Kynferðisofbeldi „Ekki búið að vera auðvelt ferðalag en í dag varð það algjörlega þess virði“ Jón Baldvin Hannibaldsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Landsréttur mat það sem svo að það hafi verið sannað, gegn neitun Jóns, að hann hafi strokið á rassi Carmenar Jóhannsdóttur. Carmen kveðst fagna dóminum, þó hún hafi ekki búist við sakfellingu. Innlent 2.12.2022 17:29 Jón Baldvin fékk tveggja mánaða dóm fyrir kynferðislega áreitni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Landsrétti í dag fyrir kynferðislega áreitni á Spáni. Þá var hann dæmdur til að greiða allan sakarkostnað og áfrýjunarkostnað vegna málsins. Verjandi Jóns Baldvins segir að sótt verði um áfrýjunarleyfi í málinu til Hæstaréttar. Innlent 2.12.2022 14:09 Dómari ógildir réttarhöldin yfir Masterson Dómari ógilti réttarhöld yfir leikaranum Danny Masterson í gær, þar sem kviðdómurinn gat ekki náð saman um niðurstöðu. Masterson var ákærður fyrir þrjár nauðganir og hefur notið stuðnings Vísindakirkjunnar í baráttu sinni gegn ásökununum. Erlent 1.12.2022 07:35 Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni áfram laus gegn tryggingu eftir handtöku vegna nauðgunar í sumar Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu verður áfram laus gegn tryggingu eftir að hafa verið handtekinn í sumar sakaður um nauðgun. Leikmaðurinn var valinn í lokahóp landsliðs sem keppir á heimsmeistaramótinu í Katar. Fótbolti 1.12.2022 07:00 Með kynferðislegar myndir af börnum í tölvu og síma Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa, um nokkurt skeið fram til fimmtudagsins 18. júlí 2019, ítrekað skoðað myndir og myndskeið sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt á netinu eða með annarri upplýsinga- eða fjarskiptatækni. Innlent 30.11.2022 15:00 Tuttugu og tvær nauðganir tilkynntar á mánuði Alls barst lögreglu 195 tilkynningar um nauðganir á fyrstu níu mánuðum ársins og var því að jafnaði tilkynnt um 22 nauðganir á mánuði. Um er að ræða 26 prósent aukningu frá því í fyrra. Blygðunarsemisbrotum og kynferðisbrotum gagnvart börnum fækkar á sama tíma. Innlent 30.11.2022 14:11 Fjögur ár fyrir að nauðga eiginkonu sinni Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir brot í nánu sambandi, nauðgun, líkamsárásir, eignaspjöll og akstur undir áhrifum. Þá þarf maðurinn að greiða eiginkonu sinni tvær og hálfa milljón króna í skaðabætur. Innlent 30.11.2022 11:34 Ákærður fyrir tilraun til manndráps og hrottafengna nauðgun Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps, nauðgun og stórfelld brot í nánu sambandi. Lýsingar í ákærunni gefa til kynna að atlaga mannsins að konunni hafi verið hrottafengin. Innlent 29.11.2022 21:01 „Afi var barnaníðingur og sálarmorðingi“ Guðrún Jónína Magnúsdóttir hefur sent frá sér bók þar sem sögð er sláandi saga af ódæðum afa hennar. Hann nauðgaði móður hennar sem varð í tvígang ólétt af hans völdum. Menning 28.11.2022 08:01 Samtakamáttur samfélagsins í upprætingu ofbeldis Nú stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum og lýkur þann 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Skoðun 26.11.2022 16:01 Squid Game leikari sakaður um að káfa á konu Hinn 78 ára gamli O Yeong-su hefur verið ákærður fyrir að kynferðisbrot. Leikarinn sem sló í gegn í þáttunum Squid Game er sakaður um að hafa káfað á konu árið 2017 en hann neitar ásökunum. Erlent 26.11.2022 08:23 Skilorðsbundin refsing fyrir að afla kynferðislegra mynda af börnum Ungur karlmaður var í upphafi mánaðar dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa aflað og reynt að afla kynferðislegra ljósmynda af stúlkum á aldrinum tólf til fjórtán ára. Innlent 25.11.2022 20:09 Trump formlega kærður fyrir nauðgun í New York Bandarísk blaðakonan E Jean Carroll hefur nú formlega lögsótt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna fyrir dómstól í New York ríki. Erlent 25.11.2022 07:25 Sýknaður af kynferðisbroti gegn 14 ára stúlku Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað karlmann sem ákærður var fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku í kjölfar samskipta þeirra á stefnumótaforritinu Tinder. Maðurinn játaði að hafa átt í kynferðislegum samskiptum við stúlkuna en staðhæfði að hann hefði ekki vitað réttan aldur stúlkunnar fyrr en eftir á. Ágreiningur um sönnun í málinu var því afmarkaður við vitneskju mannsins um réttan aldur stúlkunnar. Innlent 22.11.2022 12:08 Óttast öldu nauðgana í Katar | Þau sem kæra gætu sjálf lent í fangelsi Gestur sem sækir Katar heim til að fylgjast með heimsmeistaramótinu gæti sjálfur lent í fangelsi kæri hann nauðgun. Mannréttindasamtök óttast öldu nauðgana á meðan á mótinu stendur. Fótbolti 19.11.2022 15:01 Pep bar vitni í réttarhöldum Mendy: „Hann er góður drengur“ Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, var kallaður inn sem vitni í máli Benjamin Mendy, leikmanns félagsins. Hinn 28 ára gamli Mendy er sakaður um að hafa nauðgað sjö konum sem og tilraun til nauðgunar. Enski boltinn 14.11.2022 23:30 Segjast trúa henni en senda börnin sín í pössun til gerandans Kristín Þórarinsdóttir segir tvískinnung ríkja hjá fólki í sveitinni hennar eftir að út spurðist um kynferðislegt áreiti af hendi fullorðins sveitunga hennar þegar hún var aðeins fjórtán ára. Málið hafi þó haft takmörkuð áhrif á samskipti þeirra við manninn. Fólk hafi sagst trúa henni og styðja en á sama tíma sent börnin sín í pössun til hans. Innlent 8.11.2022 09:15 Landssamráðsfundur gegn ofbeldi: „Ætlum að nýta tækifærið og gagnrýna og ýta“ Landssamráðsfundur um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess verður haldinn á morgun. Ríkislögreglustjóri sér um skipulagningu og framkvæmd fundarins sem er sá fyrsti sinnar tegundar. Öfgar ætla að mæta á svæðið og „gera þetta eins óþægilegt og hægt er." Innlent 8.11.2022 08:58 Taldi ákæru í nauðgunarmáli ekki samræmast framburði brotaþola Landsréttardómari vildi vísa frá nauðgunarmáli þar sem hann taldi að ákæra héraðssaksóknara væri ekki í samræmi við framburð brotaþola af atvikum. Fangelsisdómur í málinu var mildaður um sex mánuði. Innlent 5.11.2022 11:06 „Sorgleg afleiðing ólýðræðislegra stjórnarhátta“ Afsögn Önnu Dóru Sæþórsdóttur, fyrrverandi forseta Ferðafélags Íslands, kom ekki til vegna aðgerðaleysis stjórnar í eineltis- og kynferðisofbeldismálum, „heldur var hún sorgleg afleiðing ólýðræðislegra stjórnarhátta og eineltistilburða hennar.“ Innlent 4.11.2022 10:04 Fjöldi kvenna muni yfirgefa F.Í. ef vantrauststillaga verður felld Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands, mun á félagsfundi í kvöld leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórn félagsins. Hún segir stjórnina ekki hafa skilning á ofbeldis-og áreitnismálum. Hún mun sjálf segja sig úr félaginu ef tillagan verður felld og telur mjög líklegt að fleiri konur muni fylgja með því konur vilji almennt ekki dvelja á stöðum þar sem ekki er hugað að öryggi þeirra. Innlent 27.10.2022 14:37 Fjórða kæran í ferli vegna meintra kynferðisafbrota sama einstaklings Enn ein konan hefur stigið fram vegna karlmanns sem hefur þegar verið kærður í þrígang fyrir kynferðisbrot gagnvart börnum. Málin þrjú eru fyrnd en ekki mál konunnar sem nú stígur fram. Innlent 27.10.2022 09:01 Vantrauststillaga lögð fram gegn stjórn FÍ á morgun Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands til margra ára, hyggst leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórnar félagsins á félagsfundi á morgun, í kjölfar fundar með stjórninni í gær. Hún var boðuð á fundinn eftir að hafa sent stjórninni fyrirspurn um áreitni- og ofbeldismál innan félagsins. Innlent 26.10.2022 12:59 „Ég er að skila skömminni“ Maður sem varð fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi sem barn segir að veröldin hafi hrunið þegar brotin rifjuðust upp áratugum síðar. Réttarsálfræðingur segir þetta vel þekkt. Gríðarlega mikilvægt sé að vinna úr slíkum áföllum um leið og þau koma upp. Innlent 25.10.2022 07:00 Hefur áhyggjur af því að meintur gerandi sé enn að Maður sem nýverið kærði gróf kynferðisbrot sem hann varð fyrir í æsku finnst erfitt að meintur gerandi þurfi ekki að bera neina ábyrgð þar sem málið er nú fyrnt. Hann hefur áhyggjur af því að maðurinn brjóti enn á börnum, hann sé veikur og hættulegur. Tveir aðrir hafa stigið fram og kært sama mann Innlent 23.10.2022 18:30 Tveggja ára dómur fyrir vændiskaup og alvarlegar líkamsárásir Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa greitt fyrir vændi, beitt tvær konur alvarlegu ofbeldi og brotið gegn valdstjórninni. Landsréttur sneri hins vegar við niðurstöðu héraðsdóms sem hafði sakfellt manninn fyrir tilraun til nauðgunar vegna óskýrleika í ákæru. Aukinheldur féllst rétturinn ekki á niðurstöðu héraðsdóms um að ofbeldi hans gagnvart kærustu sinni teldist til ofbeldis í nánu sambandi. Innlent 21.10.2022 18:46 Spacey sýknaður af því að hafa misnotað leikara Kviðdómur í New York sýknaði Kevin Spacey af ásökunum um að hann hefði reynt að nauðga leikaranum Anthony Rapp þegar sá síðarnefndi var táningur á tíunda áratug síðustu aldar. Lögmaður Rapp sakaði Spacey um að ljúga fyrir dómi. Erlent 21.10.2022 13:53 Ákærður fyrir grófa nauðgun í bíl Karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að hafa nauðgað konu í bíl í Reykjavík. Ákærði beitti konuna einnig ítrekað fleira ofbeldi á meðan atvikið átti sér stað. Innlent 20.10.2022 08:05 Eitt fórnarlamba Mendy og Mattuire var einnig viðhald Grealish Kynferðisafbrotamál Benjamin Mendy og Louis Saha Mattuire heldur áfram fyrir framan dómstóla í Manchester. Eitt af fórnarlömbum Mendy og Mattuire telur sig hafa stundað kynlíf með Jack Grealish áður en hún sofnaði og vaknaði kviknakinn. Fótbolti 19.10.2022 18:39 Anna María hlaut Hugrekkisviðurkenningu Stígamóta Anna María Bjarnadóttir hlaut Hugrekkisverðlaun Stígamóta í ár. Anna María steig fram á samfélagsmiðlum í maí á þessu ári og sagði að tveir íslenskir karlmenn, annar þjóðþekktur, hefðu nauðgað sér árið 2010. Innlent 19.10.2022 14:08 « ‹ 18 19 20 21 22 23 24 25 26 … 61 ›
„Ekki búið að vera auðvelt ferðalag en í dag varð það algjörlega þess virði“ Jón Baldvin Hannibaldsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Landsréttur mat það sem svo að það hafi verið sannað, gegn neitun Jóns, að hann hafi strokið á rassi Carmenar Jóhannsdóttur. Carmen kveðst fagna dóminum, þó hún hafi ekki búist við sakfellingu. Innlent 2.12.2022 17:29
Jón Baldvin fékk tveggja mánaða dóm fyrir kynferðislega áreitni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Landsrétti í dag fyrir kynferðislega áreitni á Spáni. Þá var hann dæmdur til að greiða allan sakarkostnað og áfrýjunarkostnað vegna málsins. Verjandi Jóns Baldvins segir að sótt verði um áfrýjunarleyfi í málinu til Hæstaréttar. Innlent 2.12.2022 14:09
Dómari ógildir réttarhöldin yfir Masterson Dómari ógilti réttarhöld yfir leikaranum Danny Masterson í gær, þar sem kviðdómurinn gat ekki náð saman um niðurstöðu. Masterson var ákærður fyrir þrjár nauðganir og hefur notið stuðnings Vísindakirkjunnar í baráttu sinni gegn ásökununum. Erlent 1.12.2022 07:35
Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni áfram laus gegn tryggingu eftir handtöku vegna nauðgunar í sumar Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu verður áfram laus gegn tryggingu eftir að hafa verið handtekinn í sumar sakaður um nauðgun. Leikmaðurinn var valinn í lokahóp landsliðs sem keppir á heimsmeistaramótinu í Katar. Fótbolti 1.12.2022 07:00
Með kynferðislegar myndir af börnum í tölvu og síma Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa, um nokkurt skeið fram til fimmtudagsins 18. júlí 2019, ítrekað skoðað myndir og myndskeið sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt á netinu eða með annarri upplýsinga- eða fjarskiptatækni. Innlent 30.11.2022 15:00
Tuttugu og tvær nauðganir tilkynntar á mánuði Alls barst lögreglu 195 tilkynningar um nauðganir á fyrstu níu mánuðum ársins og var því að jafnaði tilkynnt um 22 nauðganir á mánuði. Um er að ræða 26 prósent aukningu frá því í fyrra. Blygðunarsemisbrotum og kynferðisbrotum gagnvart börnum fækkar á sama tíma. Innlent 30.11.2022 14:11
Fjögur ár fyrir að nauðga eiginkonu sinni Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir brot í nánu sambandi, nauðgun, líkamsárásir, eignaspjöll og akstur undir áhrifum. Þá þarf maðurinn að greiða eiginkonu sinni tvær og hálfa milljón króna í skaðabætur. Innlent 30.11.2022 11:34
Ákærður fyrir tilraun til manndráps og hrottafengna nauðgun Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps, nauðgun og stórfelld brot í nánu sambandi. Lýsingar í ákærunni gefa til kynna að atlaga mannsins að konunni hafi verið hrottafengin. Innlent 29.11.2022 21:01
„Afi var barnaníðingur og sálarmorðingi“ Guðrún Jónína Magnúsdóttir hefur sent frá sér bók þar sem sögð er sláandi saga af ódæðum afa hennar. Hann nauðgaði móður hennar sem varð í tvígang ólétt af hans völdum. Menning 28.11.2022 08:01
Samtakamáttur samfélagsins í upprætingu ofbeldis Nú stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum og lýkur þann 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Skoðun 26.11.2022 16:01
Squid Game leikari sakaður um að káfa á konu Hinn 78 ára gamli O Yeong-su hefur verið ákærður fyrir að kynferðisbrot. Leikarinn sem sló í gegn í þáttunum Squid Game er sakaður um að hafa káfað á konu árið 2017 en hann neitar ásökunum. Erlent 26.11.2022 08:23
Skilorðsbundin refsing fyrir að afla kynferðislegra mynda af börnum Ungur karlmaður var í upphafi mánaðar dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa aflað og reynt að afla kynferðislegra ljósmynda af stúlkum á aldrinum tólf til fjórtán ára. Innlent 25.11.2022 20:09
Trump formlega kærður fyrir nauðgun í New York Bandarísk blaðakonan E Jean Carroll hefur nú formlega lögsótt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna fyrir dómstól í New York ríki. Erlent 25.11.2022 07:25
Sýknaður af kynferðisbroti gegn 14 ára stúlku Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað karlmann sem ákærður var fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku í kjölfar samskipta þeirra á stefnumótaforritinu Tinder. Maðurinn játaði að hafa átt í kynferðislegum samskiptum við stúlkuna en staðhæfði að hann hefði ekki vitað réttan aldur stúlkunnar fyrr en eftir á. Ágreiningur um sönnun í málinu var því afmarkaður við vitneskju mannsins um réttan aldur stúlkunnar. Innlent 22.11.2022 12:08
Óttast öldu nauðgana í Katar | Þau sem kæra gætu sjálf lent í fangelsi Gestur sem sækir Katar heim til að fylgjast með heimsmeistaramótinu gæti sjálfur lent í fangelsi kæri hann nauðgun. Mannréttindasamtök óttast öldu nauðgana á meðan á mótinu stendur. Fótbolti 19.11.2022 15:01
Pep bar vitni í réttarhöldum Mendy: „Hann er góður drengur“ Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, var kallaður inn sem vitni í máli Benjamin Mendy, leikmanns félagsins. Hinn 28 ára gamli Mendy er sakaður um að hafa nauðgað sjö konum sem og tilraun til nauðgunar. Enski boltinn 14.11.2022 23:30
Segjast trúa henni en senda börnin sín í pössun til gerandans Kristín Þórarinsdóttir segir tvískinnung ríkja hjá fólki í sveitinni hennar eftir að út spurðist um kynferðislegt áreiti af hendi fullorðins sveitunga hennar þegar hún var aðeins fjórtán ára. Málið hafi þó haft takmörkuð áhrif á samskipti þeirra við manninn. Fólk hafi sagst trúa henni og styðja en á sama tíma sent börnin sín í pössun til hans. Innlent 8.11.2022 09:15
Landssamráðsfundur gegn ofbeldi: „Ætlum að nýta tækifærið og gagnrýna og ýta“ Landssamráðsfundur um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess verður haldinn á morgun. Ríkislögreglustjóri sér um skipulagningu og framkvæmd fundarins sem er sá fyrsti sinnar tegundar. Öfgar ætla að mæta á svæðið og „gera þetta eins óþægilegt og hægt er." Innlent 8.11.2022 08:58
Taldi ákæru í nauðgunarmáli ekki samræmast framburði brotaþola Landsréttardómari vildi vísa frá nauðgunarmáli þar sem hann taldi að ákæra héraðssaksóknara væri ekki í samræmi við framburð brotaþola af atvikum. Fangelsisdómur í málinu var mildaður um sex mánuði. Innlent 5.11.2022 11:06
„Sorgleg afleiðing ólýðræðislegra stjórnarhátta“ Afsögn Önnu Dóru Sæþórsdóttur, fyrrverandi forseta Ferðafélags Íslands, kom ekki til vegna aðgerðaleysis stjórnar í eineltis- og kynferðisofbeldismálum, „heldur var hún sorgleg afleiðing ólýðræðislegra stjórnarhátta og eineltistilburða hennar.“ Innlent 4.11.2022 10:04
Fjöldi kvenna muni yfirgefa F.Í. ef vantrauststillaga verður felld Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands, mun á félagsfundi í kvöld leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórn félagsins. Hún segir stjórnina ekki hafa skilning á ofbeldis-og áreitnismálum. Hún mun sjálf segja sig úr félaginu ef tillagan verður felld og telur mjög líklegt að fleiri konur muni fylgja með því konur vilji almennt ekki dvelja á stöðum þar sem ekki er hugað að öryggi þeirra. Innlent 27.10.2022 14:37
Fjórða kæran í ferli vegna meintra kynferðisafbrota sama einstaklings Enn ein konan hefur stigið fram vegna karlmanns sem hefur þegar verið kærður í þrígang fyrir kynferðisbrot gagnvart börnum. Málin þrjú eru fyrnd en ekki mál konunnar sem nú stígur fram. Innlent 27.10.2022 09:01
Vantrauststillaga lögð fram gegn stjórn FÍ á morgun Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands til margra ára, hyggst leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórnar félagsins á félagsfundi á morgun, í kjölfar fundar með stjórninni í gær. Hún var boðuð á fundinn eftir að hafa sent stjórninni fyrirspurn um áreitni- og ofbeldismál innan félagsins. Innlent 26.10.2022 12:59
„Ég er að skila skömminni“ Maður sem varð fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi sem barn segir að veröldin hafi hrunið þegar brotin rifjuðust upp áratugum síðar. Réttarsálfræðingur segir þetta vel þekkt. Gríðarlega mikilvægt sé að vinna úr slíkum áföllum um leið og þau koma upp. Innlent 25.10.2022 07:00
Hefur áhyggjur af því að meintur gerandi sé enn að Maður sem nýverið kærði gróf kynferðisbrot sem hann varð fyrir í æsku finnst erfitt að meintur gerandi þurfi ekki að bera neina ábyrgð þar sem málið er nú fyrnt. Hann hefur áhyggjur af því að maðurinn brjóti enn á börnum, hann sé veikur og hættulegur. Tveir aðrir hafa stigið fram og kært sama mann Innlent 23.10.2022 18:30
Tveggja ára dómur fyrir vændiskaup og alvarlegar líkamsárásir Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa greitt fyrir vændi, beitt tvær konur alvarlegu ofbeldi og brotið gegn valdstjórninni. Landsréttur sneri hins vegar við niðurstöðu héraðsdóms sem hafði sakfellt manninn fyrir tilraun til nauðgunar vegna óskýrleika í ákæru. Aukinheldur féllst rétturinn ekki á niðurstöðu héraðsdóms um að ofbeldi hans gagnvart kærustu sinni teldist til ofbeldis í nánu sambandi. Innlent 21.10.2022 18:46
Spacey sýknaður af því að hafa misnotað leikara Kviðdómur í New York sýknaði Kevin Spacey af ásökunum um að hann hefði reynt að nauðga leikaranum Anthony Rapp þegar sá síðarnefndi var táningur á tíunda áratug síðustu aldar. Lögmaður Rapp sakaði Spacey um að ljúga fyrir dómi. Erlent 21.10.2022 13:53
Ákærður fyrir grófa nauðgun í bíl Karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að hafa nauðgað konu í bíl í Reykjavík. Ákærði beitti konuna einnig ítrekað fleira ofbeldi á meðan atvikið átti sér stað. Innlent 20.10.2022 08:05
Eitt fórnarlamba Mendy og Mattuire var einnig viðhald Grealish Kynferðisafbrotamál Benjamin Mendy og Louis Saha Mattuire heldur áfram fyrir framan dómstóla í Manchester. Eitt af fórnarlömbum Mendy og Mattuire telur sig hafa stundað kynlíf með Jack Grealish áður en hún sofnaði og vaknaði kviknakinn. Fótbolti 19.10.2022 18:39
Anna María hlaut Hugrekkisviðurkenningu Stígamóta Anna María Bjarnadóttir hlaut Hugrekkisverðlaun Stígamóta í ár. Anna María steig fram á samfélagsmiðlum í maí á þessu ári og sagði að tveir íslenskir karlmenn, annar þjóðþekktur, hefðu nauðgað sér árið 2010. Innlent 19.10.2022 14:08