Jafnréttismál

Fréttamynd

Biðmál í borginni

Í kosningasjónvarpi árið 1998 fjallaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi borgarstjóri, um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru kosningamál og 1600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi.

Skoðun
Fréttamynd

Tíminn sem fór í að ræða perra inni í hreyfingunni með ó­líkindum

Brynjar Karl Sigurðsson frumkvöðull og körfuboltaþjálfari segir íslenska menningu þjakaða af andvaraleysi og að fólk sé upp til hópa of upptekið af dyggðaskreytingum. Brynjar segist í nýjasta þætti Podcasts með Sölva Tryggvasyni hafa upplifað ótrúlega atburði á síðustu árum innan körfuboltahreyfingarinnar. 

Lífið
Fréttamynd

Svik VG í jafn­réttis­málum

Á vettvangi alþjóðamála er litið til Íslands sem fyrirmyndar hvað varðar löggjöf jafnréttismála, áherslu stjórnvalda á að sinna frumkvæðisskyldunni á sviði jafnréttismála og árangur af framkvæmd verkefna. Við formennsku Íslands í Evrópuráðinu vakti áhersla á jafnréttismál kynja mikla athygli og sóst var eftir aðkomu Íslands að ritun nýrrar kynjajafnréttisstefnu Evrópuráðsins, sem gildir til ársins 2029. Stefna Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs byggir á fjórum grunnstoðum. Meðal þeirra er kvenfrelsi og félagslegt réttlæti. Jafnréttismál eru því sannarlega málaflokkur VG.

Skoðun
Fréttamynd

Hættur kynhlutleysisins

Undanfarið hefur verið mikil umræða í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um breytingar á íslensku í átt að kynhlutlausu máli. Það bitastæðasta í þessari umræðu eru tvær greinar sem Höskuldur Þráinsson fyrrverandi prófessor hefur nýlega skrifað í Vísi.

Skoðun
Fréttamynd

Áttaði sig á stöðunni á fundi með Höllu

Eliza Reid forsetafrú Íslands segist fyrst hafa áttað sig á stöðu jafnréttismála hér á landi þegar hún sat stjórnarfund með Höllu Tómasdóttur verðandi forseta Íslands þar sem hún gaf barn á brjósti á sama tíma og hún stýrði fundinum. Eliza segist stolt af síðustu átta árum á Bessastöðum

Lífið
Fréttamynd

Katrín og kvenhatrið

Nýjasta útspil stuðningsmanna Katrínar Jakobsdóttur um að það sé merki um kvenhatur og kvenfyrirlitningu (Jón Ólafsson og Berglind Rós Magnúsdóttir) að hafa efasemdir um framboð Katrínar til forsetaembættisins er athyglisvert, rétt eins og fliss Ragnars Kjartanssonar yfir orðinu elíta, vegna þess að öll tilheyra þau menningarelítunni sem Auður Jónsdóttir gagnrýndi nýlega í frægri grein í Heimildinni og njóta augljóslega góðs af nálægðinni við Katrínu og hennar öfluga stuðningsfólk.

Skoðun
Fréttamynd

Auður í krafti karla

Fyrir 25 árum fór ég fyrir verkefninu Auður í krafti kvenna, átaki til að valdefla konur og virkja frumkvæði þeirra og kraft til efnahags- og samfélagslegra framfara. Til urðu tugir fyrirtækja og hundruð nýrra starfa á meðan á átakinu stóð.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég var pæja sem vildi ekki vera með ljótan gulan hatt á hausnum“

„Það er fyrirséð að um allan heim mun vanta fleira fólk í tæknigeirann í framtíðinni. Það er skortur á fólki nú þegar og fyrirséð að sá skortur er. Þannig að óháð öllu öðru, þá er það líka einfaldlega staðreynd að samfélögum vantar að fá fleiri konur til að velja tækni,“ segir Lena Dögg Dagbjartsdóttir, verkefnastjóri Vertonet.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Hverjir bera á­byrgð á að halda launum kvenna niðri?

Undanfarið hef ég fylgst af aðdáun með umfjöllun um kvenlækna sem flettu ofan af launamun kynja á Landspítalanum. Umfjöllunin hefur reyndar ekki farið nógu hátt, en þær komust að því að karlkyns sérfræðilæknar sem voru ráðnir seinna en þær fengu allir hærri laun en þær. Þær virðast hafa haft þó nokkuð fyrir því að grafa þessar upplýsingar upp og eiga mikið hrós skilið fyrir að taka þennan slag.

Skoðun
Fréttamynd

For­­dæma brott­vísun mansals­þol­enda og vilja nýja stefnu

Íslandsdeild Amnesty International fordæmir brottvísanir íslenskra stjórnvalda á umsækjendum um alþjóðlega vernd sem eru mansalsþolendur og hvetur stjórnvöld til að endurskoða stefnu sína er varðar umsækjendur um alþjóðlega vernd sem eru þolendur mansals. Vinna er hafin í dómsmálaráðuneytinu við nýja aðgerðaráætlun um mansal. 

Innlent
Fréttamynd

Við­horf breytist ekki við það bara að klæða sig í lög­reglu­búning

Sérfræðingar frá UN Women vinna nú að því að taka út lögreglufræðikennslu á Íslandi og inntökuprófið í til dæmis sérsveitina út frá kynjajafnrétti. Verkefninu stýra þau Jane Townsley og Gerry Campbell sem bæði störfuðu áður sem lögreglumenn en vinna nú að samþættingu kynjajafnréttis innan lögreglu um allan heim. Bæði voru þau á landinu í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldaúrsagnir kvenna úr mann­kyninu

„Íslenska er orða frjósöm móðir/ekki þarf að sníkja, bræður góðir,“ orti Hjálmar Jónsson frá Bólu. Bræður góðir? Hvar eru systurnar? Góðu? Frjó umræða um tungumálið ætti að vera hið besta mál. En frjó umræða er eitt, ofsafengnar deilur um „hið kynlausa“ tungumál er annað. Þar er meira undir.

Innlent
Fréttamynd

Út­rýming mannsins á RÚV

Við Íslendingar teljumst herlaus þjóð, en undanfarin ár hefur óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég dreg mig í hlé og fer bara og stofna kaffi­hús“

Birna Einarsdóttir athafnakona og stjórnarformaður Iceland seafood skaut föstum skotum að Snorra Mássyni fjölmiðlamanni á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem nú fer fram í Silfurbergi í Hörpu. Þar stýrði Snorri pallborðsumræðum. 

Lífið
Fréttamynd

„Ég var skít­hrædd að senda þessa tölvu­pósta“

„Ég var skíthrædd að senda þessa tölvupósta. Hafði alltaf haft á mér þann merkimiða að ég væri svona „introvert“ og alls ekki nógu góð í neinu sem héti tengslanetsmyndun,“ segir Rakel Guðmundsdóttir eignarhaldsstjóri hjá Alfa Framtak og hlær.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Ó­sáttir karlar flautuðu á Fríðu

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fagnar 40 ára afmæli í ár og í tilefni þess verður öllu til tjaldað til að gera hlaupið sem glæsilegast. Þá verður því einnig fagnað að 40 ár eru liðin frá því að Fríða Bjarnadóttir hljóp fyrst íslenskra kvenna maraþon á Íslandi. Ári fyrr hafði henni verið meinuð þátttaka, því hún var kona.

Lífið
Fréttamynd

Bak­slag í streymi

Fyrir nokkrum dögum síðan kom út nýr þáttur af hlaðvarpinu Skoðanabræðrum þar sem þeir Bergþór og Snorri Mássynir ræddu við Patrik Atlason, eða Prettyboitjokko, um meðal annars stöðu kynjanna í samfélaginu í dag.

Skoðun
Fréttamynd

Tíma­skekkja á 21. öldinni

Ég var að lesa grein í Morgunblaðiðinu sem skrifuð var af tveimur mönnum og fjallaði um að konur ættu að vera heima og hugsa um börnin og menn um peningana. Eftir lesturinn kveiknuðu nokkrar hugleiðingar.

Skoðun
Fréttamynd

Karl­remba sé komin í tísku

Kynjafræðingur óttast að karlremba sé komin aftur í tísku. Umræða um að það þyki hugrekki að fara gegn femínistum og hinsegin fólki sé mjög alvarleg. 

Innlent
Fréttamynd

Ætlar hvorki að hætta að vinna né opna kaffi­hús

Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og þjónustu hjá flugfélaginu Play, segir tilvonandi eiginmann sinn, Snorra Másson, hvetja hana til dáða í hverju sem hún tekur sér fyrir á vinnumarkaði. Hún ætli sér þó hvorki að hætta að vinna né að opna kaffihús.

Lífið