Hinsegin

Fréttamynd

„Það er ekki móðurmál neins að segja öll velkomin“

Undanfarið hafa kröfur um aukið kynhlutleysi íslenskrar tungu orðið meira áberandi í samfélaginu. Æ fleiri hafa tamið sér að segja „öll“ í stað „allir“, „sum“ í stað „sumir“, „mörg“ í stað „margir“ og þar fram eftir götunum.

Lífið
Fréttamynd

Garðabær og Samtökin´78 í samstarf

Garðabær og Samtökin ´78 hafa gert með sér samstarfssamning um þjónustu samtakanna við Garðabæ. Markmiðið með samningnum er að stórefla hinsegin fræðslu og meðvitund um hinsegin málefni í sveitarfélaginu en á sama tíma að styðja við það fræðslustarf um hinsegin málefni sem nú þegar er unnið á vinnustöðum og skólum Garðabæjar.

Innlent
Fréttamynd

For­seta­hjónin funduðu með hin­segin fólki sem lifir í ótta í Slóvakíu

Forseti Íslands segir Íslendinga og Slóvaka geta unnið saman að uppbygginu á nýtingu jarðhita þar í landi en samkomulag var undirritað um samvinnu þjóðanna í þeim efnum í heimsókn forsetans til Slóvakíu sem lýkur í dag. Forsetahjónin vottuðu tveimur ungum samkynhneigðum mönnum sem myrtir voru í Bratislava virðingu sína í gær.

Innlent
Fréttamynd

Önnur árás framin á meðan forsetahjónin heiðruðu fórnarlömb

Forsetahjón Íslands eru í opinberri heimsókn í Slóvakíu þessa dagana. Í morgun lögðu þau kerti á minnisvarða um tvö fórnarlömb skotárásar sem framin var fyrir framan skemmtistað hinsegin fólks í landinu á dögunum. Á sama tíma og þau gerðu það bárust fregnir af annarri árás á hinsegin hjón.

Erlent
Fréttamynd

Herða bann við „hinsegin áróðri“ í Rússlandi

Rússneska þingið samþykkti að herða núgildandi bann við svonefndum „hinsegin áróðri“ þannig að  það nái ekki lengur aðeins til barna og ungmenna heldur fólks af öllum aldri. Þannig verður nú hægt að sekta vegna viðburða, kvikmynda eða vefsíða sem eru talnar auglýsa samkynhneigð.

Erlent
Fréttamynd

Falskar spár um heims­endi voru kornið sem fyllti mælinn

Örn Svavarsson gekk úr söfnuði Votta Jehóva á þrítugsaldri. Hann segir kornið sem fyllti mælinn hafa verið fölsk spá um heimsendi. Hann segir söfnuðinn byggja einhverjar skoðanir sínar á hlutum sem eru alls ekkert í Biblíunni líkt og haldið er fram.

Innlent
Fréttamynd

„Mig langar næstum að gubba yfir þetta“

Formaður allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis segir það vera ömurlegt að fordómafullum boðskap sé haldið að börnum í Vottum Jéhóva. Umdeilt kennslumyndband sé hreint út sagt ógeðslegt. Hún segir það mikið inngrip að svipta trúfélag sóknargjöldum en finnst ástæða til að fylgjast með þróuninni hjá Norðmönnum í þessum efnum.

Innlent
Fréttamynd

Sláandi og sorglegt að sjá hatur framsett á sakleysislegan hátt í barnaefni

Umdeilt kennslumyndband Votta Jehóva þar sem samkynhneigð er rædd hefur sætt mikilli gagnrýni. Myndbandið hefur lengi verið sýnt börnum innan safnaðarins. Stofnandi Hinseginleikans segir hatur matreitt ofan í börnin og þau beri það síðan með sér í sitt nærumhverfi. Óásættanlegt sé að trúfélag sem ríkið styrki dreifi hatri í skjóli trúfrelsis. Lög landsins verði að eiga um þau líka. 

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Maður, manneskja, man eða menni?

Eiríkur Rögnvaldsson flytur þriðja fyrirlestur hádegisraðar RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands á haustmisseri 2022 en yfirskrift raðarinnar er sú sama og á vormisseri: Hinsegin Ísland í alþjóðlegu samhengi. Fyrirlestur Eiríks nefnist „Maður, manneskja, man eða menni?“ og mun hann fjalla um merkingu orðsins maður í sögulegu samhengi og vandkvæði á að nota það í kyn­hlut­lausri merkingu.

Innlent
Fréttamynd

Kynsegin fólk fær sinn eigin flokk í stærstu hlaupum Íslands

Íþróttabandalag Reykjavíkur ætlar að opna fyrir skráningar fyrir kynsegin þátttakendur í hlaupaviðburðum bandalagsins á næsta ári. Um er að ræða hlaup á borð við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegshlaupið og Miðnæturhlaup Suzuki. Veitt verða verðlaun í þremur flokkum í fyrsta sinn.

Sport
Fréttamynd

Börn eru að kalla eftir hjálp

Mörgum brá við umfjöllun í Kastljósi í gær þar sem heyra mátti upptöku af skilaboðum þar sem börn voru að áreita einstakling fyrir að vera hinsegin. Svívirðingarnar og rangfærslurnar sem börnin létu hafa eftir sér á upptökunni voru átakanlegar. Margir halda eflaust að svona skilaboð séu undantekningar, en svo er ekki. Ljót skilaboð, áreiti og skammir eru hluti af daglegu lífi margra barna og mörg upplifa að þau geti ekki leitað til neins eftir hjálp.

Skoðun
Fréttamynd

Samkynhneigður maður afhöfðaður á Vesturbakkanum

Einn er í haldi palestínsku lögreglunnar vegna morðs á 25 ára gömlum samkynhneigðum karlmanni. Lík mannsins fannst afhöfðað í Hebron á Vesturbakkanum. Samtök hinsegin fólks í Ísrael segja að honum hafi borist hótanir vegna kynhneigðar sinnar.

Erlent
Fréttamynd

Scooby-Doo per­sóna kemur út úr skápnum

Persónan Velma Dinkley úr þáttunum um hundinn snjalla Scooby-Doo og vini hans í félaginu Ráðgátur hf. er komin út úr skápnum. Í nýrri kvikmynd um fimmmenningana verður Velma ástfangin af annarri kvenpersónu.

Lífið
Fréttamynd

Full ástæða til að halda áfram að kortleggja hatursorðræðu á Íslandi

Fulltrúar frá á þriðja tug hagsmunasamtaka hafa sótt fundi starfshóps forsætisráðherra gegn hatursorðræðu en formaður hópsins segir ljóst að ákveðnir hópar komi verr út en aðrir. Þó erfitt sé að meta hvort hatursorðræða fari beinlínis vaxandi hér á landi sé full ástæða til að halda vinnunni áfram.

Innlent