Ísafjarðarbær Húsnæðisskorturinn verði vonandi úr sögunni strax á næsta ári Lýðskólinn á Flateyri hefur þurft að vísa frá umsækjendum vegna húsnæðisskorts í bænum. Ráða á bót á húsnæðisvandanum með byggingu nemendagarða, fyrstu íbúðarhúsum sem byggð verða í bænum í 25 ár. Innlent 17.9.2021 09:01 „Eins og ber að skilja er enginn sigurvegari í þessu máli“ Sátt hefur náðst í máli Sifjar Huldar Albertsdóttur gegn Ísafjarðarbæ en Sif hætti störfum sem bæjarfulltrúi fyrr á árinu vegna eineltismáls. Innlent 30.8.2021 21:53 Tugir í sýnatöku eftir að tveir nemendur greindust smitaðir á Ísafirði Tveir nemendur í 1. bekk Grunnskólans á Ísafirði greindust smitaðir af kórónuveirunni og hafa tugir verið sendir í sýnatöku og sóttkví vegna þess. Engir fleiri hafa greinst smitaðir í þeim hraðprófum sem hafa verið tekin í dag. Innlent 29.8.2021 14:40 Grænlendingar kaupa sex hraðfleygar farþegaþyrlur Grænlenska flugfélagið Air Greenland, sem er í eigu landsstjórnar Grænlands, hefur keypt sex þyrlur af gerðinni Airbus H155. Fyrsta þyrlan kemur við á Íslandi í dag á leiðinni frá Evrópu til nýrra heimkynna og lenti hún á Egilsstöðum klukkan 12.40 til eldsneytistöku. Þaðan áætla flugmennirnir að fara í loftið klukkan 13.30 áleiðis til Ísafjarðar með lendingu þar um klukkan 15.30 en þaðan verður svo flogið áfram til Kulusuk. Innlent 28.8.2021 13:13 Smit komið upp hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru sem segist hafa snúið við blaðinu Skipverji á Páli Pálssyni ÍS greindist með Covid-19 í gær. Jákvæð niðurstaða fékkst úr hraðprófi og er nú beðið niðurstöðu úr PCR-prófi. Fimmtán manna áhöfn verður í sóttkví þar til hún liggur fyrir. Innlent 27.8.2021 11:39 Tekur við sem bankastjóri Blábankans á Þingeyri Stjórn Blábankans hefur ráðið Birtu Bjargardóttur sem næsta bankastjóra Blábankans á Þingeyri. Viðskipti 25.8.2021 13:31 Starfsmaður Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða greindist smitaður í gær Starfsmaður HVEST greindist smitaður af kórónuveirunni í gær. Tveir samstarfsmenn og átta skjólstæðingar starfsmannsins eru komnir í sóttkví. Innlent 13.8.2021 14:08 Yfir þrjátíu vinsælustu tónlistarmenn landsins hafa spilað í garðinum hjá Láru Fleiri en þrjátíu vinsælustu tónlistarmenn Íslands hafa troðið upp í garði einum við ósköp venjulegt fjölskylduheimili á Þingeyri á Vestfjörðum. Það eru hjónin Lára Dagbjört Halldórsdóttir og Pétur Sigurðsson sem standa fyrir tónleikunum sem eru gestum að kostnaðarlausu. Lífið 12.8.2021 15:35 Á von á mikilli uppsveiflu í komu skemmtiferðaskipa á næstu árum Meira en fimmtíu skemmtiferðaskip hafa lagst að bryggju á Ísafirði í sumar. Hafnarstjóri segir að koma skemmtiferðaskipa í Skutulsfjörð í sumar hafi verið kærkomin breyting frá því í fyrra. Von er á að tæplega sextíu skip komi til Ísafjarðar á þessu ári. Innlent 12.8.2021 13:00 27 milljón króna miðar keyptir á Þingeyri og í Varmahlíð Tveir ljónheppnir þátttakendur í Lottóinu skiptu með sér aðalvinningi kvöldsins. Hvor fær 27,4 milljónir í sinn hlut. Innlent 7.8.2021 19:48 Ernst & Young velur Guðmund Fertram einn af frumkvöðlum ársins Ernst & Young í Bandaríkjunum hefur útnefnt Guðmund Fertram Sigurjónsson, forstjóra Kerecis, sem einn af ellefu frumkvöðlum ársins 2021 í Mið-Atlantshafsflokknum. Verðlaunin eru á meðal þeirra stærstu sem í boði eru fyrir frumkvöðlastörf. Viðskipti innlent 7.8.2021 10:06 Einstaklega róleg byrjun á helginni: „Hér er allt eins og blómstrið eina“ Fólk á ferð um landið skemmti sér fallega í nótt, allavega í þeim lögregluembættum sem Vísir náði tali af nú í morgunsárið. Þetta virðist ætla að vera róleg verslunarmannahelgi í tvö hundruð manna samkomubanni, lögreglumönnum til einstakrar ánægju. Innlent 31.7.2021 09:28 Tveir íbúar á Hlíf smitaðir Tveir íbúar á Hlíf, íbúðakjarna fyrir aldraða á Ísafirði, hafa greinst með kórónuveiruna. Þetta staðfestir Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu. Innlent 26.7.2021 16:17 Líf og fjör um allt land Líf og fjör er í öllum landshlutum um helgina. Ögurhátíðin í Ísafjarðardjúpi nær hámarki með Ögurballi í kvöld, þar sem boðið verður upp á rabbarbaragraut með rjóma í danspásum. Innlent 17.7.2021 21:47 Hafði upp á stærstum hluta þýfisins af sjálfsdáðum Gunnar Sean Eggertsson, vélfræðingur á Patreksfirði, dó ekki ráðalaus þegar BMW Alpina B-10 bíll hans frá árinu 1991 var strípaður í upphafi árs. Hann lagðist í mikla rannsóknarvinnu sem varð til þess að hann endurheimti stóran hluta þýfisins þótt þjófurinn hafi bíllykilinn enn í sínum fórum. Kom hann lögreglu á snoðir um það sem virkar sem umfangsmikinn þjófnað og útflutning á þýfi. Innlent 17.7.2021 07:01 Flateyri komin í tísku hjá Íslendingum „Mig langaði að prófa að fara á verbúð,“ segir Sunna Reynisdóttir aðspurð hvernig áratuga ástarsamband þeirra Magnúsar Eggertssonar er til komið. Hjónin reka saman Bryggjukaffi á Flateyri við Önundarfjörð þar sem gestagangur í sumar hefur farið fram úr björtustu vonum heimafólks. Viðskipti innlent 16.7.2021 08:15 Jón Þór tekinn við Vestra Jón Þór Hauksson hefur verið ráðinn þjálfari Vestra í Lengjudeild karla. Hann hefur skrifað undir samning við félagið út tímabilið. Íslenski boltinn 15.7.2021 10:50 Breytingar hjá Vestra Heiðar Birnir Torleifsson er hættur sem þjálfari Vestra í Lengjudeild karla en þetta staðfesti félagið í kvöld. Íslenski boltinn 12.7.2021 23:00 Glódís og Steinþór giftu sig á á Flateyri Margverðlaunaða fimleikakonan Glódís Guðgeirsdóttir og athafna- og veitingamaðurinn Steinþór Helgi Arnsteinsson giftu sig á veitingastaðnum Vagninum á Flateyri í gær. Lífið 7.7.2021 16:38 Segja Vestfirði ekki þola frekari tafir á vegagerð „Vegakerfið á Vestfjörðum þolir einfaldlega ekki frekari tafir á samþykktum vegaframkvæmdum,“ segir í ályktun frá Vestfjarðastofu og sveitarfélögum á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum vegna frétta af frestun útboðs á Dynjandisheiði. Innlent 6.7.2021 12:35 Kaupir allt hlutafé í Tækniþjónustu Vestfjarða EFLA og Tækniþjónusta Vestfjarða ehf. hafa undirritað samning um að EFLA kaupi allt hlutfé Tækniþjónustunnar. Viðskipti innlent 6.7.2021 11:36 Ósáttur skipstjóri grunaður um ölvun var sóttur af Gæslunni Tvo daga í röð í síðustu viku hafði Lögreglan á Vestfjörðum afskipti af skipstjórum strandveiðibáta á miðunum fyrir vestan. Innlent 29.6.2021 15:57 Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. Innlent 24.6.2021 22:11 Ísbjörninn sem reyndist líklega álft Ekki er útlit fyrir að ísbjörn hafi í raun komið á land á Hornströndum í nótt eftir að dýralæknir komst að þeirri niðurstöðu við skoðun á sýni að svæðinu að líklegast hafi verið um grasætu að ræða. Innlent 23.6.2021 12:00 Telja ekki um hvítabjörn að ræða Leit er hætt að ísbirni á Hornströndum en eftir „nánari eftirgrennslan og rannsóknir“ er ekki talið að ummerki sem gönguhópur fann í gær séu eftir hvítabjörn. Innlent 23.6.2021 06:08 Leita á Hornströndum vegna mögulegra ummerkja um ísbjörn Leit stendur nú yfir á Hornströndum eftir að gönguhópur tilkynnti lögreglu á Vestfjörðum um ummerki eftir mögulegan ísbjörn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Vestfjörðum á öðrum tímanum í nótt. Innlent 23.6.2021 02:26 Fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra ráðinn framkvæmdastjóri Háafells Gauti Geirsson sjávarútvegsfræðingur hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Háafells ehf., fiskeldisfyrirtækis í eigu Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. Viðskipti innlent 18.6.2021 11:27 „Maður getur aldrei tryggt það að allir verði sáttir“ Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sér ekki hvað bærinn hefði getað gert öðruvísi í máli Sifjar Huldar Albertsdóttur, sem sagði af sér sem bæjarfulltrúi í gær. Hún hefur krafið bæjarfélagið um bætur vegna þess hvernig það tók á kvörtun hennar um einelti sem hún segist hafa orðið fyrir af hálfu starfsmanns Ísafjarðarbæjar. Innlent 15.6.2021 20:38 Hættir sem bæjarfulltrúi og krefst bóta vegna eineltis Sif Huld Albertsdóttir, bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, hefur sagt af sér störfum vegna eineltis embættismanns bæjarins gegn henni. Hún hefur þá gert bótakröfu á hendur bæjarins vegna málsins. Innlent 14.6.2021 16:53 Vestri í úrvalsdeildina Vestri mun leika í deild þeirra bestu í íslenskum körfubolta karla á næstu leiktíð. Körfubolti 11.6.2021 21:43 « ‹ 12 13 14 15 16 17 18 19 20 … 31 ›
Húsnæðisskorturinn verði vonandi úr sögunni strax á næsta ári Lýðskólinn á Flateyri hefur þurft að vísa frá umsækjendum vegna húsnæðisskorts í bænum. Ráða á bót á húsnæðisvandanum með byggingu nemendagarða, fyrstu íbúðarhúsum sem byggð verða í bænum í 25 ár. Innlent 17.9.2021 09:01
„Eins og ber að skilja er enginn sigurvegari í þessu máli“ Sátt hefur náðst í máli Sifjar Huldar Albertsdóttur gegn Ísafjarðarbæ en Sif hætti störfum sem bæjarfulltrúi fyrr á árinu vegna eineltismáls. Innlent 30.8.2021 21:53
Tugir í sýnatöku eftir að tveir nemendur greindust smitaðir á Ísafirði Tveir nemendur í 1. bekk Grunnskólans á Ísafirði greindust smitaðir af kórónuveirunni og hafa tugir verið sendir í sýnatöku og sóttkví vegna þess. Engir fleiri hafa greinst smitaðir í þeim hraðprófum sem hafa verið tekin í dag. Innlent 29.8.2021 14:40
Grænlendingar kaupa sex hraðfleygar farþegaþyrlur Grænlenska flugfélagið Air Greenland, sem er í eigu landsstjórnar Grænlands, hefur keypt sex þyrlur af gerðinni Airbus H155. Fyrsta þyrlan kemur við á Íslandi í dag á leiðinni frá Evrópu til nýrra heimkynna og lenti hún á Egilsstöðum klukkan 12.40 til eldsneytistöku. Þaðan áætla flugmennirnir að fara í loftið klukkan 13.30 áleiðis til Ísafjarðar með lendingu þar um klukkan 15.30 en þaðan verður svo flogið áfram til Kulusuk. Innlent 28.8.2021 13:13
Smit komið upp hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru sem segist hafa snúið við blaðinu Skipverji á Páli Pálssyni ÍS greindist með Covid-19 í gær. Jákvæð niðurstaða fékkst úr hraðprófi og er nú beðið niðurstöðu úr PCR-prófi. Fimmtán manna áhöfn verður í sóttkví þar til hún liggur fyrir. Innlent 27.8.2021 11:39
Tekur við sem bankastjóri Blábankans á Þingeyri Stjórn Blábankans hefur ráðið Birtu Bjargardóttur sem næsta bankastjóra Blábankans á Þingeyri. Viðskipti 25.8.2021 13:31
Starfsmaður Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða greindist smitaður í gær Starfsmaður HVEST greindist smitaður af kórónuveirunni í gær. Tveir samstarfsmenn og átta skjólstæðingar starfsmannsins eru komnir í sóttkví. Innlent 13.8.2021 14:08
Yfir þrjátíu vinsælustu tónlistarmenn landsins hafa spilað í garðinum hjá Láru Fleiri en þrjátíu vinsælustu tónlistarmenn Íslands hafa troðið upp í garði einum við ósköp venjulegt fjölskylduheimili á Þingeyri á Vestfjörðum. Það eru hjónin Lára Dagbjört Halldórsdóttir og Pétur Sigurðsson sem standa fyrir tónleikunum sem eru gestum að kostnaðarlausu. Lífið 12.8.2021 15:35
Á von á mikilli uppsveiflu í komu skemmtiferðaskipa á næstu árum Meira en fimmtíu skemmtiferðaskip hafa lagst að bryggju á Ísafirði í sumar. Hafnarstjóri segir að koma skemmtiferðaskipa í Skutulsfjörð í sumar hafi verið kærkomin breyting frá því í fyrra. Von er á að tæplega sextíu skip komi til Ísafjarðar á þessu ári. Innlent 12.8.2021 13:00
27 milljón króna miðar keyptir á Þingeyri og í Varmahlíð Tveir ljónheppnir þátttakendur í Lottóinu skiptu með sér aðalvinningi kvöldsins. Hvor fær 27,4 milljónir í sinn hlut. Innlent 7.8.2021 19:48
Ernst & Young velur Guðmund Fertram einn af frumkvöðlum ársins Ernst & Young í Bandaríkjunum hefur útnefnt Guðmund Fertram Sigurjónsson, forstjóra Kerecis, sem einn af ellefu frumkvöðlum ársins 2021 í Mið-Atlantshafsflokknum. Verðlaunin eru á meðal þeirra stærstu sem í boði eru fyrir frumkvöðlastörf. Viðskipti innlent 7.8.2021 10:06
Einstaklega róleg byrjun á helginni: „Hér er allt eins og blómstrið eina“ Fólk á ferð um landið skemmti sér fallega í nótt, allavega í þeim lögregluembættum sem Vísir náði tali af nú í morgunsárið. Þetta virðist ætla að vera róleg verslunarmannahelgi í tvö hundruð manna samkomubanni, lögreglumönnum til einstakrar ánægju. Innlent 31.7.2021 09:28
Tveir íbúar á Hlíf smitaðir Tveir íbúar á Hlíf, íbúðakjarna fyrir aldraða á Ísafirði, hafa greinst með kórónuveiruna. Þetta staðfestir Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu. Innlent 26.7.2021 16:17
Líf og fjör um allt land Líf og fjör er í öllum landshlutum um helgina. Ögurhátíðin í Ísafjarðardjúpi nær hámarki með Ögurballi í kvöld, þar sem boðið verður upp á rabbarbaragraut með rjóma í danspásum. Innlent 17.7.2021 21:47
Hafði upp á stærstum hluta þýfisins af sjálfsdáðum Gunnar Sean Eggertsson, vélfræðingur á Patreksfirði, dó ekki ráðalaus þegar BMW Alpina B-10 bíll hans frá árinu 1991 var strípaður í upphafi árs. Hann lagðist í mikla rannsóknarvinnu sem varð til þess að hann endurheimti stóran hluta þýfisins þótt þjófurinn hafi bíllykilinn enn í sínum fórum. Kom hann lögreglu á snoðir um það sem virkar sem umfangsmikinn þjófnað og útflutning á þýfi. Innlent 17.7.2021 07:01
Flateyri komin í tísku hjá Íslendingum „Mig langaði að prófa að fara á verbúð,“ segir Sunna Reynisdóttir aðspurð hvernig áratuga ástarsamband þeirra Magnúsar Eggertssonar er til komið. Hjónin reka saman Bryggjukaffi á Flateyri við Önundarfjörð þar sem gestagangur í sumar hefur farið fram úr björtustu vonum heimafólks. Viðskipti innlent 16.7.2021 08:15
Jón Þór tekinn við Vestra Jón Þór Hauksson hefur verið ráðinn þjálfari Vestra í Lengjudeild karla. Hann hefur skrifað undir samning við félagið út tímabilið. Íslenski boltinn 15.7.2021 10:50
Breytingar hjá Vestra Heiðar Birnir Torleifsson er hættur sem þjálfari Vestra í Lengjudeild karla en þetta staðfesti félagið í kvöld. Íslenski boltinn 12.7.2021 23:00
Glódís og Steinþór giftu sig á á Flateyri Margverðlaunaða fimleikakonan Glódís Guðgeirsdóttir og athafna- og veitingamaðurinn Steinþór Helgi Arnsteinsson giftu sig á veitingastaðnum Vagninum á Flateyri í gær. Lífið 7.7.2021 16:38
Segja Vestfirði ekki þola frekari tafir á vegagerð „Vegakerfið á Vestfjörðum þolir einfaldlega ekki frekari tafir á samþykktum vegaframkvæmdum,“ segir í ályktun frá Vestfjarðastofu og sveitarfélögum á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum vegna frétta af frestun útboðs á Dynjandisheiði. Innlent 6.7.2021 12:35
Kaupir allt hlutafé í Tækniþjónustu Vestfjarða EFLA og Tækniþjónusta Vestfjarða ehf. hafa undirritað samning um að EFLA kaupi allt hlutfé Tækniþjónustunnar. Viðskipti innlent 6.7.2021 11:36
Ósáttur skipstjóri grunaður um ölvun var sóttur af Gæslunni Tvo daga í röð í síðustu viku hafði Lögreglan á Vestfjörðum afskipti af skipstjórum strandveiðibáta á miðunum fyrir vestan. Innlent 29.6.2021 15:57
Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. Innlent 24.6.2021 22:11
Ísbjörninn sem reyndist líklega álft Ekki er útlit fyrir að ísbjörn hafi í raun komið á land á Hornströndum í nótt eftir að dýralæknir komst að þeirri niðurstöðu við skoðun á sýni að svæðinu að líklegast hafi verið um grasætu að ræða. Innlent 23.6.2021 12:00
Telja ekki um hvítabjörn að ræða Leit er hætt að ísbirni á Hornströndum en eftir „nánari eftirgrennslan og rannsóknir“ er ekki talið að ummerki sem gönguhópur fann í gær séu eftir hvítabjörn. Innlent 23.6.2021 06:08
Leita á Hornströndum vegna mögulegra ummerkja um ísbjörn Leit stendur nú yfir á Hornströndum eftir að gönguhópur tilkynnti lögreglu á Vestfjörðum um ummerki eftir mögulegan ísbjörn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Vestfjörðum á öðrum tímanum í nótt. Innlent 23.6.2021 02:26
Fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra ráðinn framkvæmdastjóri Háafells Gauti Geirsson sjávarútvegsfræðingur hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Háafells ehf., fiskeldisfyrirtækis í eigu Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. Viðskipti innlent 18.6.2021 11:27
„Maður getur aldrei tryggt það að allir verði sáttir“ Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sér ekki hvað bærinn hefði getað gert öðruvísi í máli Sifjar Huldar Albertsdóttur, sem sagði af sér sem bæjarfulltrúi í gær. Hún hefur krafið bæjarfélagið um bætur vegna þess hvernig það tók á kvörtun hennar um einelti sem hún segist hafa orðið fyrir af hálfu starfsmanns Ísafjarðarbæjar. Innlent 15.6.2021 20:38
Hættir sem bæjarfulltrúi og krefst bóta vegna eineltis Sif Huld Albertsdóttir, bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, hefur sagt af sér störfum vegna eineltis embættismanns bæjarins gegn henni. Hún hefur þá gert bótakröfu á hendur bæjarins vegna málsins. Innlent 14.6.2021 16:53
Vestri í úrvalsdeildina Vestri mun leika í deild þeirra bestu í íslenskum körfubolta karla á næstu leiktíð. Körfubolti 11.6.2021 21:43