Vinnumarkaður

Fréttamynd

Nokkrar „sturlaðar“ stað­reyndir um ís­lenskan vinnu­markað

Mikil og vaxanda ólga einkennir íslenskan vinnumarkað. Átök fara harðnandi og enn eina ferðina stöndum við frammi fyrir hættu á verkföllum. Ef eitthvað er að marka yfirlýsingar íslenskrar verkalýðsforystu einkennist íslenskt samfélag af græðgi, ójöfnuði og almennri láglaunastefnu. Verðbólga er Seðlabankanum og ríkisstjórninni að kenna. Atvinnulífið er gráðugt og svíkur og prettir starfsfólk sitt ítrekað og kerfisbundið. Fátt gott virðist hér að finna.

Skoðun
Fréttamynd

SA segja stöðuna í kjaradeilunni skelfilega

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir skelfilegt að verið sé að boða til enn frekari verkfalla á sama tíma og málaferli standi yfir bæði fyrir héraðsdómi og Félagsdómi. Hann og formaður Eflingar eru hins vegar bæði viss um sigur fyrir Félagsdómi þar sem málflutningur fór fram síðdegis.

Innlent
Fréttamynd

Ör­laga­ríkur dagur runninn upp í sögu­legri deilu

Spennan er farin að magnast í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Beðið er eftir að atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun tvö hefjist, beðið er eftir málflutningi í máli Eflingar og ríkissáttasemjara fyrir héraðsdómi og sömuleiðis málflutnings í máli Eflingar og SA fyrir félagsdómi. Þá liggur fyrir dómstólum að úrskurða hvort umdeild miðlunartillaga sáttasemjara standist lög.

Innlent
Fréttamynd

Nánast öllu starfs­fólki Cyren sagt upp

Nánast öllu starfsfólki tölvuöryggisfyrirtækisins Cyren hefur verið sagt upp, þar af þrjátíu starfsmönnum á Íslandi. Móðurfyrirtækið stendur á barmi gjaldþrots þrátt fyrir að rekstur íslensku deildarinnar hafi gengið vel. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tíma­bært að hefja ráðningar er­lends starfs­fólks?

Bókunarstaða ferðaþjónustunnar lofar svo sannarlega góðu fyrir næsta ár og líkur á harðri samkeppni um hæft starfsfólk eru miklar. Til að vel takist til þarf að huga snemma að því að ráða starfsfólk og veita því góða þjálfun.

Skoðun
Fréttamynd

Sól­veig krefst fundar með for­sætis­ráð­herra

Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra og gerir athugasemd við málflutning hennar um að miðlunartillaga ríkissáttasemjara standist skoðun. Fyrirtæki sem frekari verkfallsaðgerðir Eflingar gætu haft áhrif á eru að fara yfir stöðuna en vinnustöðvun gæti til dæmis sett innanlandsflug úr skorðum.

Innlent
Fréttamynd

Að sjá skóginn fyrir trjánum

Alþjóðlegar virðiskeðjur eru órjúfanlegur hluti af vegferð flestra íslenskra fyrirtækja. Því er mikilvægt að átta sig á öllum snertiflötum virðiskeðjunnar og að líta til hvaða áhrif starfsemin hefur út fyrir landsteinana, ekki einungis út frá vernd umhverfisins heldur líka hinum stoðum sjálfbærrar þróunar: félagslegri velferð og efnahagsvexti.

Skoðun
Fréttamynd

Boða fleiri verkföll á hótelum, í vörubílaakstri og olíudreifingu

Samninganefnd Eflingar hefur boðað til fleiri verkfalla, sem taka til hótelkeðjanna Berjaya Hotels, hótelsins The Reykjavík Edition, til þeirra sem starfa við vörubílaakstur og olíudreifingu. Atkvæðagreiðsla meðal félagsfólks sem boðanirnar taka til verða auglýstar á vef Eflingar fyrir hádegi í dag. Aftur er um að ræða ótímabundna vinnustöðvun sem mun hefjast klukkan tólf á hádegi 15. febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Dellu­at­hvarf Stefáns

Í átökum fólks á milli verður atburðarásin stundum furðuleg. Þegar mikið er undir skiptir miklu máli að geta sýnt fram á hvers vegna þitt sjónarmið skiptir máli. Stundum verður kappið of mikið og beinum eða óbeinum blekkingum er beitt, sem verða stundum til fyrir misskilning.

Skoðun
Fréttamynd

Að­för að réttindum laun­þega

Þegar sáttasemjari skýrði frá á blaðamannafundi, að hann hefði ákveðið að taka samningsréttinn frá aðilum yfirstandandi kjaradeilu, þá var það rauður þráður í orðræðu hans, hvað Eflingarfólk tapaði miklum peningum ef það samþykkti ekki þá samninga, sem Starfsgreinasambandið, (SGS) og Samtök atvinnulífsins (SA) hafa nú þegar gert.

Skoðun
Fréttamynd

Atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu í algjöru uppnámi

Ríkissáttasemjari segir engan lagalegan vafa leika á um skýra heimild hans til að leggja fram miðlunartillögu og aðgang hans að kjörskrá Eflingar. Efling ætlar ekki að afhenda Advania fyrir hönd ríkissáttasemjara félagatal sitt svo hægt verði að framkvæma atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans.

Innlent
Fréttamynd

Ekki á þeim buxunum að af­henda fé­laga­talið

Forsvarsmenn stéttarfélagsins Eflingar telja nauðsynlegt að dómstólar leysi úr lögmæti ákvörðunar ríkisáttasemjara um að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins. Félagið virðist ekki á þeim buxunum að afhenda embættinu félagatal sitt svo halda megi rafræna kosningu um miðlunartillögu.

Innlent
Fréttamynd

Vantrausti lýst yfir og ákvörðunin sögð atlaga að samningarétti

Efling hefur lýst yfir vantrausti á hendur ríkssáttasemjara vegna miðlunartillögu sem hann lagði fram í dag. Ríkissáttasemjari segir miðlunartillöguna trompa verkfall, komi til þess. Í yfirlýsingu Alþýðusambands Íslands segir að traust á embætti ríkissáttasemjara hafi skaðast með því að leggja fram „ótímabæra“ miðlunartillögu. 

Innlent
Fréttamynd

Ákvörðun ríkissáttasemjara geti haft alvarlegar afleiðingar

Drífa Snædal, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, segir ríkissáttasemjara setja stórhættulegt fordæmi með miðlunartillögu sinni í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hún segir ákvörðunina geta haft alvarlegar afleiðingar á samskipti á vinnumarkaði til lengri tíma. „Nánast ómögulegt“ sé fyrir félagsmenn að fella slíka tillögu. 

Innlent
Fréttamynd

„Hættu­legt for­dæmi til fram­tíðar“

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir miðlunartillögu ríkissáttasemjara vera vonbrigði. Halldór segist óttast að þetta gefi slæmt fordæmi til framtíðar. 

Innlent
Fréttamynd

Efling hafnar lög­mæti miðlunar­til­lögunnar

Efling hafnar lögmæti þeirrar miðlunartillögu sem ríkisáttasemjari hefur lagt fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Stéttarfélagið telur miðlunartillöguna fela það í sér að afstöðu SA sé þröngvað upp á Eflingu.

Innlent
Fréttamynd

Setur miðlunartillögu í atkvæðagreiðslu

Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur lagt fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót.

Innlent
Fréttamynd

Segir Sólveigu aldrei tilbúna í samtal

Ólöfu Helgu Adolfsdóttur ritara Eflingar líst illa á fyrirhuguð verkföll og vill greiða atkvæði um kjarasamning sambærilegan þeim sem önnur stéttarfélög hafa samþykkt. Hana grunar að öðrum hópi félagsfólks innan Eflingar verði boðið að fara í verkfall hafni starfsfólk Íslandshótela að leggja niður störf.

Innlent
Fréttamynd

Augljóst að verið sé að hræða starfsfólkið

Formaður Eflingar segir reynt að hræða starfsfólk Íslandshótela frá því að fara í verkfall sem hún hafi fulla trú á að félagsmenn samþykki. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að afturvirkar launahækkanir standi starfsfólki Eflingar til boða þar til verkfall skelli á.

Innlent
Fréttamynd

Vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga heldur einfalda hvata

„Það sem er svo mikilvægt er að fólk fari að átta sig á er að hringrásarhagkerfið er nýsköpun í raunheimum þar sem tíminn er naumur og við þurfum að fá sem flesta til að hlaupa hratt. Það vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga. Það er nóg til af þeim og nóg til af hugmyndum. En það þarf leiðandi aðila til að eiga verkefnin og því þarf að búa til einfalda og almenna hvata svo að sem flestir geti hlaupið af stað,“ segir Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Verkföll komi spánskt fyrir sjónir í ljósi góðra launa

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir að stemning fyrir verkföllum virðist vera lítil innan ferðaþjónustunnar. Rekstraraðilar hafa leitað til samtakanna vegna starfsfólks sem vilji skrá sig úr Eflingu. 

Innlent