Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Hundruð kvenleiðtoga streyma til landsins

Reiknað er með rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogum frá áttatíu löndum á Heimsþing kvenleiðtoga sem hefst í Hörpu á mánudag og stendur í tvo daga. Þingið er haldið í sjötta skipti. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga.

Innlent
Fréttamynd

Lang­þráður samningur í höfn í Hollywood

Leikarar í Hollywood í Bandaríkjunum snúa í dag til vinnu eftir samanlagt sex mánaða verkfall. Samkomulag náðist í gærkvöldi sem bindur endi á lengsta verkfall í sögu leikara í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðnum vestan hafs.

Lífið
Fréttamynd

Enn ein á­sökunin á hendur Brand

Leikarinn Russell Brand stendur enn einu sinni frammi fyrir ásökun um kynferðisbrot. Aukaleikari sakar hann um kynferðislega áreitni við upptökur á kvikmynd árið 2010. 

Erlent
Fréttamynd

Perry borinn til grafar

Leikaranum Matthew Perry var fylgt til grafar í Los Angeles í gær. Fjölskylda, vinir og vandamenn voru viðstödd athöfnina.

Lífið
Fréttamynd

Barn Bar­ker og Kar­dashian komið í heiminn

Fyrsta barn trommarans Travis Barker og raunveruleikastjörnunnar Kourtney Kardashian er komið í heiminn. Kardashian tilkynnti um óléttuna í júlí þegar hún hélt á skilti á tónleikum Travis, sem er trommarinn í hljómsveitinni Blink-182, sem á stóð: „Travis, ég er ólétt.“

Lífið
Fréttamynd

Falið að fylla skarð spjall­þáttar James Cor­d­en

Bandaríski uppistandarinn Taylor Tomlinson hefur verið ráðin til að stjórna nýjum kvöldspjallþætti á sjónvarpsstöðinni CBS. Þættirnir verða á dagskrá á sama tíma og þættir hins breska James Corden voru á stöðinni sem runnu sitt skeið í apríl síðastliðnum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Disney kaupir Comcast úr Hulu

Forsvarsmenn Disney hafa keypt Comcast út úr streymisveitunni Hulu. Fyrirtækið mun borga minnst 8,6 milljarða dala fyrir um þriðjung í streymisveitunni, sem var með um 48 milljónir notenda í sumar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Heidi Klum toppar sig í búninga­deildinni

Fyrirsætan Heidi Klum er þekkt fyrir að taka hrekkjavökunni alvarlega, að minnsta kosti þegar kemur að búningum. Hún sló heldur betur í gegn í fyrra þegar hún mætti í sitt árlega hrekkjavökuteiti klædd sem ormur.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er algjör vitleysa!“

„Þetta er algjör vitleysa!“ hrópaði Robert De Niro í réttarsal í New York í gær, þegar hann bar vitni í dómsmáli sem fyrrverandi starfsmaður leikarans höfðaði gegn honum.

Lífið
Fréttamynd

Yfir­lýsing frá Vinunum um frá­fall Perry

Leikararnir úr þáttunum Friends segjast niðurbrotin eftir fráfall Matthew Perry. Jennifer Aniston, Courtney Cox, Lisa Kudrow, Matt LeBlanc og David Schwimmer sendu frá sér yfirlýsingu í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnurnar minnast Matthew Perry

Leikarar, forsætisráðherra, íþróttalið og jafnvel sjónvarpsstöðvar eru meðal þeirra sem hafa minnst leikarans Matthew Perry sem fannst látinn á heimili sínu í Los Angeles í gær. Perry, sem lék, eins og flestir vita, Chandler Bing í þáttunum Friends, var 54 ára gamall.

Lífið
Fréttamynd

Matthew Perry látinn

Matthew Perry, ein af stjörnum gamanþáttanna Friends, er látinn 54 ára gamall. Perry lék Chandler Bing í tíu þáttaröðum Friends á árunum 1994 til 2004. Þættirnir eru einhverjir vinsælustu sjónvarpsþættir sögunnar.

Lífið
Fréttamynd

Slekkur á at­huga­semdum eftir bók Brit­n­ey

Banda­ríski tón­listar­maðurinn Justin Timberla­ke er búinn að slökkva á at­huga­semdum við færslur sínar á sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram. Tölu­verð reiði hefur beinst að söngvaranum í kjöl­far opin­berana í nýrri ævi­sögu Brit­n­ey Spears.

Lífið
Fréttamynd

Taylor Swift orðin milljarðamæringur

Tónlistarkonan Taylor Swift hefur hagnast gífurlega af nýjasta tónleikaferðalagi sínu, sem kallast Eras, og kvikmyndin um þetta ferðalag er að gera góða hluti í kvikmyndahúsum um allan heim. Þar að auki var hún að endurútgefa níu ára gamla plötu, sem talin er að verði með vinsælli plötum ársins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gemma Owen er gengin út

Breska raun­veru­leika­þátta­stjarnan Gemma Owen er gengin út. Hún er nú byrjuð með boxaranum Aadam Hamed en bresk götu­blöð greina frá því að þau hafi skellt sér saman til Dubai.

Lífið