Vaktin: „Rússar mega ekki vinna þetta stríð“ Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur varað við því að fæðuskortur vegna átakanna í Úkraínu gæti varað í mörg ár og valdið hungursneyð víða um heim. Erlent 19. maí 2022 06:47
Fimleikakappi dæmdur í árs bann fyrir að styðja innrásina í Úkraínu Rússneski fimleikmaðurinn Ivan Kuliak hefur verið dæmdur í eins árs bann fyrir að styðja innrásina í Úkraínu opinberlega. Sport 18. maí 2022 15:00
RIFF stendur með Úkraínu og skipuleggur styrktarsýningu Skipuleggjendur RIFF kvikmyndahátíðarinnar hafa ákveðið að vera með styrktarsýningu á Úkraínskri kvikmynd, Stop-Zemlia Lífið 18. maí 2022 13:32
Erdogan vill fá „hryðjuverkamenn“ afhenta gegn samþykki fyrir aðild Reuters greinir nú frá því að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hafi gefið út hvað hann vill fá gegn því að samþykkja aðild Finna og Svía að Atlantshafsbandalaginu. Erlent 18. maí 2022 11:37
Skaut föstum skotum á Ólaf Ragnar Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur segir að umræðan um Úkraínustríðið megi ekki stjórnast af Rússahatri. Hann vill að samið verði vopnahlé og kosið um umdeild héröð. Hann kveðst þó ekki vera á sömu línu og Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti, sá sé í veisluglaumnum í Kreml-kastala, en Hannes sjálfur standi með rússneskri alþýðu á Rauða torginu. Innlent 18. maí 2022 09:01
Svíar og Finnar hafa formlega sótt um aðild Svíar og Finnar hafa formlega skilað inn umsóknum sínum um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Erlent 18. maí 2022 07:48
200 ára hlutleysi kastað á glæ Núna hafa ríkisstjórnir Svíþjóðar og Finnlands samþykkt að sækja um aðild að hernaðarbandalaginu Nató og ríkisstjórn Íslands lýst því yfir að hún muni styðja þá umsókn. Þessi umsnúningur í utanríkisstefnu þessara áður hlutlausu landa kemur kannski ekki mjög á óvart. Bæði löndin hafa unnið náið með Nató síðan Kalda stríðinu lauk og í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu hefur orðið umsnúningur í afstöðu almennings til aðildar. Skoðun 18. maí 2022 07:00
Vaktin: Borubrattir Rússar segja fall Maríupól marka þáttaskil Svíar og Finnar hafa skilað inn umsóknum sínum um aðild að Atlantshafsbandalaginu.„Finnland og Svíþjóð hafa komist að samkomulagi að fara í ferlið hönd í hönd og á morgun skilum við umsóknunum inn saman,“ sagði Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, á fundi með forseta Finnlands í gær. Erlent 18. maí 2022 06:43
Flóttamenn frá öðrum löndum en Úkraínu upplifa mismunun Óánægja ríkir á meðal flóttamanna og starfsfólks innan kerfisins með það sem lýst er sem mismunun íslenskra stjórnvalda á flóttafólki. Talsmaður Rauða krossins gagnrýnir að úkraínskum börnum sé gert hærra undir höfði en öðrum með beinum fjárhagslegum stuðningi. Ráðherra segir að verið sé að taka sérstaklega utan um Úkraínumenn núna. Innlent 17. maí 2022 23:01
Yfirgnæfandi meirihluti greiddi atkvæði með NATO-aðild Yfirgnæfandi meirihluti á finnska þinginu greiddi í hádeginu atkvæði með tillögu um að landið sæki um aðild að NATO. Erlent 17. maí 2022 13:12
Ráðherrar hræddir um að salan á Chelsea fari ekki í gegn Breska ríkisútvarpið greinir frá því að ráðherrar ríkistjórnar Bretlands telji að mögulega muni salan á enska fótboltafélaginu Chelsea ekki ganga í gegn. Enski boltinn 17. maí 2022 07:00
Vaktin: Senda sitt stærsta teymi til að rannsaka stríðsglæpi í Úkraínu Búið er að flytja 260 úkraínska hermenn frá Azovstal-stálverksmiðjunni í Maríupól, þar af marga alvarlega særða. Ekki er ljóst hversu margir eru eftir en áætla má að þeir séu um 350. Rússar virðast nú hafa náð Maríupól alfarið á sitt vald. Erlent 17. maí 2022 06:53
Baráttunni um Maríupól er lokið: Hermönnum bjargað frá Azovstal Fleiri en 260 úkraínskir hermenn, margir þeirra slasaðir, hafa verið fluttir á brott frá Azovstal-stálverksmiðjunni í Maríupól eftir margra vikna harða bardaga. Óvíst er hversu margir eru enn í verksmiðjunni. Erlent 17. maí 2022 06:28
Rússar vilja skipta á körfuboltakonunni og Kaupmanni dauðans Ein besta körfuboltakona heims, Brittney Griner, er enn í haldi Rússa sem framlengdu gæsluvarðhald hennar um heilan mánuð fyrir helgi. Körfubolti 16. maí 2022 08:00
Vaktin: Svíar freista þess að ná sátt við Tyrki til að greiða fyrir aðild að Nató Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu ekki hafa gengið eins og áætlað var og að Úkraínumenn gætu unnið stríðið. Erlent 16. maí 2022 06:17
Vaktin: Bjóða upp verðlaunagripinn til styrktar Úkraínu Úkraínumenn eru sigurreifir eftir að framlag landsins í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fór með sigur af hólmi í gærkvöldi. Volodýmýr Zelenskí, forseti Úkraínu, heitir því að keppnin verði haldin í Maríupol, sem Rússar hafa nú á sínu valdi, einn daginn. Erlent 15. maí 2022 19:00
Vaktin: „Hjálpið Úkraínu, Mariupol. Hjálpið Azovstal strax“ Rússar eru taldir hafa tekið þá ákvörðun að hörfa alfarið frá Kharkiv í norðurhluta Úkraínu. Það er eftir umfangsmiklar og vel heppnaðar gagnárásir Úkraínumanna á svæðinu. Erlent 14. maí 2022 08:48
Rússar framlengja gæsluvarðhald hinnar bandarísku Griner Rússneskur dómstóll framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir bandarísku körfuboltakonunni Brittney Griner um heilan mánuð. Griner hefur verið í haldi lögreglu í Rússlandi síðan í febrúar. Körfubolti 13. maí 2022 23:00
Vaktin: Framtíðin velti á því að stríðið verði sem styst Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, segir Vladimir Pútín Rússlandsforseta vera að niðurlægja sjálfan sig á hinu alþjóðlega sviði og að tryggja verði að ósigur hans í Úkraínu verði með þeim hætti að hann hagnist ekki á yfirgangssemi sinni. Erlent 13. maí 2022 21:30
Fullur stuðningur við aðild Finna og Svía Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra býður Finna og Svía velkomna í Atlantshafsbandalagið. Finnar eru komnir lengra í ferlinu og ljóst að þeir muni leggja fram umsókn. Innlent 13. maí 2022 13:16
Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Íslenska ríki hefur aldrei tekið á móti fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd, en þeir eru 1.508 það sem af er ári. Þá hefur ríkið tekið á móti 979 flóttamönnum frá Úkraínu en húsnæðisskortur virðist ætla að verða mikil áskorun. Innlent 13. maí 2022 12:00
Netárásir á íslenska innviði stóraukist í kjölfar innrásar Rússa Skipulagðar netárásir á íslenska innviði hafa aukist gríðarlega frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Innlent 13. maí 2022 07:36
Systurnar fengu þakkarkveðjur frá úkraínskum hermönnum Systur hafa eftir fyrri undankeppni Eurovision, sem fór fram á þriðjudag, fengið ótal skilaboða frá Úkraínu þar sem þeim hefur verið þakkað fyrir stuðning sem þær hafa sýnt Úkraínumönnum í keppninni. Tónlist 12. maí 2022 12:00
Vaktin: Selenskí segir hernaðarlegan ósigur Rússa augljósan Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að eftir innrás Rússa í Úkraínu og samkomulag þeirra við Kína sé Rússland helsta ógnin sem heimurinn stendur frammi fyrir um þessar mundir. Erlent 12. maí 2022 06:46
„Finnland verður að sækja um aðild að Nató án tafar“ Stjórnvöld í Finnlandi hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segjast vonast til að nauðsynleg skref verði tekin næstu daga til að greiða fyrir formlegri umsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu. Erlent 12. maí 2022 06:30
Gefa ekkert upp um hvort Ísland sé hulduríkið sem hjálpaði Pussy Riot Hvorki forsætisráðherra né fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins hafa viljað tjá sig um hvort íslensk stjórnvöld hafi komið að því að liðka fyrir brottför Maríu Alyokhinu, liðsmanni rússnesku andófshljómsveitarinnar Pussy Riot, frá Hvíta-Rússlandi til Litáen. Innlent 11. maí 2022 20:31
Lilja heimsótti Pussy Riot Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hitti meðlimi hljómsveitarinnar Pussy Riot á æfingu sveitarinnar í Reykjavík. Hljómsveitin undirbýr tónleikaröð sína um Evrópu hér á landi og hefur verið við æfingar undanfarna daga í Þjóðleikhúsinu. Sveitin flaug af landi brott í morgun. Innlent 11. maí 2022 10:31
Kom að ótrúlegum flótta liðskonu Pussy Riot Svo virðist sem að listamaðurinn Ragnar Kjartansson hafi leikið lykilhlutverk í ótrúlegum flótta Maríu Alyokhinu, liðsmanni Pussy Riot, á flótta hennar frá Rússlandi á dögunum. Er hann sagður hafa sannfært ónefnt ríki í Evrópu um að útvega henni vegabréf sem gerði henni kleift að komast yfir til Litháens frá Hvíta-Rússlandi. Innlent 11. maí 2022 09:14
Vaktin: Rúmlega fimm þúsund milljarða króna fjárstyrkur á leið til Úkraínu frá Bandaríkjunum Úkraínska gasfyrirtækið GTSOU segist þurfa að hætta að senda gas frá Rússlandi til Evrópu um eina af leiðslum sínum. Ástæðuna segir forstjóri fyrirtækisins vera inngrip rússneskra hersveita, sem hafa verið að beina gasinu til Donbas. Erlent 11. maí 2022 06:41
Sérstök tilfinning að sjá Úkraínu á sviðinu: „Þeir fara bara heim í stríð þegar þeir eru búnir að taka þátt“ Ísland keppir í fyrri undanúrslitariðlinum í Eurovision í Torino í kvöld og segir farastjóri íslenska hópsins stemninguna góða. Veðbankar gefa til kynna að Ísland sé að berjast um sæti í úrslitunum en Úkraína, sem er spáð sigri í keppninni, stígur einnig á svið í kvöld. Gera má ráð fyrir tilfinningaþrungnu andrúmslofti í kvöld þegar þeir flytja sitt lag. Lífið 10. maí 2022 13:02