Eistland
Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér
Olíuflutningaskipið Eagle S, sem grunur leikur á að hafi valdið bilun á sæstreng í Eystrasalti, sigldi grunsamlega hægt framhjá strengnum í gær, samkvæmt gögnum MarineTraffic. Skipið er talið vera hluti af hinum rússneska „skuggaflota“.
Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði
Bilun varð í nótt í sæstreng sem flytur rafmagn á milli Finnlands og Eistlands. Grunur er um að tvö flutningaskip sem voru í nágrenni strengsins þegar hann rofnaði hafi unnið skemmdarverk á honum en annað þeirra var á leið frá Pétursborg í Rússlandi.
Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn
Sæstrengur sem liggur á milli Eistlands og Finnlands er rofinn að sögn forsætisráðherra Finnlands, Petteri Orpo.
Ungt fólk býr lengst heima í Króatíu en styst í Finnlandi
Í fyrra var meðalaldur ungs fólks í Evrópu þegar það flutti að heima í 26,3 ára. Það er minna en það var árinu áður þegar meðalaldurinn var 26,4 ára. Hæsti meðalaldurinn er í Króatíu þar sem ungt fólk er að meðaltali 31,8 ára þegar það flytur að heiman.
Úkraínumenn berjist með „aðra hönd bundna fyrir aftan bak“
Tregða Bandaríkjanna og annarra ríkja til að leyfa Úkraínumönnum að nota vopn frá þeim innan landamæra Rússlands er mikil vonbrigði. Þetta segir formaður utanríkismálanefndar Eistlands sem telur afstöðuna hættulega og merki um veikleika. Mikið sé í húfi fyrir allsherjaröryggi í Evrópu.
Sumarflug á fimmtudögum til Tallinn
Lettneska flugfélagið airBaltic hefur bætt Tallinn í Eistlandi við sem nýjum áfangastað á áætlun sinni frá Keflavíkurflugvelli næsta sumar. Flogið verður vikulega á fimmtudögum milli KEF og Tallin. Fyrsta flug til Keflavíkurflugvallar verður 14. maí 2025. Þetta er annar áfangstaður félagsins frá KEF, en áður hefur airBaltic flogið frá Riga í Lettlandi.
Pálmasynir selja IKEA-starfsemina í Eystrasaltslöndunum
Þeir Jón og Sigurður Gísli Pálmasynir hafa selt rekstur IKEA í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Þeir munu áfram reka IKEA verslunina á Íslandi.
Kominn tími til að Hopp og Zolo fái samkeppni
Eistneska rafhlaupahjólaleigan Bolt hóf starfsemi á Íslandi í gær. Leiguverðið er mun lægra en hefur áður tíðkast á Íslandi og segir rekstrarstjórinn markmið þeirra að vera ávallt með lægsta verðið. Reynt verður að koma í veg fyrir að fólk undir áhrifum áfengis noti hjólin.
Kallas segir af sér vegna nýja starfsins
Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, hefur sagt af sér en mun sitja áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Kalls hefur verið útnefnd til að taka við sem næsti yfirmaður utanríkis- og öryggismála hjá Evrópusambandinu.
Martröð að fara á útikamar í svartamyrkrinu í Eistlandi sem barn
Í síðustu viku var heimildarmynd um ofurhlauparann Mari Järsk frumsýnd á Stöð 2 en þar fór hún yfir lífshlaup sitt og fylgdist Sigrún Ósk einnig með henni þegar hún tók þátt í bakgarðshlaupi í Þýskalandi.
Fylgdi Mari Jaersk á æskuslóðir: „Hann stakk hníf inn í lungun á pabba tvisvar“
„Mari er ein áhugaverðasta manneskja sem ég hef hitt á ævinni,” segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem er að leggja lokahönd á heimildarmynd um ofurhlauparann Mari Jaersk sem verður sýnd á Stöð 2 þann 1. maí næstkomandi, en Vísir frumsýnir hér fyrstu stikluna úr myndinni.
Aukið fé til varnarmála og herskylda lykilviðbrögð við ásækni Rússa
Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, segir Eista bæði upplifa öryggi vegna aðildar sinnar að Atlantshafsbandalaginu en einnig óttast næstu skref Vladimir Pútín Rússlandsforseta.
Senda fleiri eldflaugar og fallbyssur til Úkraínu
Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð ætla að tilkynna í dag nýjan fjögur hundruð milljóna dala pakka af hernaðaraðstoð til Úkraínu. Þetta yrði fyrsti pakkinn af þessu tagi frá Bandaríkjunum í nokkra mánuði en fjárveitingar til hernaðaraðstoðar situr fastur í bandaríska þinginu.
Jón Baldvin heiðraður með afmælisávarpi á eistneska þinginu
Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins var heiðraður á 85 ára afmælisdegi sínum í Riigikogu, eistneska þinginu, í dag.
Sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsþjóða: Söguleg upprifjun
Sjálfstæðisbarátta ykkar á seinustu áratugum seinustu aldar var þjóðarvakning: syngjandi byltingin. En hún var líka pólitísk grasrótarhreyfing – fyrir lýðræðið: Mannlega keðjan (e. Human chain).
Eftirlýst í Rússlandi vegna sovéskra minnisvarða
Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands. Taimar Peterkop, nokkurskonar ráðuneytisstjóri ríkisstjórnar Eistlands er einnig eftirlýstur í Rússlandi en talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir þau eftirlýst vegna niðurrifs á sovéskum minnisvörðum.
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Barátta um skotfæri
Nærri því tvö ár eru liðin frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Engar vísbendingar eru um að stríðið muni enda í bráð en staða Úkraínumanna hefur versnað nokkuð á undanförnum mánuðum og má það að miklu leyti rekja til skorts á skotfærum.
Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO
Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti.
Skólar í Finnlandi og í Eistlandi fá PISA upplýsingar
Í Eistlandi og í Finnlandi eru grunnskólarnir sem taka þátt í PISA könnuninni upplýstir um árangurinn, ólíkt því sem tíðkast hér á landi.
Gengur illa að auka framleiðslu skotfæra
Ætlanir Evrópusambandsins varðandi sendingar skotfæra til Úkraínu virðast ekki ætla að ganga eftir. Vandræði Evrópuríkja við að auka framleiðslu skotfæra gæti komið niður á vörnum Úkraínumanna og veitt Rússum ákveðið forskot.
Skemmdir á öðrum sæstreng í Eystrasalti
Carl-Oskar Bohlin, ráðherra almannavarnamála í Svíþjóðar, segir að skemmdir hafi orðið á sæstreng sem liggur á milli Svíþjóðar og Eistlands í Eystrasalti. Hann segir að ekki hafi orðið rof á strengnum og að hann geti áfram verið starfræktur.
NATO hótar afdráttarlausum viðbrögðum ef skemmdirnar reynast viljaverk
Atlantshafsbandalagið hefur heitið afdráttarlausum viðbrögðum ef það kemur í ljós að skemmdir á gasleiðslu sem liggur á milli Finnlands og Eistlands reynast viljaverk.
Finnski herinn rannsakar nýjan gasleka í Eystrasalti
Her og öryggislögregla Finnlands rannsaka nú mögulegan leka í gasleiðslu sem tengir Finnland saman við norðurevrópska gasleiðslunetið. Aðfararnótt sunnudagsins lækkaði þrýstingurinn skyndilega í einni leiðslunni.
„Í landinu er margt sem minnir á Ísland, ekki síst pólitíkin og umræðan í þjóðfélaginu“
Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi hjá fjölþjóðasveit Atlantshafsbandalagsins í Eistlandi, segist háma í sig fréttir eins og sykurfíkill sælgæti. Og svo margar séu þær fjölmiðlaáskriftirnar að hann eiginlega vilji ekki telja þær.
Mari lenti í öðru sæti eftir 260 kílómetra hlaup
Ofurhlauparinn Mari Jaersk hafnaði í öðru sæti í Heavy metal ultra bakgarðshlaupinu í Eistlandi í kvöld eftir 39 hringja hlaup. Hver hringur er 6,7 kílómetrar og hljóp Mari því samtals 261 kílómetra á mótinu.
Eistland lögleiðir hjónabönd samkynhneigðra
Þingið í Eistlandi samþykkti í gær nýja löggjöf sem leyfir samkynhneigðu fólki að ganga í hjónaband. Eistland er því fyrsta Eystrasaltslandið til þess að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra.
Bætist í hóp ríkja sem styðja inngöngu Úkraínu í NATO
Eistar bætast í hóp þeirra ríkja Atlantshafsbandalagsins sem styðja inngöngu Úkraínu. Viljayfirlýsing var undirrituð í gær í Zítómír héraði í norðurhluta Úkraínu
Flokkur Kaju Kallas vann kosningasigur í Eistlandi
Umbótaflokkur Kaju Kallas, forsætisráðherra Eistlands, vann sigur í eistnesku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn hlaut rúmlega 31 prósent atkvæða og verður stæsti flokkurinn á þingi.
Engin merki um sprengingu á skrokki Estonia
Engin merki eru um að farþegaferjan Estonia hafi rekist á skip eða annan fljótandi hlut áður en það sökk í miklu óveðri aðfaranótt 28. september 1994. Engin merki eru heldur um að sprenging hafi orðið og þannig grandað ferjunni. 852 fórust þegar ferjan sökk.
Rússar segja að sendingar vestrænna skriðdreka muni engu máli skipta
Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútíns, forseta Rússlands, segir að hergagnasendingar Vesturlanda til Úkraínu muni ekki hafa nein áhrif á stöðu mála á víglínum landsins. Sendingarnar muni eingöngu auka á vandræði Úkraínumanna.