Vegan

Fréttamynd

Vegan­istar svara Þor­björgu og bjóða henni á Cross­Fit æfingu

Árni Björn Kristjánsson, CrossFit þjálfari og veganisti til margra ára, gagnrýnir heilsu- og næringarþerapistann Þorbjörgu Hafsteinsdóttur fyrir fáfræði í garð veganisma. Þorbjörg var gestur í hlaðvarpsþætti þar sem hún tók undir þau orð að veganistar væru á villigötum.

Lífið
Fréttamynd

Reif meðalaldurinn rækilega niður á súrkálsnámskeiði

„Ég fékk að prófa mig áfram með ýmislegt heima og ég hef örugglega smitast af mömmu sem er frábær kokkur. Ég fór ekki að elda af alvöru fyrr en ég byrjaði að búa og ég hef varla náð hausnum upp úr pottunum síðan,“ segir Arna Engilbertsdóttir 26 ára stílisti og matargrúskari sem opnaði nýverið matarsíðuna Fræ.com.

Matur
Fréttamynd

Á suðupunkti í miðri vegantilraun: „Maður er alltaf svangur“

„Svona undir lok síðustu viku myndi ég segja að við hefðum orðið í fyrsta skipti alvarlega geðvond,“ segir Annska Arndal, íslenskukennari og leiðsögumaður, sem tekur þátt í vegantilrauninni í þáttaröðinni Kjötætur óskast sem er á Stöð 2 um þessar mundir.

Matur
Fréttamynd

Vegan baunaréttur með kólumbísku ívafi

„Ég þakka Völu fyrir áskorunina. Það er skemmtileg staðreynd að eldamennska hefur verið mikið í uppáhaldi hjá mér sem barn og eftir að ég varð vegan í maí 2018 þá fór ég að gera meira tilraunir með mat og hráefni,“ segir Davíð Sól Pálsson.

Matur
Fréttamynd

Hnetusósan sem bjargaði Lóu Pind í vegantilraun

„Þessar þrjár hnetusósur sem við kynntumst í annarri viku tilraunar, björguðu mér gjörsamlega í gegnum vegantilraunina,” segir Lóa Pind Aldísardóttir, leikstjóri þáttanna Kjötætur óskast! sem er á dagskrá Stöðvar 2 um þessar mundir.

Lífið
Fréttamynd

Vilja meira af grænmeti í skólamötuneyti landsins

Samtök grænkera á Íslandi hafa sent öllum sveitarfélögum landsins, ásamt leik og grunnskólum áskorun um aukið framboð grænkerafæðis í skólum. Samtökin segja grænkerafæði fullnægjandi mat, ekki þurfi neinar dýraafurðir í matinn. Þá sé grænkerafæði hluti af baráttunni við loftlagsvána.

Innlent
Fréttamynd

Mun sakna smjörsins meira en kjötmáltíðanna

Lóa Pind Aldísardóttir þáttastjórnandi fékk fjórar kjötelskandi fjölskyldur til að gjörbreyta mataræði heimilisins í fjórar vikur fyrir þættina Kjötætur óskast! Vegan með Lóu Pind. Þættirnir fóru af stað í gær og verða alls fimm talsins.

Lífið
Fréttamynd

Ástríðuveiðimaður í vegan tilraun

„Ég fer dálítið í gæs og svo fer maður náttúrulega á rjúpu, til að ná í jólamatinn. Það eru skemmtilegustu veiðarnar. Maður labbar heilu og hálfu dagana og fær ekki neitt. En það er bara fínt,“ segir Sigurður Leifsson, ástríðuveiðimaður og einn af eigendum World Class.

Lífið
Fréttamynd

Hugrakkir íslenskir kúabændur taka þátt í vegan tilraun

„Frá því ég var lítil þá hugsaði ég alltaf að prufa sem flest. Áður en ég færi að velja mér starf og annað til að geta dæmt, eða prufað sem flestar hliðar. Þannig að það var það sem ýtti manni út í þetta,“ segir Hrafnhildur Baldursdóttir kúabóndi á Litla-Ármóti á Suðurlandi.

Lífið
Fréttamynd

Ræktað kjöt samþykkt í fyrsta sinn

Matvælaeftirlitið í Singapúr hefur gefið græna ljósið á „kjúklingabita“ bandaríska fyrirtækisins Eat Just. Bitarnir eru úr raunverulegu kjúklingaprótíni en eru ræktaðir á tilraunastofu og því þarf ekki að slátra kjúklingi fyrir kjötið.

Erlent