Frakkar enn fúlir út í Embiid og púuðu linnulaust á hann Joel Embiid, miðherji Philadelphia 76ers, var ekki vinsæll hjá áhorfendum á leik Bandaríkjanna og Serbíu í körfubolta á Ólympíuleikunum í gær. Körfubolti 29. júlí 2024 18:00
Skilur ekkert í skipuleggjendum: „Alveg út í hött“ Vésteini Hafsteinssyni, afreksstjóra ÍSÍ, líst ekki vel á að sundhluta þríþrautar á Ólympíuleikum verði aflýst. Einn Íslendingur verður meðal keppenda í greininni, en óljóst er hvenær og hvernig greinin fer fram. Sport 29. júlí 2024 16:31
Töpuðu með 26 stigum þær níu mínútur sem Jokic hvíldi Serbar mæta til leiks í körfuboltakeppni Ólympíuleikana í París með hinn öfluga Nikola Jokic í fararbroddi. Körfubolti 29. júlí 2024 15:31
Fjórtán ára Ólympíumeistari og samfélagsmiðlastjarna á palli Coco Yoshizawa varð í gær Ólympíumeistari í keppni á hjólabrettum á leikunum í París og aðra leikana i röð fagnaði því japanskur táningur sigri í þessari grein. Sport 29. júlí 2024 15:00
Djokovic lagði leirkónginn Nadal Novak Djokovic tók skref í átt að sínu fyrsta Ólympíugulli þegar risaviðureign fór fram á Roland Garros-vellinum í París í dag. Djokovic sló Rafael Nadal, konung leirsins, úr keppni. Sport 29. júlí 2024 14:16
Ólympíumeistarinn algjörlega óhuggandi Hin japanska Uta Abe varð Ólympíumeistari í júdó á síðustu Ólympíuleikunum og ætlaði sér mikið á leikunum í París í ár. Það var því mikil áfall fyrir hana þegar hún datt úr leik strax í annarri umferð í gær. Sport 29. júlí 2024 12:30
Rekinn heim af Ólympíuleikunum fyrir karlrembu EuroSport hefur rekið margreyndan íþróttafréttamann heim af Ólympíuleikunum í París vegna karlrembulegra ummæla sem hann lét falla í beinni útsendingu. Sport 29. júlí 2024 11:31
Króatar misstu móðinn í seinni hálfleik Króatíska karlalandsliðið í handbolta, sem Dagur Sigurðsson stýrir, tapaði fyrir Slóveníu, 31-29, í öðrum leik sínum á Ólympíuleikunum í París í dag. Handbolti 29. júlí 2024 10:44
„Við erum ekki svindlarar“ Kanadíska kvennalandsliðið í knattspyrnu er búið að vinna tvo fyrstu leiki sína á Ólympíuleikunum í París en liðið er samt með ekkert stig. Fótbolti 29. júlí 2024 09:31
„Fyrirgefðu, elskan mín“ Ítalski hástökkvarinn Gianmarco Tamberi átti mjög sérstakt kvöld á setningarhátíðinni á Ólympíuleikunum í París. Honum var þar sýndur mikill heiður með því að vera fánaberi Ítala en kvöldið hans endaði ekki nógu vel. Sport 29. júlí 2024 08:00
Baráttan við bakteríurnar í Signu gengur illa: Óvissa um keppni Guðlaugar Eddu Guðlaug Edda Hannesdóttir og hinir þríþrautarkeppendurnir á Ólympíuleikunum í París fá ekki enn að synda í Signu. Sport 29. júlí 2024 07:31
Skipuleggjendur ÓL biðjast afsökunar á atriði á setningarhátíðinni Skipuleggjendur Ólympíuleikanna í París hafa beðist afsökunar á atriði sem var hluti af setningarhátíð leikanna sem fram fór síðastliðinn föstudag. Sport 29. júlí 2024 07:00
Pabbinn lést á leiðinni að horfa á son sinn keppa á Ólympíuleikunum Skotíþróttamaðurinn Aleksi Leppä á að keppa á Ólympíuleikunum í París í vikunni en hann fékk hræðilegar fréttir um helgina. Sport 29. júlí 2024 06:30
Bandaríkin völtuðu yfir Þýskaland og ellefu marka veisla í sigri Ástralíu Sex leikir fóru fram í knattspyrnukeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París í dag. Bandaríkin unnu öruggan 4-1 sigur gegn Þjóðverjum og Ástralía vann ótrúlegan 6-5 sigur gegn Sambíu. Fótbolti 28. júlí 2024 21:05
Snæfríður fimmtánda á Ólympíuleikunum Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir komst ekki í úrslit í 200 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í París í kvöld. Sport 28. júlí 2024 20:16
Bandaríkjamenn ekki í vandræðum með Jókerinn og félaga Bandaríkin unnu öruggan 26 stiga sigur er liðið mætti Serbíu í fyrstu umferð riðlakeppninnar í körfubolta á Ólympíuleikunum í París í dag. Körfubolti 28. júlí 2024 18:12
Norsku stelpurnar réttu úr kútnum og völtuðu yfir Dani Norska kvennalandsliðið í handbolta, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, vann öruggan níu marka sigur er liðið mætti Dönum í annarri umferð riðlakeppninnar á Ólympíuleikunum í dag. Handbolti 28. júlí 2024 17:25
Sjálfsöruggur Ant hefur trú á sér sama hver íþróttin er Anthony Edwards – betur þekktur sem Ant, leikmaður Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í körfubolta og bandaríska landsliðsins í körfubolta, er svo sannarlega með sjálfstraustið í lagi. Körfubolti 28. júlí 2024 16:01
Björtu stjörnurnar frá Suður-Súdan komnar á blað á Ólympíuleikunum Landslið Suður-Súdan í körfubolta vakti verðskuldaða athygli í aðdraganda Ólympíuleikanna sem nú fara fram í París þegar það þurfti stjörnuframmistöðu frá LeBron James til að tryggja Bandaríkjunum eins stigs sigur. Körfubolti 28. júlí 2024 14:15
Baulað á nauðgarann Van de Velde Baulað var á hinn hollenska Steven van de Velde þegar hann mætti til leiks í strandblaki karla á Ólympíuleikunum. Velde er dæmdur nauðgari eftir að hafa ferðast frá Hollandi til Englands til að nauðga 12 ára gamalli stelpu. Sport 28. júlí 2024 13:30
Hrósaði Degi eftir nauman sigur Luka Cindric, einn af lykilmönnum Króatíu, hrósaði Degi Sigurðssyni –þjálfara króatíska landsliðsins í handbolta – í hástert eftir nauman sigur á Japan á Ólympíuleikunum í gær, laugardag. Handbolti 28. júlí 2024 12:00
Snæfríður Sól í undanúrslit Snæfríður Sól Jórunnardóttur synti af gríðarlegu öryggi í 200 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum sem fram fara í París. Hún endaði í 5. sæti í sínum undanriðli og tryggði sér inn í 16 keppenda undanúrslit. Keppni í þeim fer fram síðar í kvöld. Sport 28. júlí 2024 10:28
Hnefaleikaþjálfari Samóa bráðkvaddur í Ólympíuþorpinu Lionel Fatupaito, hnefaleikaþjálfari Samóa, fékk hjartastopp í Ólympíuþorpinu á föstudagsmorgun og var úrskurðaður látinn skömmu síðar. Sport 28. júlí 2024 07:59
Keppnislaugin hýsti Taylor Swift tónleika í maí Þegar Ólympíuleikar eru haldnir þarf oft að byggja keppnisvelli sem eru aðeins notaðir meðan á leikunum stendur og eru svo annað hvort rifnir eða grotna niður. Keppnislaugin í París í ár verður vissulega rifin að leikunum loknum en byggingin sem hýsir hana er ekki að fara neitt. Sport 27. júlí 2024 23:31
Biður eiginkonuna afsökunar á að hafa misst giftingarhringinn í Signu Gianmarco Tamberi, hástökkvari og fánaberi Ítala á Ólympíuleikunum, lenti í því óhappi á setningarathöfn leikanna í gær að missa giftingarhring sinn ofan í Signu. Erlent 27. júlí 2024 22:16
34 stig frá Antetokounmpo dugðu ekki til Kanada vann góðan sigur á Grikklandi í körfuknattleik á Ólympíuleikunum í kvöld, Gianns Antetokounmpo fór mikinn í liði Grikklands og skoraði 34 stig en þau dugðu skammt. Körfubolti 27. júlí 2024 21:10
Heimsmeistararnir lögðu Evrópumeistarana Boðið var upp á sannkallaðan stórmeistaraslag á Ólympíuleikunum í kvöld þegar heimsmeistarar Danmerkur mættu Evrópumeisturum Frakklands í handbolta. Handbolti 27. júlí 2024 20:38
FIFA dæmir Priestman í ársbann og sex stig dregin af Kanada Æfingasvæðisnjósnir þjálfarateymis kanadíska kvennalandsliðsins í knattspyrnu hafa heldur betur dregið dilk á eftir sér en FIFA hefur nú sett Bev Priestman, þjálfara liðsins, í eins árs bann. Fótbolti 27. júlí 2024 18:39
Argentína og Spánn unnu örugga sigra Argentína og Spánn unnu örugga sigra er önnur umferð riðlakeppninnar á Ólympíuleikunum í París í fótbolta hófst í dag. Fótbolti 27. júlí 2024 15:13
Króatar lentu í kröppum dansi gegn fyrrum lærisveinum Dags Króatíska karlalandsliðið í handbolta, undir stjórn Dags Sigurðssonar, lenti í kröppum dansi er liðið mætti Japan í fyrstu umferð riðlakeppninnar á Ólympíuleikunum í dag. Handbolti 27. júlí 2024 13:35