Viðskiptavinir Sjóvár fengu óvænta reikninga vegna tjóna frá 2020 Um fimmtíu viðskiptavinir tryggingafélagsins Sjóvár hafa á síðustu dögum fengið óvænta reikninga vegna innheimtu á eigin áhættu vegna tjóna frá árinu 2020. Talsmaður tryggingafélagsins segir að um viss mistök hafi verið að ræða – seinagang við innheimtu – og að kröfurnar verði ýmist felldar niður, endurgreiddar eða málin leyst á annan hátt. Neytendur 9. mars 2023 11:35
Eyrir Invest tapaði yfir 80 milljörðum eftir mikið verðfall á bréfum Marels Mikil umskipti urðu á afkomu Eyris Invest á árinu 2022 samtímis verulegri lækkun á hlutabréfaverði Marels, langsamlega stærstu eign fjárfestingafélagsins, og nam tapið samtals um 83 milljörðum króna. Til að tryggja fjárhagsstöðuna þurfti félagið að ráðast í endurfjármögnun á skuldum sínum undir lok síðasta árs en virkir vextir á breytanlegu láni sem Eyrir fékk frá erlendum sjóðum eru 17,4 prósent. Innherji 9. mars 2023 10:19
SKEL tókst að hrista sofandiháttinn af Orkunni, Skeljungi og Gallon Tekist hefur að hrista sofandiháttinn af Orkunni, Skeljungi og Gallon sem einkenndi rekstur þeirra að ákveðnu leyti á meðan fyrirtækin voru samofin, sagði Jón Ásgeir Jónsson, stjórnarformaður SKELJAR fjárfestingarfélags. Innherji 8. mars 2023 14:23
Í tilefni dagsins Það var hálf einmanalegt í hinu svokallaða „Félagi kvenna í Kauphöllinni“ í júní 2021 þegar bankinn var skráður á markað. Þó dró fljótt til tíðinda og á tæplega tveimur árum hafa bæst við þrjár öflugar konur í stöður forstjóra hjá skráðum félögum. Í dag, þegar við höldum upp á Alþjóðlegan baráttudag kvenna, er ágætt að minna sig á hvert við erum komin og hvert við stefnum. Skoðun 8. mars 2023 13:31
Hringdu Kauphallarbjöllunni fyrir jafnrétti kynjanna Kvenforstjórar félaga í Kauphöllinni hringdu í morgun bjöllu í húsnæði Kauphallarinnar fyrir jafnrétti kynjanna í tilefni af Alþjóðadegi kvenna sem haldinn er í dag. Viðskipti innlent 8. mars 2023 13:02
Gildi sér engin rök fyrir nýjum reglum um tilnefningarnefndir Gildi lífeyrissjóður hallast að því að nýleg lagaákvæði, sem lögfesta setu stjórnarmanns í tilnefningarnefndum banka og fela nefndunum það hlutverk að leggja mat á störf framkvæmdastjóra, þarfnist endurskoðunar. Enginn haldgóður rökstuðningur sé fyrir þessum breytingum og reynslan sýni að almennt sé óheppilegt að stjórnarmenn sitji í tilnefningarnefndum. Innherji 8. mars 2023 06:58
Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi. Innlent 7. mars 2023 22:20
RB sendi gögn um viðskiptavini indó á vitlausan banka Mistök urðu í gagnaafhendingu Reiknistofu bankanna (RB) sem varð til þess að gögn um fjárhagsfærslur viðskiptavina indó voru send inn í lokað tölvukerfi Kviku banka. Kvika hvorki skoðaði né rýndi í gögnin heldur var þeim tafarlaus eytt. Viðskipti innlent 7. mars 2023 15:52
Play mun fljúga til Glasgow Flugfélagið Play hyggst hefja áætlunarflug til Glasgow í Skotlandi og verður fyrsta flugið föstudaginn 26. maí næstkomandi. Viðskipti innlent 7. mars 2023 10:21
Annar metsölumánuður Play í röð Flugfélagið Play flutti 63.949 farþega í febrúar á þessu ári. Um er að ræða annan metsölumánuðinn í röð og segir í tilkynningu frá Play að þetta sé til marks um aukna eftirspurn og styrk sölu og leiðakerfis. Viðskipti innlent 7. mars 2023 09:16
Um starfskjör forstjóra Reynslan hefur sýnt að sífellt er verið að bæta við kaupaukum í ýmsu formi til stjórnenda fyrirtækja í Kauphöllinni án þess að það komi niður á háum föstum launum, segir framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs. Umræðan 7. mars 2023 08:00
Ekki þörf á annarri hlutafjáraukningu og vegna metsölu „safnist upp“ fjármunir Eftir að hafa lækkað í verði um þrjátíu prósent á hálfum mánuði eftir birtingu ársuppgjörs Play hefur hlutabréfaverð flugfélagsins rétt úr kútnum síðustu tvo viðskiptadaga. Mikið gengisfall mátti einkum rekja til ótta fjárfesta um að Play þyrfti mögulega að ráðast að nýju í hlutafjáraukningu og að tekjur voru minni en vonir stóðu til. Forstjóri Play hafnar því að þörf sé á að auka hlutafé og vegna sterkrar bókunarstöðu „safnist upp“ fjármunir með vorinu. Innherji 7. mars 2023 06:01
Á annan tug einkafjárfesta keyptu breytanleg skuldabréf á Alvotech Vel yfir tuttugu fjárfestar, einkum verðbréfasjóðir og lífeyrissjóðir, komu að kaupum á breytanlegum skuldabréfum upp á samtals um tíu milljarða sem Alvotech gaf út undir lok síðasta árs en innlendir einkafjárfestar voru um helmingurinn af þeim fjölda, samkvæmt gögnum um þátttakendur í útboðinu. Skuldabréfunum, sem bera 12,5 til 15 prósenta vexti á ársgrundvelli, má breyta yfir í almenn hlutabréf í árslok 2023 á genginu 10 Bandaríkjadalir á hlut en markaðsgengið er nú um 40 prósentum hærra, eða rúmlega 14 dalir. Innherji 6. mars 2023 15:57
Kauphöllin opnar markað fyrir sígræna sjóði án líftíma Kauphöllin hefur sett á fót markað fyrir sérhæfða sjóði. Hann er fyrir sjóði sem eru sígrænir, sem sagt án líftíma, og eru markaðssettir til fagfjárfesta. Sambærilegar markaðir hafa notið vinsælda í Bretlandi og eru starfræktir á Norðurlöndunum þó í minna mæli, að sögn framkvæmdastjóra hjá Nasdaq Iceland. Innherji 6. mars 2023 12:28
„Stjórnarmenn hafa ekkert að gera í tilnefningarnefndum“ Stjórnarmenn sem sitja í tilnefningarnefnd hjá sama fyrirtæki hafa augljóst forskot á aðra frambjóðendur til stjórnar og beina hagsmuni af tiltekinni niðurstöðu sem fer ekki endilega saman við hagsmuni fyrirtækisins, hluthafa þess eða annarra haghafa. Þetta segir Helga Hlín Hákonardóttir, meðeigandi hjá ráðgjafafyrirtækinu Strategíu, sem hefur um árabil veitt fagfjárfestum, stofnanafjárfestum og hinu opinbera ráðgjöf um stjórnarhætti og stefnumótun. Innherji 6. mars 2023 07:00
Ekki auðveld ákvörðun framundan hjá fjölmörgum Deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka segir það mikilvægt að fólk fresti ekki vanda sínum þegar kemur að hærri greiðslubyrði á lánum. Fastir vextir á fjölmörgum lánum munu losna á næstu mánuðum og margir gætu lent í ansi miklum vandræðum fari stýrivöxtum og verðbólgu ekki lækkandi. Neytendur 4. mars 2023 09:42
„Sjálfsagt að bregðast við fyrirspurn umboðsmanns“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mun bregðast við fyrirspurn umboðsmanns Alþingis vegna umdeildrar sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Þetta segir Bjarni í skriflegu svari til fréttastofu. Innlent 3. mars 2023 17:19
Forstjóri Nova varar við auknum fordómum á uppgjörsfundi Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova, lýsti yfir áhyggjum sínum af skautun þjóðfélagsumræðunnar, vaxandi kynþáttahatri og auknum fordómum í garð hinsegin fólks á uppgjörsfundi fjarskiptafélagsins í gær. Er þetta líklega í fyrsta sinn sem forstjóri skráðs félags í Kauphöllinni tekur fyrir málefni af þessu tagi á uppgjörsfundi með fjárfestum. Innherji 3. mars 2023 13:30
Gildi minnkar stöðu sína í Símanum um meira en fjórðung Lífeyrissjóðurinn Gildi, sem hefur verið einn allra stærsti hluthafi Símans um langt skeið, seldi meira en fjórðung bréfa sinna í fjarskiptafélaginu í liðnum mánuði. Að undanförnu hafa stærstu lífeyrissjóðir landsins verið að selja sig nokkuð niður í Símanum. Innherji 3. mars 2023 12:06
Umboðsmaður spyr um hæfi Bjarna vegna Íslandsbankasölunnar Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um hæfi hans í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til félags í eigu föður Bjarna. Innlent 3. mars 2023 10:11
Valentín Lago kemur nýr inn í stjórn Play í stað Auðar Bjarkar Spánverjinn Valentín Lago kemur nýr inn í stjórn flugfélagsins Play samkvæmt tillögu sem lögð verður til samþykktar á aðalfundi félagsins sem fram fer 7. mars. Lago kæmi inn í stjórnina í stað Auðar Bjarkar Guðmundsdóttur. Viðskipti innlent 3. mars 2023 09:46
Markaðshlutdeild Varðar tvöfaldast á tíu árum og Sjóvá jók hlutdeild sína Markaðshlutdeild Varðar hefur vaxið hratt á síðustu árum á sama tíma og TM og VÍS hafa verið að gefa eftir. Forstjóri tryggingafélagsins segir enn tækifæri til vaxtar, einkum á fyrirtækjamarkaði, en ætla má að markaðsvirði Varðar hafi fjórfaldast frá kaupum Arion banka fyrir hartnær sex árum síðan. Innherji 3. mars 2023 07:24
Leiga og verðbólga lækkaði hagnað Nova Heildartekjur fjarskiptafélagsins Nova jukust um 4,6% á árinu 2022 og fóru úr 12.083 í 12.641 milljónir króna milli ára. Þar af var 10% vöxtur í þjónustutekjum sem námu 9.110 milljónum króna á síðasta ári. Vöxturinn er sagður einkum tilkominn vegna fjölgunar viðskiptavina á árinu. Viðskipti innlent 2. mars 2023 17:37
Bréfið fæst ekki heldur afhent frá Evrópu Svarbréf Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra frá því í júní í fyrra, fæst ekki afhent frá framkvæmdastjórninni, þar sem svo er metið að ekki sé um opinber gögn að ræða. Innlent 2. mars 2023 11:51
Alvotech tapaði rúmlega 73 milljörðum króna Alvotech tapaði 513,6 milljónum dollara árið 2022, rúmlega 73 milljörðum íslenskra króna. Heildartekjur á árinu voru 85 milljónir dollara og jukust um 45 milljónir milli ára. Viðskipti innlent 2. mars 2023 09:18
Ráðinn yfirmaður sölu- og markaðsmála hjá Play Adrian Keating hefur verið ráðinn yfirmaður sölu- og markaðsmála (Executive Director Sales- and Marketing) hjá Play og bætist við lykilstjórendahóp félagsins. Hann starfaði síðast hjá Norse Atlantic, en hóf störf hjá Play í gær. Viðskipti innlent 2. mars 2023 09:13
Íslenskir vogunarsjóðir í varnarbaráttu á ári þar sem svartsýni réð ríkjum Íslenskir vogunarsjóðir fóru ekki varhluta af erfiðum markaðsaðstæðum 2022 þegar fjárfestar höfðu í fá skjól að leita og bæði skuldabréf og hlutabréf féllu í verði. Gengi allra sjóðanna, sem hafa fjárfestingarheimildir til að gíra skort- eða gnóttstöður sínar margfalt, gaf talsvert eftir, einkum sem fjárfestu í hlutabréfum, og þeir sem skiluðu lökustu ávöxtuninni lækkuðu um vel yfir 20 prósent, samkvæmt úttekt Innherja. Innherji 2. mars 2023 07:00
Flugstjóra hjá Play sagt upp vegna gruns um kynferðisbrot Starfsmanni flugfélagsins Play var sagt upp störfum í síðasta mánuði í kjölfar ásakana um kynferðisbrot. Innlent 1. mars 2023 17:50
Fjórði fjórðungur Festar „heldur erfiður“ en verðmat nokkuð yfir markaðsgengi Rekstur Festis á árinu 2022 gekk ágætlega, en fyrri hluti ársins var nokkuð betri en sá seinni. Seinasti fjórðungur ársins var heldur erfiður, afkoma af eldsneytissölu var slök og dagvörusvið gaf eftir undan kostnaðarþrýstingi, og heilt yfir var afkoma ársins örlítið undir væntingum, að sögn hlutabréfagreinenda. Innherji 1. mars 2023 10:51
Ráðin forstöðumaður fjármála- og rekstrarsviðs Fossa Fossar fjárfestingarbanki hafa ráðið til sín Heiðrúnu Haraldsdóttur sem forstöðumann fjármála- og rekstrarsviðs. Viðskipti innlent 1. mars 2023 08:47