Eistland

Fréttamynd

Evrópu­ríki lýsa yfir ó­á­nægju með breytingar Pfizer

Nokkur Evrópuríki hafa lýst yfir óánægju vegna fyrirhugaðra breytinga á afhendingaráætlun Pfizer. Færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans munu berast til Evrópu frá og með næstu viku vegna þess að Bandaríkjadeild framleiðandans ætlar að hægja á flutningi efnisins til Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Kallas fær umboðið í Eistlandi

Kaja Kallas, leiðtogi Umbótaflokksins, fékk í dag umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í Eistlandi. Útlit er því fyrir að hún verði fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Fjöldi yfirmanna hjá Danske Bank sleppur við ákæru

Fjöldi yfirmanna hjá Danske Banka getur nú andað léttar eftir að tilkynnt var að þeir hafi sloppið undan ákæru í tengslum við rannsókn á peningaþvættishneykslinu í Eistlandi. DR segir frá því að mál sex fyrrverandi stjórnarmanna bankans hafi verið felld niður.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hættir í kjöl­far um­mæla um banda­rísku kosningarnar

Mart Helme, innanríkisráðherra Eistlands og meðlimur hægri öfgaflokksins Ekre, hefur sagt af sér embætti í kjölfar umræðu um orð sem hann lét falla í lok síðustu viku þar sem hann efaðist um sigur Joes Biden í bandarisku forsetakosningunum.

Erlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi ráð­herra hafnar kaf­báts­kenningu

Fyrrverandi varnarmálaráðherra Svíþjóðar hefur hafnað þeirri kenningu eistnesks saksóknara og rannsakanda að orsök þess að ferjan Estonia hafi sokkið, óveðursnóttina 1994, hafi verið árekstur við sænskan kafbát.

Erlent
Fréttamynd

Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát

Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994.

Erlent
Fréttamynd

Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum

Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi.

Erlent