Kafa betur ofan í áföll kvenna og úrvinnslu þeirra Lovísa Arnardóttir skrifar 22. janúar 2024 13:01 Prófessorarnir Arna Hauksdóttir og Unnur Valdimarsdóttir eru stjórnendur rannsóknarinnar Áfallasaga kvenna. Mynd/HÍ/Kristinn Ingvarsson Ríflega 30 þúsund konum, sem tóku þátt í rannsókninni Áfallasaga kvenna á árunum 2018-2019, býðst nú að taka þátt í eftirfylgdarrannsókn með því að svara nýjum spurningalista um áföll, lífsstíl og heilsufar. Markmið eftirfylgdarrannsóknarinnar er að varpa frekara ljósi á áhrif áfalla á heilsufar kvenna, en nýjar áherslur snúa að ýmsum eftirmálum áfalla, viðbrögðum og úrvinnslu eftir áföllin, núverandi lífsháttum og líðan og notkun og þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. „Í þessum hluta rannsóknarinnar munum við kafa frekar ofan í aðstæður í æsku og uppvexti, viðbrögð og úrvinnslu eftir áföll og ýmsa þætti sem snúa að heilsu kvenna. Þetta er mikilvægt að kortleggja til að komast að því hvernig við getum stutt þolendur áfalla betur,“ segir Arna Hauksdóttir, prófessor og einn aðalrannsakandi Áfallasögu kvenna, í tilkynningu. Áfallasaga kvenna er vísindarannsókn á vegum Háskóla Íslands og ein sú stærsta sinnar tegundar á heimsvísu. Um 30% kvenna hérlendis 18-69 ára tóku þátt í fyrsta hluta rannsóknarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands og að niðurstöður fyrsta hluta rannsóknarinnar hafi leitt í ljós áhugaverðar niðurstöður um tíðni ýmissa áfalla og tengsl þeirra við heilsufar kvenna á Íslandi. „Niðurstöður fyrsta hluta rannsóknarinnar benda til þess að áföll í æsku og mikil tíðni áreitni og ofbeldis meðal ungra kvenna, t.d. á vinnustöðum eða í námsumhverfi, geti haft gríðarleg áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu kvenna á fullorðinsárum,“ segir Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar í tilkynningunni. Mikilvægt að fylgja niðurstöðum eftir Í fyrri hluta rannsóknarinnar svöruðu þær konur sem tóku þátt ítarlegum spurningalista um áföll á mismunandi ævistigum, geðræn einkenni og heilsufar á fullorðinsárum. Niðurstöðurnar hafa verið kynntar í fjölda vísindagreina í virtum alþjóðlegum vísindaritum og hafa meðal annars staðfest hátt algengi ýmissa áfalla, þar á meðal ofbeldis, meðal kvenna á Íslandi og sterk neikvæð tengsl áfallasögu við sálræna og líkamlega heilsu. Unnur Anna segir mikilvægt að fylgja þessum niðurstöðum eftir og skoða heilsufarsáhrif áfalla til lengri tíma. „Við höfum til dæmis varpað ljósi á tengsl áfalla í æsku og einkenni fyrirtíðaröskunar og því finnst okkur mikilvægt í næsta áfanga að skoða tengsl við önnur áþekk heilsufarsvandamál kvenna sem geta komið fram síðar, til dæmis við tíðahvörf.“ Nánari upplýsingar um eftirfylgdarrannsóknina má finna hér. Heilbrigðismál Heilsa Félagsmál Háskólar Skóla - og menntamál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Ef ekki væri fyrir ofbeldið væri þetta dásamlegasti maður sem ég þekki“ „„Ég ætti nú líklega ekki að vera hér, ég er örugglega að taka frá tíma sem myndi nýtast betur annarri konu,“ eru oft fyrstu setningarnar sem við heyrum konur segja þegar þær koma í viðtölin til okkar,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. 17. september 2023 08:00 Þriðjungur kvenna orðið fyrir áreitni eða ofbeldi á vinnustað Þriðjungur kvenna á Íslandi hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað einhvern tímann á lífsleiðinni samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum vísindamanna Háskóla Íslands. 2. september 2022 16:16 Áföll í barnæsku tengd geðheilsuvanda og heilsubrest á fullorðinsárum Á dögunum voru kynntar nýjar niðurstöður rannsóknar Áfallasaga kvenna sem sýna að sterk tengsl eru á milli fjölda áfalla í æsku og geðheilsuvanda og skertrar getu til að takast á við áskoranir daglegs lífs á fullorðinsárum. Rétt er að taka fram að rannsóknin er ein sú stærsta sinnar tegundar á heimsvísu. 8. febrúar 2022 13:31 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Markmið eftirfylgdarrannsóknarinnar er að varpa frekara ljósi á áhrif áfalla á heilsufar kvenna, en nýjar áherslur snúa að ýmsum eftirmálum áfalla, viðbrögðum og úrvinnslu eftir áföllin, núverandi lífsháttum og líðan og notkun og þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. „Í þessum hluta rannsóknarinnar munum við kafa frekar ofan í aðstæður í æsku og uppvexti, viðbrögð og úrvinnslu eftir áföll og ýmsa þætti sem snúa að heilsu kvenna. Þetta er mikilvægt að kortleggja til að komast að því hvernig við getum stutt þolendur áfalla betur,“ segir Arna Hauksdóttir, prófessor og einn aðalrannsakandi Áfallasögu kvenna, í tilkynningu. Áfallasaga kvenna er vísindarannsókn á vegum Háskóla Íslands og ein sú stærsta sinnar tegundar á heimsvísu. Um 30% kvenna hérlendis 18-69 ára tóku þátt í fyrsta hluta rannsóknarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands og að niðurstöður fyrsta hluta rannsóknarinnar hafi leitt í ljós áhugaverðar niðurstöður um tíðni ýmissa áfalla og tengsl þeirra við heilsufar kvenna á Íslandi. „Niðurstöður fyrsta hluta rannsóknarinnar benda til þess að áföll í æsku og mikil tíðni áreitni og ofbeldis meðal ungra kvenna, t.d. á vinnustöðum eða í námsumhverfi, geti haft gríðarleg áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu kvenna á fullorðinsárum,“ segir Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar í tilkynningunni. Mikilvægt að fylgja niðurstöðum eftir Í fyrri hluta rannsóknarinnar svöruðu þær konur sem tóku þátt ítarlegum spurningalista um áföll á mismunandi ævistigum, geðræn einkenni og heilsufar á fullorðinsárum. Niðurstöðurnar hafa verið kynntar í fjölda vísindagreina í virtum alþjóðlegum vísindaritum og hafa meðal annars staðfest hátt algengi ýmissa áfalla, þar á meðal ofbeldis, meðal kvenna á Íslandi og sterk neikvæð tengsl áfallasögu við sálræna og líkamlega heilsu. Unnur Anna segir mikilvægt að fylgja þessum niðurstöðum eftir og skoða heilsufarsáhrif áfalla til lengri tíma. „Við höfum til dæmis varpað ljósi á tengsl áfalla í æsku og einkenni fyrirtíðaröskunar og því finnst okkur mikilvægt í næsta áfanga að skoða tengsl við önnur áþekk heilsufarsvandamál kvenna sem geta komið fram síðar, til dæmis við tíðahvörf.“ Nánari upplýsingar um eftirfylgdarrannsóknina má finna hér.
Heilbrigðismál Heilsa Félagsmál Háskólar Skóla - og menntamál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Ef ekki væri fyrir ofbeldið væri þetta dásamlegasti maður sem ég þekki“ „„Ég ætti nú líklega ekki að vera hér, ég er örugglega að taka frá tíma sem myndi nýtast betur annarri konu,“ eru oft fyrstu setningarnar sem við heyrum konur segja þegar þær koma í viðtölin til okkar,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. 17. september 2023 08:00 Þriðjungur kvenna orðið fyrir áreitni eða ofbeldi á vinnustað Þriðjungur kvenna á Íslandi hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað einhvern tímann á lífsleiðinni samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum vísindamanna Háskóla Íslands. 2. september 2022 16:16 Áföll í barnæsku tengd geðheilsuvanda og heilsubrest á fullorðinsárum Á dögunum voru kynntar nýjar niðurstöður rannsóknar Áfallasaga kvenna sem sýna að sterk tengsl eru á milli fjölda áfalla í æsku og geðheilsuvanda og skertrar getu til að takast á við áskoranir daglegs lífs á fullorðinsárum. Rétt er að taka fram að rannsóknin er ein sú stærsta sinnar tegundar á heimsvísu. 8. febrúar 2022 13:31 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
„Ef ekki væri fyrir ofbeldið væri þetta dásamlegasti maður sem ég þekki“ „„Ég ætti nú líklega ekki að vera hér, ég er örugglega að taka frá tíma sem myndi nýtast betur annarri konu,“ eru oft fyrstu setningarnar sem við heyrum konur segja þegar þær koma í viðtölin til okkar,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. 17. september 2023 08:00
Þriðjungur kvenna orðið fyrir áreitni eða ofbeldi á vinnustað Þriðjungur kvenna á Íslandi hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað einhvern tímann á lífsleiðinni samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum vísindamanna Háskóla Íslands. 2. september 2022 16:16
Áföll í barnæsku tengd geðheilsuvanda og heilsubrest á fullorðinsárum Á dögunum voru kynntar nýjar niðurstöður rannsóknar Áfallasaga kvenna sem sýna að sterk tengsl eru á milli fjölda áfalla í æsku og geðheilsuvanda og skertrar getu til að takast á við áskoranir daglegs lífs á fullorðinsárum. Rétt er að taka fram að rannsóknin er ein sú stærsta sinnar tegundar á heimsvísu. 8. febrúar 2022 13:31