Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

„Ó­ljósir, fal­legir og stundum ó­þægi­legir hlutir“

„Ég leyfði mér að vinna hratt þegar ég gerði þessa plötu. Ég var ekki stoppa og pæla of mikið heldur bara að treysta eyranu, líkamanum og tilfinningunni,“ segir tónlistarkonan Gugusar sem gaf nýverið út plötu og stendur fyrir allsherjar partýtónleikum á Auto í lok júlí.

Tónlist
Fréttamynd

„Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“

„Ég er sextán ára þegar allt fer algjörlega á flug. Mér leið eins og ég væri tilbúinn því ég var búinn að vera svo lengi að undirbúa þetta,“ segir sjarmatröllið, rapparinn og nú íþróttamaðurinn Aron Can. Það eru liðin níu ár frá því að ungur og efnilegur rappari skaust upp á stjörnuhimininn og líf hans átti eftir að gjörbreytast.

Lífið
Fréttamynd

„Auð­vitað væri ég til í að ná enn lengra“

„Það er mjög tilfinningalegt ferli að búa til plötu, opna þig upp á gátt og leyfa fólki að hlusta á lögin þín. Það er eiginlega alltaf jafn erfitt en að sama skapi algjör forréttindi, þvílíkt frelsi, gleði og upplifun að fá að gera þetta,“ segir Jökull Júlíusson aðalsöngvari hljómsveitarinnar Kaleo og einn farsælasti tónlistarmaður sem Ísland hefur alið af sér. Blaðamaður ræddi við hann um listina, lífið og væntanlega tónleika í Vaglaskógi.

Lífið
Fréttamynd

Opnar sig um storma­samt hjóna­band á nýju plötunni

Textar poppstjörnunnar Justin Bieber á plötunni Swag, sem hann sendi óvænt frá sér í dag, gefa rækilega í skyn að hjónaband hans og ofurfyrirsætunnar Hailey Bieber hafi staðið höllum fæti. Orðrómar þess efnis hafa verið áberandi meðal aðdáendahóps Bieber að undanförnu. 

Tónlist
Fréttamynd

Borgin býður í tívolíveislu

Á þriðjudögum í sumar býður Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn á fjölskyldutónleika, svokallaða tívolítónleika. Einvalalið tónlistarfólks kemur fram á hátíðinni, þar á meðal Una Torfa Emmsjé Gauti og Maron Birnir. 

Tónlist
Fréttamynd

Dylan leggur blátt símabann á tón­leika­gesti

Bandaríski tónlistarmaðurinn Bob Dylan hefur tilkynnt um strangt símabann á tónleikaröð sinni á Bretlandseyjum og Írlandi. Tónleikagestum verður gert að koma símunum sínum fyrir í læsanlegum pyngjum sem ekki verður hægt að opna fyrr en að tónleikum loknum.

Tónlist
Fréttamynd

Bieber gefur út ó­vænta plötu

Kanadíska poppstirnið Justin Bieber gaf óvænt út nýja plötu í nótt sem ber heitið Swag. Um er að ræða sjöundu plötu Biebers en hún kemur í kjölfar mikillar umfjöllunar um andlega heilsu popparans.

Lífið
Fréttamynd

„Pabbi minn vakir yfir mér“

„Fyrir réttu manneskjuna getur rétta snertingin á réttum tíma verið frábær,“ segir tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir, eða Ásdís, þegar hún lýsir laginu sínu Touch Me sem hefur klifið upp vinsældarlista Bylgjunnar síðustu vikur.

Lífið
Fréttamynd

Rak í roga­stans þegar hann las við­talið við Bubba

Stórsöngvarann Geir Ólafsson rak í rogastans þegar hann las viðtal við Bubba Morthens á Vísi, þar sem Bubbi lýsti yfir miklum áhyggjum af innreið gervigreindar í tónlistarbransann. Geir hefur aðra sýn á hlutina og segir að ekki megi tala gervigreindina niður með þessum hætti, hún muni aldrei taka sköpunargáfuna frá fólki.

Innlent
Fréttamynd

Nikkurnar þandar á Reyðar­firði alla helgina

Harmónikkutónar hljóma út um allt á Reyðarfirði um helgina því þar stendur yfir harmonikkulandsmót með tónleikum, böllum og almennri gleði. Harmoniku- og hljóðfæraleikarar af öllu landinu eru mættir á mótið til að spila saman eins og þeim einum er lagið.

Innlent
Fréttamynd

Quarashi á Lopa­peysunni: „Við erum synir Akra­ness“

Steinar Orri Fjeldsted, einn meðlima rappsveitarinnar Quarashi, segir ekkert annað hafa komið til greina en að sveitin sameinaðist eftir áratugarhlé þegar boð barst frá Lopapeysunni á Akranesi. Allir meðlimir sveitarinnar eiga þangað rætur að rekja og lofar hann miklu stuði í kvöld.

Tónlist
Fréttamynd

Skraut­leg saga laganna hans Bubba

Tíðindi vikunnar um að einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, Bubbi Morthens, hefði selt höfundaverk sitt til Öldu Music, sem er í eigu Universal, fengu marga til að rifja upp samning sem Bubbi gerði fyrir tuttugu árum síðan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nor­ah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljós­kastarinn vakti mann

Mig hálflangaði til að koma í náttslopp á tónleika Noruh Jones á miðvikudagskvöldið í Eldborg í Hörpu. Jones, eða Nóra eins og ég ætla að kalla hana hér, er drottning hins svokallaða djasspopp-svefnherbergis. Það er tónlist sem notalegt er að hlusta á eftir annasaman dag, þegar maður þráir ekkert heitar en að slaka á í inniskóm með kanínueyru, lavenderte við hendina og sjal kyrfilega vafið um sig. Enda hefur platan Come Away With Me verið skráð sem svefnlyf í mörgum löndum.

Gagnrýni
Fréttamynd

Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury

Hljómsveitin Bob Vylan var meðal sjö atriða á Glastonbury-tónlistarhátíðinni sem stjórnendur BBC höfðu metið sem há-áhættu atriði. Menn töldu sig hins vegar hafa gert ráðstafanir til að grípa inn í ef eitthvað kæmi upp á en svo reyndist ekki vera.

Erlent
Fréttamynd

Hefði stoppað Magga Mix á punktinum

Þegar eru dæmi þess að gervigreind hafi hafið innreið sína inn í íslenska tónlistarbransann. Þetta segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sem segir mikið óveður í aðsigi í bransanum vegna þessa. Framkvæmdastjóri STEF segir að um sé að ræða stærstu áskorunina sem tónlistarmenn standi nú frammi fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Miðar á Kaleo endurseldir á marg­földu verði

Framkvæmdastjóri Tix segir miða á tónleika Kaleo í mánuðinum vera til endursölu á talsvert upphækkuðu verði og greinilegt að þeir hafi verið keyptir í því skyni. Hún segir það ekki sanngjarnt gagnvart listamönnunum og að fyrirtækið áskili sér rétt á að ógilda miðana.

Lífið
Fréttamynd

Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag?

„Þetta deyr aldrei, neitar að deyja!“ segir Mollý Jökulsdóttir um lagið Tik Tok skinka, sem varð gríðarlega vinsælt á netinu fyrir fimmtán árum síðan þegar tónlistarmyndband við lagið var sett á Youtube, en þá var Mollý í tíunda bekk í Varmárskóla í Mosfellsbæ.

Lífið
Fréttamynd

Bubbi gerir sögu­legan samning um eigin líkindi til allrar fram­tíðar

Bubbi Morthens hefur fyrstur íslenskra listamanna gert sögulegan samning við Öldu Music. Fyrirtækið eignast allt höfundarverk Bubba frá 1980 og réttinn til að nýta nafn hans og líkindi hans til allrar framtíðar eftir að hann fellur frá. Bubbi segist hæstánægður, mikið óveður sé í aðsigi í tónlistarbransanum.

Innlent
Fréttamynd

„Svo leiðin­legt að pæla hvað öðru fólki finnst“

„Mér finnst rosalega gott að geta verið sjálfstæð og ég verð að feta mína eigin leið, ég hef alltaf haft svolitla þörf fyrir það,“ segir hin nítján ára gamla söngkona og rísandi stjarna Klara Einarsdóttir. Klara er gríðarlega jákvæð að eðlisfari og á ekki langt að sækja tónlistarástríðuna en blaðamaður ræddi við hana um listina og lífið.

Tónlist