NBA

Fréttamynd

NBA: Miami vann upp 20 stiga forskot og óheppnin eltir Dallas

Miami Heat vann sinn sautjánda sigur í síðustu átján leikjum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þrátt fyrir að lenda 20 stigum undir á móti Golden State Warriors. Dallas Mavericks tapar enn án Dirk Nowitzki og liðið missti annan byrjunarliðsmann í meiðsli í nótt þegar Caron Butler meiddist. San Antonio Spurs og Chicago eru bæði áfram á mikilli siglingu.

Körfubolti
Fréttamynd

KR-ingar Reykjavíkurmeistarar í körfunni og það án Pavels

KR-ingar tryggðu sér Reykjavíkurmeistaratitilinn í körfubolta með sjö stiga sigri á Fjölni í Grafarvogi fyrir áramót. KR-ingar unnu úrslitaleikinn án leikstjórnanda síns Pavels Ermolinskij sem var búinn að lofa sér í góðgerðaleik í Borgarnesi. Þetta kom fram á karfan.is

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: New Orleans vann í Boston og Lakers marði Philadelphia

Boston Celtics tapaði sínum þriðja leik af síðustu fjórum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar New Orleans Hornets sótti sigur í Boston. Hornets-liðið hafði aðeins unnið einn útisigur í tíu leikjum þar á undan. Los Angeles Lakers rétt marði Philadelphia 76ers á heimavelli og Chicago Bulls vann í tólfta sinn í síðustu fjórtán leikjum.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: San Antonio vann Dallas og fimm í röð hjá Orlando

San Antonio Spurs heldur áfram frábæru gengi sínu í NBA-deildinni í körfubolta og í nótt vann liðið sigur á nágrönnum sínum í Dallas Mavericks í uppgjöri tveggja efstu liðana í Vestrinu. Orlando Magic er líka komið á skrið eftir risa-skiptin á dögunum og vann í nótt sinn fimmta leik í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Kraftaverka-sigurkarfa Tyreke Evans í nótt - myndband

Það var ótrúlegur endakaflinn í leik Sacramento Kings og Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í nótt. O.J. Mayo hélt að hann hefði tryggt Memphis 98-97 sigur með frábærri körfu 1,5 sekúndum fyrir leikslok en Tyreke Evans átti lokaorðið þegar hann skoraði sigurkörfuna með sannkölluðu kraftaverkaskoti frá miðju.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Dwyane Wade yfir 40 stigin annað kvöldið í röð

Dwyane Wade skoraði yfir 40 stig annað kvöldið í röð þegar Miami Heat vann sinn tíunda útileik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Boston Celtics liðið tapaði óvænt fyrir Detroit Pistons en meistararnir í Los Angeles Lakers enduðu þriggja leikja taphrinu með sigri á New Orleans Hornets. Charlotte Bobcats er búið að vinna tvo fyrstu leiki sína undir stjórn Paul Silas.

Körfubolti
Fréttamynd

Shaq sektaður um fjórar milljónir

Shaquille O’Neal leikmaður Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta, fékk væna sekt fyrir að drulla yfir dómara á dögunum. Hann var þá mjög ósáttur þegar hann fékk sína sjöttu villu í glímu sinni við Dwight Howard, miðherja Orlando Magic, í leik liðanna um helgina.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Kobe klikkaði á 13 skotum í röð í tapi Lakers fyrir San Antonio

Það gengur lítið hjá meisturum Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta þessa daganna en liðið tapaði fyrir San Antonio Spurs í nótt. Þetta var þriðji skellur Lakers-liðsins í röð og liðið hefur ekki skorað meira en 82 stig í þeim öllum. Miami Heat, Orlando Magic, Chicago Bulls og Boston Celtics unnu öll í nótt en Dallas Mavericks tapaði óvænt á heimavelli á móti Toronto.

Körfubolti
Fréttamynd

Ming er úr leik út tímabilið - Houston vill losa sig við kínverska risann

Kínverski miðherjinn Yao Ming mun ekki leika fleiri leiki á tímabilinu með Houston Rockets í NBA deildinnni í körfuknattleik vegna meiðsla í ökkla. Ming, sem er 2.29 metrar á hæð, hefur lítið leikið með Houston á undanförnum misserum vegna meiðsla. Samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla eru forráðamenn Houston að skoða þann möguleika að láta Ming fara frá félaginu í leikmannaskiptum.

Sport
Fréttamynd

Blake Griffin með tvö af tíu flottustu tilþrifum næturinnar

Blake Griffin, nýliði Los Angeles Clippers, hefur verið fastagestur í samantektum NBA-deildarinnar í körfubolta yfir flottustu tilþrifin á þessu tímabili. Tvær svakalegar troðslur Griffin í nótt komust inn á topp tíu listann og þar að auki fagnaði hann og félagar hans í Clippers góðum sigri.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: San Antonio og Chicago aftur á sigurbraut

San Antonio Spurs og Chicago Bulls unnu bæði sína leiki í NBA-deildinni í körfubolta í nótt eftir að sigurgöngur liðanna enduðu í leiknum á undan. Spurs vann Washington Wizards en Chicago vann nágrannana í Detroit í framlengingu.

Körfubolti
Fréttamynd

Miami valtaði yfir Lakers - Orlando á siglingu

Jólastórleikur NBA-deildarinnar stóð ekki undir væntingum þar sem Miami vann fyrirhafnarlítinn sigur á slöku liði LA Lakers. Kobe Bryant frumsýndi nýja, eiturgræna skó í leiknum sem einhverjir félaga hans notuðu líka en það virkaði ekki því leikmenn Lakers virtust vera með hugann við jólahaldið heima hjá sér.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe tekur á móti LeBron James í kvöld

Það er boðið upp á jólakörfuboltaveislu á Stöð 2 Sport klukkan 22.00 í kvöld þegar LA Lakers tekur a móti Miami Heat. Þar mætast tveir bestu körfuboltamenn heims, Kobe Bryant og LeBron James.

Körfubolti
Fréttamynd

Nowitzki með fyndin hreindýrahorn

Leikmenn NBA-liðsins Dallas Mavericks virðast ekki eiga mikla framtíð fyrir sér sem söngvarar ef mið er tekið af frammistöðu þeirra í jólamyndbandi félagsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Carmelo Anthony missti systur sína

Carmelo Anthony, aðalstjarna NBA-körfuboltaliðsins Denver Nuggets, var ekki með liðinu á móti San Antonio Spurs í nótt. Hann fékk leyfi til að fara heim til fjölskyldu sinnar eftir að systir hans dó.

Körfubolti
Fréttamynd

Jackson orðinn þreyttur á jóladagsleikjunum

Það er hefð fyrir því að bjóða upp á stórleiki í Bandaríkjunum á hátíðardögum. Stóru liðin í bandarísku íþróttalífi líða fyrir það og þá sérstaklega LA Lakers sem virðist alltaf eiga leik á jóladag.

Körfubolti