Mjólkurbikar karla

Mjólkurbikar karla

Umfjöllun um Mjólkurbikar karla í fótbolta.

Fréttamynd

Fer fögrum orðum um Arnar og býður hann vel­kominn: „Sigur­vilji í æðum hans“

Guð­jón Þórðar­son, einn sigur­sælasti þjálfari ís­lenskrar fót­bolta­sögu, fer fögrum orðum um sveitunga sinn Arnar Gunn­laugs­son, þjálfarann titla­óða sem á dögunum jafnaði met Guð­jóns. Arnar sé ekki eins og margir, kaþólskari en páfinn þegar kemur að boltanum og afar vel til þess búinn að taka skrefið út í heim í þjálfun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Víkingar strá salti í sár Blika

Víkingur varð á laugardag bikarmeistari karla í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á KA. Eðlilega var sigurinn auglýstur við Fífunna, þar sem Breiðablik hefur aðsetur en liðin hafa eldað grátt silfur undanfarin misseri.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur - KR 4-1 | Víkingur fjórða skiptið í röð í bikarúrslit

Víkingur vann 4-1 sigur gegn KR og tryggði sér farseðilinn í úrslit Mjólkurbikarsins í fjórða skiptið í röð. Heimamenn skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik en KR minnkaði muninn í síðari hálfleik og gestirnir fengu færi til að jafna. Það var síðan varamaðurinn Ari Sigurpálsson sem bætti við tveimur mörkum og kláraði leikinn.

Fótbolti