Sviptingar á markaði ættu ekki að koma á óvart í óvissu efnahagsástandi Heldur mikil bjartsýni hefur verið um nokkurt skeið í sýn margra á efnahagsástandið hér á landi, að mati hlutabréfagreinanda, sem segir að það „viti ekki á gott“ þegar ríkissjóður sé rekinn með viðvarandi halla og laun hækki stöðugt umfram framleiðni, og því eigi sviptingar á hlutabréfamarkaði ekki að koma á óvart. Við þessar aðstæður séu fjárfestar að leita í öryggið en miðað við nýjustu verðmatsgreiningar eru skráð félög hins vegar að meðaltali vanmetinn um meira en 40 prósent. Innherji 1. ágúst 2024 12:18
Nýjustu vísbendingar bendi til komandi kólnunar Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að grundvöllur sé að myndast fyrir minni verðbólgu á næstunni. Þá ályktun dregur hann af nýjustu vísbendingum, svo sem væntingakönnunum, minni ráðningaráformum og minni neyslu. Viðskipti innlent 30. júlí 2024 20:59
Aðstoðarforstjóri Play hættur Arnar Már Magnússon, aðstoðarforstjóri Play og framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs, hefur hætt störfum hjá félaginu. Hann er einn af stofnendum Play og var fyrsti forstjóri flugfélagsins. Innan við þrír mánuðir eru síðan hann tók við stöðu aðstoðarforstjóra. Viðskipti innlent 30. júlí 2024 14:36
Telur „alls ekki“ að flugfargjöld Play á heimamarkaðinum séu ósjálfbær Flugfargjöld Play á íslenska heimamarkaðinum, þar sem flugfélagið er sterkast, eru „alls ekki“ ósjálfbær að sögn forstjórans sem fullyrðir að afkoman á seinni árshelmingi muni batna „verulega“ á milli ára en rekstrartapið á öðrum fjórðungi reyndist vera yfir fjórir milljónir dala. Hann telur að fækkun í komum ferðamanna til landsins sé ekki endilega mikil áhætta fyrir lausafjárstöðu Play en áætlanir gera ráð fyrir að hún verði „mun betri“ í lok árs miðað við sama tíma í fyrra. Innherji 26. júlí 2024 12:24
Hagnaður Arion banka dregst saman milli ára Hagnaður Arion banka á öðrum ársfjórðungi 2024 var 5,5 milljarðar, samanborið við 7,1 milljarð á sama tímabili í fyrra. Hagnaður fyrstu sex mánuði ársins var 9,9 milljarðar, samanborið við 13,4 milljarða fyrstu sex mánuði 2023. Bankastjóri segir margt gott í uppgjöri bankans þrátt fyrir að arðsemismarkmiði hafi ekki verið náð. Viðskipti innlent 25. júlí 2024 16:35
Play tapaði milljarði en staðan „mjög traust“ að mati forstjórans Flugfélagið Play tapaði 8,1 milljón Bandaríkjadala eða rúmlega 1,1 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi. Tapið er töluvert meira en á sama ársfjórðungi árið 2023 þegar Play tapaði 4,6 milljónum Bandaríkjadala eða sem nemur rúmlega 600 milljónum króna Viðskipti innlent 25. júlí 2024 16:33
Bein útsending: Play kynnir uppgjör Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, mun kynna uppgjör fyrir annan ársfjórðung félagsins á fundi sem hefst klukkan 16:15. Viðskipti innlent 25. júlí 2024 15:32
„Óvænt bakslag“ en ein verðbólgumæling breytir ekki heildarmyndinni Þegar leiðrétt er fyrir sveiflukenndum liðum í vísitölu neysluverðs, ásamt ytri þáttum sem tengjast ekki íslensku hagkerfi, þá virðist verðbólguþrýstingurinn enn vera nokkuð yfir markmiði Seðlabankans þótt hann hafi vissulega minnkað frá því að hann náði hámarki. Óvænt hækkun verðbólgunnar í þessum mánuði breytir ekki heildarmyndinni, að mati hagfræðinga Arion banka, en þeir benda á að verð á bæði innlendum vörum og þjónustu hefur verið að hækka af mikið að undanförnu. Innherji 25. júlí 2024 11:50
Flugferð Icelandair aflýst vegna mótmæla á flugvelli Flugferð Icelandair frá flugvellinum í Frankfurt am Main til Keflavíkur var aflýst í morgun vegna tafa sem urðu þegar loftslagsaðgerðasinnar mótmæltu á flugvellinum. Aðgerðasinnar hafa mótmælt á fjölförnum flugvöllum í Evrópu síðustu daga. Erlent 25. júlí 2024 10:57
Marel lækkar enn afkomuspána vegna óvissu og krefjandi rekstrarumhverfis Þótt rekstrarframlegðin hafi batnað nokkuð á milli ársfjórðunga hjá Marel þá eru markaðsaðstæður enn erfiðar og litast af óvissu, sem endurspeglast í minni mótteknum pöntunum, og félagið hefur því – í annað sinn á þessu ári – lækkað afkomuspá sína til skamms tíma. Uppgjör Marels, sem stefnir að sameiningu við JBT undir lok ársins, var lítillega yfir væntingum greinenda en skuldahlutfall félagsins hélt hins vegar áfram að hækka á öðrum fjórðungi samtímis því að sjóðstreymið versnaði milli ára. Innherji 25. júlí 2024 10:20
Verðbólgan ekki að „taka aftur á skeið“ en leiðin að markmiði verður löng Skörp hækkun verðbólgunnar í júlí, langt umfram spár greinenda, þýðir að möguleg vaxtalækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í næsta mánuði er núna „endanlega út af borðinu,“ að mati aðalhagfræðings Kviku banka, og biðin eftir vaxtalækkunarferlinu gæti jafnvel lengst fram yfir áramót. Það er áhyggjuefni hve yfirskotið er á breiðum grunni og er til marks um að „síðasta mílan“ geti orðið nefndinni óþægur ljár í þúfu. Innherji 24. júlí 2024 20:52
„Okkur þykir mjög miður að þetta hafi gerst“ Verkefnastjóri segir miður að steypuryk frá niðurrifsframkvæmdum á Kirkjusandi hafi fokið yfir íbúðahverfi í Laugarnesi. Auka hefur þurft öryggisgæslu á svæðinu eftir að í ljós kom að fólk hefur farið inn á svæðið í leyfisleysi. Innlent 24. júlí 2024 20:30
Nýjasta tíska ferðalanga? Að fljúga berbakt um háloftin Ferðalangar á leið í átta tíma flug með Icelandair til Seattle gátu ekki horft á sjónvarp um borð og gramdist það sumum. Þeim gafst þó gullið tækifæri til að taka þátt í nýjasta TikTok-trendinu, að fara berbakt í flug. Um er að ræða fullkomna ögunar- og núvitundaræfingu. Lífið 24. júlí 2024 12:20
Umsvifamikill verktaki byggir upp stöðu í Icelandair Eigandi eins umsvifamesta verktakafyrirtækis landsins, sem hagnaðist um marga milljarða króna á liðnu ári, er kominn í hóp stærri hluthafa Icelandair eftir að hafa byggt upp nærri eins prósenta eignarhlut í flugfélaginu. Hlutabréfaverð Icelandair, sem hefur fallið um meira en sextíu prósent á einu ári, er núna í sögulegri lægð en rekstrarafkoman hefur versnað skarpt samhliða minnkandi eftirspurn í flugferðum til Íslands og lækkandi fargjöldum. Innherji 24. júlí 2024 11:47
Eyþór fyllir í skarð Rósu hjá Heimum Björn Eyþór Benediktsson, forstöðumaður upplýsinga og greininga hjá Heimum, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála Heima frá og með 1. september næstkomandi. Fasteignafélagið breytti um nafn í maí en það hét áður Reginn. Viðskipti innlent 24. júlí 2024 10:07
„Ljóst að staðan er mjög strembin“ Staða flugfélagsins Play er mjög strembin og þá er rekstrarafkoma Icelandair döpur um þessar mundir. Þetta sagði Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Viðskipti innlent 23. júlí 2024 23:08
Gengi bréfa Play fellur um tuttugu prósent vegna versnandi afkomuhorfa Hlutabréfaverð Play hefur fallið um nærri sextíu prósent frá hlutafjáraukningu þess fyrr á árinu en fækkun ferðamanna og hörð samkeppni veldur því að flugfélagið fylgir í fótspor Icelandair og fellir afkomuspá sína úr gildi sem forstjórinn hafði nokkrum vikum áður ekki talið tilefni til. Áætlanir um tilfærslu Play yfir á Aðalmarkað Kauphallarinnar fyrir lok júnímánaðar hafa ekki gengið eftir. Innherji 23. júlí 2024 11:59
Horfurnar versna hjá Play sem kippir afkomuspá úr gildi Flugfélagið Play hefur fellt úr gildi afkomuspá sína fyrir yfirstandandi ár. Félagið fetar í fótspor Icelandair sem gerði slíkt hið sama í maí. Play birtir uppgjör fyrir annan ársfjórðung á fimmtudaginn. Neytendur 23. júlí 2024 10:25
Fínn hvítur salli gerir íbúum Laugarneshverfis lífið leitt Svavar Hávarðsson er íbúi í Laugarneshverfi og hann segir nánast allt hverfið undirlagt af steypuryki sem leggst yfir allt og á alla. Innlent 22. júlí 2024 16:23
Fækkun ferðamanna mögulega leitt til hraðari lækkunar stýrivaxta Greining Íslandsbanka hefur lækkað hagvaxtarspá sína í ljósi fækkunar ferðamanna í júní og telur þróunina geta dregið úr spennu á vinnu- og íbúðamarkaði fyrr en áður var talið. Viðskipti innlent 22. júlí 2024 13:42
Styrkás kaupir Kraft Styrkás hf. og Björn Erlingsson hafa undirritað kaupsamning um kaup Styrkáss á öllu hlutafé í Krafti ehf. sem er söluaðili MAN, Palfinger og Bucher-Municipal á Íslandi. Kraftur rekur jafnframt þjónustuverkstæði fyrir MAN bifreiðar að Vagnhöfða í Reykjavík. Kaupsamningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlits og birgja. Viðskipti innlent 22. júlí 2024 11:45
Sváfu með fullt af evrum undir koddanum fyrir flugmiðum heim ef þyrfti „Satt best að segja fékk ég leið á sjálfum mér,” segir Ari Daníelsson, forstjóri Origo og hlær. Atvinnulíf 21. júlí 2024 08:01
Komust ekki inn á netbanka vegna bilunar Tímabundin bilun í tölvukerfum hjá Reiknistofu bankanna orsakaði truflanir á virkni Aur-appsins og bankaþjónustu Auðar. Báðar fjármálaþjónusturnar eru reknar af Kviku og áttu viðskiptavinir Auðar um tíma erfitt með að komast inn í netbanka. Viðskipti innlent 19. júlí 2024 22:22
Tæknilegir örðugleikar til skoðunar á Keflavíkurflugvelli Tæknilegra örðugleika sem hafa valdið því að flugvélar hafi verið kyrrsettar um allan heim gætir einnig á Keflavíkurflugvelli. Flugferðum hefur verið frestað og aflýst í Sydney, Edinborg, Amsterdam og um öll Bandaríkin. Ekki liggur fyrir hversu víðtækur vandinn er og enn sem komið er hefur engum flugferðum verið aflýst til og frá Keflavík. Innlent 19. júlí 2024 08:00
1,4 milljarða sparnaður af uppsögnum 140 starfsmanna í maí og júní Icelandair skilaði 86 milljón króna hagnaði á öðrum ársfjórðungi og var EBIT afkoma félagsins 457 milljónir. Einingakostnaður lækkaði um 2,4 prósent þrátt fyrir verðbólgu, sem má rekja til endurnýjunar flotans, aðhalds og aukinnar skilvirni í rekstri. Viðskipti innlent 18. júlí 2024 08:28
Markaðurinn er að átta sig á því að verðbólgan sé eins og „slæm tannpína“ Fjárfestar voru „fullbjartsýnir“ á að verðbólgan myndi ganga hratt niður á árinu með tilheyrandi vaxtalækkunum Seðlabankans, að sögn forstöðumanns fjárfestinga hjá Sjóvá, en neikvæð afkoma af skráðum hlutabréfum – ásamt stórum brunatjónum – réð hvað mestu um að tryggingafélagið tapaði yfir 400 milljónum á öðrum fjórðungi. Í þessu árferði hárra vaxta sé erfitt fyrir aðra eignaflokka að keppa við víxla og stutt skuldabréf en Sjóvá bætti engu að síður verulega við stöðu sína í Marel. Innherji 17. júlí 2024 18:18
Auka enn stöðu sína í Festi þegar stærstu einkafjárfestarnir voru keyptir út Lífeyrissjóðir keyptu umtalsverðan hluta bréfa af tveimur stærstu einkafjárfestunum í Festi þegar þeir losuðu um allan sinn eignarhlut sinn í smásölurisanum fyrir samtals tæplega þrjá milljarða fyrr í þessum mánuði. Umsvif einkafjárfesta í félaginu er núna hverfandi en samanlagður eignarhlutur lífeyrissjóða í Festi er á sama tíma óðum að nálgast hátt í áttatíu prósent. Innherji 16. júlí 2024 12:45
Flugi Play seinkað vegna ógnandi tilburða flugdólgs Töf varð á brottför farþegaflugvélar Play frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur um ellefuleytið í morgun vegna flugdólgs sem var með ógnandi tilburði í garð flugfreyja. Innlent 16. júlí 2024 11:55
Skel stendur að kaupum á belgísku verslunarkeðjunni INNO Fjárfestingafélagið Skel í samfloti með sænska fyrirtækinu Axcent of Scandinavia er að ganga frá kaupum á öllu hlutafé belgísku verslunarkeðjunnar INNO. Skel mun fara með helmingshlut í nýju félagi sem er stofnað í kringum kaupin á INNO sem er með árlega veltu upp á jafnvirði tugi milljarða króna. Innherji 13. júlí 2024 17:17
Akur færir virði fisksalans Gadusar niður um nærri helming Akur fjárfestingarfélag færði niður eignarhlut sinn í belgíska fisksölufélaginu Gadus um 43 prósent milli ára. Árið 2020 var ríflega helmingshlutur í fyrirtækinu metinn á 2,3 milljarða en þemur árum síðar var virði hans yfir 800 milljónir í bókum félagsins sem er í eigu lífeyrissjóða, VÍS og Íslandsbanka. Innherji 12. júlí 2024 10:43