
Björk með besta atriði í sögu Ólympíuleikanna
Fyrir tuttugu árum steig Björk Guðmunsdóttir á stokk með tónlistaratriði á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004 og sló í gegn. Á nýjum lista tímaritsins Dig skýtur Björk kanónum á borð við Pavarotti og Paul McCartney ref fyrir rass og landar fyrsta sæti yfir besta tónlistaratriði í sögu Ólympíuleikanna.