Þau sóttu um stöðu bæjarstjóra í Mosfellsbæ Alls sóttu þrjátíu um stöðuna bæjarstjóra í Mosfellsbæ sem auglýst var laust til umsóknar á dögunum. Fimm drógu umsóknir sínar til baka. Nýr bæjarstjóri mun taka við stöðunni af Haraldi Sverrissyni sem gengdi stöðunni síðustu fimmtán árin. Í hópi umsækjanda er fjöldi einstaklinga sem hafa gegnt stöðu bæjar- eða sveitarstjóra í öðrum sveitarfélögum. Innlent 4. júlí 2022 21:01
Talið nauðsynlegt að breyta umdeildu ákvæði í kosningalögunum Stefnt er að því að gera breytingar á nýjum kosningalögum sem tóku gildi um áramótin. Nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar eru sagðar hafa varpað ljósi á ýmislegt sem betur mætti fara. Nauðsynlegt er talið að breyta umdeildu ákvæði um hæfi kjörstjórna. Innlent 30. júní 2022 08:47
Eyrún Ingibjörg ráðin sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti samhljóða að ráða Eyrún Ingibjörgu Sigþórsdóttur í starf sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar næstu fjögur árin. Hún var áður oddviti og sveitarstjóri á árunum 2006 til 2014. Innlent 29. júní 2022 12:12
Rangt að leggja umræðuna upp að sveitarstjórar séu afætur á íslensku samfélagi Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að laun sveitarstjóra í landinu skeri sig ekki úr þegar litið er til launa stjórnenda í millistórum fyrirtækjum. Hún segir rangt að leggja umræðuna upp á þann veg að sveitarstjórar séu verklausir og afætur á íslensku samfélagi. Það sé alls ekki raunin. Innlent 24. júní 2022 08:58
Samþykktu að sameinað sveitarfélag fái nafnið Húnabyggð Ný bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps samþykkti á fyrsta fundi sínum í dag að sveitarfélagið fengi nafnið Húnabyggð. Innlent 9. júní 2022 22:57
Þór tekinn við völdum á Seltjarnarnesi Ráðning Þórs Sigurgeirssonar sem bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar var staðfest á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar bæjarins. Hann tekur við störfum af af Ásgerði Halldórsdóttur sem látið hefur af störfum eftir tuttugu ára starf í bæjarstjórn, þar af í þrettán ár sem bæjarstjóri. Innlent 9. júní 2022 21:57
Gengst við röngum fullyrðingum en segir viðsnúning núverandi meirihluta með ólíkindum Fyrrverandi bæjarstjóri Hveragerðis gengst við því að enginn samningur sé til um kaup á dúk fyrir íþróttahöll í bænum, þrátt fyrir tilkynningu hennar þess efnis undirritun væri í höfn. Hún segir viðsnúning núverandi meirihluta í málinu með ólíkindum. Innlent 8. júní 2022 13:01
Oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði líka genginn í Samfylkinguna Sigurður Pétur Sigmundsson, oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði, hefur gert líkt og oddviti Miðflokksins og gengið í Samfylkinguna í bænum. Innlent 8. júní 2022 11:26
Stefán Broddi ráðinn sveitarstjóri Borgarbyggðar Stefán Broddi Guðjónsson, sem hefur starfað hjá Arion banka undanfarin tíu ár, hefur verið ráðinn í starf sveitarstjóra í Borgarbyggð af nýjum meirihluta. Áætlað er hann taki við starfinu 1. júlí næstkomandi. Klinkið 7. júní 2022 23:25
Segja ekki rétt að nýr dúkur hafi verið pantaður á Hamarshöllina Nýr meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar segir fullyrðingar fyrrverandi bæjarstjóra um að nýr dúkur hafi verið pantaður á Hamarshöllina ekki réttar. Fréttir 7. júní 2022 22:27
Dagur og Einar njóta svipaðs fylgis í borgarstjórastólinn Dagur B. Eggertsson og Einar Þorsteinsson njóta álíka mikils fylgis í embætti borgarstjóra meðal kjósenda flokkanna fjögurra sem mynda nýjan meirihluta í Reykjavík samkvæmt könnun Maskínu. Kosningu í tvö ný ráð borgarinnar var frestað í dag að ósk borgarfulltrúa minnihlutans. Innlent 7. júní 2022 19:20
Kusu í flest embætti en Alexandra og Magnús þurfa að bíða lengur Fyrsti borgarstjórnarfundur nýs meirihluta Samfylkingarinnar, Framsókarflokks, Pírata og Viðreisnar fór fram í Ráðhúsinu í dag þar sem kosið var í hin ýmsu embætti borgarstjórnar. Innlent 7. júní 2022 17:05
Konur undir fertugu í miðbænum líklegastar til að vera ánægðar með meirihlutann 37 prósent borgarbúa eru ánægðir með borgarstjórnarsamstarf Framsóknar, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar, samkvæmt könnun Maskínu. Íbúar í miðborginni og Vesturbænum eru ánægðastir með samstarfið. Innlent 7. júní 2022 16:54
Upplifði öskur, baktal, niðurlægingu og ósannindi í samfélaginu og í bæjarstjórn Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, segist hafa upplifað ansi súra stemningu bæði í bæjarstjórn og frá bæjarbúum á síðasta kjörtímabili, sérstaklega eftir að minni- og meirihlutinn voru lagðir niður í september árið 2020. Hún er svekkt en spennt að vera í minnihluta á næsta kjörtímabili. Innlent 7. júní 2022 14:36
Verkaskipting í nefndum og ráðum borgarinnar gerð ljós í dag Borgarstjóri segir að borgarlínu verði flýtt svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða ef þörf krefji eftir áhættumat sem unnið verði af Ísavía vegna uppbyggingar við Reykjavíkurflugvöll. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag. Innlent 7. júní 2022 11:49
Vonast eftir hraðri uppbyggingu á kjörtímabilinu Oddvitar Framsóknarflokksins og Viðreisnar eru bjartsýnir á að framkvæmdir við nýjar íbúðir og Sundabraut geti farið hratt af stað á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti sé einhuga um að drífa Sundabraut áfram. Innlent 7. júní 2022 11:03
Frítt í sund og strætó fyrir börn einu fingraför Framsóknar að mati Hildar Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að henni virðist einu fingraför Framsóknarflokksins á málefnasamningi nýja meirihlutans í borginni vera að frítt verði í sund og strætó fyrir börn. Hún kvartar yfir leiðindapólitík sem hafi verið stunduð þegar flokkar voru að máta sig í meirihlutaviðræðum. Innlent 7. júní 2022 09:44
Meira lýðræði með endurbótum á fyrirkomulagi kosninga Í kjölfar nýafstaðinna kosninga til sveitarstjórna hefur farið af stað umræða um fyrirkomulag kosninga. Það er að góðu. Þau mál verða seint fullrædd enda að mörgu að hyggja sem efla megi lýðræðið. Um áramótin tóku ný kosningalög gildi. Skoðun 7. júní 2022 09:01
Fjórir flokkar sem hafi þurft að mætast einhvers staðar Oddviti Viðreisnar segir það fyrsta verk á dagskrá nýs borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík að setja aukinn kraft í húsnæðisuppbyggingu sem verði stórt áherslumál á næsta kjörtímabili. Innlent 6. júní 2022 23:46
Borgarstjóri ráði ekki öllu Oddviti Pírata segir að hún hafi lagt meiri áherslu á að tryggja góðan framgang helstu baráttumála flokksins en að hreppa borgarstjórastólinn. Það markmið hafi náðst og hún sé ánægð með að Píratar fái nú tækifæri til að færa græn málefni á næsta stig. Innlent 6. júní 2022 22:01
Borgarlína mikilvægari en borgarstjórastóllinn Dagur B. Eggertsson segir það skipta sig meira máli að tryggja framgang lykilverkefna á borð við Borgarlínu en að vera borgarstjóri. Tilkynnt var í dag að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, myndi taka við borgarstjórastólnum eftir átján mánuði og gegna embættinu meirihluta kjörtímabilsins. Innlent 6. júní 2022 19:21
Tímaeyðsla að fara í einhverja störukeppni Oddviti Framsóknar segir samstarfssáttmála nýs meirihluta í Reykjavík svara að öllu leyti þeim kröfum um breytingar sem flokkurinn hafi lagt áherslu á. Hann sé gríðarlega ánægður og sáttur með niðurstöðuna. Innlent 6. júní 2022 18:15
Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. Innlent 6. júní 2022 15:10
Segja að Einar og Dagur skiptist á að vera borgarstjóri Einar Þorsteinsson og Dagur B. Eggertsson eru sagðir ætla að skipta með sér borgarstjórastólnum á kjörtímabilinu og nýr meirihluti ætla að kynna sérstakt húsnæðisátak í borginni. Innlent 6. júní 2022 14:22
Nýr borgarstjórnarmeirihluti kynntur Hulunni verður svipt af meirihlutasamstarfi og málefnasamningi Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á blaðamannafundi klukkan 15:00 í dag. Vísir fylgist með fundinum í beinni útsendingu og textalýsingu. Innlent 6. júní 2022 13:54
Kynna nýjan meirihluta í Elliðaárdal í dag Oddvitar Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík hafa boðað til blaðamannafundar til að kynna nýjan meirihluta við stöðvarstjórahúsið í Elliðaárdal í dag. Innlent 6. júní 2022 09:40
Dagur kynnir málefnasamninginn fyrir Samfylkingarliðum annað kvöld Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík mun kynna málefnasamning nýs meirihluta fyrir flokksmönnum sínum í borginni annað kvöld. Fundarboð barst félagsmönnum á níunda tímanum í kvöld. Innlent 5. júní 2022 21:09
Langt komin í yfirferð á flestum málum og horfa til þriðjudags Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar munu halda meirihlutaviðræðum áfram um helgina. Oddviti Framsóknar segir yfirferð á flestum málaflokkum langt komna og góður samhljómur sé um stóru málin. Meirihlutasamstarf sé þó ekki í höfn fyrr en að öllu ferlinu loknu. Innlent 4. júní 2022 21:31
Fjórflokkarnir í Reykjavík byrjaðir á ritun meirihlutasáttmála Líklegt verður að teljast að flokkunum sem rætt hafa myndun nýs meirihluta í borgarstjórn takist ætlunarverkið enda eru oddvitar þeirra byrjaðir á textavinnu fyrir nýjan meirihlutasáttmála. Reiknað er með niðurstöðu um eða strax eftir helgi. Innlent 3. júní 2022 21:07
Fjóla er nýr bæjarstjóri í Árborg Fjóla Kristinsdóttir er nýr bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar en hún verður fyrstu tvö ár kjörtímabilsins bæjarstjóri, eða þegar Bragi Bjarnason tekur við og klárar kjörtímabilið. Bragi var í fyrsta sæti á D-listanum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí og Fjóla í öðru sæti. Bragi verður formaður bæjarráðs fyrstu tvö árin og svo tekur Fjóla við tvö síðustu árin. Innlent 3. júní 2022 16:45
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent