Þýskaland

Fréttamynd

Þýskir gjörgæslulæknar vilja hertar sóttvarnaaðgerðir

Yfirmaður samtaka gjörgæslulækna í Þýskalandi kallaði í morgun eftir því að samkomubanni yrði aftur komið á í landinu. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir að þriðja bylgja faraldurs nýju kórónuveirunnar verði of öflug þar í landi.

Erlent
Fréttamynd

Flokkur Merkel tekur dýfu í sam­bands­lands­kosningum

Samkvæmt útgönguspám munu Kristnir Demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara, tapa sambandslandskosningum í Baden-Württemberg og Rínarland-Pfalz. Þetta er mikið högg fyrir flokkinn en kosningarnar eru sagðar gefa til kynna hvernig þingkosningar muni fara í haust.

Erlent
Fréttamynd

Þýsku leyni­þjónustunni heimilt að fylgjast með AfD

Þýska leyniþjónustan hefur breytt skilgreiningu á hægriþjóðernisflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (þ. Alternativ für Deutschland (AfD)) á þann veg að hann er nú skilgreindur sem möguleg öfgahreyfing sem kunni að ógna lýðræðinu í landinu. Þessi nýja skilgreining veitir leyniþjónustunni auknar heimildir til að fylgjast með starfsemi flokksins á landsvísu.

Erlent
Fréttamynd

„Skildi ekki orð af því sem dómararnir sögðu við mig“

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í háhæluðum skóm fyrir utan það þegar systir mín dressaði mig upp sem dragdrottning fyrir grímuball þegar ég var svona tíu ára,“ segir Rúrik Gíslason fyrrverandifótboltamaður sem sló rækilega í gegn í þýska dansþættinum Let‘s Dance á föstudagskvöldið. Hann var á línunni í Brennslunni á FM957 í morgun.

Lífið
Fréttamynd

Rúrik tryggði sér svokallað „Wild Card“ og Twitter logar

Rúrik Gíslason fótbolta- og athafnamaður sem keppir nú í þýska dansþættinum Let‘s Dance, tryggði sér svokallað „Wild card“ í þættinum í gær. Það þýðir að ekki er hægt að kjósa hann úr næsta þætti sem fram fer þann 5. mars. Rúrik er því öruggur í næstu umferð.

Lífið
Fréttamynd

Eins og í slæmri hryllingsmynd

Í heildina hafa nú nærri 29 milljónir smitast af kórónuveirunni í Bandaríkjunum. Þar af hefur hálf milljón látist, fleiri en Bandaríkjamennirnir sem létust í seinni heimsstyrjöld, Kóreustríðinu og Víetnamstríðinu samanlagt. Faraldurinn er hvergi verri.

Erlent
Fréttamynd

Skipulagði árás gegn múslimum og stjórnmálamönnum

Saksóknarar í Þýskalandi hafa ákært konu fyrir að hafa lagt á ráðin um að gera sprengjuárás gegn múslimum og stjórnmálamönnum í Bæjaralandi. Konan er einnig sökuð um aðra glæpi og er sögð hafa verið að byggja sprengju sem hún ætlaði að nota til árásarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna

Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“  en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum.

Erlent
Fréttamynd

Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða

Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn.

Erlent
Fréttamynd

Vill Navalní úr haldi tafarlaust

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní var úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald í dag. Utanríkisráðherra fer fram á að honum verði tafarlaust sleppt úr haldi.

Erlent
Fréttamynd

Armin Laschet nýr for­maður Kristi­legra demó­krata

Armin Laschet var í dag kosinn formaður Kristilegra demókrata og tekur hann við embættinu af Annegret Kramp-Karrenbauer. Á undan henni hafði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gegnt formannsembættinu frá árinu 2000 til 2018.

Erlent
Fréttamynd

Þrír kljást um að verða næsti for­maður Kristi­legra demó­krata

Landsfundur Kristilegra demókrata (CDU) í Þýskalandi, flokks Angelu Merkel kanslara, fer fram á netinu um helgina þar sem 1.001 landsfundarfulltrúi mun velja nýjan formann flokksins. Vinni Kristilegir demókratar sigur í þingkosningunum næsta haust kann svo að fara að nýr formaður CDU verði næsti kanslari landsins. Þrír karlar sækjast nú eftir að leiða flokkinn.

Erlent
Fréttamynd

Komust yfir mörg hundruð vega­bréfa og skil­­ríkja

Lögregla í Þýskalandi segir að þjófar hafi komist yfir mörg hundruð nýrra vegabréfa og annarra persónuskilríkja eftir að brotist var inn öryggishólf á skrifstofum hins opinbera í Köthen í austurhluta landsins. Þjófarnir stálu jafnframt tveimur fingrafaraskönnum.

Erlent
Fréttamynd

Óttast að missa stjórn á nýja afbrigðinu í Evrópu

Forsvarsmenn Evrópusambandsins óttast að nýtt afbrigði nýju kórónuveirunnar, sem virðist smitast auðveldar á milli manna, nái stjórnlausri dreifingu Í Evrópu. Stella Kyriakides, yfirmaður heilbrigðismála hjá ESB, segir að dreifingu afbrigðisins verði að stöðva með öllum ráðum.

Erlent
Fréttamynd

Fengu ó­­vart fimm­faldan skammt bólu­efnis

Fjórir starfsmenn hjúkrunarheimilis í norðurhluta Þýskalands voru fluttir á sjúkrahús eftir að átta starfsmenn fengu fyrir mistök fimmfaldan, ráðlagðan skammt af bóluefni gegn Covid-19. Starfsmennirnir fjórir voru fluttir á sjúkrahús til að gæta allrar varúðar eftir að þeir fóru að finna fyrir flensulíkum einkennum.

Erlent