Þjóðkirkjan Dans framtíðar og hefða „Rödd unga fólksins verður að heyrast á öllum tímum. Við getum ekki verið hlédrægir þátttakendur í samtalinu um framtíð okkar. Við verðum að taka þátt og skapa framtíðina eins og við viljum sjá hana verða að veruleika.“ Skoðun 17.5.2023 14:01 Fjölgar mest í Siðmennt og Kaþólsku kirkjunni Meðlimum þjóðkirkjunnar hefur fækkað um 706 síðan í síðastliðnum desember. Fjölgun meðlima í trú- og lífsskoðunarfélagi hefur verið mest í Siðmennt, næst mest í Kaþólsku kirkjunni og svo Ásatrúarfélaginu. Innlent 9.5.2023 11:13 Reynslubolti og Tik Tok prestur glíma við vígslubiskupinn Nokkur spenna er í loftinu fyrir komandi kosningu vígslubiskups í Skálholti. Tveir prestar fengu einni fleiri tilnefningu en starfandi vígslubiskup. Innlent 5.5.2023 11:04 Aðalsóknarfundur Digraneskirkju kærður til úrskurðarnefndar Kirkjuþings Jón Svavarsson, sóknarbarn í Digranessókn, hefur sent úrskurðarnefnd Kirkjuþings ítrekun á kæru vegna kosningar sóknarnefndar Digraneskirkju á aðalsafnaðarfundi þann 18. apríl síðastliðinn. Innlent 2.5.2023 09:12 Markús mætti á dráttarvél tvíbura síns í jarðarförina hans Markús Sigurðsson segir ekki hafa komið til greina annað en að koma akandi á dráttarvél Jóns Friðriks Sigurðssonar tvíburabróður síns þegar sá síðarnefndi var borinn til grafar á dögunum. Mynd af Markúsi á dráttarvélinni vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum og ekki síst þegar Linda dóttir Markúsar upplýsti netverja um sögu bræðranna. Lífið 22.4.2023 16:53 Hallarbylting í sóknarnefnd Digraneskirkju á löngum fundi í gær Það bar til tíðinda á aðalsafnaðarfundi Digraneskirkju í gærkvöldi, þar sem öllum tillögum formanns sóknarnefndar um framboð til stjórnar var hafnað og fólk af nýjum lista sem dreift var til fundarmanna kosið þess í stað. Innlent 19.4.2023 10:15 Íbúar á Austurlandi duglegri við að ganga í hjúskap Alls gengu 4.416 einstaklingar í hjúskap hér á landi árið 2022. 39,2 prósent þeirra gerðu það hjá Þjóðkirkjunni. Íbúar á Austurlandi voru líklegri en aðrir til að ganga í hjúskap á árinu. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu voru duglegri að ganga frá lögskilnaði en aðrir. Innlent 17.4.2023 16:23 Hópur íbúa ræðir að koma sóknarnefndinni frá á aðalfundi á morgun Fundað hefur verið um það meðal hóps íbúa í Kópavogi að koma sóknarnefnd Digraneskirkju frá. Aðalsafnaðarfundur Digraneskirkju verður haldinn klukkan 20 annað kvöld. Innlent 17.4.2023 13:28 Senda Grímseyingum klukkur í stað þeirra sem bráðnuðu Hallgrímskirkjusöfnuður í Reykjavík hefur safnað fyrir kirkjuklukkum í nýja Miðgarðakirkju í Grímsey eftir að gamla kirkjan varð eldi að bráð í september 2021. Klukkurnar verða til sýnis í kirkjunni næstu vikurnar. Innlent 11.4.2023 15:35 Prestar Grafarvogskirkju hafna alfarið ásökunum um „stuld“ á fermingarbörnum Arna Ýrr Sigurðardóttir, Guðrún Karls Helgudóttir og Sigurður Grétar Helgason, prestar í Grafarvogssókn, segja ekki rétt að börn þurfi að ganga í Þjóðkirkjuna til að fá að fermast í kirkjunni. Innlent 8.4.2023 08:51 „Þú ert aldrei svo mikið einn að þú hafir hann ekki með þér“ Þorbjörn Hlynur Árnason, fv. prestur og prófastur á Borg á Mýrum, var til viðtals í Íslandi í dag á miðvikudag um þýðingu páskahátíðarinnar fyrir kristna menn. Viðtalið má sjá í síðari hluta innslagsins hér að ofan. Innlent 6.4.2023 09:30 Organista Digraneskirkju sagt upp störfum Sólveigu Sigríði Einarsdóttur, organista í Digraneskirkju, hefur verið sagt upp störfum. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, segir að þar með sé búið að láta „síðasta þolandann fjúka úr Digranesi“. Innlent 31.3.2023 06:48 Kveður kirkjuna og heldur á ný mið: „Ég hef engar áhyggjur af Guði“ Tæpir fjórir áratugir eru liðnir síðan Dr. Sigurður Árni Þórðarson var vígður prestsvígslu í Dómkirkjunni. Nú er komið að tímamótum því í Hallgrímskirkju á morgun heldur Sigurður sína síðustu messu. Hann ætlar þó ekki að sitja auðum höndum. Hann er búinn að sækja um í meistaranámi, ætlar að læra ljósmyndun og taka upp þráðinn í matargerðinni. Lífið 25.3.2023 08:01 Stór plástur í sár á útidyrahurðinni á Siglufjarðarkirkju Allt helgihald fellur niður í Siglufjarðarkirkju á sunnudag eftir að útidyrahurð kirkjunnar gaf sig í vindi í morgun. Meðhjálpari segir að hurðin verði lagfærð en svo verði blankur söfnuðurinn að finna leið til að fjárfesta í nýrri hurð. Þessi sé komin vel til ára sinna. Innlent 22.3.2023 16:10 Kúamessa í stærsta fjósinu á Suðurlandi Heldur óvenjuleg messa verður haldin á morgun, en það er Kúamessa í stærsta fjósinu á Suðurlandi. Tveir kórar munu syngja í messunni. Presturinn hefur mestar áhyggjur af því að verða baulaður niður af kúnum Innlent 18.3.2023 20:31 Hæfi biskups ekki tekið til umræðu í þriðju lotu kirkjuþings Þriðja þinglota kirkjuþings 2022 til 2023 lauk á laugardag en hæfi biskups, sem hefur verið dregið í efa, var ekki til umræðu. Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, segir málið í höndum kjörstjórnar Þjóðkirkjunnar. Innlent 13.3.2023 06:47 Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkar um 530 Skráðum einstaklingum í Þjóðkirkjuna hefur fækkað um 530 síðan 1. desember 2022. Trúfélagið er þó ennþá langfjölmennasta trúfélag landsins með 226.939 skráða meðlimi. Innlent 9.3.2023 16:21 Fjórar umsóknir um stöðu prest í Árborgarprestakalli Nýlega var auglýst laus staða prests í Árborgarprestakalli og rann umsóknarfrestur út á miðnætti 7. febrúar. Fjórar umsóknir bárust um starfið en einn umsækjandi óskar nafnleyndar. Innlent 10.2.2023 10:05 Ríkið ákveði ekki aðild barna að trúfélögum Trú og lífsskoðanir eru ein mikilvægustu einkamál hvers og eins í lífshlaupinu. Trúna er eðli málsins samkvæmt hvorki hægt að taka af manneskjunni né þröngva upp á hana. Trúfrelsið er eitt af mikilvægum mannréttindum sem Íslendingar búa við. Trú- og lífsskoðunarfélög á Íslandi telja marga tugi. Réttur fólks til að tilheyra einhverju þeirra, eða ekki, er óskoraður. Skoðun 25.1.2023 08:01 Leggur til afnám við sjálfkrafa skráningu barna í trúfélög Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um skráð trú- og lífsskoðunarfélög. Breytingin felur í sér að færa ákvörðun um félagsaðild barna í trú- og lífsskoðunarfélög til foreldra og síðar til barnanna sjálfra þegar þau ná 12 ára aldri. Innlent 24.1.2023 23:48 Fullyrðingar um hæfi biskups tilraun til að afvegaleiða umræðuna Lögmaður séra Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digranesprestakalli, hefur dregið umboð og hæfi biskups í efa og kallað eftir úrskurði forseta kirkjuþings. Biskupsritari gefur lítið fyrir fullyrðingar lögmannsins og segir þær tilraun til að afvegaleiða umræðuna. Innlent 24.1.2023 13:01 Lögmaður Gunnars dregur í efa að biskup sé biskup Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju, hefur sent erindi á Drífu Hjartardóttur, forseta kirkjuþings, þar sem hún óskar eftir því að Drífa úrskurði um hæfi biskups til að taka ákvarðanir um Gunnar. Innlent 24.1.2023 06:49 Biskup Íslands tilkynnir starfslok Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands mun láta af embætti eftir átján mánuði. Þetta kom fram í nýárspredikun hennar í Dómkirkjunni í morgun. Innlent 1.1.2023 12:37 Ekki í þjóðkirkjunni en naut messunnar á jóladag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki vera í þjóðkirkjunni en hafi hins vegar farið í messu á jóladag. Helsta jólahefðin sé hins vegar samsöngur fjölskyldunnar, nágrönnunum til ama. Lífið 31.12.2022 14:59 Gleði og sorg á tímum vantrúar Orð Agnesar Sigurðardóttur biskups um að þöggun einkenni trúarlega umræðu hér á landi hafa vakið athygli. Hún spyr „hvort samhengi [sé] á milli vanlíðunar ungs fólks og þess að ekki [megi] lengur fræða börnin um kristna trú í skólum landsins.“ Þær vangaveltur rifjuðu upp viðtal sem tekið var á aðventunni 2021 við Björn Hjálmarsson geðlækni á barna- og unglingageðdeild Landspítalans („Segir byltingar hafa rænt unglinga bernskunni“ ruv.is, 13/12/2021). Skoðun 29.12.2022 07:00 Siðmennt fær 68 milljónir í sóknargjöld á næsta ári Siðmennt fær samkvæmt lauslegum útreikningum formannsins um 68 milljónir króna í sóknargjöld á næsta ári. Inga Auðbjörg K. Straumland formaður Siðmenntar segir þetta alltof mikið og til komið vegna grjótharðrar hagsmunabaráttu Þjóðkirkjunnar. Hún ætlar samt að þiggja fjármunina. Innlent 27.12.2022 12:12 Hallærislegt að kirkjan spili sig sem fórnarlamb Formaður Siðmenntar segir hallærislegt að kirkjan láti eins og hún sé fórnarlamb. Kirkjan sé í mikilli forréttindastöðu og fái ótæpilega mikla fjármuni frá ríkinu. Hún gagnrýnir jólaprédikun biskups, sem sagði óvinsælt að nefna Guð kristinna manna í almennri umræðu. Innlent 26.12.2022 16:03 Biskup fjallaði um ofbeldi meðal barna Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands fór um víðan völl í jóladagspredikun sinni frá Grafavogskirkju í morgun. Hún fór yfir mikilvægi tungumálsins, hörmungarnar í Úkraínu og ofbeldi meðal barna á árinu. Innlent 25.12.2022 11:26 Vill ekki að kirkjuheimsóknir leggist af Þingkona Sjálfstæðisflokksins segir kirkjuna ekki senda góð skilaboð nú í aðdraganda jólanna, en sumir söfnuðir á höfuðborgarsvæðinu hafa skrúfað fyrir heimsóknir barna á skólatíma þessa aðventuna. Innlent 29.11.2022 19:20 Grimmd og slægð eða mannúð og miskunnsemi? Það vekur sérstakt óbragð í munni og sorg í hjarta að fylgjast með framgöngu íslenskra yfirvalda í málefnum hælisleitenda upp á síðkastið. Eins og allur þorri landsmanna, sitjum við, sem þetta skrifum, uppi með ótal spurningar sem snerta grunngildi og sjálfsmynd okkar sem Íslendinga, og hvernig stefna stjórnvalda í málaflokknum endurspeglar það. Skoðun 4.11.2022 12:00 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 10 11 … 18 ›
Dans framtíðar og hefða „Rödd unga fólksins verður að heyrast á öllum tímum. Við getum ekki verið hlédrægir þátttakendur í samtalinu um framtíð okkar. Við verðum að taka þátt og skapa framtíðina eins og við viljum sjá hana verða að veruleika.“ Skoðun 17.5.2023 14:01
Fjölgar mest í Siðmennt og Kaþólsku kirkjunni Meðlimum þjóðkirkjunnar hefur fækkað um 706 síðan í síðastliðnum desember. Fjölgun meðlima í trú- og lífsskoðunarfélagi hefur verið mest í Siðmennt, næst mest í Kaþólsku kirkjunni og svo Ásatrúarfélaginu. Innlent 9.5.2023 11:13
Reynslubolti og Tik Tok prestur glíma við vígslubiskupinn Nokkur spenna er í loftinu fyrir komandi kosningu vígslubiskups í Skálholti. Tveir prestar fengu einni fleiri tilnefningu en starfandi vígslubiskup. Innlent 5.5.2023 11:04
Aðalsóknarfundur Digraneskirkju kærður til úrskurðarnefndar Kirkjuþings Jón Svavarsson, sóknarbarn í Digranessókn, hefur sent úrskurðarnefnd Kirkjuþings ítrekun á kæru vegna kosningar sóknarnefndar Digraneskirkju á aðalsafnaðarfundi þann 18. apríl síðastliðinn. Innlent 2.5.2023 09:12
Markús mætti á dráttarvél tvíbura síns í jarðarförina hans Markús Sigurðsson segir ekki hafa komið til greina annað en að koma akandi á dráttarvél Jóns Friðriks Sigurðssonar tvíburabróður síns þegar sá síðarnefndi var borinn til grafar á dögunum. Mynd af Markúsi á dráttarvélinni vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum og ekki síst þegar Linda dóttir Markúsar upplýsti netverja um sögu bræðranna. Lífið 22.4.2023 16:53
Hallarbylting í sóknarnefnd Digraneskirkju á löngum fundi í gær Það bar til tíðinda á aðalsafnaðarfundi Digraneskirkju í gærkvöldi, þar sem öllum tillögum formanns sóknarnefndar um framboð til stjórnar var hafnað og fólk af nýjum lista sem dreift var til fundarmanna kosið þess í stað. Innlent 19.4.2023 10:15
Íbúar á Austurlandi duglegri við að ganga í hjúskap Alls gengu 4.416 einstaklingar í hjúskap hér á landi árið 2022. 39,2 prósent þeirra gerðu það hjá Þjóðkirkjunni. Íbúar á Austurlandi voru líklegri en aðrir til að ganga í hjúskap á árinu. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu voru duglegri að ganga frá lögskilnaði en aðrir. Innlent 17.4.2023 16:23
Hópur íbúa ræðir að koma sóknarnefndinni frá á aðalfundi á morgun Fundað hefur verið um það meðal hóps íbúa í Kópavogi að koma sóknarnefnd Digraneskirkju frá. Aðalsafnaðarfundur Digraneskirkju verður haldinn klukkan 20 annað kvöld. Innlent 17.4.2023 13:28
Senda Grímseyingum klukkur í stað þeirra sem bráðnuðu Hallgrímskirkjusöfnuður í Reykjavík hefur safnað fyrir kirkjuklukkum í nýja Miðgarðakirkju í Grímsey eftir að gamla kirkjan varð eldi að bráð í september 2021. Klukkurnar verða til sýnis í kirkjunni næstu vikurnar. Innlent 11.4.2023 15:35
Prestar Grafarvogskirkju hafna alfarið ásökunum um „stuld“ á fermingarbörnum Arna Ýrr Sigurðardóttir, Guðrún Karls Helgudóttir og Sigurður Grétar Helgason, prestar í Grafarvogssókn, segja ekki rétt að börn þurfi að ganga í Þjóðkirkjuna til að fá að fermast í kirkjunni. Innlent 8.4.2023 08:51
„Þú ert aldrei svo mikið einn að þú hafir hann ekki með þér“ Þorbjörn Hlynur Árnason, fv. prestur og prófastur á Borg á Mýrum, var til viðtals í Íslandi í dag á miðvikudag um þýðingu páskahátíðarinnar fyrir kristna menn. Viðtalið má sjá í síðari hluta innslagsins hér að ofan. Innlent 6.4.2023 09:30
Organista Digraneskirkju sagt upp störfum Sólveigu Sigríði Einarsdóttur, organista í Digraneskirkju, hefur verið sagt upp störfum. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, segir að þar með sé búið að láta „síðasta þolandann fjúka úr Digranesi“. Innlent 31.3.2023 06:48
Kveður kirkjuna og heldur á ný mið: „Ég hef engar áhyggjur af Guði“ Tæpir fjórir áratugir eru liðnir síðan Dr. Sigurður Árni Þórðarson var vígður prestsvígslu í Dómkirkjunni. Nú er komið að tímamótum því í Hallgrímskirkju á morgun heldur Sigurður sína síðustu messu. Hann ætlar þó ekki að sitja auðum höndum. Hann er búinn að sækja um í meistaranámi, ætlar að læra ljósmyndun og taka upp þráðinn í matargerðinni. Lífið 25.3.2023 08:01
Stór plástur í sár á útidyrahurðinni á Siglufjarðarkirkju Allt helgihald fellur niður í Siglufjarðarkirkju á sunnudag eftir að útidyrahurð kirkjunnar gaf sig í vindi í morgun. Meðhjálpari segir að hurðin verði lagfærð en svo verði blankur söfnuðurinn að finna leið til að fjárfesta í nýrri hurð. Þessi sé komin vel til ára sinna. Innlent 22.3.2023 16:10
Kúamessa í stærsta fjósinu á Suðurlandi Heldur óvenjuleg messa verður haldin á morgun, en það er Kúamessa í stærsta fjósinu á Suðurlandi. Tveir kórar munu syngja í messunni. Presturinn hefur mestar áhyggjur af því að verða baulaður niður af kúnum Innlent 18.3.2023 20:31
Hæfi biskups ekki tekið til umræðu í þriðju lotu kirkjuþings Þriðja þinglota kirkjuþings 2022 til 2023 lauk á laugardag en hæfi biskups, sem hefur verið dregið í efa, var ekki til umræðu. Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, segir málið í höndum kjörstjórnar Þjóðkirkjunnar. Innlent 13.3.2023 06:47
Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkar um 530 Skráðum einstaklingum í Þjóðkirkjuna hefur fækkað um 530 síðan 1. desember 2022. Trúfélagið er þó ennþá langfjölmennasta trúfélag landsins með 226.939 skráða meðlimi. Innlent 9.3.2023 16:21
Fjórar umsóknir um stöðu prest í Árborgarprestakalli Nýlega var auglýst laus staða prests í Árborgarprestakalli og rann umsóknarfrestur út á miðnætti 7. febrúar. Fjórar umsóknir bárust um starfið en einn umsækjandi óskar nafnleyndar. Innlent 10.2.2023 10:05
Ríkið ákveði ekki aðild barna að trúfélögum Trú og lífsskoðanir eru ein mikilvægustu einkamál hvers og eins í lífshlaupinu. Trúna er eðli málsins samkvæmt hvorki hægt að taka af manneskjunni né þröngva upp á hana. Trúfrelsið er eitt af mikilvægum mannréttindum sem Íslendingar búa við. Trú- og lífsskoðunarfélög á Íslandi telja marga tugi. Réttur fólks til að tilheyra einhverju þeirra, eða ekki, er óskoraður. Skoðun 25.1.2023 08:01
Leggur til afnám við sjálfkrafa skráningu barna í trúfélög Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um skráð trú- og lífsskoðunarfélög. Breytingin felur í sér að færa ákvörðun um félagsaðild barna í trú- og lífsskoðunarfélög til foreldra og síðar til barnanna sjálfra þegar þau ná 12 ára aldri. Innlent 24.1.2023 23:48
Fullyrðingar um hæfi biskups tilraun til að afvegaleiða umræðuna Lögmaður séra Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digranesprestakalli, hefur dregið umboð og hæfi biskups í efa og kallað eftir úrskurði forseta kirkjuþings. Biskupsritari gefur lítið fyrir fullyrðingar lögmannsins og segir þær tilraun til að afvegaleiða umræðuna. Innlent 24.1.2023 13:01
Lögmaður Gunnars dregur í efa að biskup sé biskup Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju, hefur sent erindi á Drífu Hjartardóttur, forseta kirkjuþings, þar sem hún óskar eftir því að Drífa úrskurði um hæfi biskups til að taka ákvarðanir um Gunnar. Innlent 24.1.2023 06:49
Biskup Íslands tilkynnir starfslok Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands mun láta af embætti eftir átján mánuði. Þetta kom fram í nýárspredikun hennar í Dómkirkjunni í morgun. Innlent 1.1.2023 12:37
Ekki í þjóðkirkjunni en naut messunnar á jóladag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki vera í þjóðkirkjunni en hafi hins vegar farið í messu á jóladag. Helsta jólahefðin sé hins vegar samsöngur fjölskyldunnar, nágrönnunum til ama. Lífið 31.12.2022 14:59
Gleði og sorg á tímum vantrúar Orð Agnesar Sigurðardóttur biskups um að þöggun einkenni trúarlega umræðu hér á landi hafa vakið athygli. Hún spyr „hvort samhengi [sé] á milli vanlíðunar ungs fólks og þess að ekki [megi] lengur fræða börnin um kristna trú í skólum landsins.“ Þær vangaveltur rifjuðu upp viðtal sem tekið var á aðventunni 2021 við Björn Hjálmarsson geðlækni á barna- og unglingageðdeild Landspítalans („Segir byltingar hafa rænt unglinga bernskunni“ ruv.is, 13/12/2021). Skoðun 29.12.2022 07:00
Siðmennt fær 68 milljónir í sóknargjöld á næsta ári Siðmennt fær samkvæmt lauslegum útreikningum formannsins um 68 milljónir króna í sóknargjöld á næsta ári. Inga Auðbjörg K. Straumland formaður Siðmenntar segir þetta alltof mikið og til komið vegna grjótharðrar hagsmunabaráttu Þjóðkirkjunnar. Hún ætlar samt að þiggja fjármunina. Innlent 27.12.2022 12:12
Hallærislegt að kirkjan spili sig sem fórnarlamb Formaður Siðmenntar segir hallærislegt að kirkjan láti eins og hún sé fórnarlamb. Kirkjan sé í mikilli forréttindastöðu og fái ótæpilega mikla fjármuni frá ríkinu. Hún gagnrýnir jólaprédikun biskups, sem sagði óvinsælt að nefna Guð kristinna manna í almennri umræðu. Innlent 26.12.2022 16:03
Biskup fjallaði um ofbeldi meðal barna Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands fór um víðan völl í jóladagspredikun sinni frá Grafavogskirkju í morgun. Hún fór yfir mikilvægi tungumálsins, hörmungarnar í Úkraínu og ofbeldi meðal barna á árinu. Innlent 25.12.2022 11:26
Vill ekki að kirkjuheimsóknir leggist af Þingkona Sjálfstæðisflokksins segir kirkjuna ekki senda góð skilaboð nú í aðdraganda jólanna, en sumir söfnuðir á höfuðborgarsvæðinu hafa skrúfað fyrir heimsóknir barna á skólatíma þessa aðventuna. Innlent 29.11.2022 19:20
Grimmd og slægð eða mannúð og miskunnsemi? Það vekur sérstakt óbragð í munni og sorg í hjarta að fylgjast með framgöngu íslenskra yfirvalda í málefnum hælisleitenda upp á síðkastið. Eins og allur þorri landsmanna, sitjum við, sem þetta skrifum, uppi með ótal spurningar sem snerta grunngildi og sjálfsmynd okkar sem Íslendinga, og hvernig stefna stjórnvalda í málaflokknum endurspeglar það. Skoðun 4.11.2022 12:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent