Reykjavík

Fréttamynd

Á annað hundrað í Álftamýrarskóla í sóttkví

Um hundrað nemendur og sextán kennarar við Álftamýrarskóla eru farnir í sóttkví þar til þeir fá niðurstöðu úr skimun á föstudaginn. Um er að ræða nemendur og kennara í 8., 9. og 10. bekk skólans. Nemandi í 9. bekk greindist með Covid-19.

Innlent
Fréttamynd

Bólu­setja í stórum stíl undir sin­fóníu­tónum

Stór bólusetningardagur verður í Laugardalshöll í dag þegar byrjað verður að bólusetja fólk á öllum aldri með undirliggjandi langvinna sjúkdóma. Dagurinn verður óvenjulegur að því leytinu til að Sinfoníuhljómsveit Íslands mun spila undir. 

Innlent
Fréttamynd

Ný mathöll opnar í Borgartúni á morgun

„Upphaflega stóð til að opna fyrir páska en í ljósi aðstæðna ákváðum við að fresta opnuninni um stundarsakir. Í svona ástandi er enginn tími fullkominn en við ætlum að ríða á vaðið núna,“ segir Björn Bragi Arnarsson í viðtali við Vísi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Nei, mér er ekki í nöp við Dag B. Eggertsson“

Ólafur Guðmundsson varaborgarfulltrúi botnaði skopmynd hins snjalla Gunnars Karlsson með því að segja að best væri að setja túrbó í bíl Vigdísar Hauksdóttur þar sem hún hefur verið stöðvuð á sínum kappakstursbíl af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Öll sem voru á Ís­lenska barnum 9. apríl fari í skimun

Einstaklingur sem smitaður var af kórónuveirunni sótti Íslenska barinn í miðbæ Reykjavíkur föstudaginn 9. apríl. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu barsins nú síðdegis þar sem gestir barsins þann daginn eru hvattir til þess að fara í skimun.

Innlent
Fréttamynd

Annar starfsmaður smitaðist á undan og veiran fengið að „malla“

Talið er að starfsmaður á leikskólanum Jörfa í Reykjavík sem greindist fyrst smitaður af kórónuveirunni á föstudag hafi smitast af öðrum starfsmanni leikskólans. Sá hafi einnig mætt með einkenni til vinnu í síðustu viku og veiran því fengið að „malla“ einhvern tíma inni á leikskólanum.

Innlent
Fréttamynd

Foreldrar um hópsmitið á Jörfa: „Ég held að margir séu reiðir en við höfum öll gert mistök“

Móðir fimm ára drengs á leikskólanum Jörfa sem greindist með covid-19 um helgina tekur ástandinu af æðruleysi og er þakklát að sonur hennar sé ekki mikið veikur. Hún segir nokkra reiði ríkja meðal foreldra eftir að í ljós kom að smit sem upp kom á leikskólanum megi rekja til brots á reglum um sóttkví en allir geti lent í því að gera mistök og allir geri sitt besta.

Innlent
Fréttamynd

Skora á borgarstjórn að falla frá áformum um lækkun hámarkshraða

Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, mótmælir harðlega áformum meirihluta borgarstjórnar um að lækka hámarkshraða á öllum götum í umsjá borgarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Verði. Fulltrúaráðið heldur því fram að áformin muni að óbreyttu ýta umferðinni frekar inn í íbúðahverfi sem verði til þess að ógna umferðaröryggi allra vegfarenda, líkt og það er orðað í tilkynningunni.

Innlent
Fréttamynd

Hraðalækkanir: Fyrir hvern?

Snemma á níunda áratug síðustu aldar hafði fólk tekið eftir aukningu í umferðaróhöppum og slysum áratugina á undan.

Skoðun
Fréttamynd

22 börn auk starfsfólks leikskólans Jörfa í sóttkví

22 börn og allri starfsmenn á einni deild leikskólans Jörfa í Reykjavík eru í sóttkví eftir að kórónuveirusmit kom upp hjá starfsmanni á leikskólanum. Smitið greindist í gær og er óvíst hvort leikskólinn getur verið opinn að sögn Bergljótar Jóhannsdóttur, leikskólastjóra á Jörfa.

Innlent
Fréttamynd

Golffár á Fróni og nú þegar slegist um rástímana

Áhugi á golfinu hefur ekki verið eins mikill í annan tíma á Íslandi. Þó tímabilið sé ekki hafið og nú sé svokallað vetrargolf stundað, sem áður var bara meðal þeirra hörðustu, eru allir rástímar sem í boði eru upp bókaðir og biðlistar í að komast í klúbbana.

Innlent
Fréttamynd

Grunaður um sölu áfengis úr bílnum

Lögregluþjónar stöðvuðu í nótt bíl í Árbænum vegna gruns um að ökumaður hans væri að selja áfengi úr bílnum. Töluvert magn af áfengi var tekið úr bílnum og haldlagt.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherrar mætast fyrst í Reykjavík

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, mun ferðast til Íslands í næsta mánuði. Þá mun hann leiða sendinefnd Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík og taka við formennsku í ráðinu til næstu tveggja ára.

Innlent
Fréttamynd

Byrjað að rífa hlaðinn vegg á Austurvelli

Byrjað var í morgun að rífa niður hlaðinn vegg og beð norðan megin á Austurvelli. Veggurinn nær allt frá veitingastaðnum Duck and Rose þar sem áður var Kaffi París austan megin að American Bar vestan megin á torginu.

Innlent
Fréttamynd

Hámarkshraði verði hvergi yfir 50 km/klst á borgargötum

Dregið verður úr umferðarhraða á götum í eigu Reykjavíkurborgar og verður hámarkshraði hvergi yfir 50 km/klst samkvæmt tillögu að hámarkshraðaáætlun sem var samþykkt í skipulags- og samgönguráði borgarinnar í dag. Stefnt er að því að enginn slasist alvarlega eða látist í umferðarslysum í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Gísli Marteinn syrgir elsku Tinna sinn

„Elsku Tinni er dáinn. Hann kvaddi í gærmorgun eftir þriggja vikna veikindi. Hann var fallegasti og besti hundur sem ég hef kynnst og við söknum hans svo ótrúlega mikið.“

Lífið