Landbúnaður

Fréttamynd

Nefndin klofnaði og draumur um norskar hænur í þétt­býli úti

Matvælaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar að hafna beiðni manns sem sótti um leyfi til að flytja inn sextíu frjó hænsnaegg frá norska genabankanum sem henta fyrir smábúskap sem og bakgarðshænur í þéttbýli. Erfðanefnd landbúnaðarins klofnaði í málinu en meirihlutinn taldi íslensku landnámshænunni stafa ógn af norskum stofnum.

Innlent
Fréttamynd

Ekki grund­vallar­breytingar á bú­vöru­samningum

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðaherra undirrituðu í gær fyrir hönd stjórnvalda samkomulag um endurskoðun búvörusamninga við Bændasamtök Íslands. Gunnar Þorgeirsson formaður BÍ undirritaði fyrir hönd samtakanna.

Innlent
Fréttamynd

Þrír kið­lingar fæddir – Vorstemming í sveitinni

Þrír kiðlingar voru að koma í heiminn á bæ á Skeiðunum en einn þeirra fæddist á gos daginn í Grindavík og fékk að sjálfsögðu nafnið Gosa því hún er huðna. Þá eru hinir tveir kiðlingarnir með nöfn handboltastráka í íslenska landsliðinu.

Lífið
Fréttamynd

Karamelluskyrið rýkur upp í verði

Verð á mjólkurvörum hækkaði í mörgum verslunum milli fyrstu og annarrar viku ársins samkvæmt niðurstöðum verðlagseftirlits ASÍ. Heildsöluverð á mjólk hækkaði um 1,6 prósent þann 8. janúar sem er strax farið að skila sér í meiri kostnaði fyrir neytendur. Áhugafólk um karamelluskyr finnur sérstaklega fyrir hækkun.

Neytendur
Fréttamynd

Tollar í land­búnaði og geð­heil­brigði bænda

Fulltrúar ungra bænda eru nú staddir í Mýrdalnum þar sem þeir halda aðalfund sinn og fara yfir brýnustu málefni landbúnaðarins og það sem fram undan er. Á fundinum er meðal annars rætt um tolla á búvörum og geðheilbrigði bænda.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta voru vinir mínir, skepnurnar”

Guðmunda Tyrfingsdóttir, bóndi á tíræðisaldri sem vann fullnaðarsigur gegn Matvælastofnun þegar skepnum hennar var slátrað, ætlar ekki að gefast upp í búskapnum því hún er búin að fá sér hænur. Matvælastofnun hefur sent henni afsökunarbeiðni og lagt inn á hana andvirði skepnanna, sem var slátrað í óleyfi.

Innlent
Fréttamynd

Sam­dráttur í kjöt­fram­leiðslu á­hyggju­efni

Fram­kvæmda­stjóri Bænda­sam­tak­anna seg­ir sam­drátt­ í kjöt­fram­leiðslu veru­legt áhyggju­efni. Samdráttin megi rekja til hækkunar á fjármagnskostnaði og fóðri og erfiðri samkeppni íslenskra afurða við innflutt kjöt.

Innlent
Fréttamynd

Forystukindin Mæja og mandarínurnar hennar

Forystukindin Mæja á Eyrarbakka er engin venjuleg kind því það sem henni þykir best að borða eru mandarínur, helst með berkinum og svo er hún líka hrifin af allskonar grænmeti.

Lífið
Fréttamynd

Svín með jólasveinahúfu og jóla­skraut

Svín á sveitabæ á Suðurlandi hafa notið jólahátíðarinnar ekki síður en mannfólkið, því þau hafa fengið jólaskraut í stíurnar sínar og jólasveinahúfan er á sínum stað á þeim.

Lífið
Fréttamynd

Skaftholtsréttum breytt í skauta­svell

Skaftholtsréttir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hafa fengið tímabundið nýtt hlutverk því búið er að útbúa skautasvell í réttunum. Mikil ánægja er á meðal heimamanna, ekki síst barnanna með nýja skautasvellið þó þar séu engar kindur.

Innlent
Fréttamynd

Mál Guð­mundu þyngra en tárum taki

Helga Arnardóttir, kvikmyndagerðarkona, segir mál Guðmundu Tyrfingsdóttur sem var vörslusvipt búfénaði sínum og honum ólögmætt slátrað, vera þyngra en tárum tekur í færslu sem hún birti á Facebook í dag.

Innlent
Fréttamynd

Þórarinn Snorra­son í Vog­sósum látinn

Þórarinn Snorrason, bóndi í Vogsósum 2 í Selvogi, er látinn, 92 ára að aldri. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi á jóladag. Hann hafði legið á sjúkrahúsi um mánaðarskeið eftir að hafa lærleggsbrotnað er hann féll við útistörf við fjárhúsin í Vogsósum en þar stundaði hann sauðfjárbúskap.

Innlent
Fréttamynd

Fæðuöryggi Ís­lands á stríðs­tímum

Formaður Bændasamtakanna hefur miklar áhyggjur af fæðuöryggi þjóðarinnar á stríðstímum, sem séu einhverjir níu dagar á meðan Finnar eiga til dæmis níu mánaða matar birgðir fyrir sitt fólk.

Innlent
Fréttamynd

MAST mátti ekki slátra skepnum Guð­mundu

Ákvörðun Matvælastofnunar um að vörslusvipta Guðmundu Tyrfingsdóttur bónda búfénaði sínum og slátra honum hefur verið úrskurðuð ólögmæt af matvælaráðuneytinu. Lögmaður Guðmundu segir Guðmundu sátta með úrskurðinn þó dýrin snúi aldrei heim.

Innlent
Fréttamynd

Lang­tíma­lausnir í stað plástra

Þann 5. desember síðastliðinn skilaði hópur ráðuneytisstjóra tillögum sínum að aðgerðum til stuðnings þeim bændum sem eiga í fjárhagserfiðleikum vegna núverandi efnahagsástands. Um er að ræða viðbótarstuðning til bænda upp á 1,6 milljarð króna. Í meðförum fjárlaganefndar er búið að hækka þessa upphæð um 500 milljónir.

Skoðun
Fréttamynd

Bændur og fæðuöryggi í breyttum heimi

Víða er ótryggt ástand bæði efnahagslega og hernaðarlega. Óstöðugleikinn vegna átaka bæði í Ísrael og Úkraínu hefur ýtt undir ákveðnar efnahagsþrengingar. Mörg ríki þar á meðal Bandaríkin hafa varað við þessu ástandi og einkum áhrif þess á efnahagsmál. 

Skoðun
Fréttamynd

Fjár­hags­vandi bænda og lofts­lags­ham­farir

Vandi bænda hefur verið í brennidepli upp á síðkastið. Talað er um að 12 milljarða vanti við búvörusamninga til að leysa í bráð. Rætt er um að ríkisstjórnin sé reiðubúin til að leggja fram 1600 milljónir strax til bænda í fjárhagserfiðleikum, þar af 600 milljónir fyrir unga bændur.

Skoðun
Fréttamynd

Eru ungir bændur í SÉR-flokki?

Uppáhalds amma mín og ein merkilegasta og kærleiksríkasta kona sem ég hef umgengist um ævina var mikill Framsóknarmaður. Hún var fædd á Sléttu í Fljótum í Skagafirði, dóttir hreppstjórans í sveitinni og amma Óla Jó kenndi henni að lesa.

Skoðun
Fréttamynd

Getur einka­aðili samið við ríkið um að hækka skatta á keppi­nautum sínum?

Félag atvinnurekenda hefur sent Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra erindi og krafizt aðildar að endurskoðun búvörusamninga hvað tollamál varðar. FA bendir á að láti ráðherra undan kröfum Bændasamtaka Íslands um að hækka tolla á innfluttum búvörum sé ráðherra að taka stjórnvaldsákvörðun sem væri íþyngjandi fyrir matvöruinnflytjendur, félagsmenn FA.

Skoðun