NBA í nótt: Ofurþríeykið með 73 stig Miami Heat komst aftur á beinu brautina í nótt með sigri á New Jersey Nets í NBA-deildinni í nótt, 101-89. Körfubolti 7. nóvember 2010 11:00
Stuðningsmenn Cleveland svara Nike-auglýsingu LeBron Stuðningsmenn Cleveland eru enn hundfúlir út í LeBron James fyrir að fara frá liðinu og ganga til liðs við Miami Heat. Körfubolti 6. nóvember 2010 13:00
NBA í nótt: New Orleans vann stjörnulið Miami New Orleans hefur byrjað frábærlega á tímabilinu í NBA-deildinni í haust og gerði sér lítið fyrir og vann stjörnum prýtt lið Miami í nótt, 96-93. Körfubolti 6. nóvember 2010 11:00
LeBron vill spila á ÓL í London eins og Kobe Kobe Bryant braut ísinn fyrir NBA-stjörnurnar í vikunni þegar hann sagðist vera tilbúinn að gefa kost á sér í bandaríska körfuboltalandsliðið fyrir Ólympíuleikana í London árið 2012. Körfubolti 5. nóvember 2010 21:15
NBA í nótt: Durant og Oklahoma aftur á beinu brautina Eftir tvo tapleiki í röð tókst Kevin Durant og félögum í Oklahoma City Thunder aftur að komast á beinu brautina með naumum sigri á Portland í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt, 107-106. Körfubolti 5. nóvember 2010 09:00
NBA í nótt: Pierce fór á kostum Paul Pierce fór á kostum þegar að Boston vann sigur á Milwaukee í framlengdum leik í nótt, 105-102. Körfubolti 4. nóvember 2010 09:15
Kobe gefur kost á sér í landsliðið á nýjan leik Það er ekki eftirsótt hjá NBA-stjörnunum að spila með bandaríska landsliðinu í körfubolta nema Ólympíugull sé í boði. Það sást síðasta sumar er flestir bestu leikmenn deildarinnar gáfu ekki kost á sér fyrir HM. Körfubolti 3. nóvember 2010 20:30
Fjórði sigur Miami í röð Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami vann sinn fjórða sigur í röð á tímabilinu er liðið vann Minnesota, 129-97. Körfubolti 3. nóvember 2010 09:00
NBA í nótt: Deng með 40 stig í sigurleik Luol Deng skoraði 40 stig er Chicago Bulls vann Portland, 110-98, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 2. nóvember 2010 08:55
LeBron: Myndi gera hlutina öðruvísi ef ég fengi annað tækifæri LeBron James er enn að tala um vistaskiptin síðasta sumar er hann ákvað að yfirgefa Cleveland og fara til Miami. James tilkynnti um ákvörðun sína í sérstökum sjónvarpsþætti sem þótti afar umdeilt. Körfubolti 1. nóvember 2010 22:45
Kidd setti niður 20 metra flautukörfu - myndband Jason Kidd, leikmaður Dallas Mavericks, skoraði ótrúlega körfu í lok fyrri hálfleiks þegar að Dallas vann LA Clippers í nótt. Körfubolti 1. nóvember 2010 11:45
NBA í nótt: Miami fór létt með New Jersey Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem að stórlið Miami fór létt með að vinna New Jersey Nets sem var ósigrað fyrir leik liðanna í nótt. Körfubolti 1. nóvember 2010 09:00
NBA: Rose með 39 stig í sigri Chicago og New Orleans byrjar vel Þrjú lið í NBA-deildinni í körfubolta hafa byrjað tímabilið á þremur sigurleikjum en það eru lið New Orleans Hornets, Atlanta Hawks og Portland Trail Blazers sem unnu öll góða sigra í nótt. Derrick Rose var þó maður næturinnar en hann leiddi endurkomu Chicago Bulls í fyrsta heimaleik liðsins á tímabilinu. Körfubolti 31. október 2010 11:00
Tony Parker framlengdi um fjögur ár við San Antonio Spurs Franski bakvörðurinn Tony Parker er búinn að gera nýjan fjögurra ára samning við San Antiono Spurs í NBA-deildinni í körfubolta og mun fá um 50 milljónir dollara, eða rúmlega 5,5 milljarða íslenskra króna, fyrir þessi fjögur ár. Körfubolti 31. október 2010 09:00
LeBron með sérstakt hrekkjavöku-munnstykki með vígtönnum LeBron James bauð upp á sérstakt munnstykki í fyrsta heimaleik sínum með Miami Heat í nótt en James var þá með 15 stig, 7 stoðsendingar og 6 fráköst í 96-70 sigri á Orlando Magic. Körfubolti 30. október 2010 21:00
Spiluðu væmið Phil Collins lag þegar þeir kynntu Miami-liðið Það vakti athygli sumra þegar ofurþríeykið var kynnt til leiks í fyrsta heimaleik Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta í nótt að plötusnúðurinn sótti væmið lag úr smiðju Phil Collins til að spila undir kynningunni. Körfubolti 30. október 2010 14:00
NBA: Miami vann öruggan sigur á Orlando í Flórída-uppgjörinu Miami Heat vann sannfærandi 26 stiga sigur á nágrönnum sínum í Orlando Magic í fyrsta heimaleik Miami með ofurþríeykið innanborðs. Los Angeles Lakers liðið sá til þess að þjálfarinn Phil Jackson vann sinn 1100. leik í NBA og er Lakers ósigrað eins og Atlanta Hawks, New Orleans Hornets, Oklahoma City Thunder Golden State Warriors og New Jersey Nets sem unnu öll líka í nótt. Körfubolti 30. október 2010 11:00
NBA: Orlando vann auðveldan sigur í frumraun John Wall Orlando Magic vann alla leiki sína stórt á undirbúningstímabilinu og byrjaði tímabilið síðan á 29 stiga sigri á Washington Wizards, 112-83, í NBA-deildinni í nótt. Utah Jazz vann líka alla undirbúingsleiki sína en tapaði öðrum leiknum á tímabilinu á heimavelli fyrir Phoenix Suns. Körfubolti 29. október 2010 09:00
Gilbert sér ekki eftir neinu Dan Gilbert, eigandi NBA-liðsins Cleveland Cavaliers, sér alls ekkert eftir því að hafa hraunað yfir LeBron James er hann ákvað að yfirgefa Cleveland fyrir Miami. Körfubolti 28. október 2010 20:30
NBA: Fyrsti sigur Miami og Cleveland vann Boston Dwyane Wade, LeBron James og Chris Bosh unnu sinn fyrsta leik saman með Miami Heat í NBA-deildinni í nótt en Boston sem vann Miami-liðið í opnunarleiknum í fyrrinótt tapaði hinsvegar óvænt fyrir gamla liðinu hans LeBrons James, Cleveland Cavaliers. Monta Ellis skoraði 46 stig í sigri Golden State á Houston. Körfubolti 28. október 2010 09:00
Kobe búinn að finna sinn Kerr/Paxson í Steve Blake - myndband Einn af nýju mönnunum í Los Angeles Lakers liðinu, Steve Blake, var hetja liðsins í 112-110 sigri á Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann skoraði sigurkörfuna með þriggja stiga skoti 19 sekúndum fyrir leikslok. Körfubolti 27. október 2010 17:15
Wade: Þetta var bara einn leikur af 82 Það gekk lítið upp hjá Dwyane Wade þegar Miami Heat tapaði 80-88 á móti Boston Celtics í nótt í fyrsta alvöru leik liðsins síðan að Chris Bosh og LeBron James gengu til liðs við Wade í Miami. Körfubolti 27. október 2010 10:00
NBA: Boston vann Miami í fyrsta leik LeBron með Miami Nýja ofurþríeykið í Miami Heat byrjaði ekki vel í nótt þegar liðið tapaði 88-80 fyrir Boston Celtics í opnunarleik NBA-deildarinnar í körfubolta. LeBron James lék þarna sinn fyrsta alvöru leik með Miami-liðinu eftir að hann yfirgaf Cleveland. Körfubolti 27. október 2010 09:00
Leikur Boston og Miami í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld NBA-deildin í körfubolta hefst í kvöld með þremur leikjum en flestra augu verða örugglega á leik Boston Celtics og Miami Heat sem fram fer í Boston. Það var engin tilviljun að NBA-deildin stillti upp þessum leik á fyrsta kvöldinu og menn eru búnir að bíða spenntir eftir þessu uppgjöri í langan tíma. Stöð2 Sport mun sýna leikinn í beinni og hefst útsendingin klukkan 11.30. Körfubolti 26. október 2010 16:06
LeBron í umdeildri nýrri auglýsingu - myndband LeBron James tekst á við nýja ímynd sína í nýrri auglýsingu frá Nike þar sem meðal annarra sjálfur Don Johnson kemur við sögu. Körfubolti 25. október 2010 20:34
Orlando, Memphis og Utah unnu alla leiki á undirbúningstímabilinu NBA-deildin í körfubolta hefst á morgun og hafa liðin nú lokið undirbúningstímabili sínu þar sem að þau spiluðu fullt af leikjum. Þrjú af þrjátíu liðum tókst að vinna alla leiki sína á undirbúningstímabilinu en það eru Orlando Magic, Memphis Grizzlies og Utah Jazz. Körfubolti 25. október 2010 17:45
Miller meiddist illa við að reyna að dekka LeBron James Mike Miller mun ekki getað byrjað að spila með Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta fyrr en í janúar og ástæðan er sú að hann meiddist illa við það að reyna að dekka LeBron James á æfingu. Körfubolti 25. október 2010 13:00
Stackhouse genginn í raðir Miami Heat Ofurlið Miami Heat er ekki hætt að styrkja sig fyrir átök vetrarins. Nú hefur liðið samið við Jerry Stackhouse sem verður 36 ára í næsta mánuði. Körfubolti 24. október 2010 23:00
Rivers óttaðist að vera með krabbamein í hálsi Doc Rivers, þjálfari Boston Celtics, var illa brugðið er hann fann eitthvað óeðlilegt í hálsinum á sér. Óttast var að hann væri með krabbamein en sýnataka um helgina leiddi í ljós að svo var ekki. Körfubolti 20. október 2010 13:00
Magic ekki lengur einn af eigendum Lakers LA Lakers-goðsögnin Magic Johnson er ekki lengur einn af eigendum félagsins eftir að hann seldi hlut sinn sem hann hefur átt síðan 1994. Körfubolti 19. október 2010 22:15