Landspítalinn

Fréttamynd

Grunur um að nokkrir hafi sýkst tvisvar af Covid-19 hér á landi

Grunur er um að þrír til fjórir einstaklingar hér á landi hafi sýkst af Covid-19 í annað sinn. Eru tilvikin nú til rannsóknar hjá vísindamönnum Landspítalans. Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar segir að smit virðist almennt vera mun útbreiddari í samfélaginu nú en í fyrri bylgjum.

Innlent
Fréttamynd

Óbólusettur lagður inn á Landspítala

Óbólusettur sjúklingur með Covid-19 verður lagður inn á Landspítala í dag. Runólfur Pálsson yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala staðfestir þetta í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

„Rétt að anda ró­lega og líta björtum augum fram á veginn“

Ragnar Freyr Ingvarsson, sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum og fyrrverandi yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala, telur nokkurs konar „panik“ ástand ríkja eftir fregnir dagsins. Hann telur rétt að þjóðin andi rólega og minni sig á að hér sé þorri þjóðar bólusettur og að við séum vel í stakk búin til að takast á við fjórðu bylgju faraldursins.

Innlent
Fréttamynd

Fullbólusettir, lítið útsettir en smita allt að sex manns

Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala segir það koma sér mjög á óvart hversu margir smitist nú af kórónuveirunni. Hann telur að herða þurfi innanlandsaðgerðir fljótt. Varúðarráðstafanir voru hertar enn frekar á Landspítala í dag og starfsmenn beðnir að halda sér innan svokallaðrar sumarkúlu.

Innlent
Fréttamynd

Sjúklingur með Covid-19 lagður inn á Landspítala

Sjúklingur var lagður inn á Landspítala vegna Covid-19 í gær. Þetta er fyrsta innlögnin í nokkrar vikur, að sögn yfirmanns Covid-deildar. Hann telur að herða eigi aðgerðir á landamærum, til dæmis með skimun á Íslendingum.

Innlent
Fréttamynd

Meðferðarkjarninn á stærð við tvo knattspyrnuvelli

Heildarkostnaður við byggingu nýs Landspítala við Hringbraut hefur aukist um ríflega sextán milljarða króna. Húsnæðið verður eitt það stærsta sem byggt hefur verið hér á landi og mun kosta hartnær áttatíu milljarða króna.

Innlent
Fréttamynd

Hafna því að standa sig ekki í að finna fötluðu fólki heimili

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafnar því að borgin standi sig ekki nægilega vel í uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk. Margir þeirra geðfötluðu einstaklinga sem borgin sinni hafi haft lögheimili í öðrum sveitarfélögum við komuna á geðdeild en breyti um lögheimili til að auka líkur á að fá viðeigandi húsnæði eða þjónustu sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Nýr Land­spítali 16,3 milljörðum dýrari

Ráðgert er að kostnaður við nýbyggingar Landspítalans á Hringbraut muni nema 79,1 milljarði króna þegar allt er talið. Það er 16,3 milljörðum meira en kostnaðarmat gerði ráð fyrir árið 2017, ef miðað er við verðlag síðasta desembermánaðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gerði ónauðsynlegar ennisholu- og nefaðgerðir og beitti gömlum aðferðum

Læknirinn á Handlæknastöðinni, sem sviptur var starfsleyfi, gerði fyrst og fremst ónauðsynlegar ennisholuaðgerðir og ónauðsynlegar skurðaðgerðir á nefi. Þá notaðist hann í sumum tilfellum við aðferðir í aðgerðum sínum sem hafa ekki verið viðurkenndar í mörg ár. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir lækninn hafa misfarið með almannafé og að til skoðunar sé hvort farið verði í dýpri rannsókn á málinu. 

Innlent
Fréttamynd

Umfangsmesta mál sem ratað hefur á borð landlæknis

Landlæknir segir mál háls, nef- eyrnalæknis sem sviptur var starfsleyfi fyrir að framkvæma fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða vera umfangsmesta mál sem komið hefur á borð embættisins. Embættið skoði nú hvort máli læknisins verði vísað til lögreglu. Landspítalinn hafði sett lækninn í bann við skurðstofuvinnu en það ljáðist að tilkynna um það til landlæknis. 

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi ónauðsynlegra aðgerða þar á meðal á tveggja ára barni

Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun embættis landlæknis um að svipta háls, nef- og eyrnalækni starfsleyfi sem læknir fyrir að gera ónauðsynlegar skurðaðgerðir. Læknirinn framkvæmdi að mati óháðra sérfræðinga tólf ónauðsynlegar aðgerðir, þar á meðal á tveggja ára barni. Hann er talinn hafa stefnt sjúklingum í hættu. 

Innlent
Fréttamynd

Konur sendar að fæða á Skagann vegna plássleysis

Mikið álag hefur verið á fæðingardeild Landspítalans síðustu vikur en gert er ráð fyrir metfjölda í fæðingum í sumar. Vegna plássleysis hafa konur verið beðnar um að fæða á Akranesi að sögn yfirlæknis.

Innlent
Fréttamynd

Ein­róma á­kall um einka­­­væðingu í Lækna­blaðinu

Öll spjót standa á heil­brigðis­ráð­herra í nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðsins og virðist lækna­stéttin hafa fengið nóg af að­ferðum og á­herslum hans í heil­brigðis­kerfinu. Að minnsta kosti verður varla annað skilið af fyrstu blað­síðum blaðsins þar sem skoðanir fram­kvæmda­stjóra lækninga á Land­spítala og tveggja fyrr­verandi formanna Lækna­fé­lags Ís­lands eru dregnar fram, ýmist í við­tölum eða skoðana­greinum.

Innlent
Fréttamynd

Konur í landinu fá hrós dagsins

Í gær, þann 1. júlí 2021, bárust þau tíðindi að heilbrigðisyfirvöld hefðu ákveðið að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur til Íslands eftir að þær voru fluttar til Danmerkur í janúar. Krabbameinsfélagið fagnar þessari ákvörðun, sem er stórt skref í þá átt að vinda ofan af þeim vandræðum sem uppi eru varðandi leghálsskimanir. Ákvörðunin mun á endanum draga úr vantrausti kvenna og stytta biðtíma eftir niðurstöðum verulega.

Skoðun