Stundum gengið of langt í sóttvarnaraðgerðum Fjármálaráðherra segist stundum hafa talið of langt gengið í sóttvarnaraðgerðum. Mikilvægt sé að taka gagnrýna umræðu um ákvarðanir stjórnvalda. Innlent 12. nóvember 2020 12:01
Tillögur Þórólfs um tilslakanir líklega vægari en margir vonuðust til Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað tillögum sínum um tilslakanir sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins til heilbrigðisráðherra. Innlent 12. nóvember 2020 11:33
Lést á Sólvöllum vegna Covid-19 Alls hafa 25 látist vegna Covid-19 hér á landi. Innlent 12. nóvember 2020 11:09
Átján greindust með kórónuveiruna innanlands Átján greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórtán af þessum átján voru í sóttkví við greiningu. Innlent 12. nóvember 2020 10:52
Svona var 135. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Innlent 12. nóvember 2020 10:01
Öryggi og velferð stúdenta í miðjum heimsfaraldri Fyrst og fremst vil ég hrósa öllum stúdentum sem eru að stunda nám í miðjum heimsfaraldri. Þetta er ekki auðvelt og þetta er ekki sjálfsagt mál - eldri kynslóðir sem hafa lokið háskólagöngu sinni geta ekki sagst tengja við okkur né skilið erfiðleika þess að stunda nám við núverandi aðstæður. Skoðun 12. nóvember 2020 10:00
Úganda: Vitundarvakning um gildi menntunar í Buikwe Grunnskólar í Úganda hafa verið lokaðir vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar frá 1. mars. Langvarandi lokun hefur mikil áhrif á menntun barna, öryggi þeirra og velferð Heimsmarkmiðin 12. nóvember 2020 09:49
Heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna undir gífurlegu álagi Alls 145 þúsund manns greindust smitaðir af Covid-19 í Bandaríkjunum í gær. Sú tala hefur aldrei verið hærri en fyrir viku síðan greindust 104 þúsund smitaðir. Erlent 12. nóvember 2020 09:10
Lék fyrri hálfleik með veiruna | Liðsfélagarnir halda til Svíþjóðar Króatinn Domagoj Vida lék fyrri hálfleikinn í vináttulandsleik við Tyrkland í gær áður en í ljós kom að hann væri með kórónuveiruna. Fótbolti 12. nóvember 2020 08:30
Úkraínuforseti fluttur á sjúkrahús vegna kórónuveirusmits Volodymyr Zelenskíj Úkraínuforseti hefur verið lagður inn á sjúkrahús eftir að hafa smitast af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 fyrr í vikunni. Erlent 12. nóvember 2020 08:19
Covid-19 ætti ekki að fæla fólk frá því að sækja sér jólatré „Staðan er nú bara eins og verið hefur; við erum að fá hópa og fella tré og selja í heildsölu. Ég held reyndar að í ár verði fólk kannski að plana með styttri fyrirvara, því ástandið er búið að vera eins og það er. Fólk er kannski ekkert að hugsa fram í tímann fyrr en næstu leiðbeiningar koma.“ Innlent 12. nóvember 2020 08:02
Herða sóttvarnaaðgerðir í New York til að koma í veg fyrir aðra meiriháttar bylgju Borgarstjórinn í New York, Bill de Blasio, hefur hert sóttvarnaaðgerðir í borginni með það að markmiði að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Erlent 12. nóvember 2020 07:54
Ísland mætir liði sem missti tvo lykilmenn út í gær vegna smits Kvennalandslið Íslands í körfubolta leikur í dag við Slóveníu á grísku eynni Krít þar sem leikið er í undankeppni EM. Tveir lykilmanna Slóveníu eru með kórónuveiruna. Körfubolti 12. nóvember 2020 07:41
Fleiri en 50.000 nú látnir í Bretlandi Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi fór yfir 50.000 manns í dag. Bretland varð þannig fyrsta Evrópulandið sem nær þeim neikvæða áfanga. Hundruð manns deyja nú af völdum veirunnar þar á degi hverjum. Erlent 11. nóvember 2020 21:27
Miklir lubbar á ferðinni Fimm vikna lokun hárgreiðslustofa hefur tekið á starfsfólk sem vonast til að mega fara að klippa aftur eftir helgina, enda sé ekki vanþörf á. Innlent 11. nóvember 2020 21:01
Á von á jafn góðum fréttum af öðru bóluefni á næstu dögum Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer. Erlent 11. nóvember 2020 20:16
Telur einfalda skimun á landamærum „glapræði“ Glapræði væri að slaka á skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands, að mati eins höfunda tölfræðilíkans Háskóla Íslands um þróun faraldursins. Innlent 11. nóvember 2020 19:52
Stúdentar við HÍ æfir vegna fyrirkomulags lokaprófa Fjöldi lokaprófa við Háskóla Íslands, einkum á heilbrigðisvísindasviði, mun fara fram í formi staðprófs sem krefst þess að nemendur mæti í persónu og sitji próf í kennslustofu. Innlent 11. nóvember 2020 18:33
Bréf í Icelandair hækkað um rúmlega þriðjung frá útboði Verð á hlutabréfum í Icelandair hækkuðu í dag, þriðja daginn í röð, og er það nú um 37% hærra en í hlutafjárútboði sem var haldið fyrr í haust. Hækkunin kemur í kjölfar frétta af því að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru sem lyfjarisinn Pfizer er með í þróun virðist ætla að gefa góða raun. Viðskipti innlent 11. nóvember 2020 17:52
Undirbúningur hafinn að afléttingu neyðarstigs Undirbúningur er hafinn á Landspítalanum við afléttingu neyðarstigs á spítalanum og er stefnt að því að færa spítalann niður af neyðarstigi og á hættustig á morgun. Innlent 11. nóvember 2020 17:14
Danskir minkabændur ósáttir Danmerkurstjórn fékk upplýsingar um að hún mætti ekki fyrirskipa að allir minkar í landinu yrðu drepnir meira en viku áður en Mette Frederiksen forsætisráðherra tilkynnti um fyrirskipun þess efnis. Erlent 11. nóvember 2020 17:04
Fólkið sem WHO vill að verði bólusett fyrst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni. Erlent 11. nóvember 2020 16:01
„Já, er það út af Covid?“ Börn víðsvegar um heiminn eru farin að útskýra umhverfi sitt oftar en ekki í tengslum við Covid. Skoðun 11. nóvember 2020 15:30
Opinbera niðurstöður bóluefnistilrauna seinna í mánuðinum Lyfjafyrirtækið Moderna Inc. segir að það muni opinbera niðurstöður úr fjölmennum prófunum á bóluefni fyrirtækisins seinna í þessum mánuði. Erlent 11. nóvember 2020 14:25
Ýmis fyrirtæki blómstra og engin hætta á vöruskorti Ólafur Stephensen, formaður Félags atvinnurekenda, segir að langstærstur hluti atvinnurekenda hér á landi reikni með því að fyrirtækið þeirra verði enn starfandi eftir ár. Þá sagði hann 12 prósent fyrirtækja innan FA hafa aukið tekjur sínar á milli ára. Viðskipti innlent 11. nóvember 2020 13:42
Eltast við lítilsháttar hópsýkingar 26 greindust með Covid-19 á landinu í gær en ekki hafa fleiri smit greinst á landinu síðan á fimmtudag. Innlent 11. nóvember 2020 13:08
Algjört heimsóknarbann í rúma fimm mánuði og ein tölva til afnota Fangar hafa fengið eina tölvu saman til þess að tala við vini og ættingja í gegnum Skype. Innlent 11. nóvember 2020 12:30
Aðgengi Íslands að bóluefni Pfizer tryggt Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við Covid-19. Innlent 11. nóvember 2020 12:28
Hefur heyrt óþægilega margar sögur af ósveigjanleika skólastjórnenda Una Hildardóttir, forseti Landssambands ungmennafélaga, var gestur á upplýsingafundi dagsins. Innlent 11. nóvember 2020 12:13
Vissu að minkatilskipunin var ólögleg Að minnsta kosti viku áður en danski forsætisráðherrann Mette Frederiksen tilkynnti um að allir minkar í landinu yrðu drepnir, vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru sem greindist i dýrunum, höfðu embættismenn komist að því að slík fyrirskipun væri ólögleg. Erlent 11. nóvember 2020 11:44