Skattar og tollar

Fréttamynd

Fimmtán milljóna sekt vegna Airbnb-útleigu

Yfirskattanefnd hefur úrskurðað að kona sem leigði út gistirými í gegnum Airbnb þurfi að greiða tæplega fimmtán milljóna króna sekt fyrir að hafa vanrækt að telja fram í skattframtölum sínum tekjur af útleigu húsnæðis til ferðamanna á árunum 2016, 2017 og 2018.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur í 238 milljóna sekt fyrir skatt- og skilasvik

Landsréttur staðfesti tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm og 238 milljóna króna sekt yfir Ágústi Alfreð Snæbjörnssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra lithásks verktakafyrirtækis, fyrir skatt- og skilavik í gær. Fyrri stjórnandi annars verktakafélags sem Ágúst Alfreð stýrði var sýknaður af ákæru um hlutdeild í brotum.

Innlent
Fréttamynd

Hvað á ég mörg börn?

Hæ ég heiti Arna og ég er fráskilin – tvisvar! Það er óhætt að segja að mér hefur gengið betur með barneignir í lífinu heldur en með hjónabönd.

Skoðun
Fréttamynd

Flugfélög krefjast afnáms umhverfisskatta

Evrópsk flugfélög sem róa nú sum lífróður vegna kórónuveirufaraldursins krefjast þess að þau verði losuð undan því að greiða umhverfisskatta sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi. Sum staðar eru þó kröfur uppi um að stjórnvöld setji samdrátt í losun sem skilyrði fyrir því að bjarga flugfélögum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ýmsar skattabreytingar um áramótin

Um áramót taka gildi ýmsar skattabreytingar er snerta bæði heimili og fyrirtæki í landinu. Tekjuskattskerfinu verður breytt í þriggja þrepa kerfi, tryggingagjald lækkar en olíugjöld, áfengisgjöld og tóbaksgjöld hækka en lækka að raungildi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sigurður Ingi er sár og reiður

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og ráðherra segist verða sár og reiður þegar hann heyrir um peninga, sem fluttir eru í skattaskjól í aflandsfélögin.

Innlent
Fréttamynd

Erfitt að breyta skattlagningu jarða að mati ráðherra

Þingflokksformaður Vinstri grænna vill kanna möguleika á að skattleggja jarðir og gæði þeirra í stað fasteigna til að sporna á móti því að auðmenn safni undir sig fjölda jarða þar sem ekki sé stundaður búskapur. Samgönguráðherra segir þetta kalla á miklar breytingar.

Innlent
Fréttamynd

Ný­stár­leg til­laga í skatta­málum

Næstkomandi þriðjudag verður til afgreiðslu og vonandi til samþykktar tillaga mín um niðurfellingu á útsvari 67 ára og eldri sem eingöngu njóta greiðslna frá Tryggingastofnun.

Skoðun
Fréttamynd

Íslendingar sjúkir í sódavatn

Íslendingar hafa undanfarinn tæpan áratug í auknum mæli sagt skilið við sykraða gosdrykki og keypt kolsýrt vatn í staðinn, oft nefnt sódavatn. Þetta kemur fram í sölutölum úr matvöruverslunum og bensínstöðvum sem Félag atvinnurekenda birtir á heimasíðu sinni í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hefur trú á að sykurskattur verði að lögum

Heilbrigðisráðherra segir sykurskatt einn besta hvata í kerfinu til að hjálpa fólki að velja hollan mat. Það ásamt heilsueflingu og geðrækt á öllum skólastigum sé góð leið til að stemma stigu við offitu.

Innlent
Fréttamynd

Skattaafsláttur vegna hlutabréfa á dagskrá

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins stefna að því að leggja fram frumvarp í næstu viku sem miðar að innleiðingu skattaafsláttar vegna hlutabréfakaupa. Ætlað að hvetja til þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði og auka þannig virkni.

Viðskipti innlent