
Birna Brjánsdóttir

Hinn grunaði leiddur fyrir dómara í dag
Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum sem verið hefur í varðhaldi í tíu vikur.

Héraðssaksóknari hefur tvær vikur til stefnu í máli Birnu
Lögum samkvæmt má ekki halda sakborningi í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur, en hann hefur nú sætt haldi í tíu vikur.

Mál Birnu komið til héraðssaksóknara
Embættið hefur fjórar vikur til að ákveða hvort að sá grunaði verður ákærður.

Rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur lokið
Rannsókn lögreglu á máli Birnu Brjánsdóttur er lokið og verður málið sent til héraðssaksóknara á morgun. Þetta staðfesti Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu nú síðdegis.

Mál Birnu til héraðssaksóknara á föstudag
Rannsókn á hvarfi og andláti Birnu Brjánsdóttur er á lokametrunum.

Rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur að ljúka
Rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur lýkur í næstu viku eða byrjun þeirrar þar næstu að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Skipverji fjarri öðrum föngum
Thomas Møller Olsen er einn á gangi í fangelsinu á Hólmsheiði á meðan starfsmenn fangelsisins reyna að átta sig á honum. Hann sinnir hvorki vinnu né skóla. Alls 26 fangar dvelja nú í fangelsinu á Hólmsheiði.

Lífsýni úr skipverjanum tengja hann beint við Birnu
Maðurinn var í dag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna.

Farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í dag
Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana verður leiddur fyrir dómara í dag.

Minnir á að skipverjinn er saklaus þar til sekt er sönnuð
"Þessi regla þjónar mikilvægu hlutverki sem sýnir sig helst á viðsjárverðum tímum,“ segir verjandi skipverjans á Polar Nanoq sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana.

Skipverjinn fluttur á Hólmsheiði til að verjast ofbeldi
Áhyggjur fangelsismálastofnunar af öryggi skipverjans leiddu til þess að ákveðið hefur verið að vista hann í fangelsinu á Hólmsheiði. Stemningin á Litla Hrauni benti til þess að þar væri öryggi hans ógnað. Sex vikna einangrunarvist mannsins lauk í dag.

Skipverjinn ekki lengur í einangrun
Skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur verður látinn laus úr einangrun í dag.

Sér engin rök fyrir áframhaldandi einangrunarvist skipverjans
Verjandi mannsins sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana segir of mikið um einangrunarvist.

Skipverjinn ekki verið yfirheyrður í rúma viku
Skipverjinn af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur hefur ekkert verið yfirheyrður frá því á miðvikudaginn í seinustu viku.

Yfirheyrslur ekki á döfinni
Þrír menn innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að því að klára rannsóknina á hvarfi og andláti Birnu Brjánsdóttur.

Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldið yfir skipverjanum
Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir skipverjanum sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur.

Niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum farnar að berast lögreglunni
Niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum sem send voru erlendis vegna rannsóknarinnar á máli Birnu Brjánsdóttur eru teknar að berast lögreglu hér á landi. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni, í samtali við Vísi.

Bein útsending: Milljarður rís og minnist Birnu í Hörpu
Dansbyltingin Milljarður Rís fer fram í Hörpu í dag og verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi. Hátíðin stendur yfir á milli klukkan 12-13 og er í boði UN Women á Íslandi og Sónar Reykjavík.

Einhverjir dagar í að skipverjinn verði yfirheyrður á ný
Maðurinn er grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur.

Úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald
Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur var í dag úrskurðaður í tveggja vikna langt gæsluvarðhald.

Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir skipverjanum
Maðurinn er grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur.

Skipverjinn á Grænlandi fer til sálfræðings til að vinna úr áfallinu
Lögmaður skipverjans segir að fjölskylda hans og kærasta hafi aldrei efast um sakleysi hans.

Frekari ákvarðanir teknar að lokinni yfirheyrslu
Maðurinn yfirheyrður í dag.

Skipverjinn yfirheyrður áður en tekin verður ákvörðun um áframhaldandi varðhald
Verður að öllum líkindum yfirheyrður á morgun.

Ekki ákveðið hvenær yfirheyrslur fara næst fram
Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana var síðast yfirheyrður á föstudaginn.

Segir síðustu vikur þær verstu í sögu Polar Seafood
Henrik Leth, stjórnarformaður Polar Seafood, segir undanfarnar vikur hafa verið versta tímabil í 32 ára sögu fyrirtækisins.

Skipverjinn var yfirheyrður í morgun í fyrsta skipti í viku
Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í síðasta mánuði var yfirheyrður í morgun.

Ekki útilokað að það komi fram játning frá skipverjanum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bíður enn niðurstöðu úr rannsókn á lífsýnum af fatnaði og öðrum munum sem hald var lagt á í tengslum við hvarfið á Birnu Brjánsdóttur.

Faðir Birnu: Ég fordæmi þá hegðun að dæma heila þjóð vegna gjörða eins manns
Grænlensk kona segist hafa lent í því að kallað var eftir henni á göngum Kringlunnar og Smáralindar á dögunum.

Fjölskylda Birnu þakkar veittan stuðning
"Allt þetta yljar hjartað á sorgarstundu.“