Vinnumarkaður

Fréttamynd

Efling og SA: Lítið bar í milli

Eftir að nýr sáttasemjari kom að kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) hófust alvöru viðræður milli aðilanna í fyrsta sinn á miðvikudag í síðustu viku. Í góðri trú féllst samninganefnd Eflingar síðan á að fresta verkfallsaðgerðum á fimmtudagskvöld til miðnættis á sunnudag (19. feb.) til að greiða fyrir jákvæðum samningaviðræðum.

Skoðun
Fréttamynd

Er ríkis­stjórnin stikk­frí í kjara­deilunum?

Hvernig er unnt að höggva á hnútinn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins? Það virðist langt til lands og harkan færist í aukana með áformum atvinnurekenda um verkbann á 20 þúsund félaga verkalýðsfélagsins. Það er olía á eld í þessari kjaradeilu.

Skoðun
Fréttamynd

Vinnu­deilu­vopnið sem verið er að vekja úr dvala

Verkbannsvopnið hefur meira og minna legið í dvala á þessari öld en dæmi er um að því hafi verið beitt í vinnudeilum hér á landi, þó þau dæmi séu ekki mjög mörg. Verkföll launþega hafa í gegnum tíðina verið mun tíðari en verkbönn atvinnurekenda. Kosning stendur nú yfir á meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins um beitingu verkbanns í kjaradeilu SA og Eflingar.

Innlent
Fréttamynd

Þung­bært skref að boða verk­bann

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segir stöðuna sem upp er komin vera ömurlega. Hann segir það hafa verið þungbært skref að boða atkvæðagreiðslu um beitingu verkbanns. Svona gerist þó þegar forysta Eflingar neiti að starfa eftir leikreglum vinnulöggjafarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Stóra uppsögnin: 22% sjá eftir því að hafa sagt upp vinnunni

Í kjölfar Covid reið yfir atvinnulífið um allan heim bylgja sem aldrei áður hefur þekkst: Stóra uppsgögnin. Þar sem fólk í hrönnum sagði upp störfum sínum. Stundum til að fylgja eftir stórum draumum um róttækar breytingar. Stundum til að gerast giggarar. Stundum til að vinna fjarvinnu Og svo framvegis og svo framvegis.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Vinna á­fram með ramma fyrri kjara­samninga

Fulltrúi Samtaka atvinnulífsins segir samtökin telja að nú sé meiri forsendur til að ræða um gerð kjarasamnings á grundvelli þeirra sem meginþorri launafólks hefur þegar samþykkt eftir að samkomulag náðist við Eflingu um frestun verkfalla í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Verkfallsaðgerðum frestað

Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi.

Innlent
Fréttamynd

„Það versta var að verða opin­ber starfs­maður“

Í síðustu viku kom út skýrsla unnin af Intellecon undir yfirskriftinni Er ekki bara best að vinna hjá ríkinu? Þar er fjallað um fjölgun opinberra starfsmanna og laun eftir mörkuðum. Helsti boðskapur skýrslunnar er að fjölgun opinberra starfsmanna hafi verið óhófleg síðustu ár og að laun þeirra séu marktækt hærri en hjá starfsmönnum á almennum markaði. Hvort tveggja er þvæla.

Skoðun
Fréttamynd

Þetta er ekki hægt lengur

Það er hægt að segja ýmislegt um stríð Eflingar gegn almennri skynsemi, þær aðferðir sem er beitt og áhrifin sem þær hafa. En til að afmarka efnið verður hér einungis fjallað um það sem kalla mætti athyglisvert þolpróf á íslenskri vinnumarkaðslöggjöf.

Skoðun
Fréttamynd

Sól­veig Anna á­nægð að fá Ást­ráð inn

Formaður Eflingar lýsir yfir ánægju með að nýr ríkissáttasemjari hafi verið settur í kjaradeilu félagsins við SA. Hún ætli að mæta ásamt samninganefnd Eflingar á samningafund um leið og hann verði boðaður.

Innlent
Fréttamynd

Væntir þess að hið opin­bera stígi inn í deiluna

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefði ekki átt að láta undan þrýstingi frá Eflingu um að hann segði sig frá kjaradeilu félagsins við SA. Hann segir að til að afstýra verkfallsaðgerðum, sem muni hafa grafalvarlegar afleiðingar, verði Efling að mæta á samningafundi. Hann á von á einhverskonar viðbrögðum frá hinu opinbera, við þeim hnút sem deilan er nú í.

Innlent
Fréttamynd

Flutningur á lyfjum og mat gæti stöðvast vegna verk­falla

Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu deilir þungum áhyggjum með forstjórum hjúkrunarheimila af verkfalli olíubílstjóra sem hefst á morgun. Flutningur á mat og lyfjum gæti skerst verulega sem hefði gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir viðkvæmasta hóp samfélagsins. 

Innlent
Fréttamynd

Nú er nóg komið!

Nú er rétt ár liðið frá því að síðustu sóttvarnaraðgerðum var aflétt á landamærum Íslands, eftir tveggja ára barning og ólýsanlega erfiðleika allra í ferðaþjónustu. Endurreisn og viðspyrna greinarinnar hefur síðan verið öllum vonum framar, sem betur fer fyrir alla Íslendinga.

Skoðun
Fréttamynd

Guð­mundur verður við beiðni Aðal­steins

Vinnumarkaðsráðherra hefur samþykkt beiðni ríkissáttasemjara um að hann stígi til hliðar í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA). Tilnefndur verður aðstoðarsáttasemjari sem mun vinna að lausn deilunnar. 

Innlent
Fréttamynd

Er ekki bara best að vita um hvað maður er að tala?

Í vetur hafa ákveðnir stjórnmálamenn og forkólfar hagsmunasamtaka fyrirtækja á almennum markaði, ekki unnt sér hvíldar. Afbökuð orðræða um opinbera starfsmenn hefur einkennt málflutning þeirra og með litríkum spunameistaraæfingum er hamrað á því að hvítt sé svart. Og reyndar einnig að svart sé hvítt.

Skoðun
Fréttamynd

Af­vega­leiðing at­vinnu­rek­enda

Um allan heim er að renna upp fyrir stjórnvöldum að ein stærsta áskorunin sem samfélög standa frammi fyrir er skortur á starfsfólki í heilbrigðisþjónustu og umönnun á sama tíma og þörfin fyrir slíka þjónustu er að aukast mjög á næstu árum vegna hækkandi lífaldurs, hlutfallslegrar fjölgunar aldraðra og fólksfjölgunar.

Skoðun