Borgarbyggð

Fréttamynd

Segir far­aldurinn hafa breytt við­horfi til fjar­náms

Faraldur kórónuveirunnar breytti viðhorfi til Háskólans á Bifröst að sögn rektors skólans sem segir fjölga í þeim hópi nemenda sem kjósa fjarnám. Hún segir fjarnám mikið jafnréttismál en nemendur skólans hafa aldrei verið fleiri.

Innlent
Fréttamynd

Hætta leit í dag

Leit að Modestas Antanavicius hefur að mestu verið hætt í dag án árangurs. Hátt í 150 björgunarsveitarmenn ásamt lögreglu og landhelgisgæslu tóku þátt í umfangsmikilli leit að manninum í Borgarfirði í dag.

Innlent
Fréttamynd

Umfangsmikil leit að Modestas stendur enn yfir

Hátt í 150 björgunarsveitarmenn, ásamt lögreglu og landhelgisgæslu, taka þátt í umfangsmikilli leit að Modestas Antanavicius. Síðast sást til Modestas á laugardag síðastliðinn 7. janúar.

Innlent
Fréttamynd

Gekk vel að slökkva eldinn í Skorradal

Slökkviliðsmönnum í Borgarbyggð gekk mjög vel að slökkva eld sem kviknaði í sumarbústað í Skorradal í morgun. Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, segir áhöfn fyrsta bílsins sem mætti á vettvang hafa verið fljóta að ná tökum á eldinum.

Innlent
Fréttamynd

Út­tekt á um­kvörtunum í garð MAST

Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) hefur gagnrýnt vinnubrögð Matvælastofnunar (MAST) harðlega að undanförnu vegna hægra viðbragða í málinu í Borgarbyggð þar sem um var að ræða alvarleg vanhöld á dýrum. Þegar litið er til vinnubragða stofnunarinnar í því máli er ljóst að ástandið varðandi búfjáreftirlit er háalvarlegt varðandi dýr í neyð.

Skoðun
Fréttamynd

Hvorki harð­ýðgi né svelti á bænum í Borgar­firði

Nautgripir á bæ í Borgarfirði sem Matvælastofnun tók við ábyrgð á um helgina voru hvorki beittir harðýðgi né sveltir, að sögn yfirdýralæknis stofnunarinnar. Langflestum kúm og kvígum var komið fyrir annars staðar en naut voru send í slátrun.

Innlent
Fréttamynd

Hundruð hyggjast bjarga dýrunum á Nýja­bæ

Rúmlega hundrað manns hafa sagst hafa áhuga á því að fara að Nýjabæ í Borgarfirði á morgun til að bjarga þeim búfénaði sem er þar. MAST og lögreglan á Vesturlandi biðlar til fólks að mæta ekki. 

Innlent
Fréttamynd

Vann til alþjóðlegra verðlauna í píanóleik

Þrátt fyrir að Borgfirðingurinn Anna Þórhildur Gunnarsdóttir sé ekki nema tuttugu og fjögurra ára gömul þá var hún að vinna til alþjóðlegra píanóverðlauna en hún var að ljúka þriggja ára meistaranámi í Hollandi. Nú stefnir hún á doktorsnám.

Menning
Fréttamynd

Alvarlegt bílslys í Borgarfirði

Alvarlegt bílslys varð á sjöunda tímanum í kvöld norður af Barnafossi í Borgarfirði. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti einn slasaðan til Reykjavíkur á slysadeild. 

Innlent
Fréttamynd

MAST neitaði að selja van­rækta hesta

Matvælastofnun neitaði að samþykkja kauptilboð í hesta sem endað hafa í vörslu stofnunarinnar vegna vanrækslu. Stofnunin segir að lagaheimild fyrir kaupunum sé ekki til staðar og hyggst halda áfram að slátra hestum sem enda í vörslu stofnunarinnar, bregðist eigendur ekki við.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra krefur MAST svara um velferð dýra

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur kallað eftir upplýsingum frá Matvælastofnun um framkvæmd eftirlits þeirra og verkferla vegna velferðar dýra þegar grunur vaknar um að umráðamenn uppfylli ekki ákvæði laga þess efnis.

Innlent
Fréttamynd

Hin hrossin send aftur til eig­enda

Þrettán hross í Borgarfirði voru aflífuð af Matvælastofnun (MAST) í gær vegna alvarlegs ástands. Önnur hross reyndust vera í ásættanlegum holdum og var skilað til umráðamanns. Tíu þeirra eru þó sögð vera í viðkvæmu ástandi.

Innlent
Fréttamynd

Efast um hæfi MAST

Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) segja viðbrögð Matvælastofnunar (MAST) við vanrækslu hrossa í Borgarfirði ekki vera í samræmi við alvarleika málsins. Samtökin skora á MAST að tryggja viðunandi aðbúnað dýranna á meðan málið er enn í skoðun. 

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er svo mikill hryllingur“

Búið er að hleypa hestunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um í sumar út. Þeir voru lokaðir inni um langt skeið og efast hestafólk í nærsveitum um að þeir lifi veturinn af, svo illa eru þeir farnir. 

Innlent