Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Jeremy Renner á gjör­gæslu eftir að­gerð

Bandaríski leikarinn Jeremy Renner er á gjörgæslu og er ástand hans enn sagt alvarlegt en stöðugt eftir að hann gekkst undir aðgerð í gær. Renner slasaðast alvarlega eftir að hann varð undir snjóbíl þegar hann vann að því að ryðja heimkeyrsluna fyrir utan heimili sitt í Nevada.

Lífið
Fréttamynd

Fimmta barnið á árinu komið í heiminn

Nick Cannon, sjónvarpsmaðurinn sem virðist hafa einsett sér að eignast sem flest börn, eignaðist sitt tólta barn á dögunum. Hann hefur nú eignast fimm börn það sem af er ári.

Lífið
Fréttamynd

„Að deila uppeldinu er virkilega fokking erfitt“

„Að deila uppeldinu er virkilega fokking erfitt,“ sagði Kim Kardashian í viðtali við útvarpskonuna og hlaðvarpsþáttastjórnandann Angie Martinez á dögunum. Kardashian deilir forræði yfir börnunum sínum fjórum með fyrrverandi eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Ye.

Lífið
Fréttamynd

Gefa lítið fyrir af­sökunina

Hjónin Harry Bretaprins og Meghan Markle gefa lítið fyrir afsökun the Sun vegna pistils Jeremy Clarkson þar sem hann sagðist hata Markle.

Lífið
Fréttamynd

The Sun biðst afsökunar á pistli Clarkson

Dagblaðið The Sun hefur beðist afsökunar á pistli þáttastjórnandans Jeremy Clarkson um hertogaynjuna Meghan Markle. Í pistlinum sagðist hann hata Markle „óstjórnlega mikið“ en hann hefur beðist afsökunar á orðunum. 

Lífið
Fréttamynd

Ellen opnar sig um missinn

Ellen DeGeneres tjáir sig í hjartnæmu myndbandi um fráfall tWitch sem lést fyrir örfáum dögum. Hún segir mikilvægast að heiðra minningu hans með því að dansa og syngja, þó að það virðist ómögulegt.

Lífið
Fréttamynd

Ljóst hvað dró Charlbi Dean til dauða

Suðurafríska leikkonan Charlbi Dean, sem birtist meðal annars í stórmyndinni Triangle of Sadness lést skyndilega í ágúst, 32 ára að aldri. Krufning hefur nú leitt í ljós hvað það var sem dró leikkonuna til dauða.

Lífið
Fréttamynd

Óskarsdraumar Hildar lifa áfram

Women Talking er ein tíu mynda sem eiga möguleika á tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir bestu tónlist. Hildur Guðnadóttir gerði tónlistina og lifa Óskarsdraumarhennar áfram. Um tíma var talið líklegt að Hildur yrði tilnefnd fyrir tónlist úr tveimur myndum en hún mun ekki hljóta tilnefningu fyrir tónlistina í kvikmyndinni Tár. Hildur fékk Óskarsverðlaunin árið 2020 fyrir kvikmyndina Joker. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Cruise stökk fram af fjalli á mótorhjóli

Leikarinn víðfrægi, Tom Cruise, hefur lengi verið þekktur fyrir að gera eigin áhættuatriði í kvikmyndum sínum og þá sérstaklega í Mission Impossible myndunum. Í þeim myndum hefur hann meðal annars klifrað utan á hæstu byggingu heims og sveiflað sér á milli háhýsa.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Heard hættir við áfrýjun eftir samkomulag

Leikkonan Amber Heard hefur tilkynnt að hún hafi gert samkomulag um að hætta við áfrýjun í meiðyrðamál Johnny Depp, fyrrverandi eiginmanns hennar. Hún var í fyrra dæmd til að greiða Depp um tvo milljarða króna í skaðabætur vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018, þar sem hún sagðist hafa verið fórnarlamb heimilisofbeldis.

Erlent
Fréttamynd

Rihanna frumsýnir loks soninn

Stórsöngkonan Rihanna hefur birt myndband af syni hennar og rapparanum A$AP Rocky á samfélagsmiðlum. Þetta er í fyrsta sinn sem sonur þeirra, sem verður sjö mánaða gamall á morgun, birtist á samfélagsmiðlum

Lífið
Fréttamynd

Henry Ca­vill hættur sem Ofur­mennið

Henry Cavill mun ekki sjást aftur á hvíta tjaldinu í búningi Ofurmennisins, að minnsta kosti ekki á næstunni. Búið var að tilkynna að hann færi með hlutverk hans í næstu mynd en nú hefur handritshöfundur kvikmyndarinnar hætt við að fá Cavill. 

Bíó og sjónvarp