Tölvuárásir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Njósnaherferð og tölvuárásir yfirvalda í Kína er versta árás á samskiptakerfi Bandaríkjanna í sögu ríkisins, samkvæmt bandarískum öldungadeildarþingmanni. Hann segir kínverska hakkara hafa komist inn í tölvukerfi á annan tug fjarskiptafyrirtækja í Bandaríkjunum. Erlent 22.11.2024 16:32 Frettatiminn.is og ég urðum fyrir netárás Fyrir nokkrum vikum skrifaði ég grein um hakkara á Íslandi sem og erlendis:Þar fer ég yfir fyrirtæki á Íslandi eins og Vodafone, Háskólann í Reykjavík, tæknifyrirtæki hér á landi og önnur fyrirtæki sem hafa orðið fyrir hökkun hér á Íslandi. Einnig tala ég um svikapósta í nafni fyrirtækja sem eru orðnir frekar algengir. Skoðun 29.10.2024 08:32 Juventus lenti í hökkurum Juventus segir að einn af aðgöngum félagsins á X hafi verið hakkaður þegar tilkynnt var um félagaskipti tyrkneska leikmannsins Arda Güler. Fótbolti 22.10.2024 14:30 Segjast hafa ráðist á rússneskt ríkisútvarp á afmælisdegi Pútín Úkraínumenn eigna sér heiður af stórfelldri tölvuárás á stærsta ríkisfjölmiðil Rússlands á afmælisdegi Vladímírs Pútín forseta. Vefsíður stærstu ríkismiðla Rússlands liggja niðri og talsmaður ríkisstjórnarinnar segir árásina án fordæma. Erlent 7.10.2024 14:16 Æfðu viðbragð við netárásum sem fjölgar um hundruð prósenta Í dag fór fram fjölmenn netárásaræfing á vegum Syndis og Origo. Þetta er í annað sinn sem slík æfing er haldin á Íslandi en leikarar aðstoðuðu við að láta atburðina líta eins raunverulega út og hægt er. Innlent 29.8.2024 21:31 Mbappé hakkaður: Hraunaði yfir Messi, Ísrael og fleiri X-aðgangur frönsku fótboltastjörnunnar Kylian Mbappé fór á mikið flug snemma í morgun og rak margur upp stór augu þegar tístum fór að rigna inn um allt og ekkert. Fótbolti 29.8.2024 09:15 Staðfesta að Íranar brutust inn í tölvur framboðs Trump Bandaríska leyniþjónustan staðfestir að írönsk stjórnvöld hafi staðið á bak við gagnastuld frá forsetaframboði Donalds Trump. Hún telur Írani einnig hafa reynt að brjótast inn í tölvukerfi framboðs Kamölu Harris. Erlent 20.8.2024 10:07 Erlendir þrjótar reyna að brjótast inn til Harris og Trump Bandaríska alríkislögreglan FBI gerði framboði Kamölu Harris viðvart um að erlendir aðilar sem sækjast eftir að hafa áhrif á forsetakosningarnar beini spjótum sínum að henni. Framboð Donalds Trump segist fórnarlamb íranskra tölvuþrjóta. Erlent 14.8.2024 08:53 Nútímaleg nálgun í netöryggi Tölvuöryggisfyrirtækið Öruggt net var sett á fót til að bjóða smærri fyrirtækjum upp á tæknilega sérfræðiþekkingu og nútímalega nálgun í netöryggi. Samstarf 14.8.2024 08:31 Þrjótarnir geri ekki greinarmun á bílasölum eða fjölmiðlum Framkvæmdastjóri netöryggisfélags telur orðum aukið að leggja megi netárás sem útgáfufélagið Árvakur varð fyrir um helgina að jöfnu við aðför að lýðræði í landinu. Ekkert bendi til þess að ráðist hafi verið á Árvakur vegna þess að um fjölmiðlafyrirtæki sé að ræða. Innlent 26.6.2024 15:00 Ætla ekki að greiða lausnargjald og loka fyrir erlenda umferð Lokað hefur verið fyrir erlenda umferð um vef Morgunblaðsins vegna tölvuárásarinnar sem framin var um helgina. Aðstoðarritstjóri segir ekki koma til greina að greiða árásarmönnunum lausnargjald fyrir gögn sem þeir hafa í gíslingu. Innlent 25.6.2024 06:46 Ætla megi að gögn fórnarlamba rati til rússnesku leyniþjónustunnar Það er kraftaverki líkast að tekist hafi að gefa út Morgunblaðið í dag eftir alvarlega tölvuárás í gær að mati aðstoðarritstjóra. Hópurinn á bak við árásina er skæður á alþjóðavettvangi og ætla má að gögn sem þrjótarnir komast yfir í árásum sínum rati í hendur rússnesku leyniþjónustunnar að sögn lektors í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Innlent 24.6.2024 20:01 „Árás á frjálsan fjölmiðil er atlaga að lýðræðinu“ Stjórn Blaðamannafélagsins vill að yfirvöld rannsaki netárásar á miðla Árvakurs í gær. Gera þurfi ráðstafanir til að verja mikilvæga samfélagslega innviði á borð við fréttamiðla. Innlent 24.6.2024 16:29 „Mikið þrekvirki“ að koma Morgunblaðinu út í morgun Árvakur er fjórða fórnarlamb rússneska netglæpahópsins Akira á Íslandi á skömmum tíma. Hópurinn virðist komast upp með að stunda glæpastarfsemi sína óáreittur í Rússlandi að sögn netöryggissérfræðings. Árásin sem gerð var á Árvakur í gær er litin grafalvarlegum augum og litlu mátti muna að Morgunblaðið kæmi ekki út í morgun, sem sjaldan eða aldrei hefur gerst í yfir hundrað ára sögu blaðsins að sögn aðstoðarritstjóra. Innlent 24.6.2024 12:48 „Þetta er árás á lýðræðið í landinu” Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir að netárásin sem gerð var á Árvakur í gær jafngildi árás á lýðræðið á Íslandi og frjáls skoðanaskipti í landinu. Þetta skrifar Lilja í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. Innlent 24.6.2024 10:27 Segja árásina á Moggann eins alvarlega og mögulegt er Netárás sem Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins varð fyrir í gær, er með alvarlegasta móti. Rússneskir hakkarar eru sagðir standa að baki árásinni og hafa tekið gögn félagsins í gíslingu. Innlent 24.6.2024 06:29 Auglýst eftir ungum og efnilegum hökkurum Netöryggiskeppni Íslands, Gagnaglíman, var haldin í Háskólanum í Reykjavík í dag. Markmið keppninnar er að hvetja ungt fólk til að kynna sér netöryggi og auka áhuga þess á því að starfa á þeim vettvangi. Formaður félagsins sem stendur að keppninni segir vöntun á yngra fólki. Innlent 25.5.2024 21:26 Vinnunetföng algeng leið fyrir hakkara til að brjótast inn í íslensk fyrirtæki Vinnunetföng sem notuð eru í persónulegum erindagjörðum geta orðið hluti af alvarlegum öryggisbresti fyrir tölvukerfi vinnuveitandans. Mörg dæmi eru um að netföng starfsfólks birtist á mismunandi vefsíðum sem eru ótengd vinnuveitandanum, eins og X (Twitter), Einkamál, Strava, Bland.is og jafnvel á klámsíðum. Viðskipti innlent 2.5.2024 14:01 Segja Kínverja munu nota gervigreind til að beita sér í kosningum í öðrum ríkjum Stjórnvöld í Kína munu freista þess að hafa afskipti af kosningum í Bandaríkjunum, Suður-Kóreu og Indlandi á þessu ári, með aðstoð gervigreindar. Þetta segir í nýrri skýrslu netöryggisteymis Microsoft. Erlent 5.4.2024 08:22 Leki varpar ljósi á tíðar tölvuárásir Kínverja Kínverskir hakkarahópar, sem tengjast yfirvöldum í Peking, beita umfangsmiklum tölvuárásum gegn erlendum ríkisstjórnum, fyrirtækjum og gegn innviðum í öðrum ríkjum. Hakkararnir notast við galla á kerfum fyrirtækja eins og Microsoft, Apple og Google. Erlent 22.2.2024 10:48 Einkunnir, launamál og heilsufarsupplýsingar undir í árásinni á HR Upplýsingar um einkunnir, agamál, launamál og fleiri viðkvæmar persónuupplýsingar voru á drifum Háskóla Reykjavíkur sem gögnum var stolið af í upphafi þessa mánaðar. Innlent 21.2.2024 19:35 Eir hakkaður í spað af óprúttnum þrjótum Eiríkur Jónsson blaðamaður hefur haldið úti fréttavef nú í rúmlega 12 ár – þar sem sagðar eru fréttir af ýmsu kostulegu úr daglega lífinu. Frá því fyrir áramót hefur hins vegar einhver óværa komist í kerfið hjá honum sem hleypti öllu í hnút. Innlent 8.2.2024 15:08 Ekki merki um stórfelldan gagnastuld Það eru ekki merki um stórfelldan gagnastuld þegar tölvuárás var gerð á Háskólann í Reykjavík á föstudaginn. Þó sé ekki hægt að útiloka gagnastuld að hluta. Innlent 4.2.2024 17:15 Rússneskir hakkarar taldir bera ábyrgð á tölvuárás á HR Netöryggissérfræðingar og starfsmenn Háskólans í Reykjavík hafa unnið frá því í gærmorgun við að koma kerfum háskólans af stað og endurheimta gögn í kjölfar tölvuárásar sem gerð var á skólann. Talið er að rússneski tölvuárásarhópurinn Akira beri ábyrgð á árásinni. Innlent 3.2.2024 20:00 Fyrstu vísbendingar benda til gagnagíslatöku Fyrstu vísbendingar um tölvuárásina sem gerð var á Háskólanum í Reykjavík um klukkan 1:30 í nótt benda til þess að um sé að ræða gagnagíslatöku Viðskipti innlent 2.2.2024 12:31 Tölvuárás gerð á HR Tölvuárás var gerð á Háskólann í Reykjavík í nótt. Persónuvernd og CERT-IS hafa verið upplýst. Viðskipti innlent 2.2.2024 10:12 Ekki nóg að byggja sér virki til að komast hjá netárásum Forstjóri netörygiss hjá Syndis, Anton Egilsson, segir enn marga of veika fyrir netárásum. Rússneskur hakkarahópur skilji reglulega eftir sig fótspor á Íslandi. Hópurinn gerði stóra árás í Svíþjóð um helgina á opinbera aðila. Anton segir slíka árás geta átt sér stað á Íslandi. Viðskipti innlent 24.1.2024 22:57 Rússneskir hakkarar náðu tölvupóstum leiðtoga Microsoft Rússneskir hakkarar, sem taldir eru á vegum rússnesku leyniþjónustunnar ZVR, eru sagðir hafa brotið sér leið inn í tölvukerfi Microsoft þar sem þeir komu höndum yfir tölvupósta frá fólki í leiðtogateymi fyrirtækisins auk starfsmanna netöryggis- og lögmannadeilda þess. Tölvuþrjótarnir eru þeir sömu og komu að SolarWinds árásinni, sem lýst hefur verið sem þeirri verstu í sögu Bandaríkjanna. Erlent 20.1.2024 09:05 Ráðherra bregst við holskeflu netsvikamála Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur bætt aðgerðum við aðgerðaáætlun um netöryggi til að bregðast við auknum fjölda netsvika sem beinast að almenningi. Innlent 19.11.2023 13:15 Brimborg láti viðskiptavini og starfsmenn vita af öryggisbresti Persónuvernd hefur sagt bílaumboðinu Brimborg að láta starfsmenn og viðskiptavini fyrirtækisins vita af því að netárás kunni að hafa ógna öryggi persónuupplýsinga þeirra. Tölvuþrjótar læstu aðgangi að gögnum Brimborgar og kröfðust lausnargjalds. Innlent 31.8.2023 15:31 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 6 ›
Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Njósnaherferð og tölvuárásir yfirvalda í Kína er versta árás á samskiptakerfi Bandaríkjanna í sögu ríkisins, samkvæmt bandarískum öldungadeildarþingmanni. Hann segir kínverska hakkara hafa komist inn í tölvukerfi á annan tug fjarskiptafyrirtækja í Bandaríkjunum. Erlent 22.11.2024 16:32
Frettatiminn.is og ég urðum fyrir netárás Fyrir nokkrum vikum skrifaði ég grein um hakkara á Íslandi sem og erlendis:Þar fer ég yfir fyrirtæki á Íslandi eins og Vodafone, Háskólann í Reykjavík, tæknifyrirtæki hér á landi og önnur fyrirtæki sem hafa orðið fyrir hökkun hér á Íslandi. Einnig tala ég um svikapósta í nafni fyrirtækja sem eru orðnir frekar algengir. Skoðun 29.10.2024 08:32
Juventus lenti í hökkurum Juventus segir að einn af aðgöngum félagsins á X hafi verið hakkaður þegar tilkynnt var um félagaskipti tyrkneska leikmannsins Arda Güler. Fótbolti 22.10.2024 14:30
Segjast hafa ráðist á rússneskt ríkisútvarp á afmælisdegi Pútín Úkraínumenn eigna sér heiður af stórfelldri tölvuárás á stærsta ríkisfjölmiðil Rússlands á afmælisdegi Vladímírs Pútín forseta. Vefsíður stærstu ríkismiðla Rússlands liggja niðri og talsmaður ríkisstjórnarinnar segir árásina án fordæma. Erlent 7.10.2024 14:16
Æfðu viðbragð við netárásum sem fjölgar um hundruð prósenta Í dag fór fram fjölmenn netárásaræfing á vegum Syndis og Origo. Þetta er í annað sinn sem slík æfing er haldin á Íslandi en leikarar aðstoðuðu við að láta atburðina líta eins raunverulega út og hægt er. Innlent 29.8.2024 21:31
Mbappé hakkaður: Hraunaði yfir Messi, Ísrael og fleiri X-aðgangur frönsku fótboltastjörnunnar Kylian Mbappé fór á mikið flug snemma í morgun og rak margur upp stór augu þegar tístum fór að rigna inn um allt og ekkert. Fótbolti 29.8.2024 09:15
Staðfesta að Íranar brutust inn í tölvur framboðs Trump Bandaríska leyniþjónustan staðfestir að írönsk stjórnvöld hafi staðið á bak við gagnastuld frá forsetaframboði Donalds Trump. Hún telur Írani einnig hafa reynt að brjótast inn í tölvukerfi framboðs Kamölu Harris. Erlent 20.8.2024 10:07
Erlendir þrjótar reyna að brjótast inn til Harris og Trump Bandaríska alríkislögreglan FBI gerði framboði Kamölu Harris viðvart um að erlendir aðilar sem sækjast eftir að hafa áhrif á forsetakosningarnar beini spjótum sínum að henni. Framboð Donalds Trump segist fórnarlamb íranskra tölvuþrjóta. Erlent 14.8.2024 08:53
Nútímaleg nálgun í netöryggi Tölvuöryggisfyrirtækið Öruggt net var sett á fót til að bjóða smærri fyrirtækjum upp á tæknilega sérfræðiþekkingu og nútímalega nálgun í netöryggi. Samstarf 14.8.2024 08:31
Þrjótarnir geri ekki greinarmun á bílasölum eða fjölmiðlum Framkvæmdastjóri netöryggisfélags telur orðum aukið að leggja megi netárás sem útgáfufélagið Árvakur varð fyrir um helgina að jöfnu við aðför að lýðræði í landinu. Ekkert bendi til þess að ráðist hafi verið á Árvakur vegna þess að um fjölmiðlafyrirtæki sé að ræða. Innlent 26.6.2024 15:00
Ætla ekki að greiða lausnargjald og loka fyrir erlenda umferð Lokað hefur verið fyrir erlenda umferð um vef Morgunblaðsins vegna tölvuárásarinnar sem framin var um helgina. Aðstoðarritstjóri segir ekki koma til greina að greiða árásarmönnunum lausnargjald fyrir gögn sem þeir hafa í gíslingu. Innlent 25.6.2024 06:46
Ætla megi að gögn fórnarlamba rati til rússnesku leyniþjónustunnar Það er kraftaverki líkast að tekist hafi að gefa út Morgunblaðið í dag eftir alvarlega tölvuárás í gær að mati aðstoðarritstjóra. Hópurinn á bak við árásina er skæður á alþjóðavettvangi og ætla má að gögn sem þrjótarnir komast yfir í árásum sínum rati í hendur rússnesku leyniþjónustunnar að sögn lektors í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Innlent 24.6.2024 20:01
„Árás á frjálsan fjölmiðil er atlaga að lýðræðinu“ Stjórn Blaðamannafélagsins vill að yfirvöld rannsaki netárásar á miðla Árvakurs í gær. Gera þurfi ráðstafanir til að verja mikilvæga samfélagslega innviði á borð við fréttamiðla. Innlent 24.6.2024 16:29
„Mikið þrekvirki“ að koma Morgunblaðinu út í morgun Árvakur er fjórða fórnarlamb rússneska netglæpahópsins Akira á Íslandi á skömmum tíma. Hópurinn virðist komast upp með að stunda glæpastarfsemi sína óáreittur í Rússlandi að sögn netöryggissérfræðings. Árásin sem gerð var á Árvakur í gær er litin grafalvarlegum augum og litlu mátti muna að Morgunblaðið kæmi ekki út í morgun, sem sjaldan eða aldrei hefur gerst í yfir hundrað ára sögu blaðsins að sögn aðstoðarritstjóra. Innlent 24.6.2024 12:48
„Þetta er árás á lýðræðið í landinu” Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir að netárásin sem gerð var á Árvakur í gær jafngildi árás á lýðræðið á Íslandi og frjáls skoðanaskipti í landinu. Þetta skrifar Lilja í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. Innlent 24.6.2024 10:27
Segja árásina á Moggann eins alvarlega og mögulegt er Netárás sem Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins varð fyrir í gær, er með alvarlegasta móti. Rússneskir hakkarar eru sagðir standa að baki árásinni og hafa tekið gögn félagsins í gíslingu. Innlent 24.6.2024 06:29
Auglýst eftir ungum og efnilegum hökkurum Netöryggiskeppni Íslands, Gagnaglíman, var haldin í Háskólanum í Reykjavík í dag. Markmið keppninnar er að hvetja ungt fólk til að kynna sér netöryggi og auka áhuga þess á því að starfa á þeim vettvangi. Formaður félagsins sem stendur að keppninni segir vöntun á yngra fólki. Innlent 25.5.2024 21:26
Vinnunetföng algeng leið fyrir hakkara til að brjótast inn í íslensk fyrirtæki Vinnunetföng sem notuð eru í persónulegum erindagjörðum geta orðið hluti af alvarlegum öryggisbresti fyrir tölvukerfi vinnuveitandans. Mörg dæmi eru um að netföng starfsfólks birtist á mismunandi vefsíðum sem eru ótengd vinnuveitandanum, eins og X (Twitter), Einkamál, Strava, Bland.is og jafnvel á klámsíðum. Viðskipti innlent 2.5.2024 14:01
Segja Kínverja munu nota gervigreind til að beita sér í kosningum í öðrum ríkjum Stjórnvöld í Kína munu freista þess að hafa afskipti af kosningum í Bandaríkjunum, Suður-Kóreu og Indlandi á þessu ári, með aðstoð gervigreindar. Þetta segir í nýrri skýrslu netöryggisteymis Microsoft. Erlent 5.4.2024 08:22
Leki varpar ljósi á tíðar tölvuárásir Kínverja Kínverskir hakkarahópar, sem tengjast yfirvöldum í Peking, beita umfangsmiklum tölvuárásum gegn erlendum ríkisstjórnum, fyrirtækjum og gegn innviðum í öðrum ríkjum. Hakkararnir notast við galla á kerfum fyrirtækja eins og Microsoft, Apple og Google. Erlent 22.2.2024 10:48
Einkunnir, launamál og heilsufarsupplýsingar undir í árásinni á HR Upplýsingar um einkunnir, agamál, launamál og fleiri viðkvæmar persónuupplýsingar voru á drifum Háskóla Reykjavíkur sem gögnum var stolið af í upphafi þessa mánaðar. Innlent 21.2.2024 19:35
Eir hakkaður í spað af óprúttnum þrjótum Eiríkur Jónsson blaðamaður hefur haldið úti fréttavef nú í rúmlega 12 ár – þar sem sagðar eru fréttir af ýmsu kostulegu úr daglega lífinu. Frá því fyrir áramót hefur hins vegar einhver óværa komist í kerfið hjá honum sem hleypti öllu í hnút. Innlent 8.2.2024 15:08
Ekki merki um stórfelldan gagnastuld Það eru ekki merki um stórfelldan gagnastuld þegar tölvuárás var gerð á Háskólann í Reykjavík á föstudaginn. Þó sé ekki hægt að útiloka gagnastuld að hluta. Innlent 4.2.2024 17:15
Rússneskir hakkarar taldir bera ábyrgð á tölvuárás á HR Netöryggissérfræðingar og starfsmenn Háskólans í Reykjavík hafa unnið frá því í gærmorgun við að koma kerfum háskólans af stað og endurheimta gögn í kjölfar tölvuárásar sem gerð var á skólann. Talið er að rússneski tölvuárásarhópurinn Akira beri ábyrgð á árásinni. Innlent 3.2.2024 20:00
Fyrstu vísbendingar benda til gagnagíslatöku Fyrstu vísbendingar um tölvuárásina sem gerð var á Háskólanum í Reykjavík um klukkan 1:30 í nótt benda til þess að um sé að ræða gagnagíslatöku Viðskipti innlent 2.2.2024 12:31
Tölvuárás gerð á HR Tölvuárás var gerð á Háskólann í Reykjavík í nótt. Persónuvernd og CERT-IS hafa verið upplýst. Viðskipti innlent 2.2.2024 10:12
Ekki nóg að byggja sér virki til að komast hjá netárásum Forstjóri netörygiss hjá Syndis, Anton Egilsson, segir enn marga of veika fyrir netárásum. Rússneskur hakkarahópur skilji reglulega eftir sig fótspor á Íslandi. Hópurinn gerði stóra árás í Svíþjóð um helgina á opinbera aðila. Anton segir slíka árás geta átt sér stað á Íslandi. Viðskipti innlent 24.1.2024 22:57
Rússneskir hakkarar náðu tölvupóstum leiðtoga Microsoft Rússneskir hakkarar, sem taldir eru á vegum rússnesku leyniþjónustunnar ZVR, eru sagðir hafa brotið sér leið inn í tölvukerfi Microsoft þar sem þeir komu höndum yfir tölvupósta frá fólki í leiðtogateymi fyrirtækisins auk starfsmanna netöryggis- og lögmannadeilda þess. Tölvuþrjótarnir eru þeir sömu og komu að SolarWinds árásinni, sem lýst hefur verið sem þeirri verstu í sögu Bandaríkjanna. Erlent 20.1.2024 09:05
Ráðherra bregst við holskeflu netsvikamála Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur bætt aðgerðum við aðgerðaáætlun um netöryggi til að bregðast við auknum fjölda netsvika sem beinast að almenningi. Innlent 19.11.2023 13:15
Brimborg láti viðskiptavini og starfsmenn vita af öryggisbresti Persónuvernd hefur sagt bílaumboðinu Brimborg að láta starfsmenn og viðskiptavini fyrirtækisins vita af því að netárás kunni að hafa ógna öryggi persónuupplýsinga þeirra. Tölvuþrjótar læstu aðgangi að gögnum Brimborgar og kröfðust lausnargjalds. Innlent 31.8.2023 15:31