Ólympíuleikar 2024

Ólympíuleikar 2024

Fréttir af Ólympíuleikunum sem fram fóru í París í Frakklandi dagana 26. júlí til 11. ágúst 2024.

Fréttamynd

Djokovic lagði leirkónginn Nadal

Novak Djokovic tók skref í átt að sínu fyrsta Ólympíugulli þegar risaviðureign fór fram á Roland Garros-vellinum í París í dag. Djokovic sló Rafael Nadal, konung leirsins, úr keppni.

Sport
Fréttamynd

Ólympíu­meistarinn al­gjör­lega ó­huggandi

Hin japanska Uta Abe varð Ólympíumeistari í júdó á síðustu Ólympíuleikunum og ætlaði sér mikið á leikunum í París í ár. Það var því mikil áfall fyrir hana þegar hún datt úr leik strax í annarri umferð í gær.

Sport
Fréttamynd

„Við erum ekki svindlarar“

Kanadíska kvennalandsliðið í knattspyrnu er búið að vinna tvo fyrstu leiki sína á Ólympíuleikunum í París en liðið er samt með ekkert stig.

Fótbolti
Fréttamynd

„Fyrir­gefðu, elskan mín“

Ítalski hástökkvarinn Gianmarco Tamberi átti mjög sérstakt kvöld á setningarhátíðinni á Ólympíuleikunum í París. Honum var þar sýndur mikill heiður með því að vera fánaberi Ítala en kvöldið hans endaði ekki nógu vel.

Sport
Fréttamynd

Baulað á nauðgarann Van de Veld­e

Baulað var á hinn hollenska Steven van de Velde þegar hann mætti til leiks í strandblaki karla á Ólympíuleikunum. Velde er dæmdur nauðgari eftir að hafa ferðast frá Hollandi til Englands til að nauðga 12 ára gamalli stelpu.

Sport
Fréttamynd

Hrósaði Degi eftir nauman sigur

Luka Cindric, einn af lykilmönnum Króatíu, hrósaði Degi Sigurðssyni –þjálfara króatíska landsliðsins í handbolta – í hástert eftir nauman sigur á Japan á Ólympíuleikunum í gær, laugardag.

Handbolti
Fréttamynd

Snæ­fríður Sól í undan­úr­slit

Snæfríður Sól Jórunnardóttur synti af gríðarlegu öryggi í 200 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum sem fram fara í París. Hún endaði í 5. sæti í sínum undanriðli og tryggði sér inn í 16 keppenda undanúrslit. Keppni í þeim fer fram síðar í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Keppnislaugin hýsti Taylor Swift tón­leika í maí

Þegar Ólympíuleikar eru haldnir þarf oft að byggja keppnisvelli sem eru aðeins notaðir meðan á leikunum stendur og eru svo annað hvort rifnir eða grotna niður. Keppnislaugin í París í ár verður vissulega rifin að leikunum loknum en byggingin sem hýsir hana er ekki að fara neitt.

Sport