Talsmaður nýrra skatta, eða sanngirni? Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 20. janúar 2024 12:01 Undanfarið hefur mér verið tíðrætt um svokallaðan hvalrekaskatt. Að setja á tímabundinn skatt, við þær óvenjulegar aðstæður sem nú eru uppi, á hagnað fjármálafyrirtækja sem sömuleiðis er tilkominn vegna óvenjulegra aðstæðna. Fyrir þetta hef ég fengið hvatningu, en líka gagnrýni þar sem ég er hluti af stjórnarmeirihluta og stjórnarþingmaður og þannig hafi ég þetta á mínu valdi. Ég hef líka verið kallaður popúlisti. Ég skil þetta allt saman, þrátt fyrir að vera einlægt ósammála því síðasta. Ég ætla mér ekki að fara í vörn enda stend ég staðfastur með því sem ég segi. Hins vegar held ég að flestir þeir sem til mín þekkja viti vel að ég er ekki talsmaður óþarflega hárra skatta eða óþarfa skatta almennt. Aðrir hafa séð um það. Þetta geta allir séð sem skoða fyrri verk mín og okkar. Ég get sérstaklega bent á tíma minn sem formaður bæjarráðs í Hafnarfirði á síðasta kjörtímabili þar sem við vorum í góðu meirihlutasamstarfi. Það tímabil lækkuðum við til að mynda skatta á fyrirtæki umtalsvert og héldum sköttum á fólki hóflegum. Það sést vel þegar litið er til þess að lítil sem engin eftirspurn hafði verið eftir atvinnulóðum í bænum, en eftir 17 punkta lækkun á fasteignaskatti á atvinnuhúsnæði, þar sem við fórum úr 1,57 í 1,40, sóttu í Hafnarfjörð öflug fyrirtæki með tilheyrandi auknum umsvifum í bæjarfélaginu. Ég hef gagnrýnt sveitarfélög fyrir of miklar gjaldskrárhækkanir um áramótin við núverandi aðstæður. Hafa þau efni á því að „afsala“ sér þeim tekjum? Nei, í rauninni ekki þar sem hér hafa verið gerðar auknar kröfur um þjónustu án þess að tekjustofnar sveitarfélaga hafi breikkað. Hafa þau efni á því að vera með háa vexti á sínum lánum? Nei, það hafa þau svo sannarlega ekki, þar sem sveitarfélög eru mörg hver þegar of skuldug og hver prósenta í hærri vöxtum hefur þar umtalsverð neikvæð áhrif á rekstur sveitarfélaga. Það sem ég er hér að segja er þetta; það er verkefni allra að ná niður verðbólgu og vöxtum og styðja viðkvæma hópa. Geta bankar létt undir með fólki, já. Geta sveitarfélög og ríki lagt hönd á plóg, já. Geta önnur fyrirtæki tekið þátt með því að sleppa því að setja allar hækkanir beint út í verðlag - svarið hér er líka já og þar skiptir engu hvort um sé að ræða fyrirtæki á almennum eða opinberum markaði. Þetta gerum við einungis öll saman ef vel á að takast til og ná markmiðinu. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Alþingi Skattar og tollar Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur mér verið tíðrætt um svokallaðan hvalrekaskatt. Að setja á tímabundinn skatt, við þær óvenjulegar aðstæður sem nú eru uppi, á hagnað fjármálafyrirtækja sem sömuleiðis er tilkominn vegna óvenjulegra aðstæðna. Fyrir þetta hef ég fengið hvatningu, en líka gagnrýni þar sem ég er hluti af stjórnarmeirihluta og stjórnarþingmaður og þannig hafi ég þetta á mínu valdi. Ég hef líka verið kallaður popúlisti. Ég skil þetta allt saman, þrátt fyrir að vera einlægt ósammála því síðasta. Ég ætla mér ekki að fara í vörn enda stend ég staðfastur með því sem ég segi. Hins vegar held ég að flestir þeir sem til mín þekkja viti vel að ég er ekki talsmaður óþarflega hárra skatta eða óþarfa skatta almennt. Aðrir hafa séð um það. Þetta geta allir séð sem skoða fyrri verk mín og okkar. Ég get sérstaklega bent á tíma minn sem formaður bæjarráðs í Hafnarfirði á síðasta kjörtímabili þar sem við vorum í góðu meirihlutasamstarfi. Það tímabil lækkuðum við til að mynda skatta á fyrirtæki umtalsvert og héldum sköttum á fólki hóflegum. Það sést vel þegar litið er til þess að lítil sem engin eftirspurn hafði verið eftir atvinnulóðum í bænum, en eftir 17 punkta lækkun á fasteignaskatti á atvinnuhúsnæði, þar sem við fórum úr 1,57 í 1,40, sóttu í Hafnarfjörð öflug fyrirtæki með tilheyrandi auknum umsvifum í bæjarfélaginu. Ég hef gagnrýnt sveitarfélög fyrir of miklar gjaldskrárhækkanir um áramótin við núverandi aðstæður. Hafa þau efni á því að „afsala“ sér þeim tekjum? Nei, í rauninni ekki þar sem hér hafa verið gerðar auknar kröfur um þjónustu án þess að tekjustofnar sveitarfélaga hafi breikkað. Hafa þau efni á því að vera með háa vexti á sínum lánum? Nei, það hafa þau svo sannarlega ekki, þar sem sveitarfélög eru mörg hver þegar of skuldug og hver prósenta í hærri vöxtum hefur þar umtalsverð neikvæð áhrif á rekstur sveitarfélaga. Það sem ég er hér að segja er þetta; það er verkefni allra að ná niður verðbólgu og vöxtum og styðja viðkvæma hópa. Geta bankar létt undir með fólki, já. Geta sveitarfélög og ríki lagt hönd á plóg, já. Geta önnur fyrirtæki tekið þátt með því að sleppa því að setja allar hækkanir beint út í verðlag - svarið hér er líka já og þar skiptir engu hvort um sé að ræða fyrirtæki á almennum eða opinberum markaði. Þetta gerum við einungis öll saman ef vel á að takast til og ná markmiðinu. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun