í húfi“

    Viggó Kristjánsson verður í eldlínunni í kvöld þegar íslenska handboltalandsliðið mætir Eistlandi í baráttunni um sæti á HM í handbolta en í þessum tveimur umspilsleikjum er í boði sæti á heimsmeistaramótinu sem fer fram í janúar á næsta ári.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Bara að fara heim og hitta mömmu“

    „Það er alltaf gott að koma heim og hitta strákana. Við erum búnir að vera lengi saman sem lið og þekkjumst orðið mjög vel. Það er bara gaman, fjör og skemmtileg tilbreyting á tímabilinu að koma og hitta landsliðið,“ segir landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson sem er í hópi Íslands sem mætir Eistlandi á morgun.

    Handbolti