Tölvuárásir

Fréttamynd

Frettatiminn.is og ég urðum fyrir netárás

Fyrir nokkrum vikum skrifaði ég grein um hakkara á Íslandi sem og erlendis:Þar fer ég yfir fyrirtæki á Íslandi eins og Vodafone, Háskólann í Reykjavík, tæknifyrirtæki hér á landi og önnur fyrirtæki sem hafa orðið fyrir hökkun hér á Íslandi. Einnig tala ég um svikapósta í nafni fyrirtækja sem eru orðnir frekar algengir.

Skoðun
Fréttamynd

Juventus lenti í hökkurum

Juventus segir að einn af aðgöngum félagsins á X hafi verið hakkaður þegar tilkynnt var um félagaskipti tyrkneska leikmannsins Arda Güler.

Fótbolti
Fréttamynd

Þrjótarnir geri ekki greinar­mun á bíla­sölum eða fjöl­miðlum

Framkvæmdastjóri netöryggisfélags telur orðum aukið að leggja megi netárás sem útgáfufélagið Árvakur varð fyrir um helgina að jöfnu við aðför að lýðræði í landinu. Ekkert bendi til þess að ráðist hafi verið á Árvakur vegna þess að um fjölmiðlafyrirtæki sé að ræða. 

Innlent
Fréttamynd

Ætla megi að gögn fórnar­lamba rati til rúss­nesku leyni­þjónustunnar

Það er kraftaverki líkast að tekist hafi að gefa út Morgunblaðið í dag eftir alvarlega tölvuárás í gær að mati aðstoðarritstjóra. Hópurinn á bak við árásina er skæður á alþjóðavettvangi og ætla má að gögn sem þrjótarnir komast yfir í árásum sínum rati í hendur rússnesku leyniþjónustunnar að sögn lektors í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

„Mikið þrek­virki“ að koma Morgun­blaðinu út í morgun

Árvakur er fjórða fórnarlamb rússneska netglæpahópsins Akira á Íslandi á skömmum tíma. Hópurinn virðist komast upp með að stunda glæpastarfsemi sína óáreittur í Rússlandi að sögn netöryggissérfræðings. Árásin sem gerð var á Árvakur í gær er litin grafalvarlegum augum og litlu mátti muna að Morgunblaðið kæmi ekki út í morgun, sem sjaldan eða aldrei hefur gerst í yfir hundrað ára sögu blaðsins að sögn aðstoðarritstjóra.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er á­rás á lýð­ræðið í landinu”

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir að netárásin sem gerð var á Árvakur í gær jafngildi árás á lýðræðið á Íslandi og frjáls skoðanaskipti í landinu. Þetta skrifar Lilja í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Aug­lýst eftir ungum og efni­legum hökkurum

Netöryggiskeppni Íslands, Gagnaglíman, var haldin í Háskólanum í Reykjavík í dag. Markmið keppninnar er að hvetja ungt fólk til að kynna sér netöryggi og auka áhuga þess á því að starfa á þeim vettvangi. Formaður félagsins sem stendur að keppninni segir vöntun á yngra fólki. 

Innlent
Fréttamynd

Leki varpar ljósi á tíðar tölvuárásir Kín­verja

Kínverskir hakkarahópar, sem tengjast yfirvöldum í Peking, beita umfangsmiklum tölvuárásum gegn erlendum ríkisstjórnum, fyrirtækjum og gegn innviðum í öðrum ríkjum. Hakkararnir notast við galla á kerfum fyrirtækja eins og Microsoft, Apple og Google.

Erlent
Fréttamynd

Eir hakkaður í spað af ó­prúttnum þrjótum

Eiríkur Jónsson blaðamaður hefur haldið úti fréttavef nú í rúmlega 12 ár – þar sem sagðar eru fréttir af ýmsu kostulegu úr daglega lífinu. Frá því fyrir áramót hefur hins vegar einhver óværa komist í kerfið hjá honum sem hleypti öllu í hnút.

Innlent
Fréttamynd

Ekki merki um stór­felldan gagnastuld

Það eru ekki merki um stórfelldan gagnastuld þegar tölvuárás var gerð á Háskólann í Reykjavík á föstudaginn. Þó sé ekki hægt að útiloka gagnastuld að hluta.

Innlent
Fréttamynd

Rúss­neskir hakkarar taldir bera á­byrgð á tölvuárás á HR

Netöryggissérfræðingar og starfsmenn Háskólans í Reykjavík hafa unnið frá því í gærmorgun við að koma kerfum háskólans af stað og endurheimta gögn í kjölfar tölvuárásar sem gerð var á skólann. Talið er að rússneski tölvuárásarhópurinn Akira beri ábyrgð á árásinni.

Innlent
Fréttamynd

Rúss­neskir hakkarar náðu tölvu­póstum leið­toga Microsoft

Rússneskir hakkarar, sem taldir eru á vegum rússnesku leyniþjónustunnar ZVR, eru sagðir hafa brotið sér leið inn í tölvukerfi Microsoft þar sem þeir komu höndum yfir tölvupósta frá fólki í leiðtogateymi fyrirtækisins auk starfsmanna netöryggis- og lögmannadeilda þess. Tölvuþrjótarnir eru þeir sömu og komu að SolarWinds árásinni, sem lýst hefur verið sem þeirri verstu í sögu Bandaríkjanna.

Erlent