Börn og uppeldi

Fréttamynd

Áttaði sig á því að þau geta ekki flutt

Móðir drengs með alvarlega heyrnarskerðingu vill að táknmál verði skyldufag á öllum skólastigum. Fjölskyldan er utan af landi en getur nú hvergi annars staðar búið en í Reykjavík, þar sem eini skólinn með viðeigandi sérþekkingu er starfræktur.

Innlent
Fréttamynd

Tilbúin að reyna aftur við barneignir

Hjónin Chrissy Teigen og John Legend eru tilbúin að reyna aftur við barneignir eftir að ófæddur sonur þeirra Jack lést árið 2020 eftir tuttugu vikna meðgöngu. Chrissy hefur verið mjög opin með barneignarferlið og missinn hjá þeim hjónum og hefur hún áður gengist undir glasafrjóvgunarmeðferðir til þess að eignast börnin sín.

Lífið
Fréttamynd

Biðlista barna burt

Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar fjallað um langa biðlista barna eftir greiningu og meðferð hjá Þroska- og hegðunarmiðstöð [ÞHM], Ráðgjafar- og greiningarstöð [RGS] og fleirum, samtals hátt í 2000 börn sem mörg hver þurfa að bíða 12 mánuði og jafnvel mun lengur. Vandamálið er hreint ekki nýtt af nálinni og undið verulega upp á sig síðustu ár. Sem dæmi fjölgaði börnum á biðlista eftir greiningu hjá ÞHM árið 2021 úr 600 í 800 eða um þriðjung. Svipað hlutfall og var 2020 og 2019.

Skoðun
Fréttamynd

Ætla aldrei að eignast börn og segja fólk af­skipta­samt

Fólk sem hefur tekið ákvörðun um að eignast aldrei börn segir að konur verði fyrir meira aðkasti en karlar þegar kemur að barnleysi. Maður sem ákvað að fara í ófrjósemisaðgerð segir að heilbrigðiskerfið reyni að stýra fólki frá þeirri ákvörðun að fara í aðgerðina.

Lífið
Fréttamynd

Ofurfyrirsætan Adriana Lima á von á barni

Fyrirsætan Adriana Lima birti sitt fyrsta Tik Tok myndband fyrr í dag þar sem hún tilkynnti að lítið barn sé á leiðinni. Í myndbandinu má sjá hvernig kærastinn hennar Andre Lemmers er reglulega að bregða henni og hvernig hún nær að bregða honum til baka með óléttuprófinu.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta virkar ekki alveg saman“

Sólborg Guðbrandsdóttir er 25 ára kona sem hefur þrátt fyrir ungan aldur gefið út tvær bækur. Annarsvegar bókina Fávitar og síðan bókina Aðeins færri Fávitar.

Lífið
Fréttamynd

Hálfgerð jafningjafræðsla fyrir feður

Feðrafræðsla verður haldin um helgina í aðdraganda Valentínusardagsins enda er ekkert rómantískara en að vera til staðar fyrir makann sinn eins og Árni Kristjánsson í hagsmunafélaginu Fyrstu fimm orðaði það. Félagið, ásamt Jógasetrinu, stendur fyrir fræðslunni Finndu þig í föðurhlutverkinu sem verður haldin næstkomandi sunnudagskvöld.

Lífið
Fréttamynd

Leiklist nýtt til efla börnin

Leiklist leikur stórt hlutverk í leikskólanum Laufskála þar sem börnin stíga reglulega á svið. Um sérstakt verkefni er að ræða sem vakið hefur athygli.

Innlent
Fréttamynd

Samtal um þriðju vaktina er nauðsynlegt

Frumkvæði eða skortur þar á er oft vandamál sem kemur upp hjá pörum segir Hafliði Kristinsson fjölskyldu- og hjónaráðgjafi í viðtali hjá Reykjavík síðdegis. Hinn aðilinn þarf að vera viljugur til þess að taka þátt í verkefnum innan heimilisins til þess að finna jafnvægi sem hentar öllum en viðtalið má heyra í heild sinni hér að neðan.

Lífið
Fréttamynd

„Skiptir hlutverk feðra gjörsamlega engu máli?“

Dóra Björt Guðjóndóttir, borgarfulltrúi Pírata og Sævar Ólafsson íþróttafræðingur eiga von á sínu fyrsta barni saman. Þegar til skoðunar kom hjá ljósmóður á dögunum var Sævari gert að bíða fyrir utan og það þykir Dóru Björt ekki boðlegt.

Innlent
Fréttamynd

Brotið gegn börnum

Samantekt Barnaverndarstofu um fjölda tilkynninga til Barnaverndarnefnda um brot gegn börnum á árunum 2019-2021 leiðir í ljós að tilkynningum hefur fjölgað um 16,9% á covid árunum 2020-2021.

Skoðun
Fréttamynd

Flestar beiðnir um nektarmyndir koma frá ókunnugum

Algengast er að börn og ungmenni séu beðin um það af ókunnugum að senda eða deila af sér nektarmyndum. Fjögur af hverjum tíu börnum í 8. til 10. bekk hafa verið beðin um að senda af sér nektarmynd og meira en helmingur ungmenna á framhaldsskólaaldri.

Innlent
Fréttamynd

Bætum lagaumhverfi tæknifrjóvgana og treystum tilvonandi foreldrum

Það er ekki sjálfsagður hlutur að eignast barn. Það reynist mörgum erfitt og stundum þarf aðstoð tækninnar við. Tæknifrjóvgun er langt, kostnaðarsamt ferli og reynir oft mjög á fólk. Barneignir er flestum sjálfsögð og jákvæð upplifun en getur fyrir aðra einkennst af erfiðu sálrænu og líkamlegu kapphlaupi og átökum við blákalda tölfræði og endurtekin vonbrigði.

Skoðun
Fréttamynd

Börn skila sér illa til tannlækna

Tannlæknar hafa verulegar áhyggjur af því að þúsundir barna skili sér ekki í reglulegt eftirlit til tannlækna. Á sama tíma eru tannlækningar barna ókeypis fyrir utan árlegt 2.500 krónu komugjald sem greitt er einu sinni á 12 mánaða tímabili.

Innlent