NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Ekkert fær Boston hrað­lestina stöðvað

Boston Celtics er án efa besta lið NBA deildarinnar i körfubolta um þessar mundir. Liðið vann þægilegan sextán stiga útisigur á Toronto Raptors í nótt, 100-116, og er til alls líklegt. Sem stendur er Boston með 80 prósent sigurhlutfall en liðið hefur unnið 20 af 25 leikjum sínum til þessa.

Körfubolti
Fréttamynd

Davis gefur Lakers von

Los Angeles Lakers er farið að láta sig dreyma um að komast í úrslitakeppnina í NBA deildinni í körfubolta. Ástæðan þar á bakvið er einföld, Anthony Davis.

Körfubolti
Fréttamynd

Lög­mál leiksins: „Þetta eru fjórir af fimm eða sex bestu leik­mönnum deildarinnar“

Hinn klassíski liður „Nei eða Já“ er fastur liður hjá strákunum í Lögmál leiksins. Þar er farið yfir það helst sem hefur gerst í NBA deildinni á undanförnum dögum. Farið var yfir hvaða lið myndi vinna ef Bandaríkin myndu mæta heiminum í Ryder Cup körfuboltans. Þá var velt fyrir sér hvort Sacramento Kings myndi enda fyrir ofan Los Angeles Lakers.

Körfubolti
Fréttamynd

Lög­mál leiksins: „Er því miður bara ekki gott lið“

Lögmál leiksins er á sínum stað á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.00 í kvöld. Þar er að venju farið yfir það helsta sem hefur drifið á daga NBA deildarinnar í körfubolta. Í þætti kvöldsins verður staða mála hjá Luka Dončić og félögum í Dallas Mavericks skoðuð.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron dró vagninn og Lakers vann annan leikinn í röð

Eftir erfitt gengi í upphafi tímabils vann Los Angeles Lakers sinn annan leik í röð er liðið haimsótti San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lokatölur 138-143, en það var hinn 37 ára gamli LeBron James sem fór fyrir liði Lakers.

Körfubolti
Fréttamynd

Lög­mál leiksins: „Ég er ekki að setja hann í efstu hillu“

Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í nýjasta þætti af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem er að frétta í NBA-deildinni. Ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni, þáttastjórnanda, voru þeir Hörður Unnsteinsson og Máté Dalmay, þjálfari Hauka í Subway deild karla.

Körfubolti
Fréttamynd

„Hann er fá­rán­lega ungur“

„Nei eða Já“ var að sjálfsögðu á sínum stað í Lögmál leiksins sem sýndur var í gær, mánudag. Gæði Luka Dončić voru til umræðu sem og hvort Austrið væri sterkara en Vestrið, hvort töp ungra leikmanna snemma á ferlinum væru slæm og að endingu hvort NBA deildin hefði einhvern tímann verið jafn opin og í dag.

Körfubolti