Samfélagslegt tap af afnámi tolla Margrét Gísladóttir skrifar 9. ágúst 2024 15:00 Umræða um matvælaverð og myndun þess er stöðugt til umræðu í flestum ef ekki öllum samfélögum. Þegar þrengir að efnahagi heimila leitar fólk ýmissa leiða til að lækka framfærslukostnað og berst þá umræðan oft að tollum. Dæmi um slíkt er hvatning Viðskiptaráðs til íslenskra stjórnvalda um að afnema tolla á innfluttar matvörur, sem birtist á flestum fjölmiðlum í gær. Hér er ekki um nýjan málflutning að ræða en hugmyndir af þessum toga eru hins vegar afar varhugaverðar og oft illa ígrundaðar. Af hverju leggja allar þjóðir á tolla? Tollar sem lagðir eru á matvæli hérlendis, sem og í nær öllum öðrum löndum heims, gegna þeim tilgangi að jafna samkeppnisstöðu innlendrar framleiðslu gagnvart sambærilegum innfluttum matvælum og þannig styðja við fæðuöryggi, fjölbreytt atvinnulíf og byggðafestu og standa við bakið á innlendu vinnuafli. Öll okkar helstu viðskipta- og nágrannalönd beita þessu sama stjórntæki til að vernda sína innanlandsframleiðslu, s.s. Evrópusambandið og Bandaríkin. Í fyrrnefndri tilkynningu Viðskiptaráðs segir m.a. að afnám tolla á matvöru feli í sér samfélagslegan ávinning í formi aukinnar samkeppni, hagkvæmni og verðmætasköpunar. Þessi staðhæfing er nokkuð sérstök í ljósi þess að mönnum greinir ekki á um að án tolla myndi íslensk landbúnaðarframleiðsla dragast saman og einhverjar greinar myndu hreinlega leggjast af. Verðmætasköpunin myndi flytjast úr landi. Ástæðan er sú að án tolla til að jafna stöðu innanlandsframleiðslu gagnvart innfluttum vörum væri ómögulegt fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir að keppa í verðum við sambærilegar erlendar landbúnaðarvörur. Framleiðslukostnaður hérlendis er hærri en víða annars staðar sökum m.a. hás launa- og vaxtastigs, smæð markaðarins, hás flutningskostnaðar og mun minni framleiðslueininga en þekkist víða erlendis. Því hefði það miklar afleiðingar fyrir íslenskan landbúnað og íslenskt samfélag ef farið yrði í þá vegferð að gera hlutina með allt öðrum hætti hér en gert er alls staðar í kringum okkur. Samþjöppun á innanlandsframleiðslunni yrði líklega töluverð með tilheyrandi byggðaröskun í sveitum landsins. Þannig myndi afnám tolla bæði hafa neikvæð áhrif á sjálfbærni Íslands þegar kemur að fæðuöryggi sem og byggðafestu og atvinnulíf á landsbyggðinni. Tollvernd rýrnar með hverju árinu Tollar á matvæli virka í flestum tilvikum þannig að annars vegar er greiddur magntollur sem er krónutala á hvert kíló af viðkomandi vöru og hins vegar verðtollur sem er hlutfall af verðmæti vörunnar. Tollarnir hafa hins vegar tekið miklum breytingum í gegnum tíðina – og þá til lækkunar. Þar má nefna að árið 2007 gerði Ísland samning við ESB þar sem bæði magn- og verðtollar á kjöt og kjötafurðir lækkuðu um 40% frá því sem almennt gerist. Síðan þá hefur magntollurinn, þ.e. föst krónutala á hvert kíló, ekki tekið neinum breytingum. Því hefur verðgildi tollanna minnkað með hverju árinu vegna rýrnunar á verðgildi krónunnar. Lítið er rætt um þessa þróun þó hún bíti mjög fyrir íslenska matvælaframleiðslu. Innflutningur eykst ár frá ári á meðan innlend framleiðsla stendur í stað eða dregst saman. Þannig jókst innflutningur á kjöti um 17% milli áranna 2022 og 2023, þar af jókst innflutningur á nautakjöti um heil 48% og hefur aldrei verið meiri. Til viðbótar við þessa sjálfsprottnu þróun sem lítið er rædd hefur tollaumhverfið tekið gjörbreytingum á einungis nokkrum árum. Með samningi Íslands við ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur frá 2015, sem kom til framkvæmda 2018, voru tollar felldir niður á flestum unnum matvælum s.s. súkkulaði, pítsum, pasta o.fl. Á sama tíma margfölduðust tollkvótar fyrir landbúnaðarvörur frá ESB, tollkvóti fyrir nautakjöt sjöfaldaðist, fyrir svínakjöt rúmlega þrefaldaðist og rúmlega fimmfaldaðist fyrir alifuglakjöt. Varð snemma ljóst að þessi samningur hallaði mjög á innlenda framleiðendur og árið 2020 boðaði þáverandi utanríkisráðherra endurskoðun á honum í ljósi þess. Hins vegar hefur lítið gerst í þeim málum fram til þessa. Efling íslensks atvinnulífs Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Viðskiptaráðs vinna samtökin af því að „efla íslenskt atvinnulíf og skapa þannig forsendur til framfara og bættra lífskjara“. Því kemur þessi hvatning samtakanna til íslenskra stjórnvalda nokkuð á óvart. Tollvernd er mikilvæg stoð íslensks landbúnaðar en afnám tolla hefði ekki bara neikvæð áhrif á frumframleiðendur heldur einnig á þjónustu- og vinnslufyrirtæki og starfsfólk þeirra um land allt. Vænlegra væri því að beina sjónum sínum að styrkingu íslensks atvinnulífs fremur en að hvetja til athafna sem myndu færa verðmætasköpun úr landi og fækka atvinnumöguleikum hérlendis. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Gísladóttir Landbúnaður Skattar og tollar Tengdar fréttir Havarti skal það sem sannara reynist Viðskiptaráð Íslands birti í gær góða samantekt um áhrif innflutningstolla á matvælaverð. Niðurstöðurnar sýna vel hvað lækkun eða afnám tolla gæti haft jákvæð áhrif á verðlag á matvöru. 9. ágúst 2024 12:31 Allt að 43 prósent lægra matvöruverð án tolla Afnám tolla á innflutt matvæli myndi lækka verð á matvöru umtalsvert, eða allt að 43 prósent. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs á áhrifum tolla á verð nokkurra vinsælla vörutegunda. 8. ágúst 2024 07:00 Villutrú Viðskiptaráðs um tollamál og matvælaverð á Íslandi Mig rak í rogastans eins og efalaust marga fleiri við lestur greinar um tollamál og matvælaverð á Íslandi sem birtist á Vísi í dag 8/8 2024 undir yfirskriftinni: „Allt að 43 prósent lægra matvöruverð án tolla.“ 8. ágúst 2024 19:00 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Umræða um matvælaverð og myndun þess er stöðugt til umræðu í flestum ef ekki öllum samfélögum. Þegar þrengir að efnahagi heimila leitar fólk ýmissa leiða til að lækka framfærslukostnað og berst þá umræðan oft að tollum. Dæmi um slíkt er hvatning Viðskiptaráðs til íslenskra stjórnvalda um að afnema tolla á innfluttar matvörur, sem birtist á flestum fjölmiðlum í gær. Hér er ekki um nýjan málflutning að ræða en hugmyndir af þessum toga eru hins vegar afar varhugaverðar og oft illa ígrundaðar. Af hverju leggja allar þjóðir á tolla? Tollar sem lagðir eru á matvæli hérlendis, sem og í nær öllum öðrum löndum heims, gegna þeim tilgangi að jafna samkeppnisstöðu innlendrar framleiðslu gagnvart sambærilegum innfluttum matvælum og þannig styðja við fæðuöryggi, fjölbreytt atvinnulíf og byggðafestu og standa við bakið á innlendu vinnuafli. Öll okkar helstu viðskipta- og nágrannalönd beita þessu sama stjórntæki til að vernda sína innanlandsframleiðslu, s.s. Evrópusambandið og Bandaríkin. Í fyrrnefndri tilkynningu Viðskiptaráðs segir m.a. að afnám tolla á matvöru feli í sér samfélagslegan ávinning í formi aukinnar samkeppni, hagkvæmni og verðmætasköpunar. Þessi staðhæfing er nokkuð sérstök í ljósi þess að mönnum greinir ekki á um að án tolla myndi íslensk landbúnaðarframleiðsla dragast saman og einhverjar greinar myndu hreinlega leggjast af. Verðmætasköpunin myndi flytjast úr landi. Ástæðan er sú að án tolla til að jafna stöðu innanlandsframleiðslu gagnvart innfluttum vörum væri ómögulegt fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir að keppa í verðum við sambærilegar erlendar landbúnaðarvörur. Framleiðslukostnaður hérlendis er hærri en víða annars staðar sökum m.a. hás launa- og vaxtastigs, smæð markaðarins, hás flutningskostnaðar og mun minni framleiðslueininga en þekkist víða erlendis. Því hefði það miklar afleiðingar fyrir íslenskan landbúnað og íslenskt samfélag ef farið yrði í þá vegferð að gera hlutina með allt öðrum hætti hér en gert er alls staðar í kringum okkur. Samþjöppun á innanlandsframleiðslunni yrði líklega töluverð með tilheyrandi byggðaröskun í sveitum landsins. Þannig myndi afnám tolla bæði hafa neikvæð áhrif á sjálfbærni Íslands þegar kemur að fæðuöryggi sem og byggðafestu og atvinnulíf á landsbyggðinni. Tollvernd rýrnar með hverju árinu Tollar á matvæli virka í flestum tilvikum þannig að annars vegar er greiddur magntollur sem er krónutala á hvert kíló af viðkomandi vöru og hins vegar verðtollur sem er hlutfall af verðmæti vörunnar. Tollarnir hafa hins vegar tekið miklum breytingum í gegnum tíðina – og þá til lækkunar. Þar má nefna að árið 2007 gerði Ísland samning við ESB þar sem bæði magn- og verðtollar á kjöt og kjötafurðir lækkuðu um 40% frá því sem almennt gerist. Síðan þá hefur magntollurinn, þ.e. föst krónutala á hvert kíló, ekki tekið neinum breytingum. Því hefur verðgildi tollanna minnkað með hverju árinu vegna rýrnunar á verðgildi krónunnar. Lítið er rætt um þessa þróun þó hún bíti mjög fyrir íslenska matvælaframleiðslu. Innflutningur eykst ár frá ári á meðan innlend framleiðsla stendur í stað eða dregst saman. Þannig jókst innflutningur á kjöti um 17% milli áranna 2022 og 2023, þar af jókst innflutningur á nautakjöti um heil 48% og hefur aldrei verið meiri. Til viðbótar við þessa sjálfsprottnu þróun sem lítið er rædd hefur tollaumhverfið tekið gjörbreytingum á einungis nokkrum árum. Með samningi Íslands við ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur frá 2015, sem kom til framkvæmda 2018, voru tollar felldir niður á flestum unnum matvælum s.s. súkkulaði, pítsum, pasta o.fl. Á sama tíma margfölduðust tollkvótar fyrir landbúnaðarvörur frá ESB, tollkvóti fyrir nautakjöt sjöfaldaðist, fyrir svínakjöt rúmlega þrefaldaðist og rúmlega fimmfaldaðist fyrir alifuglakjöt. Varð snemma ljóst að þessi samningur hallaði mjög á innlenda framleiðendur og árið 2020 boðaði þáverandi utanríkisráðherra endurskoðun á honum í ljósi þess. Hins vegar hefur lítið gerst í þeim málum fram til þessa. Efling íslensks atvinnulífs Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Viðskiptaráðs vinna samtökin af því að „efla íslenskt atvinnulíf og skapa þannig forsendur til framfara og bættra lífskjara“. Því kemur þessi hvatning samtakanna til íslenskra stjórnvalda nokkuð á óvart. Tollvernd er mikilvæg stoð íslensks landbúnaðar en afnám tolla hefði ekki bara neikvæð áhrif á frumframleiðendur heldur einnig á þjónustu- og vinnslufyrirtæki og starfsfólk þeirra um land allt. Vænlegra væri því að beina sjónum sínum að styrkingu íslensks atvinnulífs fremur en að hvetja til athafna sem myndu færa verðmætasköpun úr landi og fækka atvinnumöguleikum hérlendis. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði.
Havarti skal það sem sannara reynist Viðskiptaráð Íslands birti í gær góða samantekt um áhrif innflutningstolla á matvælaverð. Niðurstöðurnar sýna vel hvað lækkun eða afnám tolla gæti haft jákvæð áhrif á verðlag á matvöru. 9. ágúst 2024 12:31
Allt að 43 prósent lægra matvöruverð án tolla Afnám tolla á innflutt matvæli myndi lækka verð á matvöru umtalsvert, eða allt að 43 prósent. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs á áhrifum tolla á verð nokkurra vinsælla vörutegunda. 8. ágúst 2024 07:00
Villutrú Viðskiptaráðs um tollamál og matvælaverð á Íslandi Mig rak í rogastans eins og efalaust marga fleiri við lestur greinar um tollamál og matvælaverð á Íslandi sem birtist á Vísi í dag 8/8 2024 undir yfirskriftinni: „Allt að 43 prósent lægra matvöruverð án tolla.“ 8. ágúst 2024 19:00
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun