Akureyri

Fréttamynd

Vegagerðin bendir á að Tröllaskagagöng yrðu bæði löng og dýr

Vegagerðin telur mikilvægt að ráðist verði í félagshagfræðilega úttekt á áhrifum Tröllaskagaganga áður en ráðist verði í frekari rannsóknir á aðstæðum. Í umsögn sinni um þingsályktunartillögu um að hafin verði vinna við rannsóknir bendir Vegagerðin á að Tröllaskagagöng yrðu bæði löng og dýr og bent er á annan valkost.

Innlent
Fréttamynd

Áfram Akureyrarflugvöllur

Við Akureyringar og Norðlendingar höfum um árabil barist fyrir því að koma á reglulegu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll og höfum horft til þess að bæta aðstöðuna á vellinum með stærri flugstöð, stærra flughlaði og betri lendingarbúnaði.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðarsátt?

Ísland er að verða eitt mesta borgríki veraldar. Um 60% þjóðarinnar búa á höfuðborgarsvæðinu á meðan til að mynda 18% frönsku þjóðarinnar búa í höfuðborginni París og rúm 13% bresku þjóðarinnar búa í London.

Skoðun
Fréttamynd

Sá fræjum með nýrri námsbraut í sviðslistum

Undirbúningur fyrir nýja námsbraut í Menntaskólanum á Akureyri, kjörnámsbraut með áherslu á sviðslistir er hafinn. Vonir standa til að strax á næsta ári gefist nemendum kostur á sviðslistanáminu. Námsbrautin er sérstakt samstarfsverkefni M.A. og Leikfélags Akureyrar. Marta Nordal, leikhússtjóri, segir að í samfélagi örra tæknibreytinga, öðlist skapandi greinar mikilvægari sess en áður.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er algjör gullnáma fyrir okkur“

Vösk sveit flugvirkjanema hefur að undanförnu stundað nám sitt á Flugsafni Íslands á Akureyri. Það er gullnáma að komast í flugvélarnar sem þar eru að sögn fagstjóra námsins.

Innlent
Fréttamynd

Niceair á að tengja Akureyri við Evrópu

Hópur fjárfesta á Eyjafjarðarsvæðinu kannar grundvöll fyrir áætlunarflugi milli Akureyrar og Evrópu. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, sem stýrir verkefninu sem ber vinnuheitið Niceair, er handviss um að eftirspurnin sé til staðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Pósthúsbarnum á Akureyri lokað

Pósthúsbarinn, einn helsti skemmtistaðurinn á Akureyri, heyrir brátt sögunni til. Staðarmiðillinn Kaffið greinir frá og lýsir tíðindunum sem nokkru höggi fyrir skemmtanalíf Norðanmanna þar sem skemmtistaðir séu ekki margir.

Viðskipti innlent