Framsóknarflokkurinn Slitnar upp úr viðræðum á Skaganum Meirihlutaviðræður Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar á Akranesi hafa siglt í strand. Innlent 20.5.2022 09:00 Sjálfstæðisflokkur og Framsókn bættu við sig eftir endurtalningu Endurtalningu atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í Húnaþingi vestra er lokið. Ráðist var í endurtalningu þar sem aðeins munaði tveimur atkvæðum á því að N-listi Nýs afls í Húnaþingi vestra hefði náð inn þriðja manni í sveitarstjórn, á kostnað þriðja manns B-lista Framsóknarflokks og annarra framfarasinna. Innlent 19.5.2022 23:11 Hefja formlegar viðræður í Kópavogi Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi hafa ákveðið að hefja „formlegar viðræður“ um myndun meirihluta í bæjarstjór. Innlent 19.5.2022 13:06 Með heimavinnu í meirihlutaviðræðum á Akureyri Forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Samfylkingarinnar á Akureyri vinna nú heimavinnu fyrir næsta fund þeirra, eftir að þeir ákváðu í gær að hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar. Innlent 19.5.2022 11:44 Orri vonast til að geta tilkynnt um framhaldið síðar í dag Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknarmanna í Kópavogi, segir að „formlegar viðræður“ séu ekki hafnar milli fulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í bænum en að talsverð fundahöld hafi átt sér stað síðustu daga. Innlent 19.5.2022 08:43 Annar meirihluti ef Framsókn gengur inn í samstarfið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir að ef Framsóknarflokkurinn fer í samstarf við þrjá fráfarandi meirihlutaflokkana í borginni þá verði það annar meirihluti en sá sem er að líða undir lok. Ekki sé ólíklegt að Viðreisn og Framsókn vinni saman á nýju kjörtímabili. Innlent 18.5.2022 18:22 Fulltrúar B, D, S og M funda um meirihluta á Akureyri í kvöld Hlynur Jóhannsson, oddviti Miðflokksins á Akureyri, virðist nokkuð bjartsýnn á viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar með Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Stefnt er að því að fulltrúar flokkanna hittist í kvöld til að ræða málin. Innlent 18.5.2022 10:58 Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið Meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans, um myndun bæjarstjórnarmeirihluta er lokið. Þetta staðfestir Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, í samtali við fréttastofu. Innlent 17.5.2022 21:10 „Bæjarstjórastóllinn er vissulega þáttur af þessu samkomulagi“ Á morgun kemur líklega í ljós hvort formlegar meirihlutaviðræður geti hafist milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi. Tilkall Sjálfstæðismanna til bæjarstjórastólsins geti haft áhrif á viðræður. Innlent 17.5.2022 20:01 Sigurður Ingi segir bæjarfulltrúum flokksins ekki fyrir verkum Formaður Framsóknarflokksins segir sveitarstjórnarfulltrúa flokksins best til þess fallna að ákveða með hvaða öðrum flokkum þeir vilji starfa á komandi kjörtímabili og hvort krefjast eigi tiltekinna embætta. Oddviti flokksins í borginni fundaði einslega með hverjum og einum oddvita annarra flokka í dag. Innlent 17.5.2022 19:20 Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hefja formlegar viðræður í Hafnarfirði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa hafið formlegar meirihlutaviðræður í Hafnarfirði. Flokkarnir ná meirihluta í bæjarstjórn með einum manni. Innlent 17.5.2022 13:06 Dagur hefur ekki svarað símtölum Hildar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ekki svarað símtölum Hildar Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins. Hún segist hafa rætt við alla oddvitana í borginni eftir kosningar, utan tveggja. Innlent 17.5.2022 10:42 Meirihlutarnir fimm sem eru í boði Eftir yfirlýsingar Vinstri grænna um að taka ekki þátt í myndun nýs meirihluta í borgarstjórn og útilokanir Pírata og Sósíalista á samstarfi við suma flokka koma aðeins fimm meirihlutamyndanir til greina í Reykjavík. Innlent 17.5.2022 07:00 Óþol í garð átakastjórnmála hafi greitt veg Framsóknar Prófessor í stjórnmálafræði segir óþol í garð þeirra átakastjórnmála sem einkennt hafa íslenska pólitík síðan eftir hrun hafa greitt veg Framsóknarflokksins. Innlent 16.5.2022 21:58 Allt opið í Hafnarfirði Oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði útilokar ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn en telur kjósendur kalla eftir að Samfylking og Framsókn vinni saman. Fráfarandi meirihlutaflokkarnir ræða fyrst saman. Innlent 16.5.2022 20:26 Útilokar að undirgangast stefnu Samfylkingarinnar í borginni Oddviti Framsóknarflokksins segir það ekki koma til greina að taka þátt í meirihlutasamstarfi undir stefnu Samfylkingarinnar. Viðræður við flokka í dag hafi verið óformlegar og að ekki hafi verið farið út í nein málefni. Innlent 16.5.2022 18:56 Margrét og Friðjón oftast útstrikuð í Reykjanesbæ Af þeim sjö flokkum sem voru í framboði í sveitarstjórnarkosningum í Reykjanesbæ á laugardaginn var oftast strikað yfir nöfn frambjóðenda Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. 39 sinnum var strikað yfir nöfn frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins og 36 sinnum hjá Samfylkingunni. Innlent 16.5.2022 16:20 Útilokar ekki samstarf með Sjálfstæðisflokki Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ, segir flokkinn ekki útiloka meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Hún hefur ekki náð að ræða við alla flokka og því geti hún hvorki útilokað einn né neinn. Innlent 16.5.2022 15:41 Munaði tveimur atkvæðum á Framsókn og Nýju afli í Húnaþingi vestra Listi Framsóknarflokksins og annarra framfarasinna hlaut flesta fulltrúa kjörna, eða þrjá, í kosningum til sveitarstjórnar í Húnaþingi vestra, í kosningunum á laugardag. Listar Nýs afls (N) og Sjálfstæðisflokksins (D) hlutu báðir tvo fulltrúa kjörna. Innlent 16.5.2022 13:48 Flestir strikuðu yfir Þórhall Jónsson Á Akureyri voru það aðallega kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem strikuðu yfir nöfn frambjóðenda í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Strikað var yfir nöfn þeirra alls 120 sinnum. Af frambjóðendunum var það Þórhallur Jónsson í þriðja sæti listans sem fékk flestar útstrikanir, 81 talsins. Innlent 16.5.2022 13:48 Kosningapartý, fjör og gleði Það var mikið líf og fjör um helgina þar sem kosningapartý voru haldin víðsvegar um Reykjavík á meðan beðið var eftir niðurstöðunum. Ljósmyndari frá Vísi kíkti við í nokkur teiti og fangaði stemninguna þar sem flokkarnir fögnuðu kvöldinu. Lífið 16.5.2022 12:00 Einar segir stöðuna galopna og hefur áhuga á borgarstjórastólnum Oddviti Framsóknarflokksins vill ræða við oddvita allra flokka í Reykjavík í dag. Hann segist hafa áhuga á stóli borgarstjóra og telur stöðuna galopna. Þrátt fyrir það virðast fáir valkostir í myndun meirihluta á borðinu eins og staðan er núna. Innlent 16.5.2022 11:54 Segir ljóst að ekkert breytist verði Framsókn varahjól undir bíl fallins meirihluta Óformlegar viðræður eiga sér nú stað í Reykjavík. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að lítið verði um breytingar ákveði Framsókn að vera „varahjól“ undir föllnum meirihluta. Hildur mun eiga fundi með nokkrum oddvitum í dag en vill lítið gefa upp um hverja hún hittir. Innlent 16.5.2022 10:27 Mun byrja á því að ræða við Rósu Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar í Hafnarfirði, segir að Framsóknarmenn muni fyrst eiga viðræður við Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar og oddvita Sjálfstæðismanna, í vikunni um hvort grundvöllur sé fyrir áframhaldandi meirihlutasamstafi flokkanna í bæjarstjórn. Innlent 16.5.2022 08:11 Hefja meirihlutaviðræður á Akureyri Bæjarlisti Akureyrar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur munu hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta í sveitarstjórn bæjarins. Innlent 16.5.2022 07:46 Guðmundur Árni óskar eftir formlegum meirihlutaviðræðum við Framsókn Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, hefur óskað eftir því við oddvita Framsóknar í bænum, Valdimar Víðisson, að flokkarnir tveir hefji viðræður um myndun nýs bæjarstjórnarmeirihluta. Innlent 15.5.2022 22:49 Segir engar viðræður hafnar en útilokar ekki samstarfið Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engar viðræður hafnar milli flokks síns og Framsóknarflokksins. Hún telji þó raunhæfan möguleika að starfa með Framsókn, Viðreisn og Flokki fólksins Innlent 15.5.2022 20:51 Einar kannast ekki við fullyrðingar síns gamla vinnustaðar Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir engar óformlegar viðræður um myndun meirihluta hafnar af sinni hálfu. Hvorki við Sjálfstæðisflokk né aðra. Innlent 15.5.2022 19:37 Aðeins einn raunhæfur möguleiki á þriggja flokka meirihluta í borginni Möguleikar eru á myndun að minnsta kosti níu samsetningum að meirihlutum í borgarstjórn að loknum kosningunum í gær. Aðeins væri hægt að mynda tvo þriggja flokka meirihluta þótt annar þeirra verði að teljast ólíklegur. Innlent 15.5.2022 19:20 Telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi fyrst Oddvitar stærstu stjórnmálaframboðanna í Reykjavík segja fátt um mögulegt meirihlutasamstarf eftir að meirihlutinn féll í kosningunum í gær. Borgarstjóri og oddviti Pírata eru sammála um að réttast sé að fráfarandi meirihlutaflokkar ræði fyrst saman. Innlent 15.5.2022 12:37 « ‹ 25 26 27 28 29 30 31 32 33 … 50 ›
Slitnar upp úr viðræðum á Skaganum Meirihlutaviðræður Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar á Akranesi hafa siglt í strand. Innlent 20.5.2022 09:00
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn bættu við sig eftir endurtalningu Endurtalningu atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í Húnaþingi vestra er lokið. Ráðist var í endurtalningu þar sem aðeins munaði tveimur atkvæðum á því að N-listi Nýs afls í Húnaþingi vestra hefði náð inn þriðja manni í sveitarstjórn, á kostnað þriðja manns B-lista Framsóknarflokks og annarra framfarasinna. Innlent 19.5.2022 23:11
Hefja formlegar viðræður í Kópavogi Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi hafa ákveðið að hefja „formlegar viðræður“ um myndun meirihluta í bæjarstjór. Innlent 19.5.2022 13:06
Með heimavinnu í meirihlutaviðræðum á Akureyri Forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Samfylkingarinnar á Akureyri vinna nú heimavinnu fyrir næsta fund þeirra, eftir að þeir ákváðu í gær að hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar. Innlent 19.5.2022 11:44
Orri vonast til að geta tilkynnt um framhaldið síðar í dag Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknarmanna í Kópavogi, segir að „formlegar viðræður“ séu ekki hafnar milli fulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í bænum en að talsverð fundahöld hafi átt sér stað síðustu daga. Innlent 19.5.2022 08:43
Annar meirihluti ef Framsókn gengur inn í samstarfið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir að ef Framsóknarflokkurinn fer í samstarf við þrjá fráfarandi meirihlutaflokkana í borginni þá verði það annar meirihluti en sá sem er að líða undir lok. Ekki sé ólíklegt að Viðreisn og Framsókn vinni saman á nýju kjörtímabili. Innlent 18.5.2022 18:22
Fulltrúar B, D, S og M funda um meirihluta á Akureyri í kvöld Hlynur Jóhannsson, oddviti Miðflokksins á Akureyri, virðist nokkuð bjartsýnn á viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar með Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Stefnt er að því að fulltrúar flokkanna hittist í kvöld til að ræða málin. Innlent 18.5.2022 10:58
Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið Meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans, um myndun bæjarstjórnarmeirihluta er lokið. Þetta staðfestir Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, í samtali við fréttastofu. Innlent 17.5.2022 21:10
„Bæjarstjórastóllinn er vissulega þáttur af þessu samkomulagi“ Á morgun kemur líklega í ljós hvort formlegar meirihlutaviðræður geti hafist milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi. Tilkall Sjálfstæðismanna til bæjarstjórastólsins geti haft áhrif á viðræður. Innlent 17.5.2022 20:01
Sigurður Ingi segir bæjarfulltrúum flokksins ekki fyrir verkum Formaður Framsóknarflokksins segir sveitarstjórnarfulltrúa flokksins best til þess fallna að ákveða með hvaða öðrum flokkum þeir vilji starfa á komandi kjörtímabili og hvort krefjast eigi tiltekinna embætta. Oddviti flokksins í borginni fundaði einslega með hverjum og einum oddvita annarra flokka í dag. Innlent 17.5.2022 19:20
Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hefja formlegar viðræður í Hafnarfirði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa hafið formlegar meirihlutaviðræður í Hafnarfirði. Flokkarnir ná meirihluta í bæjarstjórn með einum manni. Innlent 17.5.2022 13:06
Dagur hefur ekki svarað símtölum Hildar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ekki svarað símtölum Hildar Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins. Hún segist hafa rætt við alla oddvitana í borginni eftir kosningar, utan tveggja. Innlent 17.5.2022 10:42
Meirihlutarnir fimm sem eru í boði Eftir yfirlýsingar Vinstri grænna um að taka ekki þátt í myndun nýs meirihluta í borgarstjórn og útilokanir Pírata og Sósíalista á samstarfi við suma flokka koma aðeins fimm meirihlutamyndanir til greina í Reykjavík. Innlent 17.5.2022 07:00
Óþol í garð átakastjórnmála hafi greitt veg Framsóknar Prófessor í stjórnmálafræði segir óþol í garð þeirra átakastjórnmála sem einkennt hafa íslenska pólitík síðan eftir hrun hafa greitt veg Framsóknarflokksins. Innlent 16.5.2022 21:58
Allt opið í Hafnarfirði Oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði útilokar ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn en telur kjósendur kalla eftir að Samfylking og Framsókn vinni saman. Fráfarandi meirihlutaflokkarnir ræða fyrst saman. Innlent 16.5.2022 20:26
Útilokar að undirgangast stefnu Samfylkingarinnar í borginni Oddviti Framsóknarflokksins segir það ekki koma til greina að taka þátt í meirihlutasamstarfi undir stefnu Samfylkingarinnar. Viðræður við flokka í dag hafi verið óformlegar og að ekki hafi verið farið út í nein málefni. Innlent 16.5.2022 18:56
Margrét og Friðjón oftast útstrikuð í Reykjanesbæ Af þeim sjö flokkum sem voru í framboði í sveitarstjórnarkosningum í Reykjanesbæ á laugardaginn var oftast strikað yfir nöfn frambjóðenda Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. 39 sinnum var strikað yfir nöfn frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins og 36 sinnum hjá Samfylkingunni. Innlent 16.5.2022 16:20
Útilokar ekki samstarf með Sjálfstæðisflokki Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ, segir flokkinn ekki útiloka meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Hún hefur ekki náð að ræða við alla flokka og því geti hún hvorki útilokað einn né neinn. Innlent 16.5.2022 15:41
Munaði tveimur atkvæðum á Framsókn og Nýju afli í Húnaþingi vestra Listi Framsóknarflokksins og annarra framfarasinna hlaut flesta fulltrúa kjörna, eða þrjá, í kosningum til sveitarstjórnar í Húnaþingi vestra, í kosningunum á laugardag. Listar Nýs afls (N) og Sjálfstæðisflokksins (D) hlutu báðir tvo fulltrúa kjörna. Innlent 16.5.2022 13:48
Flestir strikuðu yfir Þórhall Jónsson Á Akureyri voru það aðallega kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem strikuðu yfir nöfn frambjóðenda í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Strikað var yfir nöfn þeirra alls 120 sinnum. Af frambjóðendunum var það Þórhallur Jónsson í þriðja sæti listans sem fékk flestar útstrikanir, 81 talsins. Innlent 16.5.2022 13:48
Kosningapartý, fjör og gleði Það var mikið líf og fjör um helgina þar sem kosningapartý voru haldin víðsvegar um Reykjavík á meðan beðið var eftir niðurstöðunum. Ljósmyndari frá Vísi kíkti við í nokkur teiti og fangaði stemninguna þar sem flokkarnir fögnuðu kvöldinu. Lífið 16.5.2022 12:00
Einar segir stöðuna galopna og hefur áhuga á borgarstjórastólnum Oddviti Framsóknarflokksins vill ræða við oddvita allra flokka í Reykjavík í dag. Hann segist hafa áhuga á stóli borgarstjóra og telur stöðuna galopna. Þrátt fyrir það virðast fáir valkostir í myndun meirihluta á borðinu eins og staðan er núna. Innlent 16.5.2022 11:54
Segir ljóst að ekkert breytist verði Framsókn varahjól undir bíl fallins meirihluta Óformlegar viðræður eiga sér nú stað í Reykjavík. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að lítið verði um breytingar ákveði Framsókn að vera „varahjól“ undir föllnum meirihluta. Hildur mun eiga fundi með nokkrum oddvitum í dag en vill lítið gefa upp um hverja hún hittir. Innlent 16.5.2022 10:27
Mun byrja á því að ræða við Rósu Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar í Hafnarfirði, segir að Framsóknarmenn muni fyrst eiga viðræður við Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar og oddvita Sjálfstæðismanna, í vikunni um hvort grundvöllur sé fyrir áframhaldandi meirihlutasamstafi flokkanna í bæjarstjórn. Innlent 16.5.2022 08:11
Hefja meirihlutaviðræður á Akureyri Bæjarlisti Akureyrar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur munu hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta í sveitarstjórn bæjarins. Innlent 16.5.2022 07:46
Guðmundur Árni óskar eftir formlegum meirihlutaviðræðum við Framsókn Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, hefur óskað eftir því við oddvita Framsóknar í bænum, Valdimar Víðisson, að flokkarnir tveir hefji viðræður um myndun nýs bæjarstjórnarmeirihluta. Innlent 15.5.2022 22:49
Segir engar viðræður hafnar en útilokar ekki samstarfið Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engar viðræður hafnar milli flokks síns og Framsóknarflokksins. Hún telji þó raunhæfan möguleika að starfa með Framsókn, Viðreisn og Flokki fólksins Innlent 15.5.2022 20:51
Einar kannast ekki við fullyrðingar síns gamla vinnustaðar Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir engar óformlegar viðræður um myndun meirihluta hafnar af sinni hálfu. Hvorki við Sjálfstæðisflokk né aðra. Innlent 15.5.2022 19:37
Aðeins einn raunhæfur möguleiki á þriggja flokka meirihluta í borginni Möguleikar eru á myndun að minnsta kosti níu samsetningum að meirihlutum í borgarstjórn að loknum kosningunum í gær. Aðeins væri hægt að mynda tvo þriggja flokka meirihluta þótt annar þeirra verði að teljast ólíklegur. Innlent 15.5.2022 19:20
Telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi fyrst Oddvitar stærstu stjórnmálaframboðanna í Reykjavík segja fátt um mögulegt meirihlutasamstarf eftir að meirihlutinn féll í kosningunum í gær. Borgarstjóri og oddviti Pírata eru sammála um að réttast sé að fráfarandi meirihlutaflokkar ræði fyrst saman. Innlent 15.5.2022 12:37