Mun hærri fjárhæðir í boði fyrir Valskonur og Blika Íslandsmeistarar Breiðabliks og Valskonur verða á meðal þeirra sem freista þess að komast í nýja riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta sem hleypt verður af stokkunum í haust. Þar verða fleiri tugir milljóna króna í boði. Fótbolti 28. apríl 2021 09:01
Sjáðu dauðafæri Werners, stangarskot Benzema og mörkin í Madrid Það er allt í járnum í einvígi Real Madrid og Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 1-1 jafnteflið sem liðin gerðu í Madrid í gær. Helstu atvikin úr leiknum má sjá hér á Vísi. Fótbolti 28. apríl 2021 08:01
Fannst sínir menn eiga skilið að vinna Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, var sáttur við frammistöðu sinna manna er liðið gerði 1-1 jafntefli við Real Madrid í fyrri undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hann hefði þó viljað vinna leikinn. Fótbolti 27. apríl 2021 22:00
Fannst Chelsea spila vel en hrósaði Benzema fyrir frábært mark César Azpilicueta, fyrirliði Chelsea, fannst sínir menn eiga nokkuð fínan leik er liðið gerði 1-1 jafntefli við Real Madrid í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Allt galopið fyrir síðari leikinn sem fram fer í Lundúnum í næstu viku. Fótbolti 27. apríl 2021 21:29
Allt í járnum eftir leik kvöldsins í Madríd Real Madrid og Chelsea gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Chelsea því í góðum málum fyrir síðari leik liðanna í Lundúnum. Fótbolti 27. apríl 2021 20:55
Hazard-ljósin gætu loks kviknað í kvöld gegn liðinu þar sem þau loguðu skært Eftir að hafa spilað svo vel hjá Chelsea og verið einn albesti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefur Eden Hazard verið í felum í Madrídarborg. Það gæti hugsanlega breyst í kvöld þegar Real Madrid og Chelsea mætast í fyrri leik sínum í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 27. apríl 2021 14:01
Bayern vann fyrri leikinn gegn Chelsea Bayern München vann 2-1 sigur á Chelsea í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta í Bæjaralandi í dag. Liðin mætast að nýju í Lundúnum eftir viku. Fótbolti 25. apríl 2021 17:00
Barcelona náði útimarki í París Paris Saint-Germain og Barcelona skildu jöfn, 1-1, í fyrri leik liðanna í Meistaradeild kvenna í fótbolta í dag. Útivallarmarkið gæti reynst Barcelona dýrmætt. Fótbolti 25. apríl 2021 15:20
Ekki frammistaða sem verðskuldar Meistaradeildarsæti Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var að vonum ósáttur eftir 1-1 jafntefli liðs hans gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Um er að ræða annan leikinn í röð þar sem Liverpool fær á sig jöfnunarmark undir lok leiks. Enski boltinn 24. apríl 2021 14:45
Finnst nýtt fyrirkomulag Meistaradeildarinnar litlu skárra en ofurdeildin Ilkay Gündogan, leikmaður Manchester City, segir að nýtt fyrirkomulag Meistaradeildar Evrópu sé litlu skárra en ofurdeildin sem sex af stærstu félögum Evrópu ætluðu að stofna. Fótbolti 23. apríl 2021 12:00
Lyon ætlar að hjálpa Söru Björk Lyon ætlar að geta allt í sínu valdi til að auðvelda íslenska landsliðsfyrirliðanum Söru Björk Gunnarsdóttur að komast aftur inn á fótboltavöllinn eftir að hún eignast sitt fyrsta barn í lok ársins. Fótbolti 23. apríl 2021 10:30
Forseti Barcelona: Ofurdeildin er nauðsynleg fyrir fótboltann Barcelona ætlar að reyna að halda Ofurdeildinni á lífi og forseti félagsins telur hana vera nauðsynlega svo að fótboltinn dafni áfram. Fótbolti 23. apríl 2021 09:00
Reiknar með að Ofurdeildarliðunum verði sparkað úr Meistaradeildinni Jesper Möller, formaður danska knattspyrnusambandsins, reiknar með því að þau tólf lið sem taka þátt í nýrri Ofurdeild verði gert að yfirgefa evrópska knattspyrnusambandið. Fótbolti 19. apríl 2021 17:45
UEFA tilkynnir nýtt fyrirkomulag Meistara- og Evrópudeildar Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA tilkynnti í dag nýtt fyrirkomulag á Evrópu-keppnum sínum. Um er að ræða bæði Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina. Tekur fyrirkomulagið gildi árið 2024 þegar núverandi sjónvarpssamningur rennur sitt skeið. Fótbolti 19. apríl 2021 14:25
Fær Gylfi óvænt tækifæri í Meistaradeildinni vegna stofnunar ofurdeildarinnar? Ef ensku félögunum sem eru stofnmeðlimir nýju ofurdeildarinnar verður sparkað út úr Meistaradeildinni gætu Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton fengið tækifæri í keppninni á næsta tímabili. Fótbolti 19. apríl 2021 10:30
Tólf knattspyrnufélög hafa staðfest að þau ætli sér að stofna ofurdeild Evrópu Orðrómar dagsins reyndust sannir. Í kvöld var staðfest að tólf lið séu svokallaðir „stofnmeðlimir“ í því sem á að verða ofurdeild Evrópu í knattspyrnu. Fótbolti 18. apríl 2021 23:04
Verður meinaður aðgangur að deildarkeppnum ef þau taka þátt í ofurdeild Evrópu Knattspyrnusamband Evrópu sem og knattspyrnusambönd Englands, Ítalíu og Spánar standa saman gegn stofnun ofurdeildar Evrópu. Þau lið sem ætli sér að taka þátt í slíkri deild fá ekki keppnisleyfi í heimalöndum sínum. Fótbolti 18. apríl 2021 15:45
Hóta enn á ný að stofna ofurdeild sem kæmi í stað Meistaradeildar Evrópu Aðeins degi áður en knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, ætlaði að tilkynna breytingar á Meistaradeild Evrópu bárust fregnir þess efnis að mörg stærstu lið álfunnar vilji stofna sína eigin deild. Fótbolti 18. apríl 2021 15:06
Evrópumeistarar Lyon úr leik í Meistaradeildinni Lyon, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 2-1 tap gegn Paris Saint-Germain í dag. Lyon vann fyrri leikinn 1-0, en PSG fer áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Fótbolti 18. apríl 2021 13:53
Foden lét samfélagsmiðlateymið fjúka Phil Foden hefur sagt skilið við Ten Toes Media, fyrirtækið sem sá um samfélagsmiðla hans eftir færslu sem birtist á Twitter undir hans nafni í gær. Færslan var birt án samþykkis Foden, en í henni stóð einfaldlega: „Kylian Mbappé, ertu tilbúinn?“ Fótbolti 15. apríl 2021 23:00
Sjáðu allt það helsta úr leikjunum á Anfield og Signal Iduna Park í gær Hér að neðan má sjá öll færin sem fóru forgörðum á Anfield sem og mörkin þegar Manchester City kom til baka og vann Borussia Dortmund. Um er að ræða síðari viðureignir í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 15. apríl 2021 15:01
Æfur vegna eigin Twitterfærslu Phil Foden hefur átt frábært tímabil í vetur, eða frá því að hann heimsótti Ísland í september og varð uppvís að því að brjóta sóttvarnareglur með því að fá íslenskar konur í heimsókn á hótel enska landsliðsins. Nú er hann hins vegar æfur út í fyrirtækið sem sér um samfélagsmiðla hans. Enski boltinn 15. apríl 2021 10:00
Telur Bellingham of góðan miðað við aldur Pep Guardiola átti erfitt með að trúa því að Jude Bellingham, leikmaður Borussia Dortmund, sé aðeins 17 ára gamall, er hann ræddi við fjölmiðla eftir sigur Manchester City í gærkvöld. Fótbolti 15. apríl 2021 08:30
Baðst afsökunar á ummælunum eftir fyrri leikinn gegn Real Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að ummæli hans eftir fyrri leikinn gegn Real Madrid í Meistaradeildinni hafi ekki verið sögð til þess að gera lítið úr spænska liðinu. Fótbolti 14. apríl 2021 23:00
Markalaust á Anfield og Liverpool úr leik Liverpool er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir markalaust jafntefli gegn Real Madrid í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Real því áfram, samanlagt 3-1. Fótbolti 14. apríl 2021 20:53
Þrumufleygur Foden skaut Guardiola loksins í undanúrslitin Manchester City er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta skipti undir stjórn Pep Guardiola eftir annan 2-1 sigur á Borussia Dortmund. Fótbolti 14. apríl 2021 20:51
Dramatík fyrir utan Anfield: Skemmdarverk unnin á rútu Real Stuðningsmenn Liverpool brutu rúðu á rútu Real Madrid er þeir spænsku komu til Anfield í kvöld. Fótbolti 14. apríl 2021 18:46
„Pep ætti ekki að gagnrýna aðra“ Hans-Joachim Watzke, framkvæmdastjóri Dortmund, segir að Pep Guardiola, stjóri Manchester City, ætti ekki að gagnrýna aðra fyrir að eyða peningum í leikmenn. Fótbolti 14. apríl 2021 17:31
Sjáðu ótrúlegt mark Taremi, mark Bayern og skot Neymar sem höfnuðu í marksúlunum Porto og Bayern unnu 1-0 sigra á Chelsea og PSG í gærkvöld. Það dugði ekki til þar sem bæði liðin féllu úr leik en mörk gærkvöldsins má finna í fréttinni. Mark Porto er með flottari mörkum Meistaradeildarinnar í ár. Fótbolti 14. apríl 2021 14:30
Stuðningsmenn Dortmund skutu upp flugeldum fyrir utan hótel Man. City Stuðningsmenn Borussia Dortmund reyndu að leggja sínum mönnum lið með því skjóta upp flugeldum fyrir utan hótelið sem Manchester City dvelur. Liðin mætast í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 14. apríl 2021 13:31