

Þjóðernisfélagshyggjumenn eru að reyna að ryðja sér til rúms á Íslandi. Þeir hafa opnað vef, mætt á fjölfarna staði og gengið í hús til að breiða út boðskap sinn um andúð gegn útlendingum.
Hluthafar kísilversins á Bakka kanna fjármögnunarleiðir til að bæta fjárhagsstöðuna. Leitað til íslenskra lífeyrissjóða um að leggja til frekara fjármagn ásamt þýska fyrirtækinu PCC SE.
Birna Hlín Káradóttir, sem hefur starfað sem yfirlögfræðingur Fossa markaða í nærri fjögur ár, hefur sagt upp störfum hjá verðbréfafyrirtækinu.
Rúm 59 prósent þeirra sem taka afstöðu í nýrri könnun vilja draga úr umsvifum eða að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði. Kjósendur Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vilja helst óbreytt ástand.
Háskólaneminn Pétur Kiernan er umsjónarmaður sjónvarpsþátta sem Landsbankinn lét framleiða um ungt fólk og sparnað. Hann lýsir sér sem námsmanni með lítið á milli handanna en skartar þó í þáttunum rándýru úri.
Mannvirki sem hýsa íslensku landsliðin eru öll úr sér gengin. KSÍ er að berjast fyrir nýjum velli enda að spila á handónýtum og gömlum velli. HSÍ og KKÍ eru á undanþágum frá sínum alþjóðasamböndum vegna úreltrar Laugardalshallar.
Íslenska karlalandsliðið mætir Albaníu ytra í sjöttu umferð H-riðils í undankeppni Evrópumótsins 2020 í dag.
Ákaflega vel heppnuð frumsýning sem einkenndist af gleði og fagmennsku. Svo sannarlega verður enginn svikinn.
Óvissa ríkir enn um stöðu fjögurra dómara við Landsrétt vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu en yfirdeild dómsins mun taka málið til endurskoðunar samkvæmt ákvörðun sem tekin var í Strassborg í gær.
Sífellt verður algengara að íslensk fyrirtæki verði fyrir barðinu á þaulskipulögðum tilraunum til fjársvika. Mikið áfall fyrir starfsmenn sem láta glepjast segir lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda.
Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju dró regnbogafánann að húni við kirkjuna á meðan Pence fundaði með helstu ráðamönnum þjóðarinnar rétt utan við sóknarmörkin, eins og hann orðaði það í sunnudagspredikun sem hverfðist um mannlega reisn.
Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, segist vona að breið stjórn Fimmstjörnu hreyfingarinnar og Lýðræðisflokksins komi á ró í þjóðfélaginu.
Yfirlitssýning á verkum Harðar Haraldssonar, kennara á Bifröst og frjálsíþróttamanns, verður opnuð á morgun í Herberginu, sýningarsal Kirsuberjatrésins á Vesturgötu 4.
Jón Gunnarsson þingmaður og Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Garðabæ, hafa þegar kynnt um framboð sitt til ritara Sjálfstæðisflokksins.
Föstudaginn 6. september var fundargerð um bæjarstjórnarfund Kópavogs þann 10. september birt á vefsíðu sveitarfélagsins.
Sex nemar í Háskólanum í Reykjavík unnu verkefnið Vopn gegn vændi til að fræða starfsfólk gististaða um einkenni starfseminnar. Byggist á sænskri fyrirmynd. Að þeirra mati eru Íslendingar oft bláeygðir gagnvart vændi.
Fyrsta minning mín um mikilvægi þess að styðja við þá sem minna mega sín var þegar ég og vinkonur mínar, þá 7 ára, settum upp tombólu og gáfum ágóðann, heilar 3.640 kr. til Rauða krossins – í fullvissu um að það myndi bæta heiminn.
Eitt það besta við að vinna í Reykjavík er að þar finnst samtíningur af ýmsu sauðahúsi frá öllum fjórðungum. Eitt sinn vann ég með Ódysseifi einum að austan sem sagði mér sögur af sjóara sem sigldi inn fjörðinn löngu eftir að búið var að telja hann af.
Illa hefur gengið að endurheimta traust á stjórnmálum og Alþingi á þeim tæpu ellefu árum sem liðin eru frá hruninu. Þetta ætti að vera alþingismönnum ofarlega í huga í dag þegar þeir koma til setningar 150. löggjafarþingsins.
Hvernig var tekið á móti þér þegar þú steigst þín fyrstu skref í skóla? Hvaða minningar eigum við úr skóla? Hverjir voru bestu vinirnir/bestu vinkonurnar í skólanum? Var komið fram við þig af virðingu og á þínum forsendum? Leið þér vel í skólanum?
Ein áskorun hátækni- og hugverkafyrirtækja er að sækja hæfileikaríkt fólk með sérfræðiþekkingu á fjölbreyttum sviðum, og íslensk fyrirtæki eru þar ekki undanskilin.
Við sjálfstæðismenn lögðum til snjallvæðingu umferðarljósa eins og gert er í öðrum borgum Evrópu. Samtök iðnaðarins reiknuðu út að 15% minnkun ferðatíma sem er fyrirsjáanleg með kerfinu myndi spara 80 milljarða.
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er langt frá því að halda meirihluta sínum ef marka má skoðanakannanir. Framsóknarflokkurinn mælist með um sex prósenta fylgi og er langt frá kjörfylgi sínu.
Í nýrri rannsókn Eurostat á áfengisverði í Evrópu kemur í ljós að Ísland er dýrasti staðurinn. Rannsóknin næri bæði til Evrópusambandsins og EFTA-landanna.
Það er fátt betra en heit og matarmikil súpa þegar fer að kólna í veðri. Þessi saðsama súpa er laus við allar dýraafurðir og ætti því að höfða til sem flestra. Þá er hún að auki bæði holl og ódýr.
Afatíska er nýr tískustraumur innblásinn af klæðnaði eldri borgara og gengur út á þægindi og nytsemi umfram allt. Stíllinn varð til sem uppreisn gegn ríkjandi tískustöðlum.
Kolbeinn Sigþórsson skoraði sitt fyrsta mark á Laugardalsvelli í rúm þrjú ár þegar hann kom íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu á bragðið í sannfærandi sigri gegn Moldóvu í undankeppni EM 2020 um helgina.
Anna Leif Elídóttir flutti til Svartfjallalands í byrjun júlí. Hún er nú stödd á Íslandi en myndlistarsýning með verkum hennar er á byggðasafninu á Akranesi.
Knattspyrnudeild Vals setti fram hugmyndir um mögulegar leiðir til að lengja deildarkeppnina hér á landi. Þar segir meðal annars að það sé mat Vals að skoða þurfi breytingar á deildarkeppninni.
Á fimmtudag verður opnuð Sorgarmiðstöð sem styður við þá sem syrgja ástvini. Góð úrræði í sorg fækka geðheilbrigðisvandamálum og flýta endurhæfingu syrgjenda.