Samgönguslys Tafir á umferð vegna bílslyss Nokkrar tafir hafa orðið á umferð á Kringlumýrarbraut vegna bílslyss við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar. Innlent 3.4.2023 17:12 Bíll með hestakerru valt nærri Bláfjallaafleggjara Ökumann og hest sakaði lítið þegar bíll með hestakerru í eftirdragi valt á Suðurlandsvegi nærri afleggjaranum að Bláfjöllum í dag. Dælubíll slökkviliðs var sendur á staðinn vegna þess að slysið átti sér stað inni á vatnsverndarsvæði. Innlent 31.3.2023 15:00 Harður árekstur á Fagradal Tveggja bíla árekstur varð í Fagradal á Austurlandi fyrr í kvöld. Tveir voru fluttir á slysadeild. Innlent 28.3.2023 21:41 Þrír fluttir á slysadeild eftir að rúta valt á Öræfum Rúta með tæplega þrjátíu farþegum valt í Öræfasveit í dag. Þrír voru fluttir með sjúkrabíl til Hafnar í Hornafirði og verða þaðan fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Enginn þeirra slösuðu er með lífshættulega áverka. Innlent 28.3.2023 13:50 Leita að ökumanni sem ók á ungan strák á hlaupahjóli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að ökumanni bifreiðar sem ók á ungan pilt á rafmagnshlaupahjóli á gangbraut á Neshaga í Reykjavík síðastliðinn föstudagsmorgun. Innlent 27.3.2023 15:43 Kallar eftir varkárni ökumanna eftir að hafa orðið fyrir bíl Ekið var á arkitektinn Hildi Gunnlaugsdóttur er hún hjólaði á gangstétt upp Njálsgötu í gær. Hún slapp vel með skrekkinn en biður ökumenn um að gæta sín betur þegar gangstéttir eru þveraðar. Hver viti nema kona með barnavagn eða barn á hjóli sé sá sem er á leið á gangstéttinni. Innlent 24.3.2023 13:56 Staðfest að brakið og líkamsleifarnar séu úr banaslysinu Flugvélabrak og líkamsleifar sem festust í veiðarfæri skipsins Hrafns Sveinbjarnarsonar GK-255 þann 8. mars síðastliðinn eru úr banaslysi sem varð á svæðinu fyrir fimmtán árum síðan. Rannsóknarnefnd samgönguslysa komst að þessari niðurstöðu í dag. Innlent 22.3.2023 14:23 Staddur í hvíldarrými og ekki í belti þegar banaslysið átti sér stað Karlmaður sem lést er vörubifreið valt á hliðina á Suðurlandsvegi í fyrra var staddur í hvíldarrými bifreiðarinnar og var ekki í öryggisbelti þegar slysið átti sér stað. Að mati Rannsóknarnefndar samgönguslysa þarf Ríkisútvarpið að yfirfara verklag sitt við gerð veðurkorta eftir slysið. Innlent 22.3.2023 13:04 Lokuðu Reykjanesbraut í báðar áttir eftir umferðaróhapp Hluta Reykjanesbrautar var lokað klukkan 18:11 í dag vegna umferðaróhapps. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar átti umferðaróhappið sér stað í nágrenni við álverið í Straumsvík. Búið er að opna veginn aftur eftir stutta lokun. Innlent 18.3.2023 18:42 Fiskur þakti Suðurlandsveg Farmur sem innihélt fisk féll af vörubíl á Suðurlandsvegi við Svínahraun á fimmta tímanum í dag. Lögregla segir að hreinsun hafi gengið vel á vettvangi. Innlent 16.3.2023 17:45 „Við erum ennþá í áfalli eftir þetta“ „Við héldum að þetta væri eitthvað hryðjuverkadæmi. Það var ekki eins og þetta væri einhver lítil Súkka að bakka óvarlega út úr stæði,“ segir kærasta konunnar sem slasaðist í gær þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni, ók á sjö bíla og hafnaði að endingu á rúðu á hárgreiðslustofu í Álfheimum í Reykjavík. Innlent 15.3.2023 19:30 „Það rigndi yfir okkur glerbrotum“ Mildi þykir að ekki fór verr þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum, keyrði á sjö bíla og hafnaði að endingu á rúðu á hárgreiðslustofu í Álfheimum í Reykjavík í dag. Glerbrotum rigndi yfir starfsfólk og viðskiptavini stofunnar sem var verulega brugðið. Innlent 14.3.2023 19:14 Missti stjórn á bílnum og ók á rúðu í Álfheimum Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni, ók á bíla og að lokum á rúðu í Álfheimakjarnanum í Reykjavík í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að betur hafi farið en á horfðist. Kona slasaðist í óhappinu og var flutt á sjúkrahús, að sögn sjónarvotta sem fréttastofa ræddi við á vettvangi. Innlent 14.3.2023 13:44 Atvinnubílstjóri keyrði framan á bíl á Borgarfjarðarbrú Bíll ökukennara er illa farinn eftir að annar bílstjóri keyrði á miklum hraða framan á bílinn á öfugum vegarhelmingi á Borgarfjarðarbrú. Sá er leiðsögumaður og ásamt honum voru tveir erlendir ferðamenn í bílnum. Fréttir 11.3.2023 23:22 Kviknaði í 21 bíl eftir árekstur í Ungverjalandi Að minnsta kosti 36 slösuðust eftir árekstur á hraðbraut í Ungverjalandi þar sem kviknaði í 21 bíl. Erlent 11.3.2023 19:31 Fólksbíll og flutningabíll í árekstri við Hólmsá Bílslys varð á brúnni yfir Hólmsá í Reykjavík í kvöld. Fólksbíll og flutningabíll sem var að koma úr gagnstæðri átt skullu þá saman. Innlent 10.3.2023 22:44 Einn á sjúkrahús eftir árekstur rútu og mjólkurbíls Bílstjóri rútunnar sem lenti aftan á mjólkurbíl á Þjóðvegi 1 við Þverá í Öxnadal fyrr í dag var fluttur á sjúkrahús. Meiðsli hans eru þó ekki talin alvarleg. Þrjátíu manna hópur ungmenna var um borð í rútunni. Innlent 10.3.2023 15:26 Rúta og flutningabíll rákust saman Þjóðvegur 1 um Öxnadal í Hörgársveit er lokaður eftir árekstur rútu og flutningabíls. Innlent 10.3.2023 13:34 Líklegt að flakið sem fannst sé úr banaslysi fyrir fimmtán árum Margt bendir til þess að flak og líkamsleifar sem komu upp í togara úti fyrir strendur Reykjaneshryggs séu úr lítilli flugvél sem fórst á leiðinni frá Grænlandi til Íslands í febrúar 2008. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og kennslanefnd munu taka málið til skoðunar þegar togarinn kemur í land eftir tæpar tvær vikur. Innlent 10.3.2023 12:54 Fengu flugvélabrak og líkamsleifar í trollið Áhöfnin á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK-255 fékk líkamsleifar og flugvélabrak í troll skipsins á miðvikudag, þegar skipið var að veiðum á Reykjaneshrygg. Innlent 10.3.2023 06:35 Steypubíll valt á hliðina í Hafnarfirði Steypubíll valt á hliðina í Hafnarfirði nú undir kvöld og var reynt að ná honum aftur upp með kranabíl. Bíllinn er fullur af steypu en engin steypa hefur lekið úr honum enn, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Innlent 8.3.2023 18:40 Fimm bíla árekstur á Miklubraut Fimm bílar lentu í árekstri á Miklubraut nú síðdegis skammt frá Skeifunni. Töluverðar tafir hafa verið á umferð vegna árekstursins. Innlent 7.3.2023 17:30 Árekstur á gatnamótum Lönguhlíðar og Flókagötu Nokkuð harður árekstur tveggja fólksbíla varð á gatnamótum Lönguhlíðar og Flókagötu á fjórða tímanum í dag. Engum virðist hafa orðið alvarlega meint af. Innlent 6.3.2023 16:06 Ekið á unglingsstrák á hlaupahjóli í Lindahverfi Fólksbíl var ekið á fjórtán ára dreng á hlaupahjóli í Lindahverfi í Kópavogi um miðjan dag. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðs slasaðist drengurinn ekki alvarlega en farið var með hann til skoðunar á slysadeild til öryggis. Innlent 1.3.2023 15:28 Nýjar upplýsingar varpa ljósi á orsök lestarslyssins Hjólalega lestar sem fór út af sporinu í Ohio í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum er talin hafa ofhitnað. Starfsmenn um borð fengu viðvörun um mögulega ofhitnun og reyndu að hægja á lestinni sem að lokum fór út af sporinu. Erlent 23.2.2023 18:15 Enn einni Teslunni ekið á neyðarbifreið vestanhafs Ökumaður Tesla-bifreiðar lést og farþegi slasaðist alvarlega þegar henni var ekið á kyrrstæða slökkvibifreið á hraðbraut í norðanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum á laugardag. Brunabílnum hafði verið lagt til að vernda slökkviliðsmenn á vettvangi annars slyss. Fjöldi sambærilegra slysa þar sem Teslur koma við sögu hefur átt sér stað vestanhafs. Erlent 20.2.2023 08:47 Banaslys í Kjós vegna hálkuástands sem erfitt var að sjá fyrir Banaslys sem varð rétt sunnan við brú yfir Laxá í Kjós í nóvember árið 2021 má rekja til hálkuástands sem var erfitt að sjá fyrir. Þá greindust fíkniefni í blóði ökumanns og voru hvorki hann né farþegi bílsins spenntir í öryggisbelti. Dekkjabúnaður bifreiðarinnar, sem var óskoðuð, reyndist ekki í lagi. Innlent 20.2.2023 06:53 Óttuðust að mæta á fund með íbúum eftir eiturefnaslys Forsvarsmenn lestarfyrirtækis sem átti lest sem fór af sporunum í Ohio fyrr í þessum mánuði mættu ekki á opinn fund sem haldinn var um málið í gær. Vísuðu þeir til öryggisástæðna fyrir því að þeir mættu ekki á fundinn. Mikið magn eiturefna sluppu út í andrúmsloftið þegar lestin fór af sporinu. Erlent 16.2.2023 10:31 Íbúar uggandi eftir meiriháttar eiturefnaslys Ólykt finnst enn í smábæ í Ohio í Bandaríkjunum eftir að ýmir konar eiturefni sluppu út í umhverfið þegar flutningalest fór út af sporinu fyrr í þessum mánuði. Íbúar þar óttast að eiturefnin ógni heilsu þeirra en fjölda spurninga er enn ósvarað um umfang slyssins. Erlent 14.2.2023 23:48 Loka Ólafsfjarðarvegi til að ná rútunni upp Tímabundin lokun verður á Ólafsfjarðarvegi á Norðurlandi eystra í dag svo hægt sé að vinna í því að ná rútu upp á veginn. Innlent 14.2.2023 12:00 « ‹ 12 13 14 15 16 17 18 19 20 … 43 ›
Tafir á umferð vegna bílslyss Nokkrar tafir hafa orðið á umferð á Kringlumýrarbraut vegna bílslyss við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar. Innlent 3.4.2023 17:12
Bíll með hestakerru valt nærri Bláfjallaafleggjara Ökumann og hest sakaði lítið þegar bíll með hestakerru í eftirdragi valt á Suðurlandsvegi nærri afleggjaranum að Bláfjöllum í dag. Dælubíll slökkviliðs var sendur á staðinn vegna þess að slysið átti sér stað inni á vatnsverndarsvæði. Innlent 31.3.2023 15:00
Harður árekstur á Fagradal Tveggja bíla árekstur varð í Fagradal á Austurlandi fyrr í kvöld. Tveir voru fluttir á slysadeild. Innlent 28.3.2023 21:41
Þrír fluttir á slysadeild eftir að rúta valt á Öræfum Rúta með tæplega þrjátíu farþegum valt í Öræfasveit í dag. Þrír voru fluttir með sjúkrabíl til Hafnar í Hornafirði og verða þaðan fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Enginn þeirra slösuðu er með lífshættulega áverka. Innlent 28.3.2023 13:50
Leita að ökumanni sem ók á ungan strák á hlaupahjóli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að ökumanni bifreiðar sem ók á ungan pilt á rafmagnshlaupahjóli á gangbraut á Neshaga í Reykjavík síðastliðinn föstudagsmorgun. Innlent 27.3.2023 15:43
Kallar eftir varkárni ökumanna eftir að hafa orðið fyrir bíl Ekið var á arkitektinn Hildi Gunnlaugsdóttur er hún hjólaði á gangstétt upp Njálsgötu í gær. Hún slapp vel með skrekkinn en biður ökumenn um að gæta sín betur þegar gangstéttir eru þveraðar. Hver viti nema kona með barnavagn eða barn á hjóli sé sá sem er á leið á gangstéttinni. Innlent 24.3.2023 13:56
Staðfest að brakið og líkamsleifarnar séu úr banaslysinu Flugvélabrak og líkamsleifar sem festust í veiðarfæri skipsins Hrafns Sveinbjarnarsonar GK-255 þann 8. mars síðastliðinn eru úr banaslysi sem varð á svæðinu fyrir fimmtán árum síðan. Rannsóknarnefnd samgönguslysa komst að þessari niðurstöðu í dag. Innlent 22.3.2023 14:23
Staddur í hvíldarrými og ekki í belti þegar banaslysið átti sér stað Karlmaður sem lést er vörubifreið valt á hliðina á Suðurlandsvegi í fyrra var staddur í hvíldarrými bifreiðarinnar og var ekki í öryggisbelti þegar slysið átti sér stað. Að mati Rannsóknarnefndar samgönguslysa þarf Ríkisútvarpið að yfirfara verklag sitt við gerð veðurkorta eftir slysið. Innlent 22.3.2023 13:04
Lokuðu Reykjanesbraut í báðar áttir eftir umferðaróhapp Hluta Reykjanesbrautar var lokað klukkan 18:11 í dag vegna umferðaróhapps. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar átti umferðaróhappið sér stað í nágrenni við álverið í Straumsvík. Búið er að opna veginn aftur eftir stutta lokun. Innlent 18.3.2023 18:42
Fiskur þakti Suðurlandsveg Farmur sem innihélt fisk féll af vörubíl á Suðurlandsvegi við Svínahraun á fimmta tímanum í dag. Lögregla segir að hreinsun hafi gengið vel á vettvangi. Innlent 16.3.2023 17:45
„Við erum ennþá í áfalli eftir þetta“ „Við héldum að þetta væri eitthvað hryðjuverkadæmi. Það var ekki eins og þetta væri einhver lítil Súkka að bakka óvarlega út úr stæði,“ segir kærasta konunnar sem slasaðist í gær þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni, ók á sjö bíla og hafnaði að endingu á rúðu á hárgreiðslustofu í Álfheimum í Reykjavík. Innlent 15.3.2023 19:30
„Það rigndi yfir okkur glerbrotum“ Mildi þykir að ekki fór verr þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum, keyrði á sjö bíla og hafnaði að endingu á rúðu á hárgreiðslustofu í Álfheimum í Reykjavík í dag. Glerbrotum rigndi yfir starfsfólk og viðskiptavini stofunnar sem var verulega brugðið. Innlent 14.3.2023 19:14
Missti stjórn á bílnum og ók á rúðu í Álfheimum Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni, ók á bíla og að lokum á rúðu í Álfheimakjarnanum í Reykjavík í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að betur hafi farið en á horfðist. Kona slasaðist í óhappinu og var flutt á sjúkrahús, að sögn sjónarvotta sem fréttastofa ræddi við á vettvangi. Innlent 14.3.2023 13:44
Atvinnubílstjóri keyrði framan á bíl á Borgarfjarðarbrú Bíll ökukennara er illa farinn eftir að annar bílstjóri keyrði á miklum hraða framan á bílinn á öfugum vegarhelmingi á Borgarfjarðarbrú. Sá er leiðsögumaður og ásamt honum voru tveir erlendir ferðamenn í bílnum. Fréttir 11.3.2023 23:22
Kviknaði í 21 bíl eftir árekstur í Ungverjalandi Að minnsta kosti 36 slösuðust eftir árekstur á hraðbraut í Ungverjalandi þar sem kviknaði í 21 bíl. Erlent 11.3.2023 19:31
Fólksbíll og flutningabíll í árekstri við Hólmsá Bílslys varð á brúnni yfir Hólmsá í Reykjavík í kvöld. Fólksbíll og flutningabíll sem var að koma úr gagnstæðri átt skullu þá saman. Innlent 10.3.2023 22:44
Einn á sjúkrahús eftir árekstur rútu og mjólkurbíls Bílstjóri rútunnar sem lenti aftan á mjólkurbíl á Þjóðvegi 1 við Þverá í Öxnadal fyrr í dag var fluttur á sjúkrahús. Meiðsli hans eru þó ekki talin alvarleg. Þrjátíu manna hópur ungmenna var um borð í rútunni. Innlent 10.3.2023 15:26
Rúta og flutningabíll rákust saman Þjóðvegur 1 um Öxnadal í Hörgársveit er lokaður eftir árekstur rútu og flutningabíls. Innlent 10.3.2023 13:34
Líklegt að flakið sem fannst sé úr banaslysi fyrir fimmtán árum Margt bendir til þess að flak og líkamsleifar sem komu upp í togara úti fyrir strendur Reykjaneshryggs séu úr lítilli flugvél sem fórst á leiðinni frá Grænlandi til Íslands í febrúar 2008. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og kennslanefnd munu taka málið til skoðunar þegar togarinn kemur í land eftir tæpar tvær vikur. Innlent 10.3.2023 12:54
Fengu flugvélabrak og líkamsleifar í trollið Áhöfnin á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK-255 fékk líkamsleifar og flugvélabrak í troll skipsins á miðvikudag, þegar skipið var að veiðum á Reykjaneshrygg. Innlent 10.3.2023 06:35
Steypubíll valt á hliðina í Hafnarfirði Steypubíll valt á hliðina í Hafnarfirði nú undir kvöld og var reynt að ná honum aftur upp með kranabíl. Bíllinn er fullur af steypu en engin steypa hefur lekið úr honum enn, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Innlent 8.3.2023 18:40
Fimm bíla árekstur á Miklubraut Fimm bílar lentu í árekstri á Miklubraut nú síðdegis skammt frá Skeifunni. Töluverðar tafir hafa verið á umferð vegna árekstursins. Innlent 7.3.2023 17:30
Árekstur á gatnamótum Lönguhlíðar og Flókagötu Nokkuð harður árekstur tveggja fólksbíla varð á gatnamótum Lönguhlíðar og Flókagötu á fjórða tímanum í dag. Engum virðist hafa orðið alvarlega meint af. Innlent 6.3.2023 16:06
Ekið á unglingsstrák á hlaupahjóli í Lindahverfi Fólksbíl var ekið á fjórtán ára dreng á hlaupahjóli í Lindahverfi í Kópavogi um miðjan dag. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðs slasaðist drengurinn ekki alvarlega en farið var með hann til skoðunar á slysadeild til öryggis. Innlent 1.3.2023 15:28
Nýjar upplýsingar varpa ljósi á orsök lestarslyssins Hjólalega lestar sem fór út af sporinu í Ohio í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum er talin hafa ofhitnað. Starfsmenn um borð fengu viðvörun um mögulega ofhitnun og reyndu að hægja á lestinni sem að lokum fór út af sporinu. Erlent 23.2.2023 18:15
Enn einni Teslunni ekið á neyðarbifreið vestanhafs Ökumaður Tesla-bifreiðar lést og farþegi slasaðist alvarlega þegar henni var ekið á kyrrstæða slökkvibifreið á hraðbraut í norðanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum á laugardag. Brunabílnum hafði verið lagt til að vernda slökkviliðsmenn á vettvangi annars slyss. Fjöldi sambærilegra slysa þar sem Teslur koma við sögu hefur átt sér stað vestanhafs. Erlent 20.2.2023 08:47
Banaslys í Kjós vegna hálkuástands sem erfitt var að sjá fyrir Banaslys sem varð rétt sunnan við brú yfir Laxá í Kjós í nóvember árið 2021 má rekja til hálkuástands sem var erfitt að sjá fyrir. Þá greindust fíkniefni í blóði ökumanns og voru hvorki hann né farþegi bílsins spenntir í öryggisbelti. Dekkjabúnaður bifreiðarinnar, sem var óskoðuð, reyndist ekki í lagi. Innlent 20.2.2023 06:53
Óttuðust að mæta á fund með íbúum eftir eiturefnaslys Forsvarsmenn lestarfyrirtækis sem átti lest sem fór af sporunum í Ohio fyrr í þessum mánuði mættu ekki á opinn fund sem haldinn var um málið í gær. Vísuðu þeir til öryggisástæðna fyrir því að þeir mættu ekki á fundinn. Mikið magn eiturefna sluppu út í andrúmsloftið þegar lestin fór af sporinu. Erlent 16.2.2023 10:31
Íbúar uggandi eftir meiriháttar eiturefnaslys Ólykt finnst enn í smábæ í Ohio í Bandaríkjunum eftir að ýmir konar eiturefni sluppu út í umhverfið þegar flutningalest fór út af sporinu fyrr í þessum mánuði. Íbúar þar óttast að eiturefnin ógni heilsu þeirra en fjölda spurninga er enn ósvarað um umfang slyssins. Erlent 14.2.2023 23:48
Loka Ólafsfjarðarvegi til að ná rútunni upp Tímabundin lokun verður á Ólafsfjarðarvegi á Norðurlandi eystra í dag svo hægt sé að vinna í því að ná rútu upp á veginn. Innlent 14.2.2023 12:00