Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Víðtækar lokanir í miðbæ Reykjavíkur vegna Netflix-myndar

Tökur á Netflix-myndinni Heart of Stone eru fram undan hér á landi og verður fjölmörgum götum í miðbæ Reykjavíkur lokað í fjóra daga frá laugardeginum 2. apríl. Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá TrueNorth, segir að kvikmyndin verði gríðarleg auglýsing fyrir Reykjavík og Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Biðu í röð á meðan Louis Tomlinson skellti sér í Sky Lagoon

Louis Tomlinson, fyrrverandi meðlimur strákasveitarinnar frægu One Direction, heldur fjölmenna tónleika í Origo-höllinni í kvöld. Aðdáendur söngvarans höfðu sumir staðið í röð fyrir utan höllina í þrjá daga. Tónlistarmaðurinn ákvað að undirbúa sig fyrir tónleikanna með því að skella sér í Sky Lagoon. 

Lífið
Fréttamynd

Búnar að bíða í röð síðan á sunnudag

Hópur ítalskra kvenna hefur beðið í röð fyrir utan Origo-höllina við Hlíðarenda nær óslitið síðan á sunnudag. Þær freista þess að ná sem bestum stað á tónleikum Louis Tomlinson, fyrrverandi meðlims strákasveitarinnar One Direction, sem haldnir eru í höllinni í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Okkar Astrid Lindgren kveður

Eftir að andlátsfregn birtist, að Guðrún Helgadóttir rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður væri látin, hafa fjölmargir lýst yfir aðdáun sinni á þessum áhrifamikla rithöfundi, og kvatt hana með miklu þakklæti. Þjóðin syrgir nú einn sinn allra vinsælasta höfund.

Innlent
Fréttamynd

Guðrún Helgadóttir er látin

Guðrún Helgadóttir, rithöfundur, fyrrverandi alþingismaður og forseti Alþingis, lést í nótt á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík. Guðrún var 86 ára að aldri.

Innlent
Fréttamynd

Iceland Airwaves birtir fyrstu staðfestu tónlistaratriði hátíðarinnar

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves staðfesti í dag að hátíðin fari fram í ár, þriðja til fimmta nóvember næstkomandi. Samhliða því voru fyrstu fjórtán böndin sem koma fram tilkynnt ásamt ýmsum spennandi nýjungum, þar sem listamönnum og viðburðarhöldurum býðst meðal annars að halda sína eigin viðburði.

Tónlist
Fréttamynd

Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar fær 40 milljón króna innspýtingu

Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar og ÚTÓN (Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar) kynna nýtt átaksverkefni þar sem íslenskt tónlistarfólk getur sótt sérstaklega um framleiðslu á kynningarefni í sjóðinn. Þetta kemur til viðbótar við ferða- og markaðsstyrki sem þegar er hægt að sækja í sjóðinn.

Albumm
Fréttamynd

Ingó segist ekki hafa neinu að tapa lengur

Síðasta tæpa ár hefur reynst Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni þungbært en hann hefur setið undir ásökunum um margvíslegt kynferðislegt ofbeldi. Ingólfur vísar ásökunum alfarið á bug og hefur nú skrifað grein þar sem hann fer ítarlega yfir sína hlið mála.

Innlent
Fréttamynd

Will Butler kveður Arcade Fire

Will Butler sem var í Arcade Fire hefur yfirgefið hljómsveitina. Hann segir ástæðu þess einfaldlega vera að hann hafi breyst líkt og hljómsveitin sjálf síðustu tuttugu árin frá því að þau byrjuðu að spila saman. Hann segir nýja og spennandi hluti vera framundan.

Lífið
Fréttamynd

„Flest lögin túlka ákveðið rótleysi“

Fyrir skömmu kom út lagið Finding Place, titillag stuttskífu sem tónlistarkonan MIMRA sendir frá sér þann 1. apríl næstkomandi. MIMRA fylgir plötunni úr hlaði með útgáfu- og upptöku tónleikum í Salnum í Kópavogi ásamt hljómsveit sama kvöld og platan kemur út.

Albumm
Fréttamynd

Konungur meistaranna

Í dag er stórhátíðardagur allra tónlistarmanna. Jóhann Sebastían Bach fæddist á þessum degi 21. mars í litlu smáþorpi í Þýskalandi, Eisenach, árið 1685 sem gerir meistarann 337 ára gamlan í dag.

Skoðun
Fréttamynd

Svona er lífið í 53 stiga frosti í köldustu borg heims

Fyrir nokkrum árum var Ragnar á ferð í Yakutiu í Síberíu, en ríkið er þekkt fyrir miklar öfgar í hita og kulda. Höfuðborg ríkisins, Yakutsk, er kaldasta borg heims, og Ragnar vildi skrásetja lífið í kuldanum í borginni og á túndrunni í nágrenni borgarinnar.

Menning
Fréttamynd

Íslenski listinn: Ava Max og Tiesto krafsa í toppinn

Tónlistarfólkið Ava Max og Tiesto sameina krafta sína í laginu The Motto sem kom út í nóvember mánuði 2021. Lagið er komið með tæplega 200 milljón spilanir á streymisveitunni Spotify og situr í öðru sæti íslenska listans á FM957 eftir að hafa hægt og rólega hækkað sig upp listann á síðustu vikum.

Tónlist