Þeir úkraínsku „bálreiðir“ yfir sölu UEFA til Rússlands Forráðamenn úkraínska fótboltaliðsins Shakhtar Donetsk eru æfir út í stjórnarfólk hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrir að selja sjónvarpsrétt á leik liðsins til rússneskrar sjónvarpsstöðvar. Fótbolti 13. september 2022 09:01
Aðstoðum Úkraínu með 1% af fjárlögum, við eigum allt undir Úkraína þarf hjálp. Drullusokkur í Rússlandi ákvað að Rússar skyldu ryðjast inn í Úkraínu og drepa þar bræður sína og systur. En Úkraína verst hetjulega svo vekur aðdáun um allan heim. Óbeint eigum við allt undir baráttu þeirra gegn innrásarliðinu. Og hvað er átt við með því? Skoðun 12. september 2022 15:31
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Hafa náð frumkvæðinu af Rússum Rússneskir hermenn lögðu frá sér byssur sína og yfirgáfu skrið- og bryndreka sína í massavís er þeir flúðu frá Kharkív-héraði í Úkraínu um helgina. Heimamenn segja þá hafa reynt að dulbúa sig sem borgara og jafnvel flúið á stolnum reiðhjólum. Mikil óreiða skapaðist meðal hermanna vegna undraverðrar gagnsóknar Úkraínumanna í héraðinu sem hófst í síðustu viku. Erlent 12. september 2022 11:34
Hörð gagnsókn Úkraínumanna virðist koma Rússum í opna skjöldu Margir Rússar virðast nú klóra sér í höfðinu yfir verulegum árangri gagnsóknar Úkraínumanna í Kharkív en samkvæmt nýjustu stöðuuppfærslum hugveitunnar Institute for the Study of War hefur Úkraínuher náð nær öllu héraðinu aftur á sitt vald. Erlent 12. september 2022 07:29
Gagnrýnir frammistöðu rússneska hersins Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu og stuðningsmaður Pútíns Rússlandsforseta, fer hörðum orðum um stjórnendur rússneska heraflans í Úkraínu vegna þess hversu miklu landsvæði þeir hafa tapað í hendur Úkraínumanna. Erlent 12. september 2022 00:02
Sókn Úkraínumanna gangi vonum framar Þúsundir rússneskra hermanna hörfa nú af stóru landsvæði sem þeir höfðu hertekið í austurhluta Úkraínu. Hersveitir Úkraínumanna hafa frelsað tugi bæja og þorpa sem hafa verið í haldi Rússa frá því að innrásin hófst. Erlent 11. september 2022 13:49
Starfsemi hætt í stærsta kjarnorkuveri Evrópu Slökkt hefur verið á kjarnaofnum í stærsta kjarnorkuveri Evrópu. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur haft verulegar áhyggjur undanfarið af öryggismálum í kjarnorkuverinu Zaporizhzhia, sem hefur verið á valdi Rússa um nokkurt skeið. Erlent 11. september 2022 08:49
Rússneskar hersveitir hörfa frá borgum í Austur-Úkraínu Svo virðist sem rússneskar hersveitir hafi yfirgefið fjölda borga í austurhluta Úkraínu. Stjórn aðskilnaðarsinna í Kharkív hefur hvatt íbúa til að flýja heimili sín en hefur heitið því að „frelsa héraðið undan oki Úkraínu“ að nýju. Erlent 10. september 2022 11:06
UEFA ekki tekið ákvörðun en Rússland þegar skipulagt æfingaleiki Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur ekki tekið ákvörðun hvort Rússland eigi að fá taka þátt í undankeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu sem fram fer sumarið 2024. Á sama tíma er Rússland þegar byrjað að skipuleggja æfingaleiki og hefur fulla trú á að þjóðin fái að taka þátt. Fótbolti 9. september 2022 20:01
Hafa náð undraverðum árangri á nokkrum dögum Úkraínumenn hafa náð umfangsmiklum árangri í gagnárás gegn Rússum í Kharkív-héraði í norðurhluta landsins. Hersveitir Úkraínu eru sagðar komnar minnst fimmtíu kílómetra í gegnum varnir Rússa á einungis þremur dögum og hafa frelsað tugi þorpa og bæja sem hafa verið í haldi Rússa frá því innrásin hófst. Erlent 9. september 2022 10:59
Rússar hafa rænt allt að 1,6 milljónum Úkraínumanna og flutt til Rússlands Forseti Úkraínu þakkaði hersveitum sínum fyrir nýlega frækilega framgöngu og sigra í Kharkiv héraði. Fulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum gagnrýnir Rússa harðlega fyrir nauðungarflutninga á allt að 1,6 milljónum úkraínskra borgara til Rússlands. Erlent 8. september 2022 11:43
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Komnir langt í gegnum varnir Rússa í Kharkív Hersveitir Úkraínu hafa sótt töluvert fram gegn Rússum Kharkív-héraði í norðurhluta Úkraínu á undanförnum dögum. Það gerðu þær með skyndisókn sem virðist hafa komið Rússum á óvart og Úkraínumenn hafi nýtt sér það að Rússar fluttu hersveitir til suðurs til að bregðast við sókn Úkraínumanna í Kherson-héraði. Erlent 8. september 2022 11:04
Fær ekki að spila með landsliðinu meðan hann leikur í Rússlandi Norska knattspyrnusambandið hefur bannað Mathias Normann frá þátttöku í landsleikjum á meðan hann er á snærum rússnesks fótboltafélags. Þetta er vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Fótbolti 7. september 2022 15:30
Ógna birgðalínum Rússa í austri Hersveitir Úkraínu virðast hafa náð þó nokkrum árangri í gagnsókn þeirra í Kharkív-héraði í norðurhluta landsins. Gagnsóknin hófst í gær og virðast Úkraínumenn hafa komið Rússum á óvart, umkringt rússneska hermenn í borginni Balaklia og sótt áfram austur inn á yfirráðasvæði Rússa. Erlent 7. september 2022 11:52
Segir heiminum stafa ógn af viðskiptaþvingunum Vesturlanda Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að viðskiptaþvinganir Vesturlanda gegn Rússum vegna stríðsins í Úkraínu séu skammsýnar og að heiminum öllum stafi ógn af þeim – heimi sem í síauknum mæli beini sjónum sínum að Asíu. Erlent 7. september 2022 08:36
Hollenskir bakarar bangnir um eigið lifibrauð Félag hollenskra brauð- og sætabrauðsbakara er sagt hafa sent frá sér heilsíðu auglýsingu í dagblaði þar í landi á dögunum þar sem meðlimir lýsa yfir áhyggjum vegna hækkandi orkukostnaðar. Bakaríin séu í mikilli hættu. Erlent 6. september 2022 23:05
Sækja líka fram gegn Rússum í norðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu mun í ávarpi sínu í kvöld tilkynna „góðar fréttir“ varðandi nýja gagnsókn Úkraínumanna gegn hersveitum Rússlands í norðurhluta landsins. Hávær orðrómur gengur um á samfélagsmiðlum í Úkraínu og Rússlandi um að Úkraínumenn hafi náð góðum árangri í austurhluta Kharkív-héraðs. Erlent 6. september 2022 15:29
Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. Erlent 6. september 2022 07:23
Búast þurfi við sveiflum á eldsneytisverði eftir miklar lækkanir: „Það þarf ekki mikið til að breyta verðinu umtalsvert“ Bensínverð hefur lækkað hratt hér á landi undanfarna mánuði en lítið svigrúm er til frekari lækkana að sögn aðalhagfræðings Íslandsbanka. Lítið þurfi til að verð breytist umtalsvert og ólíklegt að tímabil óvissu renni sitt skeið í bráð. Orkukreppa í Evrópu og stríðið í Úkraínu spili áfram hlutverk og ómögulegt að segja til um hvenær verðþróun fer aftur í eðlilegt horf. Viðskipti innlent 5. september 2022 21:33
Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi. Erlent 5. september 2022 16:28
Lokað á Novaya Gazeta í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi hefur svipt Novaya Gazeta, einn af síðustu frjálsu fjölmiðlum Rússlands, starfsleyfinu. Blaðið verður því að hætta allri sinni starfsemi í Rússlandi. Erlent 5. september 2022 12:16
Segja eðlilegt að gagnsóknin gangi hægt: „Það liggur ekkert á“ Úkraínskir embættismenn segja gagnsókn þeirra í Kherson-héraði ganga hægt. Það sé þó í lagi, þar sem sóknin eigi að ganga hægt. Þeir búi hvorki yfir nægjanlegum mannafla né nægum hergögnum eins og skriðdrekum og bryndrekum til að sækja hratt fram gegn Rússum í héraðinu. Erlent 4. september 2022 11:00
Íslendingar á meginlandinu glíma við margfalt hærri reikninga Staðan á orkumarkaði í Evrópu er grafalvarleg að sögn Íslendinga búsettra á meginlandinu. Dæmi eru um að fólk sé að fá allt að 200 prósentum hærri reikninga fyrir hita og rafmagni nú en fyrir ári síðan. Rússar munu ekki opna fyrir Nordstream gasleiðsluna til Evrópu á morgun líkt og til stóð, sem er talið viðbragð við nýjum aðgerðapakka G-7 ríkjanna. Innlent 3. september 2022 09:31
Ekki líðandi að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu sé ógnað Forstjóri Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar segir ekki líðandi að öryggi kjarnorkuversins í Zaporizhzhia haldi áfram að vera ógnað af stríðandi fylkingum í Úkraínu. Eftirlitsmenn stofnunarinnar væru komnir til að vera í kjarnorkuverinu sem er það stærsta í Evrópu og hefur þegar verið ógnað með sprengjuárásum. Erlent 2. september 2022 11:21
Kjarnorkuverið í Zapoizhzhia ítrekað orðið fyrir hnjaski Formaður eftirlitsnefndar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir byggingu kjarnorkuversins í Zapoizhzhia í Úkraínu hafa orðið fyrir hnjaski ítrekað. Hann hafi áhyggjur af öryggismálum í verinu, sem er undir yfirráðum rússneskra hersveita. Erlent 2. september 2022 08:22
Árangurinn í suðri dýrkeyptur Úkraínumönnum Úkraínskir hermenn sem tekið hafa þátt í gagnárásum Úkraínumanna í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu, segja herinn sækja fram gegn Rússum. Framsóknin hafi þó verið dýrkeypt og bardagar séu gífurlega harðir. Erlent 1. september 2022 22:34
Eftirlitsmenn komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar eru komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í Úkraínu og vonast til að getað skoðað aðstæður þar í dag. Fjöldi barna mætti í rústir grunnskóla í norður hluta landsins í dag. Erlent 1. september 2022 13:17
Borgin slítur vinaborgarsamstarfi við Moskvu Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun einróma að slíta vinaborgasamstarfi við rússnesku höfuðborgina Moskvu, á grundvelli samstarfssamnings sem í gildi hefur verið milli borganna frá árinu 2007. Innlent 1. september 2022 12:48
Stjórnarformaður olíurisa látinn eftir fall út um sjúkrahúsglugga Ravil Maganov, stjórnarformaður rússneska olíu- og gasrisans Lukoil, er látinn eftir að hafa fallið út um glugga á sjúkrahúsi í rússnesku höfuðborginni Moskvu í morgun. Erlent 1. september 2022 08:17
Gera Rússum erfiðara og dýrara að ferðast til Schengen-svæðisins Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að gera rússneskum ferðamönnum erfiðara og dýrara að fá vegabréfsáritun til ferðalaga inn í sambandið. Þeir komust ekki að samkomulagi um að meina Rússum alfarið um vegabréfsáritanir, eins og ráðamenn nokkurra ríkja í Austur-Evrópu hafa farið fram á. Erlent 31. ágúst 2022 15:26