Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Peningaskápurinn...

Samkeppnisyfirvöld í Bandaríkjunum kannar nú hvort kaup bandaríska netfyrirtækisins Google á netauglýsingafyrirtækinu DoubleClick brjóti í bága við samkeppnislög.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stungið upp í ráðherrann

Henry Paulson, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, fundaði með Wu Yi, aðstoðarforsætisráðherra Kína, í Washington í síðustu viku. Efni fundarins var lágt gengi kínverska júansins, sem Bandaríkjastjórn segir að haldið sé lágu með handafli, og aukinn innflutningur frá Kína til Bandaríkjanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spákaupmaðurinn: Grænpóstur á Bjögga

Ég hef eins og fleiri verið með nokkuð stórar stöður í Actavis í gegnum tíðina. Þar hafa orðið til miklir peningar. Ég var því þokkalega sáttur þegar yfirtökutilboðið kom, enda búinn að vera að bæta við mig undanfarna mánuði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fleiri dýralæknar

Nýr bankastjóri Straums-Burðaráss er hokinn af reynslu í bankaheiminum og veit sínu viti í þeimi heimi. Fjármálaráðherra Íslands hefur stundum mátt sæta því að um bakgrunn hans sé talað með niðrandi hætti, en hann er dýralæknir að mennt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ungskáldin auka söluna

Hún er þekkt sagan af Einari Má Guðmundssyni og fleiri skáldum sem þræddu kaffihús og bari borgarinnar á árum áður og gerðu tilraunir til að pranga nýjustu afurð sinni inn á misdrukkið fólk. Margir sluppu við bókakaup yfir bjórglasi á þeim forsendum að þá skorti lausafé.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn

Evrópuþingið hefur samþykkt tillögur um reglur sem koma til með að lækka verð á alþjóðlegu reiki innan Evrópu. Reikigjöld eru gjöld sem símafyrirtæki innheimta fyrir tengingar milli landa, en kostnaður við símtöl í farsíma milli landa hefur hingað til verið hár og oft erfitt fyrir neytendur að fylgjast með verðlagningu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Greinilegt er að vinnan við alþjóðavæðingu SÍF, Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda, í gegnum árin með yfirtökum á fyrirtækjum á meginlandi Evrópu hefur tekist vel. Punkturinn var settur yfir i-ið þegar nafni SÍF var kastað fyrir róða og Alfesca tekið upp í febrúar í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrirhyggjan í fyrirrúmi

Sumir glottu við þegar fréttist af því að danski milljarðamæringurinn og skipakóngurinn Mærsk McKinney-Möller hefði pantað sér skútu í fyrra. Smíðin átti að taka tvö til þrjú ár og þótti einhverjum Mærsk fullbjartsýnn. Hann er jú fæddur árið 1913, fagnar 94 ára afmæli í júlí og yrði ansi nálægt tíræðisaldrinum þegar skútan yrði afhent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gagnsæjar nafngiftir

Ágætisskemmtan getur verið að lesa Lögbirtingarblaðið, sér í lagi þegar kemur að nafngiftum hlutafélaga. Landinn er enda duglegur við að hrinda viðskiptahugmyndum í framkvæmd og eitthvað þurfa börnin að heita. Einhver kynni þó að ætla að betur hefði verið heima setið en af stað farið þegar í blaðinu voru auglýst skiptalok á fyrirtækinu Óráði ehf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Allir búnir að kaupa

Þá eru öll stóru fjármálafyrirtækin búin að taka upp seðlaveskið á árinu. Það kom mér ekki á óvart að heyra að Straumur-Burðarás væri að fjárfesta í Finnlandi, enda höfðu þeir verið að leita bæði þar og í Svíþjóð. Mér skilst að Kalli Werners hafi hrifsað til sín Invik fyrir framan nefið á Kaupþingi og Straumi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dýrt að vera nýrík

Viðskipta- og hagfræðingum gengur illa að spara peningana sem þeir þéna, sérstaklega þeim sem yngri eru. Ný könnun Félags viðskipta- og hagfræðinga, sem sagt er frá í Markaðnum í dag, gefur til kynna að stór hluti þessa hóps treysti sér alls ekki til að leggja meira en tíu þúsund krónur fyrir á mánuði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn...

Ráðherrar Framsóknar sinna enn störfum sínum samviskusamlega þrátt fyrir að vera sárir út í Sjálfstæðisflokkinn fyrir að stíga í vænginn við Samfylkinguna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekkert frí

Spennandi þingkosningar eru að baki, en skömmu fyrir kosningar heyrðust þær raddir að einhverjir íslenskir fjárfestar hefðu í hyggju að taka sér frí til fjögurra ára næði vinstristjórn völdum með hugsanlegum skattahækkunum á fyrirtæki, hagnaði af sölu hlutabréfa og ýmsu öðru sem valdið hefði pirringi þeirra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Veislan í Gramercy

Sir Philip Green, eigandi Arcadia, blés til mikillar veislu í New York í Bandaríkjunum á þriðjudag í síðustu viku. Tilefnið var upphaf sölu á splunkunýrri fatalínu stjörnufyrirsætunnar Kate Moss, sem hún hannaði fyrir Topshop.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Í góðum félagsskap

Og áfram af gleðinni hjá Green því Sunday Times segir viðskiptajöfurinn hafa verið svo ánægðan með dvöl sína í New York að hann geti vel hugsað sér að flytja þangað og fylgjast með uppbyggingu Topshop-búðanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hvar vinnur Jón Karl?

Eins og kemur fram á síðunni hefur Icelandair Group undirritað viljayfirlýsingu um kaup á tékkeska flugfélaginu Travel Servie. Á blaðamannafundi Icelandair Group vegna fyrirhugaðra kaupa varð Jóni Karli Ólafssyni, forstjóra Icelandair, það á í messunni að nefa Icelandic Group þegar hann ætlaði að segja Icelandair Group.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Ársskýrsla Bakkavarar Group, sem barst til hluthafa í vikunni, er fróðleg lesning fyrir alla þá sem hafa áhuga á íslenskum fyrirtækjum og ekki síst landvinningum Bakkavarar erlendis. Vöxtur félagsins hefur verið ótrúlegur þótt ekki sé fastar að orði kveðið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Varhugaverð Búlgaríublöð

Þeir eru orðnir fáir hér á landi sem þora að lesa búlgörsku dagblöðin án þess að setja upp fyrirvaralesgleraugun. Ástæðan eru þær misvísandi og oft á tíðum beinlínis röngu fregnir sem blöðin fluttu af sölu Novators, fjárfestingafélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, á 65 prósenta hlut í búlgarska símafyrirtækinu (BTC), sem gekk í gegn í síðustu viku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skrifað um glaumgosann

Nýfallinn dómur yfir forsvarsmönnum Baugs hefur vakið heldur minni athygli í erlendum fjölmiðlum en einhver kynni að hafa vænt. Þannig er töluvert meira fjallað um yfirtökutilboð Baugs í hlutabréf Mosaic Fashions og mögulega afskráningu af markaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gúrú að koma

Hinn heimskunni fræðimaður Geert Hofstede er væntanlegur til landsins. Áralangar rannsóknir hans sýna að stjórnunarstíll er afar misjafn eftir uppruna stjórnenda. Viðskipta- og hagfræðideild HÍ stendur fyrir ráðstefnu á fimmtudaginn þar sem Hofstede verður heiðursgestur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Slúður og fréttir

Þótt sumarið nálgist óðfluga býst ég ekki við neinni lognmollu á markaðnum á næstunni. Ég ráðlegg reyndar engum að fara út í hanaslag um mitt sumar þegar fjölmiðlar upplifa tóma gúrkutíð. Hver gleymir látunum í Straumi-Burðarási í fyrrasumar og SPRON-málinu fyrir nokkrum árum?

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Raunveruleg stórðiðja

Fjárfestar tóku afkomutölum frá Landsbankanum fagnandi í gær og hækkuðu bréfin um 1,58 prósent. Hagnaður bankans fyrir skatta var um 15,5 milljarður króna fyrir fyrsta ársfjórðung. Þegar þetta er sett í samhengi við aðrar stærðir má taka eftirfarandi dæmi: Hagnaður á þremur mánuðum var sambærilegur og heildarvelta Norðuráls og Ölgerðar Egils Skallagrímssonar allt árið 2006.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Breskir millar aldrei fleiri

Forsætisráðherratíð Tonys Blair í Bretlandi hefur verið sannkölluð blómatíð fyrir moldríka þar í landi. Skoska dagblaðið Scotsman greinir frá könnun sem sýnir að í Bretlandi hafi fjöldi milljarðamæringa (í pundum talið) þrefaldast á síðustu fjórum árum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Karatekempa í sigurliðið

Eins og allir vita eru langhlaup talin til mestu dyggða hjá starfsmönnum Glitnis og bankinn verið meðal styrktaraðila Reykjavíkurmaraþons auk maraþonhlaupa í stórborgunum Osló í Noregi og Lundúnum í Bretlandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá 4,3% verðbólgu

Hagstofa Íslands birtir verðbólgutölur í fyrramálið. Greiningardeildir bankanna eru nokkuð samstíga um þróun mála og gera ráð fyrir því að vísitala neysluverðs hækki allt frá 0,5 til 0,6 prósentustig á milli mánaða. Gangi það eftir lækkar tólf mánaða verðbólgan úr 5,3 prósentum nú í 4,3 til 4,4 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bjarni til liðs við Kalla?

Nú velta menn því fyrir sér hver næsti áningarstaður Bjarna Ármannssonar kunni að vera, enda býst enginn við því að hann setjist í helgan stein, aðeins 39 ára gamall.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kjaraskertir forstjórar

Í nýjasta tölublaði Vísbendingar er góðlátlegt grín gert að flýtisvillu mbl.is fyrir helgi þar sem svissneskir forstjórar voru sagðir hæst launaðir í Evrópu. Það er satt og rétt þótt í fréttinni væri haft eftir ráðgjafarfyrirtæki að þeir væru með rétt rúma milljón á mánuði, samkvæmt sömu frétt voru franskir forstjórar með 325 þúsund kall á mánuði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samkeppni um athygli

Aflýst var óvænt í gær töluvert auglýstum fundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga undir yfirskriftinni „Samkeppnishæft viðskiptaumhverfi eftir kosningar?“ Stórkanónur stjórnmálanna áttu að sitja fyrir svörum á hádegisverðarfundi undir fundarstjórn Ólafs Ísleifssonar, lektors við viðskiptadeild Háskólans i Reykjavík.

Viðskipti innlent