KSÍ

Fréttamynd

Uppfært: Guðni er hættur sem for­­maður KSÍ

Allir starfsmenn KSÍ hafa verið boðaðir á fund klukkan fjögur í dag. Þetta staðfestir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri sambandsins í samtali við fréttastofu. Vísir verður með beina útsendingu frá höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli.

Innlent
Fréttamynd

„KSÍ er bara, held ég, mjög spillt apparat“

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari við Borgarholtsskóla, fór ekki fögrum orðum um forystu KSÍ í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun. Hún kallar eftir því að öll stjórn sambandsins segi af sér.

Innlent
Fréttamynd

Hetjur innan vallar en víða pottur brotinn utan vallar

Þeir sameinuðu íslensku þjóðina með góðu gengi sem náði hápunkti á Evrópumótinu í Frakklandi 2016 og vöktu athygli um allan heim fyrir árangur sinn. Á þeim fimm árum sem hafa síðan liðið hefur hver hrollvekjusagan af landsliðsmönnum Íslands í knattspyrnu farið sem eldur í sinu um samfélagið, ýmist í formi óstaðfestra eða staðfestra sagna.

Sport
Fréttamynd

Landsliðsmaður tekur undir gagnrýni á KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að Guðni Bergsson, formaður sambandsins, neyddist til að draga orð sín til baka um að KSÍ hefði engar tilkynningar fengið um kynferðisbrot landsliðsmanna í fótbolta. Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, er á meðal þeirra sem setur spurningamerki við starfshætti sambandsins.

Sport
Fréttamynd

KSÍ neitar að hafa boðið þolanda þagnarskyldusamning

Knattspyrnusamband Íslands segir það rangt að lögmaður á vegum sambandsins hafi boðið þolanda ofbeldis af hálfu landsliðsmann í knattspyrnu þagnarskyldusamning gegn bótagreiðslu. Aðgerðahópurinn Öfgar öfgar skorar á Guðna Bergsson, formann KSÍ, að segja af sér. 

Innlent
Fréttamynd

Erfið staða núna þar sem Gylfi og Aron eru ekki með

Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins, segir stöðuna í dag nokkuð svipaða og þegar hann tók við liðinu á sínum tíma ásamt Heimi Hallgrímssyni. Hann segir mikilvægt að eldri leikmenn – og þjálfarateymið – standi við bakið á ungum leikmönnum liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Lars vildi halda áfram en er ekki í fýlu

Lars Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu fyrir tæpum tíu árum, og undir hans stjórn skrifaði liðið sinn glæstasta kafla í sögunni. Hann var svo ráðinn sem aðstoðarþjálfari Arnars Þórs Viðarssonar, núverandi landsliðsþjálfara, en það samstarf entist ekki lengi. Lagerbäck segist gjarnan hafa viljað halda áfram.

Fótbolti
Fréttamynd

„Blaut tuska í andlitið á þolendum“

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir formann Knattspyrnusambands Íslands ekki vera að axla ábyrgð á kynferðisbrotamálum innan hreyfingarinnar og sakar hann um að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni.

Innlent
Fréttamynd

Ekki alltaf sann­gjörn gagn­rýni

„Ég ætla ekki að standa hérna og ljúga að þér, það er búið að vera mikið að gera og þetta er búið að vera erfitt að mörgu leyti,“ sagði Arnar Þór Viðarsson er hann ræddi við Stöð 2 og Vísi eftir að landsliðshópur Íslands fyrir leikina gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi var tilkynntur.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við viljum auðvitað hafa þessa hreyfingu okkar án ofbeldis“

Guðni Bergsson, forseti Knattspyrnusambands Íslands, telur að sögusagnir um meint brot landsliðsmanna kunni að blandast inn í það þegar leikmannahópar fyrir stórmót eru settir saman. Slík mál séu þó þess eðlis að oft sé ekki hægt að segja allt um þau sem segja þurfi til að skýra málin.

Innlent
Fréttamynd

Arnar Þór hefur ekki rætt við Gylfa

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segist ekki hafa rætt við Gylfa Þór Sigurðsson eftir að hann var handtekinn á Englandi vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku.

Fótbolti
Fréttamynd

Lands­liðs­fyrir­liðinn með veiruna

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, er með kórónuveiruna. Stutt er í næstu leiki landsliðsins sem verða í undankeppni HM 2022. Óvíst er hvort þetta hafi áhrif á komandi verkefni.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir Guðna og forystu KSÍ vita af umræddu kynferðisofbeldi

„Í mínum huga eru viðbrögð KSÍ sorgleg. Börn og ungmenni eiga meira skilið en að alast upp við það gildi og menningu að ofbeldi sé ekki ámælisvert.“ Þetta segir í grein frá Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur, framhaldsskólakennara og forkonu jafnréttisnefndar KÍ. Undir greinina skrifa einnig meðlimir í femínistahópnum Öfgum og hópnum Aktívismi gegn nauðgunarmenningu. Segja þær KSÍ þurfa að taka gerendur ofbeldis úr íslenska karlalandsliðinu í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Mikil er skömm þín, KSÍ

Vönduð forysta er auðmjúk, hugrökk, horfist í augu við eigin mistök, með skýra sýn á markmið, ábyrg, trúverðug, traust, með gott siðvit og tilfinningagreind. Í yfirlýsingu KSÍ frá 17. ágúst sl. er grein minni frá 13. ágúst sl. svarað. Þar skoraði ég á KSÍ að axla ábyrgð á ofbeldismenningu og ofbeldismönnum innan þeirra raða sambandsins.

Skoðun