NBA: Phoenix skellti Lakers Phoenix Suns vann einn sinn stærsta sigur í vetur í nótt er liðið rúllaði yfir meistara LA Lakers. Liðið er nú 20-12 eftir líklega erfiðasta leikjaplan allra liða það sem af er vetri. Körfubolti 29. desember 2009 09:09
NBA: Clippers vann óvæntan sigur á Celtics Mögnuð flautukarfa Baron Davis tryggði LA Clippers afar óvæntan sigur á Boston Celtics í nótt. Lokatölur 92-90 fyrir Clippers. Körfubolti 28. desember 2009 08:59
Lakers-liðið þurfti tvær framlengingar til að vinna Sacramento Kobe Bryant skoraði 38 stig og hjálpaði Los Angeles Lakers að komast aftur á sigurbraut daginn eftir vandræðalegt tap á móti Cleveland á heimavelli á jóladag. Lakers-liðið þurfti reyndar tvær framlengingar til þess að vinna Sacramento Kings. Körfubolti 27. desember 2009 11:00
Cleveland fór illa með meistara Lakers á þeirra eigin heimavelli Cleveland Cavaliers vann sannfærandi fimmtán stiga sigur á Los Angeles Lakers, 102-87, í stóra jólaleik NBA-deildarinnar í nótt. Sigur Cleveland var aldrei í mikilli hættu þar sem meistararnir voru ekki líkir sjálfum sér í þessum leik. Körfubolti 26. desember 2009 08:00
Einvígi Kobe Bryant og LeBron James í kvöld Leik Los Angeles Lakers og Cleveland Cavaliers í kvöld er beðið með mikilli eftirvæntingu. Þar mætast tveir bestu körfuboltamenn í heiminum í dag, um það verður varla deilt. Körfubolti 25. desember 2009 21:00
NBA í nótt: Cleveland lét Sacramento ekki skora hjá sér í framlengingu Sacramento Kings náði þeim einstaklega slaka árangri að skora ekki eitt einasta stig í framlengingu sem liðið spilaði við Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 24. desember 2009 11:30
Kobe Bryant braut 40 stiga múrinn í sjötta sinn í vetur Kobe Bryant skoraði 40 stig í 111-108 sigri Los Angeles Lakers á Oklahoma City Thunders í nótt en þetta var fimmti sigur liðsins í röð og sá sextándi í síðustu 17 leikjum. Körfubolti 23. desember 2009 09:00
Phoenix tapaði fyrsta heimaleiknum á tímabilinu Cleveland Cavaliers varð fyrsta liðið til að vinna í Phoenix á þessu NBA-tímabili þegar liðið vann 109-91 sigur í nótt. Phoenix Suns var búið að vinna alla tíu heimaleiki sína til þessa og alls 19 heimaleiki í röð. Körfubolti 22. desember 2009 09:00
Gasol nálægt því að framlengja við Lakers Það er fátt sem bendir til þess að Lakers-maskínan sé að fara að leysast upp því Pau Gasol og Kobe Bryant eru líklega báðir að gera nýjan samning við NBA-meistarana. Körfubolti 21. desember 2009 19:30
Dallas vann Cleveland án Dirk Nowitzki Dallas Mavericks vann 102-95 sigur á Cleveland í NBA-deildinni í nótt og spillti þar með 500. leiknum hjá LeBron James. Dirk Nowitzki gat ekki spilað með Dallas þar sem hann var enn að jafna sig eftir að hafa fengið tennur Carls Landry hjá Houston í olnbogann. Körfubolti 21. desember 2009 09:00
NBA í nótt: Duncan tryggði San Antonio sigur Tim Duncan tryggði San Antonio nauman sigur á Indiana, 100-99, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann gerði það með stæl en hann tróð yfir Roy Hibbert þegar 4,6 sekúndur voru til leiksloka. Körfubolti 20. desember 2009 11:00
NBA í nótt: Elton Brand stöðvaði Boston Philadelphia stöðvaði sigurgöngu Boston í NBA-deildinni í nótt er Elton Brand tryggði fyrrnefnda liðinu sigur, 98-97, á heimavelli Boston. Körfubolti 19. desember 2009 11:05
Kobe með flautukörfu í framlengingu Kobe Bryant tryggði Lakers ótrúlegan sigur á Milwaukee með flautukörfu í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt, 107-106. Körfubolti 17. desember 2009 09:19
Fingurbrotinn Kobe skoraði 42 stig Kobe Bryant skoraði 42 stig fyrir Lakers er liðið vann sigur á Chicago, 96-87, í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 16. desember 2009 09:09
NBA í nótt: Ellefu í röð hjá Boston Boston Celtics vann sinn ellefta leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt er liðið bar sigurorð af Memphis á útivelli, 110-105. Körfubolti 15. desember 2009 09:13
NBA í nótt: Toronto lagði Houston Fimm leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem Toronto vann til að mynda góðan sigur á Houston á heimavelli, 101-88. Körfubolti 14. desember 2009 09:27
NBA: Jazz stöðvaði sigurgöngu Lakers Ellefu leikja sigugöngu LA Lakers lauk í nótt er Utah Jazz vann góðan heimasigur á meisturunum. Sigurinn var sæt hefnd fyrir neyðarlegt tap síðasta miðvikudag er Utah spilaði einn versta leikhluta í sögu félagsins. Körfubolti 13. desember 2009 10:57
NBA; Kobe brákaði fingur og Shaq fékk putta í augað Los Angeles Lakers vann sinn ellefta leik í röð í nótt þegar Úlfarnir frá Minnesota litu við í Staples höllinni. Körfubolti 12. desember 2009 13:00
NBA: Níu sigrar í röð hjá Celtics Boston Celtics vann dramatískan sigur á Washington Wizards, 104-102, í nótt. Þetta var níundi sigur Celtics í röð í deildinni og liðið hefur þess utan unnið tíu af síðustu ellefu útileikjum sínum. Körfubolti 11. desember 2009 09:09
NBA: Tíu sigrar í röð hjá Lakers Það er gríðarleg sigling á meisturum LA Lakers í NBA-deildinni þessa dagana. Liðið rúllaði yfir Utah í fjórða leikhluta í nótt og vann um leið sinn tíunda leik í röð. Lakers er nú 17-3. Körfubolti 10. desember 2009 09:00
NBA: Memphis skellti Cleveland Memphis Grizzlies gerði sér lítið fyrir í nótt og lagði Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni. Skipti engu máli að LeBron James hefði skorað 43 stig fyrir Cleveland í leiknum. Körfubolti 9. desember 2009 09:00
NBA: Iverson tapaði í endurkomuleiknum Allen Iverson snéri aftur í NBA-boltann í nótt er hann lék á ný með Philadelphia Sixers. Liðið mætti hans gamla félagi, Denver, og varð að sætta sig við tap. Góðu tíðindin fyrir Sixers voru þau að uppselt var í fyrsta skipti á leik hjá liðinu í vetur. Körfubolti 8. desember 2009 09:04
Fær líflátshótanir frá mafíunni Fyrrum NBA-dómarinn Tim Donaghy reynir það sem hann getur til þess að bjarga glötuðu orðspori sínu. Hann heldur því nú fram að hann hafi ekki reynt að hagræða úrslitum leikja þó svo það þýddi að hann tapaði peningum og fengi mafíuna upp á móti sér. Körfubolti 7. desember 2009 11:00
NBA: Níu sigrar hjá Lakers í röð Los Angeles Lakers er á mikilli siglingu í NBA-deildinni. Liðið rúllaði yfir Phoenix í nótt og vann um leið sinn níunda leik í röð. Lakers varð aðeins þriðja liðið í vetur sem tekst að halda Suns undir 100 stigum. Körfubolti 7. desember 2009 09:00
Oden meiddist illa á hné - tímabilið er búið hjá honum Greg Oden, miðherji Portland Trail Blazers í NBA-deildinni, meiddist illa á hné í sigri liðsins á Houston Rockets í nótt. Oden lenti í samstuði við Aaron Brooks hjá Houston og meiddist illa á vinstri hnéskel. Leikurinn var stopp í sjö mínútur á meðan var hlúð að Oden. Oden fór strax í myndatöku og þarf að fara í aðgerð. Körfubolti 6. desember 2009 11:45
Carmelo Anthony með 34 stig í sigri Denver á San Antonio Carmelo Anthony skoraði 22 af 34 stigum sínum í seinni hálfleik í 106-99 sigri Denver Nuggets á San Anotnio Spurs í NBA-deildinni í nótt. Þetta var þriðji sigur Denver-liðsins í röð en Spurs var með forustuna nær allan tímann fram að lokaleikhlutanum. Chauncey Billups bætti við 18 stigum fyrir Denver en Tony Parker skoraði 27 stig og Tim Duncan var með 26 stig hjá Spurs. Körfubolti 6. desember 2009 11:00
Dansarnir hans LeBrons fóru í taugarnar á leikmanni Chicago LeBron James dansaði ekki bara framhjá leikmönnum Chiacgo Bulls í 101-87 sigri Cleveland í beinni á Stöð 2 Sport í fyrrinótt heldur fagnaði hann ítrekað góðum sóknum liðsins í seinni hálfleik með því að setja á svið smá danssýningu að hætti hip-hop dansara. Körfubolti 6. desember 2009 06:00
Sigurgöngur Boston og Lakers lengjast - Kobe með flautukörfu Kobe Bryant tryggði Los Angeles Lakers sinn áttunda sigur í röð með magnaðri þriggja stiga flautukörfu á sama tíma og Kevin Garnett og félagar í Boston unnu sinn sjöunda sigur í röð. Körfubolti 5. desember 2009 11:15
Loksins sigur hjá New Jersey Nets New Jersey Nets vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í nótt og það í nítjándu tilraun. Liðið vann þá 97-91 heimasigur á Charlotte Bobcats. Nets-liðið var þegar búið að setja met yfir verstu byrjun í sögu NBA-deildarinnar með því að tap 18 fyrstu leikjum sínum. Þetta var fyrsti leikur liðsins undir stjórn Kiki Vandeweghe. Körfubolti 5. desember 2009 10:45
Boston vann sjötta sigurinn í röð í NBA-deildinni í nótt Boston Celtics er komið á mikla siglingu í NBA-deildinni en liðið vann sinn sjötta sigur í röð í nótt með því að vinna 90-83 útisigur á San Antonio Spurs. Kevin Garnett var með 20 stig og Ray Allen bætti við 15 stigum en þetta var áttundi sigur Boston-liðsins í níu útileikjum á tímabilinu. Körfubolti 4. desember 2009 09:00