Skipulag

Fréttamynd

Skáluðu fyrir nýrri Óðinsgötu

Nýjar stofnlagnir snjóbræðslu eru í götu og gangstéttum á Óðinsgötu og greiðfærara er fyrir gangandi vegfarendur eftir breytingar. Eigendur og starfsfólk reksturs í götunni fagnaði opnun hennar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Leyfum flugvelli að blómstra á nýjum stað

Það er stefna Viðreisnar að finna miðstöð innanlandsflugs á höfuðborgarsvæðinu nýjan stað. Það er því gleðilegt samkomulag sem borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag, sem felur í sér rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni og er vonandi fyrsta skrefið í því að flytja flugvöllinn.

Skoðun
Fréttamynd

Hlemmur verði eftirsóttur bíllaus staður

Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Hlemmsvæðið. Svæðið mun taka stakkaskiptum á næstu árum verði framkvæmdir að veruleika. Borgarráð þarf að staðfesta deiliskipulagstillöguna til auglýsingar.

Innlent
Fréttamynd

Reykjavíkurflugvöllur óáreittur næstu 15-20 árin

Reykjavíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, æfinga- og kennsluflugi næstu fimmtán til tuttugu árin en á næstu tveimur árum á að liggja fyrir hvort aðstæður leyfi uppbyggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni.

Innlent
Fréttamynd

Skipulagsráð vill ekki jafn háa byggð og lagt var upp með

Skipulagsráð Akureyrarbæjar telur ekki rétt að byggja eins háa byggð og gert er ráð fyrir í tillögum að uppbyggingu á reit á Oddeyrinni. Sviðsstjóra skipulagsráð hefur verið falið að útbúa sviðsmyndir um mögulega uppbyggingu á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Minnihlutinn vill kosningu um gróðurhvelfingarnar

Minnihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur leggur til að farið verði í íbúakosningu um gróðurhvelfingar sem reisa á við Elliðaárdalinn. Oddviti Pírata segir tillöguna ódýrt áróðurstrikk af hálfu minnihlutans og misnotkun á hugmyndum um íbúalýðræði. Að auki standist tillagan ekki formkröfur slíkra mála.

Innlent
Fréttamynd

Vildi gera veg Ís­lands sem mestan

Í Hafnarborg er yfirlitssýning um Guðjón Samúelsson, húsameistara ríkisins. Pétur H. Ármannsson arkitekt segir hann hafa verið mikilvægan geranda í nútímavæðingu íslensks samfélags.

Menning
Fréttamynd

Lækkun framlaga tefur ekki verklok

Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala segir að enn þá sé gert ráð fyrir því að meðferðarkjarninn verði tilbúinn árið 2024 þrátt fyrir boðaða lækkun á fjárheimildum næsta árs. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til 3,5 milljarða króna lækkun framlaga.

Innlent
Fréttamynd

Verulega hugsi yfir seinagangi kerfisins

Frumkvöðull að baki fyrirhugaðri byggingu ALDIN Biodome við Stekkjarbakka segist hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið hjá borginni. Hvorki hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við ferlið né samræmi við skipulag.

Innlent