Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttamynd

Braga og Gunnars minnst á Alþingi

Þingmenn minntust tveggja látinna þingmanna – þeirra Braga Níelssonar og Gunnars Birgissonar – þegar þing kom saman klukkan 11 í morgun. Bragi lést 13. júní síðastliðinn og Gunnar 14. júní.

Innlent
Fréttamynd

Ráðin til starfa sem fram­kvæmda­stjóri hjá OECD

Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi þingmaður og iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur verið ráðin til starfa hjá Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sem framkvæmdastjóri Þróunarmiðstöðvar stofnunarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Páll segir skipun Kristjáns Þórs hafa skaðað Sjálfstæðisflokkinn

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í grein í Morgunblaðinu að það hafi verið sjálfskaparvíti að gera Kristján Þór Júlíusson að sjávarútvegsráðherra. Hægt hefði verið að komast hjá því að valda grunsemdum um hagsmunaárekstra með því að sleppa því.

Innlent
Fréttamynd

Brynjar tekur þriðja sætið og Sig­ríður í heiðurs­sæti

Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi Alþingiskosningar hafa verið samþykktir á fundi Varðar, fulltrúaráðs flokksins í Reykjavík. Fundurinn var haldinn í Valhöll í dag og munu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, leiða listana.

Innlent
Fréttamynd

Segir Brynjar í bullinu og trúir ekki að hann sé við­kvæmt blóm

„Fyrstu við­brögð mín voru bara þau að það væri kannski kominn tími til að Brynjar Níels­son kynnti sér málin að­eins áður en hann færi að skrifa greinar um þau,“ sagði Fjölnir Sæ­munds­son, for­maður Lands­sam­bands lög­reglu­manna, þegar hann var inntur eftir við­brögðum við grein Brynjars Níels­sonar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokksins, sem birtist á Vísi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sam­­tal lög­­reglu­mannanna hafi lýst for­dómum

For­maður nefndar um eftirlit með lög­reglu (NEL) segir ljóst að sam­tal lög­reglu­mannanna tveggja við Ás­mundar­sal, sem nefndin taldi á­mælis­vert, hafi ekki verið per­sónu­legt. Það hafi snúið beint að þeim sem lög­regla hafði af­skipti af á vett­vangi, lýst for­dómum og því fullt til­efni fyrir nefndina að fjalla sér­stak­lega um það.

Innlent
Fréttamynd

...en með ólögum eyða

Nefnd um eftir­lit með lög­reglu telur vís­bendingar um að dagbókarfærsla lög­reglu um meint sótt­varna­brot í Ás­mundar­sal á Þor­láks­messu hafi verið efnis­lega röng og ekkert til­efni hafi verið til upp­lýsinga­gjafar af slíku tagi.

Skoðun
Fréttamynd

„Treysti mér ekki til að vinna í þessu athugasemdarlaust“

Arnar Þór Jónsson dómari við Héraðsdóm í Reykjavík ákvað að skella sér í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn um daginn. Hann segir í viðtali í hlaðvarpinu 24/7 að það sé mikilvægt að það eigi sér stað vitundarvakning í samfélaginu um réttarkerfið. 

Lífið
Fréttamynd

Segir Eyja­menn hafa hótað að opna ekki kosninga­mið­stöð ef Páll yrði í heiðurs­sæti

Gunnar Egils­son, bæjar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokksins í Ár­borg, segir Sjálf­stæðis­menn í Vest­manna­eyjum hafa hótað að opna ekki kosninga­skrif­stofu í Eyjum fyrir komandi þing­kosningar og draga sig úr kosninga­bar­áttu fyrir flokkinn ef Páll Magnús­son, nú­verandi odd­viti flokksins í Suður­kjör­dæmi, yrði í heiðurs­sæti.

Innlent
Fréttamynd

Þórdís þakklát fyrir traustið og Haraldur hvattur til að þiggja sætið

„Þetta er afgerandi traust og yfirlýsingu frá fólkinu í kjördæminu. Ég er auðvitað afskaplega þakklát fyrir það,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. „Þetta er breiður stuðningur og mikill, sem ég fann alveg fyrir en samt leyfði ég mér að dreyma um svona niðurstöðu en þorði ekki að búast við henni.“

Innlent
Fréttamynd

Fagnar góðu gengi kvenna í prófkjörum flokksins

Formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna fagnar góðum árangri kvenna í prófkjörum flokksins fyrir komandi kosningar. Kynjahlutföll oddvitanna í kjördæmunum sex eru jöfn og útlit er fyrir að sjö konur muni taka sæti á Alþingi fyrir flokkinn á næsta kjörtímabili, haldi flokkurinn fylgi sínu.

Innlent
Fréttamynd

Þór­dís Kol­brún bar sigur úr býtum í próf­kjörinu

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Haraldur Benediktsson, sem einnig sóttist eftir fyrsta sæti í prófkjörinu, hafnaði í öðru sæti.

Innlent
Fréttamynd

Til­laga um Pál í heiðurs­sætið var felld

Til­laga um að Páll Magnús­son tæki heiðurs­sæti á lista Sjálf­stæðis­flokksins í Suður­kjör­dæmi fyrir komandi þing­kosningar var felld með yfir­gnæfandi meiri­hluta á kjör­dæmis­ráði flokksins síðasta laugar­dag.

Innlent
Fréttamynd

Haraldur hissa á við­brögðum Sjálf­stæðis­kvenna

Viðbrögð Sjálfstæðiskvenna við yfirlýsingu Haraldar Benediktssonar ,um að hann muni ekki taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hljóti hann ekki kjör í oddvitasæti, komu Haraldi í opna skjöldu. Hann segist ekki hafa leynt því að hann hyggist ekki sitja á listanum beri Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sigur úr bítum í oddvitabaráttunni.

Innlent
Fréttamynd

„Maður getur aldrei tryggt það að allir verði sáttir“

Birgir Gunnars­son, bæjar­stjóri Ísa­fjarðar­bæjar, sér ekki hvað bærinn hefði getað gert öðru­vísi í máli Sifjar Huldar Alberts­dóttur, sem sagði af sér sem bæjar­full­trúi í gær. Hún hefur krafið bæjar­fé­lagið um bætur vegna þess hvernig það tók á kvörtun hennar um ein­elti sem hún segist hafa orðið fyrir af hálfu starfs­manns Ísa­fjarðar­bæjar.

Innlent
Fréttamynd

Haraldur þiggur ekki annað sæti ef hann tapar odd­vita­slagnum

Haraldur Bene­dikts­son, odd­viti Sjálf­stæðis­flokksins í Norð­vestur­kjör­dæmi, mun ekki þiggja annað sæti á lista flokksins í kjör­dæminu ef hann tapar bar­áttunni um odd­vita­sætið við Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dóttur í próf­kjöri flokksins um næstu helgi.

Innlent
Fréttamynd

Gunnar Birgisson er látinn

Gunnar Birgisson, fyrrverandi alþingismaður og bæjar- og sveitarstjóri, er látinn. Samkvæmt andlátstilkynningu í Morgunblaðinu lést Gunnar á heimili sínu í gær. Hann var 73 ára.

Innlent