Golden State einum sigri frá því að komast í úrslit í sjötta sinn á síðustu átta árum Golden State Warriors er aðeins einum sigri frá því að komast í úrslit NBA-deildarinnar eftir að hafa unnið Dallas Mavericks, 100-109, í nótt. Golden State leiðir einvígið, 3-0. Körfubolti 23. maí 2022 08:31
Heat vann leik 3 án Butler Miami Heat vann afar öflugan sigur 6 stiga útisigur á Boston Celtics í Boston í nótt, 109-103, þrátt fyrir að hafa misst einn af sínum albestu leikmönnum, Jimmy Butler, í meiðsli í hálfleik. Körfubolti 22. maí 2022 09:30
Luka næstur á eftir Wilt og Jordan Slóveninn Luka Dončić er einstakur körfuboltamaður, á því leikur enginn vafi. Hann ásamt goðsögnunum Wilt Chamberlain og Michael Jordan eru þeir leikmenn sem hafa skorað flest stig í fyrstu 25 leikjum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar frá upphafi. Körfubolti 21. maí 2022 23:01
Warriors í kjörstöðu eftir annan sigurleikinn í röð Golden State Warriors vann öflugan 9 stiga endurkomu sigur á heimavelli gegn Dallas Mavericks í nótt, 117-126. Golden State leiðir nú úrslitaseríuna í vesturdeild NBA með tveimur sigrum gegn engum. Vinna þarf fjóra leiki til að komast í sjálfan úrslitaleik NBA þar sem mótherjinn verður annaðhvort Boston Celtics eða Miami Heat. Körfubolti 21. maí 2022 09:27
Boston fyrsta liðið til að vinna í Miami í úrslitakeppninni og allt jafnt Boston Celtics jafnaði úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar í 1-1 eftir sannfærandi 25 stiga útisigur á Miami Heat í úrslitakeppni NBA í nótt. Körfubolti 20. maí 2022 07:31
Golden State menn létu Luka hafa mikið fyrir hlutunum og unnu leik eitt Golden State Warriors vann fyrsta leikinn örugglega á móti Dallas Mavericks í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 19. maí 2022 07:30
Butler með einstaka tölfræðilínu í sigri Miami liðsins í Boston Jimmy Butler og félagar í Miami Heat eru komnir 1-0 yfir í úrslitum Austurdeildarinnar eftir útisigur á Boston Celtics í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Körfubolti 18. maí 2022 07:31
Vopnaður Rondo hótaði að drepa fyrrverandi konu sína fyrir framan börnin þeirra Barnsmóðir Rajons Rondo, eins reyndasta leikstjórnanda NBA-deildarinnar í körfubolta, segir að hann hafi ógnað sér með byssu fyrir framan börn þeirra og hótað að drepa sig. Körfubolti 17. maí 2022 16:00
Fauk í þann stóra og skemmtilega Boban Marjanovic er ekki aðeins einn hávaxnasti leikmaður NBA deildarinnar í dag því hann er líka einn sá skemmtilegasti. Körfubolti 17. maí 2022 15:00
Steph Curry útskrifaðist úr háskóla í miðri úrslitakeppninni NBA stórstjarnan Stephen Curry var í Davidson háskólanum eins og Jón Axel Guðmundsson og Styrmir Snær Þrastarson en stökk yfir í NBA-deildina áður en hann kláraði námið. Nú hefur kappinn bætt úr því. Körfubolti 17. maí 2022 14:02
Nei eða já: Er Luka Doncic sá besti sem er á lífi í úrslitakeppninni? Þegar Sigga Beinteins og Sigrún Eva byrja að syngja í NBA þættinum Lögmál leiksins á Stöð 2 Sport þá vita áhorfendur hvað er að fara að gerast. Körfubolti 17. maí 2022 07:31
Ætlar ekki að hætta þrátt fyrir sögulegt hrun Phoenix Þrátt fyrir að algjört hrun hjá Phoenix Suns í oddaleiknum gegn Dallas Mavericks í undanúrslitum Vesturdeildar NBA er engan bilbug á Chris Paul að finna. Hann ætlar ekki að leggja skóna á hilluna strax. Körfubolti 16. maí 2022 16:01
Rússar vilja skipta á körfuboltakonunni og Kaupmanni dauðans Ein besta körfuboltakona heims, Brittney Griner, er enn í haldi Rússa sem framlengdu gæsluvarðhald hennar um heilan mánuð fyrir helgi. Körfubolti 16. maí 2022 08:00
„Ég get ekki hætt að brosa“ Boston Celtics og Dallas Mavericks tryggðu sér bæði sæti í úrslitum deildanna í NBA deildinni í körfubolta eftir sannfærandi sigra í oddaleik í nótt. Körfubolti 16. maí 2022 07:31
Tatum tryggði Celtics oddaleik og Stríðsmennirnir komust í úrslit Jayson Tatum dró vagninn fyrir Boston Celtics í nótt er liðið tryggði sér oddaleik í undanúrslitum Austudeildarinnar í NBA með 13 stiga sigri gegn ríkjandi meisturum Milwaukee Bucks, 108-95. Þá Vann Golden State Warriors 14 stiga sigur gegn Memphis Grizzlies, 110-96, og liðið er því á leið í úrslit Vesturdeildarinnar. Körfubolti 14. maí 2022 09:31
Rússar framlengja gæsluvarðhald hinnar bandarísku Griner Rússneskur dómstóll framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir bandarísku körfuboltakonunni Brittney Griner um heilan mánuð. Griner hefur verið í haldi lögreglu í Rússlandi síðan í febrúar. Körfubolti 13. maí 2022 23:00
Embiid gagnrýndi Harden: „Fengum ekki Houston Harden“ Joel Embiid talaði ekki undir rós eftir að Philadelphia 76ers féll úr leik í undanúrslitum Austurdeildar NBA og gagnrýndi samherja sinn, James Harden. Körfubolti 13. maí 2022 13:31
Oddaleikur í Phoenix en Butler sendi Miami áfram Miami Heat varð í nótt fyrsta liðið til að tryggja sig inn í fjögurra liða úrslit NBA-deildarinnar í körfubolta. Phoenix Suns og Dallas Mavericks mætast hins vegar í oddaleik. Körfubolti 13. maí 2022 07:25
Blóðug stórstjarna og varnartilþrif gerðu út af við Boston Giannis Antetokounmpo skoraði 40 stig og Jrue Holiday varðist fullkomlega á ögurstundu þegar meistarar Milwaukee Bucks náðu að vinna Boston Celtics 110-107 og komast í 3-2 í einvígi liðanna í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 12. maí 2022 07:29
Skógarbirnirnir verða líklega að klára úrslitakeppni NBA án stórstjörnunnar Útlitið er ekki gott fyrir Ja Morant, leikstjórnanda NBA-liðs Memphis Grizzlies eftir að hann meiddist í einvíginu á móti Golden State Warriors. Körfubolti 11. maí 2022 16:02
Í röng göng með gæslumenn á hælunum eftir stórt tap gegn Phoenix Phoenix Suns og Miami Heat tóku forystuna í einvígum sínum í 8-liða úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Körfubolti 11. maí 2022 07:32
Nei eða já: „Málið með Knicks er að þeir bara hætta ekki að moka“ Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða já“ var á sínum stað í þætti gærkvöldsins af Lögmál leiksins og eins og alltaf var farið um víðan völl. Körfubolti 10. maí 2022 23:30
Fyrrum NBA-leikmaður skotinn til bana Adreian Payne lést í gær eftir að hafa verið skotinn til bana þar sem hann var staddur í Orlando í Flórída-fylki. Körfubolti 10. maí 2022 08:30
Lengi lifir í gömlum glæðum Hinn 35 ára gamli Al Horford hefur á fimmtán ára ferli í NBA-deildinni í körfubolta aldrei skorað eins mörg stig í úrslitakeppni eins og í gærkvöld. Hann átti ríkan þátt í 116-108 sigri Boston Celtics á meisturum Milwaukee Bucks. Körfubolti 10. maí 2022 07:31
Lögmál leiksins: „Ég var hérna 2018, þá varð Giannis fyrir barðinu á mér“ Í þætti kvöldsins af Lögmáli leiksins er Andri Már „Nablinn“ Eggertsson með magnað innslag eftir vikuferð sína til Boston. Körfubolti 9. maí 2022 17:45
Nikola Jokic valinn sá mikilvægasti í NBA annað tímabilið í röð Serbneski miðherjinn Nikola Jokic var kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar annað árið í röð en nokkrir bandarískir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir þessu. Körfubolti 9. maí 2022 16:02
Áreitti mömmu og ýtti við konu Chris Paul Chris Paul var æfur eftir framkomu ungs stuðningsmanns Dallas Mavericks í garð fjölskyldu hans á leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í gær. Körfubolti 9. maí 2022 15:01
Grímuklæddi maðurinn gjörbreytti einvíginu James Harden og Joel Embiid voru í aðalhlutverkunum þegar Philadelphia 76ers jöfnuðu einvígið við Miami Heat, 2-2, í NBA-deildinni í nótt með 116-108 sigri. Körfubolti 9. maí 2022 07:30
Einvígi Dallas og Phoenix komið aftur á byrjunarreit Dallas Mavericks jafnaði metin í 2-2 í viðureign sinni við Phoenix Suns í undanúrslitum Vesturdeildar NBA í körfubolta karla í American Airlines-höllinni í kvöld. Körfubolti 8. maí 2022 22:24
Stríðsmennirnir sölluðu Skógarbirnina niður Golden State Warriors er komið 2-1 yfir í einvígi sínu gegn Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta eftir stórsigur í nótt, 142-112. Körfubolti 8. maí 2022 09:31